Tíminn - 06.04.1977, Síða 11
Miövikudagur 6. aprll 1977.
11
Wmmrn
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs-
ingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I
Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif-
stofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 —
auglýsingaslmi 19523. Veröllausasölu kr. 60.00. Áskriftar-
gjald kr. 1.100.00 á mánuöi.
Blaöaprenth.f.
Þáttur stjórnar-
andstöðunnar
t forystugreinum ihaldsblaðanna er stundum
reynt að lýsa með sem dekkstum litum þvi á-
standi, sem var hér sumarið 1974, þegar vinstri
stjórnin lét af völdum. í tilefni af þvi er rétt að
minna á, að afkoma atvinnuvega og þjóðarbús
hefur sjaldan orðið betri en á árinu 1973. Alveg
sérstaklega gilti þetta um afkomu sjávarútvegs-
ins. Þetta fór hins vegar að breytast fljótlega á
árinu 1974 eftir að hin mikla verðhækkun oliunnar
kom til sögunnar. Verðlag innflutningsvaranna
fór stórhækkandi. Um likt leyti fór verðlag ým-
issa útflutningsvara lækkandi. Afkoma atvinnu-
veganna gerbreyttist þvi á árinu 1974, einkum þó
sjávarútvegsins. Þessum búsifjum til viðbótar
kom svo hin óraunhæfa grunnkaupshækkun i
febrúar 1974 og i kjölfar hennar miklar verð-
hækkanir.
Það er i sambandi við kaupsamningana, sem
voru gerðir i febrúar 1974, sem sérstök ástæðá er
til að minna á þátt fyrrv. stjómarandstöðu. Hún
reyndi allt, sem hún mátti, til að ýta undir sem
mestar kauphækkanir. Morgunblaðið og Visir
réðust harkalega á opinbera starfsmenn fyrir að
hafa samið af sér og hvöttu aðrar stéttir til að
fara ekki i slóð þeirra. Innan verkalýðssamtak-
anna voru forystumenn Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins aðalhvatamenn mikilla kaup-
hækkana. Þegar á þing kom, var afstaða forystu-
manna stjórnarandstöðunnar sizt betri. Þeir not-
uðu þar stöðvunarvald sitt til að fella tillögur um
nauðsynlega tekjuöflun rikissjóði til handa, þótt
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þessar hækkan-
ir siðar á árinu, þegar hann var kominn i rikis-
stjórn. Verst var þó framkoma stjómarandstöð-
unnar, þegar hún stöðvaði á Alþingi vorið 1974
framgang þeirra tillagna, sem vinstri stjómin
lagði fyrir þingið um viðnám gegn verðbólgunni.
Með þvi var verðbólgunni raunvemlega sleppt
lausri. Ástandið væri nú annað og betra, ef
stjórnarandstaðan hefði þá ekki brugðizt skyldu
sinni.
Þótt Alþýðubandalagið hefði á þessum tima
ábyrga afstöðu breyttist þetta strax sumarið 1974
eftir að það var komið i stjórnarandstöðu með Al-
þýðuflokknum. Þessir tveir flokkar hafa i stjóm-
arandstöðunni gert allt sem þeir hafa mátt til að
auka verðbólguna og torvelda viðnámsstarf
rikisstjórnarinnar. Þeir hafa staðið með öllum
kauphækkunarkröfum, jafnt frá háum sem lág-
um. Þeir hafa tekið undir allar kröfur um hærri
framlög hins opinbera, jafnhliða þvi, sem þeir
hafa látizt vera gegn nýjum skattaálögum. Þann-
ig hafa þeir gerzt dyggir þjónustumenn verðbólg-
unnar i þeirri von að geta gert rikisstjórninni erf-
itt fyrir á þann hátt.
Meðan stjórnarandstaðan gerir sér ekki ljóst,
að hún hefur ekki siður skyldum að gegna en
rikisstjórnin verður alltaf erfitt að fást við
efnahagsmálin. Það er mikils vert, að almenn-
ingur átti sig vel á þætti stjórnarandstöðunnar að
þessu leyti og veiti henni aðhald, sem gæti leitt til
betri stjórnarhátta.
Alveg sérstaklega er ástæða til þess, að þjóðin
fylgist vel með framkomu stjórnarandstöðunnar
i sambandi við gerð kjarasamninganna, sem nú
erframundan. Þ.Þ.
Charles W. Yost:
■
Mesta vanda-
mál nútímans
Sidgæðisvitundinni fer hnignandi
MARGT mun hafa borið á
góma I viöræöum þeirra
Carters forseta og James
Callaghan forsætisráöherra
Breta á dögunum. Llklega
hafa þó hin margvislegu efna-
hagsvandamál sem nú hrann-
ast upp hvarvetna I heiminum
veriö þar efst á baugi.
Þaö er skiljanlegt, aö
þróunarlöndin veröi aö búa viö
þau kröppu kjör, sem lengst
hafa veriö hlutskipti mann-
kynsins. En sú staöreynd aö
lönd Vestur-Evrópu, Banda-
rlkin, Kanada og Japan eiga
viö sífellda efnahagsöröug-
leika atvinnuleysi og vaxandi
óánægju almenningsaö striöa
vekur undrun og ótta.
Þessi vandamál veröa vafa-
laust veröugt rannsóknar- og
umræöuefni á ráöstefnu æöstu
manna Vesturveldanna I
London nú í vor, og sjálfsagt
veröa geröar skammtima
ráöstafanir til aö mæta þeim.
En eiga þessi vandamál sér
ekki dýpri rætur en svo, aö
skammtima ráöstafanir stoöi
litt, jafnvel þótt þar leggist
rikustu þjóöirnar á eitt?
I hinni frábæru bók sinni
„Social limits to growth ”
(Þjóöfélagsleg takmörk vaxt-
ar) heldur brezki hag-
fræöingurinn Fred Hirsch þvi
fram aö svo sé. Hann var áöur
efnahajsmálastjóri tima-
ritsins Economist og ráögjafi
Alþjóöagjaldeyrissjóösins
(International monetary
fund).
DRAUMSÝN hins vestræna
heims i hálfa aöra öld hefur
veriö sú, aö fyrir tilstilli auk-
inna fjöldaframleiöslu, hinnar
„ósýnilegu handar” hins
frjálsa framtaks og gifurlegra
tækniframfara myndu þau
lifsþægindi, sem fáum voru
fyrrum gefin, falla öllum I
skaut . Segja má aö þróunin
siöustu þrjá áratugina hafi
stefnt i þá áttina I flestum
vestrænum löndum.
Fyrir nokkrum árum voru
menn uggandi vegna þess, aö
ytri aöstæöur virtust tak-
marka vaxtarskilyröin.
Flestar auölindir ganga til
þurröarfyrreöa siöar, og geta
ekki staöiö undir hinni gifur-
legu fjölgun mannkynsins.
Bandarikjamenn hafa nú
sannreynt þaö bæöi i orkumál-
um og vegna hættu á hungurs-
neyö aö sá uggur var ekki
ástæöulaus. Engu aö siöur
viröast flestir álita aö nýjar
tækniframfarir muni bjarga
málum.
Hirsch bendirá annaö atriöi
sem ógnar hinni lýöræöislegu
hugsjón, hinn þjóöfélagslega
þátt.
„Þegar komiö er yfir visst
stig og þaö hefur löngu gerzt i
fjölmennum iönaöar-
þjóöfélögum”, skrifar hann,
„þá vill notagildi fram-
leiðslunnar rýrna aö sama
skapi og notkunin eykst...
Þegar þjóöfélagiö hefur tak-
markaða getu til að samræma
notkun og notagildi, leggur
það þjóöfélagslegar hömlur á
neyzluna”. Hann bendir á það
sem dæmi, aö eftir þvi sem
fleiri eignist bila, þvi minna
veröi notagildi farartækjanna.
Hraðbrautin á Long Island
hefur með réttu veriö kölluö
„lengsta bilastæöi heims”.
Jafnframt þvi, sem fleiri
byggja sumarbústaði eöa
þeysa um á hraöbátum og
lystisnekkjum á friösælum
fjallavötunum, missir náttúr-
an þann eiginleika sinn, sem
menn eru aö sækiast eftir.
Þegar æ fleira ungt fólk
hlýtur æðri menntun, þá rýrn-
ar f járhagslegur ávinningur af
menntuninni, og fólk fær ekki
Hver man eftir honum?
þáatvinnu, sem þaö stefndi aö
meö menntun sinni. Sem dæmi
má taka, aö á Italiu hefur
þeim fjölgaö, sem útskrifast
úr háskólum á ári hverju, úr
23.000 I 70.000 á fimmtán ár-
um, en menntunin hefur jafn-
framtrýrnaö, og „hvitflibba”-
atvinnuleysingjum fjölgar
stöðugt.
HIRSCH bendir á siöferðilega
bresti jafnframt hinum
framkvæmdalegu i þróun þess
arar draumsýnar á vorum
dögum. Hann bendir á þaö, aö
þegar Adam Smith talaöi
um hina verndandi „ósýnilegu
hönd” einkaframtaksins áriö
1776, sem menn trúöu að
mundi færa allt til bezta
vegar, vegna þess, aö ef hver
hugsaði um eigin hag mundi
það leiöa sjálfkrafa til
almenningsheilla, þá geröi
hann ráö fyrir rótgróinni
siögæöisvitund einstaklings-
ins, sem kristinni arfleifö aö
fornu og nýju. Þessi siðgæöis-
vitund hvarf aö mestu á
siðustu öld, þannig aö aögerö-
um einkaframtaksins, eins og
þær eru framkvæmdar á dög-
um Miltons Friedman er ekki
stjórnaö af þeim nauösynlegu
siögæöiskröfum, sem voru
undirstaöan i kenningu Adams
Smith.
Ef Hirsch hefur á réttu aö
standa i skilgreiningu sinni á
vandræöum hins vestræna
þjóöfélags, þá stafa efnahags-
legirogsiörænir „sjúkdómar”
Bretlands, ttaliu og
Frakklands ekki einasta af
veröbólgu, stjórnleysi,
gráðugum verkalýösfélögum,
of miklum eöa of litlum af-
skiptum rikisvaldsins, heldur
einnig af of stóru rikisbákni og
þverrandi siögæöisvitund. Þaö
eru hin siöastnefndu mein,
sem valda þvi, aö draumsýn-
in, sem Jefferson kveikti fyrir
200 árum.um lif, frelsi og rétt
einstaklingsins til hamingj-
unnar, getur ekki rætzt.
Liklegast er, aö lausnin á
vandræöum Bandarikjanna sé
svo flókin, og krefjist svo
róttækra breytinga á
þjóöfélaginu og efnahagskerf-
inu, aö meira þurfi til aö finna
hana en fjölmarga leiötoga-
fundi, þótt ágæti þeirra skuli
ekki i efa dregin. Hógværari
markmiö, hægari tækniþróun,
og meiri ástundun fornra
dyggöa gæti reynzt jafnmikil-
væg velferö rikra þjóöa sem
fátækra.
(H.Þ.þýddi)