Tíminn - 06.04.1977, Blaðsíða 15
Mi&vikudagur 6. aprfl 1977.
15
b. „Drottinn, kenn þú mér
a& telja daga mina”
Sigur&ur Ú. Pálsson skóla-
stjóri gluggar i kver Gisla
Gislasonar i Hólshjáleigu,
fyrri hluti. c. Gamalt fólk
Geirlaug Þorvaldsdóttir
leikkona valdi til lestrar
nokkur kvæöi eftir Jón úr
Vör og les ásamt Hjalta
Rögnvaldssyni leikar d.
Haldið til haga Grimur M.
Helgason cand. mag, talar
um handrit. e. Kórsöngur:
Árnesingakórinn I Reykja-
vik syngur Söngstjóri:
Þuriður Pálsdóttir.
21.30 Ctvarpssagan: „Jómfrú
Þórdis” eftir Jón Björnsson
Herdis Þorvaldsdóttir leik-
kona les (5).
22.00 Fréttir
22.15 Ve&urfregnir, Lestur
Passiusálma (49)
22.25. Kvöldsagan: „Sögu-
kafiar af sjálfum mér” eftir
Matthias Jachumson Gils
Gu&mundsson les úr sjálfs-
ævisögu skáldsins og bréf-
um (17).
22.50 Nútimatónlist Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Miðvikudagur
6. april
18.00 Bangsinn Paddington.
Breskur myndaflokkur.
Þýöandi Stefán Jökulsson.
Sögumaöur Þórhallur Sig-
urösson.
18.10 Ballettskórnir (L)
Breskur framhaldsmynda-
flokkur. 5. þáttur. Efni
fjóröa þáttar: Pálina fréttir
af tilviljun af fjárhagsá-
hyggjum Sylviu og einsetur
sér aö hjálpa henni, hvaö
sem þaö kostar. Hún og önn-
ur stúlka eiga kost á hlut-
verki, og sú hæfari á aö fá
það. Pálina beitir brögöum
svo að hin stúlkan komi ekki
á reynsluæfinguna, og Pál-
ina fær þvl hlutverkið. Þýö-
andi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir.
18.35 GluggacRækjuveiöar af
hestbaki, Flugvélahreyflar,
Taðbjöllur. Þýöandi Jón O.
Edwald.
Hlé
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Vaka. Þáttur um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Stjórn upptöku
Andrés Indriöason.
21.30 Ævintýri Wimseys lá-
varðar (L). Breskur fram-
haldsmyndaflokkur, byggö-
ur á sögu eftir Dorothy L.
Sayers. Lokaþáttur. Efni
þriðja þáttar: Betty, þjón-
ustustúlka hjá Gowan mál-
ara, verður fyrir óþægilegri
reynslu og flýr á náöir
Wimseys og Bunters. Frú
Lemesurier segir aö
Graham hafi gist hjá sér
morðnóttina, og Waters á að
hafa fariö I siglingu meö
vini slnum. Farren er enn
týndur, en Wimsey fær upp-
lýsingar um, hvar hans sé
að leita. Fenella frænka
Strachans hefur nýjar frétt-
ir aö færa, og Wimsey telur
sig eiga ýmislegt vantalaö
viö Strachan. Þýöandi Ósk-
ar Ingimarsson.
22.20 Stjórnmálin frá stri&s-
lokum.Franskur frétta- og
fræðslumyndaflokkur. 3.
þáttur. Járntjaldið.Vart eru
liöin tvö ár frá lokum styrj-
aldarinnar, þegar þjóöir
hafa skipast I tvær fylking-
ar, austan járntjalds og
vestan, meö Truman og
Stalin i fylkingarbrjósti.
Kalda striöiö er hafiö.
Borgarastyrjöld brýst út I
Grikklandi. Kommúnistar
komast til valda I Tékkósló-
vakiu áriö 1948, og sama ár
loka Sovétmenn allri um-
ferö til Berlinar. Þýöandi
Siguröur Pálsson.
23.20 Dagskrárlok.
Hættulegt ferðalag
eftir AAaris Carr
kring um sig, gekk hún út. Fætur hennar voru þungir
sem blý, þegar hún gekk yfir torgið. Inni í sínum eigin
kofa leit hún yfir töskurnar, lokaði þeim síðan og setti á
sinn stað undirrúminu. Ekkertskipti máli lengur. Hún
hafði að vísu komizt að því hver Tapajoz var, en gleðina
vantaði. Af hreinni tilviljun hafði hún orðið ástfangin
af rétta manninum, en hvað stoðaði það, þegar hann
hafði tekið þá ákvörðun, að halda sig frá henni? Við
hverju hann eiginlega búizt? Einhverri eldri og þrosk-
aðri... eins og Júlíu? En hann hlaut að hafa vitað, þegar
hann skrifaði að ég var yngri. Skammaðist hann sín
vegna einhvers sem hann hafði skrifað? Ef til vill.
Hann gæti sem sagt hafa skipt um skoðun og hún, sem
hafði talað við hann um þennan mann af hjartans
ákafa. Það hafði sennilega nægt til þess að hann þorði
ekki að gefa sig fram sem pennavinur hennar. Ó, ég
vildi óska að ég hefði aldrei sagt honum neitt, hugsaði
hún döpur. Þá hefði ég að minnsta kosti átt stolt mitt
óskert. Nú þori ég ekki að líta framan í hann, þegar
hann kemur aftur.
— Nú er von á bátnum á hverri stundu, sagði Fanný
áköf við Pennýju við morgunverðarborðið tveimur
dögum síðar. —Við Nellieerum að fara niður á bryggju
að bíða. Kemurðu með?
— Ég kem seinna, þegar ég er búin í sjúkraskýlinu.
En Penny ætlaði alls ekki niður eftir og var fegin að
hafa nothæfa afsökun. Hún ætlaði sér ekki að standa
þarna niður frá og bíða eftir Mike, það var að vísu
kjánalegt, en hún vildi heldur hitta hann af tilviljun á
eftir, þegar mestu lætin voru um garð gengin.
Það var nóg að gera hjá Vincent svo hún gleymdi
næstum bátnum. Þegar Paul kom yfir til þeirra með
kalda drykki um hádegið, kom einn af áhöfn bátsins
með honum, en hann hafði f engið sár á hálsinn.
Penny tók ekki eftir honum f yrr en Vincent bað hana
að binda um sárið. Þá þekkti hún manninn.
— Hvenær komuð þið? spurði hún.
— Fyrir tiu mínútum. Við vorum fljótir. Ungi
Brasilíumaðurinn brosti íbygginn. — Stevens virtust
liggja reiðinnar ósköp á að komast hingað aftur.
Penny kom seinttil hádegisverðar þann daginn. Mike
sat og sneri baki að dyrunum ásamt f jórum mönnum,
sem Penny hafði ekki séð áður. Hún brosti um leið og
hún gettf ramhjá og settist í sæti sittofar við borðið.
— Þessi dökkhærði með hrokkna lubbann er nýi yf ir-
maðurinn, hvíslaði Fanný að henni. — Er hann ekki
myndarlegur?
Penny kinkaði kolli, en horfði ekki á mennina um-
hverfis Mike. Hún var fegin að Mike sat ekki í sínu
venjulega sæti, því þá hefði hún ekki komið niður bita
af matnum. Hún fór sér rólega og vonaði að Mike og
hinir færu áður en hún væri búin. En þeir höfðu víst
nægan tíma líka, því enginn þeirra gerði sig líklegan til
að standa upp.
— Mike verður önnum kafinn á næstunni, það er
greinilegt, sagði Fanný loks þegar þær stóðu upp og
fóru. — Einn þeirra er opinber embættismaður og kom
víst hingað til að kynna sér allar aðstæður við dauða
Júlíu.
Penny reyndi að gera sig ósýnilega og vonaði að hún
kæmist hjá því að svara spurningum um brunann. Hún
eyddi síðari hluta dagsins í kofa sinum, en gat ekki
sofnað. Þegar síðdegisskúrinn var afstaðinn, klæddist
hún baðfötunum og þunnum Ijósbláum kjól utan yfir.
Með stór sólgleraugu á nef inu og handklæði yf ir öxlina
tók hún stef nuna að sundpollinum. Hún fékk sér snögg-
an sundsprett og hafði samvizkubit, því hún vissi að
slikt var bannað án þess að hafa einhvern á verði. Eng-
inn var í grennd og Penny settist upp við trjábol í for-
sælu og tók að bursta hár sitt. Þar kom Mike að henni
nokkrum mínútum síðar.
— Mér datt í hug að þú værir hér, sagði hann og hafði
ekki augun af hári hennar. — Hvers vegna varstu ekki
niðri á bryggju með hinum í morgun?
— Ég hafði svo mikið að gera í sjúkraskýlinu, sagði
hún í léttum tón.— Ég er mest hissa á að þú skulir hafa
tekið eftir að ég var ekki þar.
Hann fleygði sér niður í grasið við hlið hennar og
greip höndunum um hnén. — Láttu ekki svona! Ég átti
satt að segja von á að sjá þig þar.
— Hvers vegna lofaðirðu mér ekki að fara með niður
að strönd eins og hinum?
Hann horfði rannsakandi á hana.— Langar þig svona
mikið að vera þar sem Roy er?
Hún hristi höf uðið óþolinmóðlega. — Ég var búin að
segja þér, að mér hefði skjátlast varðandi hann.
— Það er hlutur, sem ég skil ekki í sambandi við ykk-
ur. Mér er ómögulegt að skilja hvernig þið fóruð að þvi
að verða svo góðir vinir á svo skömmum tíma. Svo virt-
ist, sem þið hefðuð þekkzt lengi.
Penny roðnaði og makaði sér til. — Ég hélt að hann
væri maðurinn, sem ég haf ði skrifazt á við í tvö ár.
— Einmitt! Svo það var skýringin! Mikestarði á hana
furðu lostinn. — Hvernig í ósköpunum komst hann að
þvi, að þú hafðir skrif ast á við einhvern hér? Hann sem
hefur verið ofar við ána allan tímann!
— En þú hefur sem sagt allan tímann vitað, að það
gat ekki verið hann? sagði Penny og leit fast á Mike.
Hann horfði hins vegar beint fram fyrir sig og svipur
hans gaf ekkert til kynna. Hún andvarpaði. — Það er
óskemmtilegt að þurfa að segja þér f rá þessu, Mike, en
Júlía stóð á hleri við dyrnar, þegar ég var að segja þér
frá pennavininum mínum. Roy skúldaði henni mikla
peninga og gat ekki borgað henni nógufljótt. Hún hugs-
aði sem svo, að ef hann þættist vera pennavinurinn,
gæti hann náð peningum af mér. Þess vegna lét hún
sem hún væri veik og bað þig að senda eftir Roy og af-
ganginn veizt þú.
— Ég get að minnsta kosti ímyndað mér hann! sagði
Mike hvasst. — Þau voru góð saman, ekki satt?
— Ég hélt að þú myndir afsaka Júlíu og skella allri
skuldinni á Roy, sagði Penny hissa. — Mér f annst alltaf
að þér þætti sérstaklega vænt um hana.
— Ég vorkenndi henni, annað ekki, sagði hann stutt-
lega. — Hugh lét sér lynda, að hún var honufn ótrú, og
þó að hún kæmi fram við hann eins og hund, gat hún
alltaf treyst á hann. Hún var óstöðug i rásinni og
þarfnaðist einhvers að styðja sig við. Hugh elskaði
hana þráttfyrir galla hennar og þegar hann lézt, fannst
henni öllu lokið. Ég reyndi að gæta hennar, þar til hún
fengi lifeyrinn, svo að hún gæti farið héðan og setzt að á
hentugri stað. Ég gerði það Hughs vegna, það var það
minnsta sem ég gat gert.
— Júlía hélt, að þú myndir kvænast henni.
Mike brosti dauflega. — Hugmyndaflug hennar var
alltof f jörugt. Mér er óskil janlegt, hvernig Hugh þoldi
þetta.
— Og þú leyndir hana sannleikanum um dauða hans
líka, sagði Penny alvarlega.
— Já og ef þú hefðir ekki verið svona f jári forvitin,
hefðir þú aldrei komizt að honum heldur.
— ó, Mike...! Ég varð að f á að vita sannleikann. Auð-