Tíminn - 06.04.1977, Side 18

Tíminn - 06.04.1977, Side 18
ILSiiiSiii 18 MiDvikudagur 6. aprfl 1977. 85 ára ^ ^ Hjónin Arni Ásgrímur Erlendsson Þorbjörg Jóney Grímsdóttir TrUlega mun þa6 mikib almennt, næstum undantekn- ingarlitiö, aö þegar fólk fer aö reskjast og önn daganna minnkar, aö þá veröi flestum fyrir aö drifa tiöina, næst aö segja ósjálfrátt, meö þvi aö hugurinn leitar til liöna timans og fjöl- margt flögrar fyrir hugskots- sjónum af atburöum, mönnum og málefnum, sem hver einstakur hefur komizt i snertingu viö á genginni ævibraut. Svo fer mér, sem þessar fáu linur rita.er ég nú, nær áttræöur, rifja upp kynni min af nefndum hjónum, Arna og Þorbjörgu, þ.e. „Neörilækjardalshjónunum”, sem viö nefndum svo þar fyrir noröan um áratuga skeiö. Enda er hér um nokkuö sérstakt tilefni og óvenjulegt aö ræöa, þar sem þau áttu bæöi, þetta háöldruö, áttatiu og fimm ára afmæli í des. s .1., Þorbjörg þann fimmta en Arni þann sautjánda og fæöingaráriö þaö sama, 1891. Arni Asgrimur er fæddur aö Fremstagili i Langadal A.-Hún., sonur Erlends Einarssonar bónda þar og konu hans Sigriöar Þor- kelsdóttur, systur húnvetnsku bændanna, Arna á Geitaskaröi, Guömundar á Refsstööum slöar Miögili, Sigvalda á Hrafna- björgum og Þorkels á Barkar- stööum. Einar faöir Erlends var giftur Sigriöi dóttur Guömundar bónda i i Mjóadal, Björnssonar bónda Auöólfsstööum sonar Guömundar „Skagakóngs” I Höfnum, aö mig minnir. Móöir fööur mins og okkar Hvamms- bræöra var Ingibjörg systir Sig- riöar móöur Erlends á Fremsta- gili. Voru þvi ömmur okkar Fremstagils og Hvammsbræöra systur. Sú er frændsemi okkar Ama Blandon. Þorbjörg Jóney er fædd aö Kirkjubóli i Steingrimsfiröi, Strandasýslu, dóttir Grfms Bene- diktssonar og konu hans Sigriöar Guömundsdóttur búenda þar. Var hún eitt af tólf bömum þeirra merku hjóna. Leyfi ég mér aö oröa einkunn þeirra slika, þó ég sé ekki náiö fróöur um ættir þess ættstofns né athafnir. Styö ég þá ályktun mina viö kynni min af Þorbjörgu sjálfri og reikna meö aö þar hafi epliö ekki falliö langt frá eikinni. Svo vita þeir sem fylgzt hafa meö fjölmiölum og greiöum frétta- flutningi seinni ára, aö Kirkju- bólsheimiliö er eitt meö eftir- minnilegustu heimilum lands- byggöarinnar, bæöi um búnaöar- hætti og félagsmálastörf, en þar hefir um margra áratuga skeiö, ráöiö rikjum bróöir Þorbjargar, Benedikt hreppstjóri og nú um allmörg seinni árin synir hans. Kemur mér þaö ekki aö óvörum gagnvart Benedikt, þar sem ég kynntist honum viö samstarf okkar á búnaöarþingi, er ég þá eldri maöur átti þar setu um nokkur ár, en hann haföi veriö þar fulltrúi alllengiáöur. Þaö var á búnaöarþingsárum okkar aö samþingsmaöur, hagyröingurinn þjóökunni Baldur á ófeigs- stööum, fann hvöt hjá sér til aö ávarpa Benedikt meö ferskeytlu, er honum mun hafa fundizt tal og viöbrögö hjá Benedikt vera ung- legri en aldur hans segöi til: ...ennþá andinn lifir. Bráöum stekkur Benedikt boröiö þráöbeint yfir. Sú ályktun Baldurs, var raunar ekki framborin á viröulegum þingfundi, heldur viö léttara spjall nokkurra þingfulltrúa i fritíma frá þingstörfum, þar sem ekki þótti striöa móti sæmilegum mannasiöum, aö fram kynni koma f tali og háttum, ýms séreinkenni byggöarlaganna til mótunar hvers og eins, enda þótt gæta yröi hófsemdar um slikt á sjálfu þinginu, og reyna aö láta sem minnst bera á mótunar- áhrifum umhverfisins, hvort heldur væri Hornstrandir eöa Tröllabotnar dreifbýlisins. Ekki svo aö skilja aö Steingrfms- firöingurinn Benedikt bryti neitt af sér fhvorugu tilfellinu, siöur en svo. Sannaöi bara, aö mati Baldurs, aö hann átti enn yfir aö ráöa hugdirfö og bjartsýni æsku- áranna. Vik ég ekki nánar aö ættstofni Þorbjargar, þótt sjálfsagt mætti fljótlega finna þar presta og aöra fyrirmenn, er komiö hafi viö sögu. Veit ég aö þau góöu hjón, Þorbjörg og Arni, metast ekki á um þaö, þótt ég á fljótvirkan hátt hafi aö framan, rakiö ætt okkar frændanna allt aö konungsdæmi noröur á Skaga. Þar sem Þorbjörg var meö þeim eldri af hinum fjölmenna systkinahópi aö Kirkjubóli, er eölilegt aö svo réöist, aö hún eftir ferminguna fór f 1 jótlega til dvalar aö heiman, einkum aö vetrinum. Man ég aö einhv.tlma sagöi hún mér, aö er hún var nær nitján ára gömul, hleypti hún fyrst heimdraganum fyrir alvöru. Þá um haustiö fór hún til höfuö- borgarinnar og dvaldi þar næstu sex vetur, en fyrir noröan 1 átthögunum aö sumrinu. 1 Reykjavik dvaldi hún þessa vetur hjá frk. Ingibjörgu Jónsdóttur, er starfrækti kunna matsölu aö Vonarstræti 1. Suma þessa vetur stundaöi hún nám i Kvennaskóla Reykjavlkur, þó hún héldi til hjá fr. Ingibjörgu og ynni henni i frftímum sinum. Tók hún burt- fararpróf úr skólanum voriö 1915, þá tuttugu og þriggja ára gömul. Haföi hús tekiö tvo bekki á einum vetri, slikur var heimanbún- aöurinn frá foreldra hendi svo og námshæfni hennar. Dvelur hún svo næsta vetur enn hjá velgeröar konu sinni Ingibjörgu, sem haföi sýnt henni þá rausn, fyrstu jólin, sem hún dvaldi þar, aö gefa henni fyrirheit um aö kosta hana til náms i Kvennaskólanum ef hún vildi koma suöur næsta haust. Myndarleg jólagjöf þaö, og ánægjulegur úrskuröur gefandans um hæfni Þorbjargar. A vetrinum eftir burtfarar- prófiö skeöur svo undriö: Þá ber fundum þeirra, Þor- bjargar og Arna, saman, þar sem sú hending skeöur aö Arni veröur einn af fjölmörgum ein- hleypingum, skólamönnum o.fl., sem hafa viöskipti viö umrætt mötuneyti. Mun hann aöallega hafa fariö til Reykjavikur þeirra erinda aö vera á námskeiöi á vegum B.I. til leiöbeiningar og fræöslu fyrir eftirlitsmenn naut- griparæktarfélaga og skyldrar starfsemi, sem þá var aö ryöja sér til rúms hjá samtökum bænda. Hvort hann hefur meö i bland, haft nokkuö sérstaklega meö i huga útvegun konuefnis, umfram þaö sem allir eölilegir menn hafa, aö ganga ekki blind- andí um méöál ’kvenna, þaö veröur ekki vitaö, enda óvlst hvort hann sjálfur hefir hugleitt þaö eöa hann veriö á eins konar biöilsbuxum i feröinni aö heiman, slikt er óliklegt, þvi vafalaust hefir veriö nóg um þann varning i heimahéraöi og þaö áreiöanlega boölega vöru. Eins hefir þab verib fyrir Þorbjörgu, nóg hlýtur aö hafa verib um manninn þar syöra og raunar I heimasveit hennar lika og trúlega embættismanna- efni og margra stétta mannsefni boöleg. En bæöi hafa þau sjáan- lega fariö aö öllu meö fyllstu gát og rólegheitum, nærri aö manni viröist aö beöiö hafi ómeövitaö eftir fyrirmælum eöa ihlutun forsjónarinnar. Þetta og þvilikt þætti þolinmæöi og biölund nú i dag! Hvaö um þaö, þau tittnefndu, Þorbjörg og Arni, fella hugi saman viö þessi kynni og kika nú ekki, þegar ákvörðun er tekin og gifta sig þ. 20. júni 1916. Flytur Þorbjörg aö Neörilækjardal og hlýtur húsfreyjustööuna meö ættarnafni manns sins Blandon. Höföu þeir Fremstagilsbræöur, synir Erlends Einarsáonar, Einar, Þorkell og Arni tekiö þab upp nokkrum árum áöur, sennilega til minningar um vatnsfalliö Blöndu og sskustööv- amar. Svipaö og Blöndalarnir fyrr á árum, sem munu hafa verib ættaöir frá Blöndudals- hólum i Blöndudal. Skritiö fyrir- bæri, aö Blanda, svo ráörik sem hún þó oft er, skyldi ekki halda nafninu á dalnum þar til Refs- borgarsveitin veitir henni land- vistarleyfi um stuttan kafla! Hefir trúlega þótt stirt I munni, aö nefna noröurhlutann Langa- blöndudal, og oröib til miölunar hjá nafngefendum ab hafa þetta svona og láta þá ásana vestan ár hafa svæöiö og kalla Bakása og þab þö Blanda annist allt vatn frá þeim. Aö Neörilækjardal bjuggu þau hjónin I þrjátiu ár, blómabúi og viö rómaöar vinsældir, eöa tU vors 1946, ab þau bregöa búi og flytja suöur á land, aö Kaldaöarnesi i Arnessýslu, þar sem þau dvelja um tveggja ára skeiö. Haföi Arni þar umsjón og forstööu fyrir dvalarheimili drykkjumanna m.fl. Flytja þau þaban til Reykjavikur 1948 i eigin ibúö á Háteigsveginum og búa þar i tuttugu ár, eöa þann tima sem Ami stundaöi skrifstofustörf hjá skattstofu Reykjavfkur, eöa til 77 ára aldurs, — aö visu ekki fullan daglegan vinnutima siöustu árin, en gjöri aörir betur. ÆttiégerinditilReykjavikur, á þessum árum, sem æöi oft var, fór ég ekki fram hjá garöi þeirra hjóna, hélt vananum frá nágrenninu fyrir noröan. Ekki brást.aö sem fyrr var heitt á könnunni hjá Þorbjörgu og til- heyrandi meölæti, jafnvel stundum ásamt sérstöku framlagi frá húsbóndanum. Vinsamlegar umræöur fóru fram sem áöur, viö hin vitibomu og góöviljuöu hjón, sem nutu þess innilega aö frétta úr gömfu sveitinni þeirra og gladdi þau er gott var þaban aö frétta, af mönnum og málefnum. Ennveröa kapitulaskipti. Nú er flutt i svefnbæinn Kópavog, sem þá var kallaöur, ekki svo aö skilja aö ætlunin hafi veriö sú aö taka á sig náöir i bókstaflegri merkingu, þó nú væri önn daganna — vinnu- bragöalega séö—lokiö.og timi og dvöl elliáranna tekin viö, enda hjónin þá oröin 77 ára aö aldri. Byggöi Ami sér þar nýtizku ibúö I samvinnu og tæknilegri aöstoö eins tengdasonar sins. Heföi mátt ætla aö þar yröi um einskonar elliheililisbyggingu aö ræöa, hvaö snerti hluta Arna, en þó er þaö samt svo, aö viösýni hans og kjarkur var slikur, aö salarkynni, rými og allur frágangur getur jafnt hentaö meö prýöi yngri kynslóöum. Kemur þaö sér og sjálfsagt oft vel, þegar dætur þeirra, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn mæla sér þar mót á tyllidögum fjölskyldunnar, til aö heiöra og gleöja gömlu hjónin. Ekki getur hjá þvi fariö, aö þeim hjónunum, á ævikvöldinu, er þau llta til baka frá smekk- legum og þægilegum hibýlum slnum nú á Þinghólsbrautinni, allt til eldri baöstofunnar og annarra húsakynna er þau fluttu i þar aö Lækjardal, sem þau aö visu færöu verulega til úrbóta á ýmsan hátt i búskapartiö sinni, úrbóta, sem vafalaust hafa verib áhugavekjandi og unniö aö af hyggindum og varfærni miöaö viö fjárhagsgetu, aö þeim viö þá yfir- vegun þyki framvindan og niöur- staöan ánægjuleg og vist er svo. Hér er um viröingarveröa þróun aö ræöa, sem ekkert svindl eöa byltrngarbragö eraö. Nemahvaö timarnir almennt séö, hafa'meö byltingarundirspili unniö meö i málunum. Hér var unniö aö meö árverkni, hyggindum og sam- heldni og enginn bægslagangur viöhaföur. Fyrst man ég náiö eftir frænda minum Arna, er ég var sem smá- patti heima I Hvammi, en hann rúmum 5 árum eldri mér, sem alltaf hefur haldizt óbrey tt og var sem nemandi i svokölluöum barnaskóla þar aö Hvammi, ásamt Þorkeli bróöur sinum, Birni á Björnólfsstööum, Dóra Stefáns á Móbergi, Dana á Vatn- skaröi, Dóra á Sneis, siöan Snæ- hólm, Ingimundi á Kirkjuskaröi, Helga á Núpsöxl og Guömundi bróöur minum, þeim eldra meö þvf nafni. Sjálfsagt hefir veriö viöunandi magn af námsmeyjum meö i skólanum, þó ég muni þaö ekki glöggt svo ungur hefi ég ver- iö þá, segir þaö sina sögu um þau mál. Kennaraliöiö var breytilegt milli ára: Jakob skáld Fri- mannssonfrændi okkar, Benedikt Magnússon, Jónatan J. Lindal og e.t.v. fleiri. Ég held aö „Halldór barnakennari” svokallaöur frá Móbergi, hafi þá veriö oröinn kaupmaöur á Blönduósi, og ég i þann veginn farinn aö kynnast , gómsætum gráfikjum, sem þétt- býliö haföi upp á aö bjóba. Skóla- haldi þessu var skipt milli heimil- anna eftir þvi sem baöstofurými leyföi, eöa ef til var gestastofu- kompa i frambænum. Ekki stóö þessi vertiö hálft áriö, langt frá þvi, enda fór verklega námiö bara fram viö hin margbreyttu heimilisstörf barnanna og undir yfirstjórn foreldra og annarra heimilismanna. Þetta voru fjöl- brautarskólar þeirra tima, valt þá sem nú og alltaf á hæfni kennaraliösins. En þá var vor i lofti yfir islenzkri þjóöarsál, og engin andleg stóriöja meö óhjákvæmilegum mengunar- vörnum i sjónarmáli. Eitthvaö munum viö yngri krakkarnir á þvi heimili sem skólinn var hverju sinni, hafa notiö góös af, verib látin draga til stafs, lesa og reikna. Ég man þab, aö ég og fleiri Enghliöingar náöum nokkur skriftarlagi Jóna tans á Holtastööum og er áber- andi um innfædda Enghliöinga, aö þeir hafa læsilega og smekk- lega rithönd. Svo mun einnig um hliöstæö áhrif frá „Halldóri barnakennara”, en þeirra gætti meira hjá eldri árgöngum en hér um ræöir, jafnvel liklegt aö hann hafi veriö höfundur aö rithönd Jónatans, sem rómuö var. Þaö var haft eftir Arna hreppstjóra, nafna afmælisbarnsins, en hann var nágranni Jónatans, er Arna þóttu litt skiljanlegar sivaxandi vegtyllur nágrannans aö þaö myndi aö mestu stafa af þvi hvaö bein strik og fallega stafagerö Jónatan heföi á rithöndinni, en þeir grannarnir höföu þáö aö iþrótt á timabili aö reyna aö striöa dálitiö hvor öörum. — Þarna höfum viö þaö, nokkru getur þaö skipt aö hafa þrifalegan og smekklegan frá- gang á hlutunum! En þó skrifaöi Arni alveg þokkalega, þótt engin forskrift væri. En frægt varö, endur fyrir löngu á sýslufundi, er mektarpresti var faliö aö lesa i heyranda hljóöi einskonar bænar- skjal frá Ama, vegna erfiörar fjárhagsaöstööu Engihllöar- hrepps, er hann tók þar viö völdum og mannaforráöum og upplesara fannst ástæöa til aö hika viö upplesturinn og gjöröi fyrirspurn til tillögumanns, en svar hans var „lesiö eins og skrifaö stendur” sem sitt hvaö skuöireöa skuldir.þvi vart hefur þaö veriö meiningin aö fjárhags- erfiöleikarnir hafi stafaö af þvi, sem fyrra oröiö benti til, þó vist heföi slikt getaö skapazt af of miklu af þviliku I einni sveit. En spurnir eru ekki af því, aö svo hafi nokkurn tima þótt bera viö þar i Engihliöarhreppnum, aö of mikiö hafi þótt af því góöa þar. En svona krydd i samskiptin, eins og klerksins og stórbóndans, var vel þegiö i gamla daga, og mundi jafnvel nú i allri tizkulegri hámenningunni. Mikil tilhlökkun var mér aö skólatimunum, þótt ég vegna æsku væri bara óreglulegur nemandi, og mér er margt mjög minnisstætt af háttum ykkar skólapilta, þó mest hinni bullandi skáldskaparbylgju er var sem raubur þrábur i aukafögum skólans. Hefir mig grunaö siöar aö þar um hafi valdiö, áhrif frá kennaranum og skáldinu Jakob Frimannssyni frænda okkar, hann hafi verib eins konar smit- beri á skólaheimilinu, enda mun þaö hafa veriö hann, sem sagbi er hann og þiö strákarnir voruö aö tygja ykkur til samkomu aö Engi- hlíö, félagsheimili þeirra tima, gamla þinghúsinu sem brann: Skemmtifundur skeöur senn skulum yrkja hraöir. Veit ég allir veröa menn vissulega glaöir. Þó varekki I vonum aö Bakkus kunningi mætti þar, en þar var hin fölskvalausa gleöi æskufólks þeirra tima. Og raunar mikils meirihluta þjóöarinnar. Nema hvaö margir af skólapiltum tóku skáldskaparbakteriuna og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.