Mánudagsblaðið - 24.01.1966, Síða 4
4
Manudagsblaðið
MáiiTiðagn,. 24. janáar 1966
Ólafur Hansson menntaskólakennari
FÍLLINN
Fíllinn er stærsta landdýr
jarðarinnar, og um marga hluti
sérkennilegur bæði í útliti og
háttum. Hann hefur í tugi þús-
unda ára átt ýmisleg viðskipti
við mannfólkið, bæði fjandsam-
leg og vinsamleg. Og' þetta ein-
kennilega dýr hefur löngum
komið hugmyndaflugi manna á
hreyfingu. í jarðlögum hafa
fundizt leifar margra fílateg-
unda, sem nú eru útdauðar,
og voru sumar þeirra enn fár-
ánlegri útlits en þeir fílar, sem
nú lifa. Þekktust af hinum út-
dauðu fílategundum er mamm-
úturinn, hinn ullhærði fíll, sem
var algengur í Evrópu á ísöld-
inni. Á hellamyndunum í Frakk-
landi og á Spáni sést, að hinir
frumstæðu veiðimenn þess tíma
hafa veitt mammúta. Trúlega
hafa mammútar lifað í Evrópu
þar til fyrir um það bil 12.000
árum og ef til vill lengur. 1
freðmýrum Síberíu hafa fund-
izt skrokkar mammúta, stokk-
freðnir og algerlega ósbemmd-
ir, jafnvel svo, að menn hafa
lagt kjötið sér til munns.
Nú á dögum lifa fílar aðal-
lega á tveimur svæðum. Ann-
að svæðið er Afríka sunnan
Sahara. Hitt svæðið er Suður-
Asía, Vestur- og Austur-Ind-
land og sumar eyjar Indónesíu.
Afríkufíllinn er að jafnaði
stærri en Asíufíllinn, hefur
miklu stærri eyru og er frá-
brugðinn honum á enn fleiri
vegu. Afríkufíllinn sefur til
dæmis oftast standandi en Asíu
fíllinn liggjandi. Karldýr Afr-
íkul'ilafiná verður oft sex til
átta tonn á þyngd. Þyngsti fíll
sem menn vita um veiddist í
Angóla fyrir nokkrum árum“
Hann var tólf tonn á þyngd.
Bæði í Afríku og Asíu eru þó
til dvergvaxin afbrigði af fíl-
um. Hjá þeim verða fullvax-
in karldýr ekki nema tvö til
þrjú tonn á þyngd, og þykir
það harla lítið í heimi fílanna.
Fíllinn á sér fáa hættulega
óvini í dýraríkinu, jafnvel hin
grimmustu rándýr þora sjaldan
að leggja til atlögu við risann.
Þó er sagt að hlébarðar ráðist
stundum á fílsunga, en sú
dirfska kostar þá oftast lífið,
því að foreldrarnir verja af-
kvæmi sitt af mestu harð-
neskju. Langskæðasti óvinur
fílsins er maðurinn. Svertingj-
ar í Afríku veiða fíla stundum
í gryfjur, en stundum drepa
þeir þá með skotspjótum. En
erfitt er að elta uppi flýjandi
fíla, þeir geta farið 35 til 40
kílómetra á klukkustund. Fílar
ráðast sjaldan á menn að fyrra
bragði, en særðir fílar geta ver-
ið hættulegir. Þó eru til fílar
í Afríku, sem ráðast á menn án
þess ^að neitt sé abbazt upp á
þá. Hér er einkum um að ræða
gömul karldýr, sem hafa verið
gerð útlæg úr fílahjörðinni og
lifa ein sér, geðill og heiftar-
full. Þá er það og alkunnugt
að fílar, bæði villtir og tamdir
geta orðið brjálaðir og þá stór-
hættulegir. Ef fíll eltir mann,
er það einkum lýktin sem leið
beinir honum, og er því um að
gera að láta ekki vindinn
standa af sér að fílnum. Fílar
sjá og heyra illa.
Fíllinn er seinþroska skepna.
Hann verður ekki kynþroska
fyrr en 15—20 ára. Meðgöngu-
tími fíla er hátt á annað ár.
Oftast ’eiga þeir einti •= 'iinga,
sjaldan tvo. Unginn sýgur oft
móður sína þar til hann er
tveggja ára. Kvenfíllinn á
sjaldan meira en fjóra til fimm
unga um ævina, svo að við-
koma fílanna er ekki mikil.
Fílar geta orðið gamlir. Algeng-
ast er þó að villtir fílar verði
um 60 ára gamlir. Vitað er um
taminn fíl í Indlandi, sem varð
130 ára. Hefir fíllinn þvi slegið
met mannfólksins í langlífi, því
að ekki mun hafa verið sann-
að, að neinn maður hafi náð
svo háum aldri. Allar sögur um
öldunga austur í Asíulöndum,
sem eiga að vera orðnir 150
eða 200 ára gamlir, mimu vera
hreinn þvættingur og uppspuni,
sem trúgjamir blaðamenn gína
við. Það mun ekki vera unnt
að sanna að nein manneskja
hafi komizt yfir 125 ára aldur.
HVÍTIK FlLAR
Hvítir fílar eru engin sér-
stök tegund, heldur albínóaf-
brigði af Asíufílnum. Þeir finn-
ast stöku sinnum, einkum í
Burma og Thailandi. Sjaldnast
eru svokallaðir hvítir fílar í
rauninni snjóhvítir, heldur öllu
fremur ijósgráir, en venjulega
eru fílar dökkgráir eða brúnir
á lit. Á þessum albínófílum er
mikil helgi í Asíu. Stundum
era þeir taldir guðir í fílslíki.
Hvíti fíllinn er í Thailandi eins
konar þjóðartákn.
Orðatiltækið hvítur fíll tákn-
ar stundum svipað og hvitur
hrafn á íslenzku, eitthvað sem
er sérlega fágætt. I Ameríku
hefur það stundum dálítið aðra
merkingu. Þar táknar það
§jynduíö;,eitihvað,. sem.er dýrt
í rekstri og borgar sig ekki að
eiga, þó að það sé sjaldgæft og
áberandi. Þessi merking er frá
því runnin að hinn frægi sirk-
usstjóri og sýningamaður P.T.
Bamum keypti eitt sinn hvít-
an fíl fyrir of fjár, en stórtap-
aði á honum, því að almenn-
ingur varð fljótt leiður á hon-
um, og enginn milljónamæring-
ur fékkst til að kaupa hann.
Alkunn er skopsaga Mark
Twains um hvíta fílinn, sem
var stolið.
TAMDIR FÍLAR
Frá fornu fari hafa fílar ver-
ið tamdir í Asíu, en Afríku-
fílar hafa sjaldan verið tamdir.
Mikilvægastir era tamdir fílar
í Indlandi og Burma. Þeir tímg
ast sjaldan eftir að þeir eru
tamdir, og verður þvi að veiða
villta fíla og temja þá. Ungir
villifílar eru þá flæmdir inn í
girðingar, þar sem tamdir fílar
era fyrir. Til era sérstakir
tamdir fílar, sem hafa það sér
staka hlutverk að umgangast
hina ungu villifíla og kenna
þeim háttu taminna fíla. Ann-
ars tekur tamningamaður þeg-
ar í stað að sér hinn unga villi
fíl, sem temja á. Hver maður
annast aðeins einn fíl, og fylgir
honum síðan, meðan báðir lifa.
Maður og fíll verða oft óaðskilj
anlegir í tugi ára, og mjög
kært með þeim. Slíkur fílamað-
ur er í Indlandi nefndur
mahout. Þar eystra eru til
margar sögur um það, að fíla-
maðurinn hafi framið sjálfs-
morð, ef fíllinn hang dó, og
Mutter Courage
Myndin er af Helgu Valtýsdóttur I aðallilutverkinu I leikriti
Brechts, Mutter Courage, sem sýnt er um þessar mundir i
Þjóðleikhúsinu. Næsta sýning leiksins verður á miðvikudag.
eins að fíllinn hafi dáið úr
sorg, ef hann missti sinn
mahout. Svipaðar sögur þekkj-
ast ihér í Evrópu um hunda og
hesta.
Tamdir fílar era stundum not
aðir til að flytja timbur, og eru
þeir notaðir þannig enn í teak-
skógunum í Burma. í Indlandi
hafa þeir verið notaðir til reið-
ar. Er þá hafður eins konar
smákofi, sem er nefndur how-
dah á hálsi hans. Á þann hátt
ferðuðust indverskir furstar
áður fyrr, og kannske enn
sums staðar. Þeir stunduðu
einnig tígrisdýraveiðar af baki
fíla. Reiðfílar indverskra fursta
vora oft klæddir dýrindis á-
breiðum og skreyttir gimstein-
um, stundum voru þeir jafnvel
litaðir skærum litum, rauðir,
gulir, grænir og bláir.
Þó að tamdir fílar séu oftast
gæfir og meðfærilegir, kemur
það fyrir, að æði grípur þá.
Ráðast þeir þá á hvað sem fyr-
ir er og drepa þá stundum
margt fólk. I æðinu hætta þeir
stundum jafnvel að þekkja sinn
eigin mahout, sem þeir annars
elska, og drepa hann ,eins og
aðra. í einni af smásögum
George Orwell er sagt frá óð-
um fíl í þorpi einu í Burma, en
Orwell dvaldist lengi þarna
austur frá.
STRlÐSFÍLAR
I Indlandi voru fílar snemma
á öldum notaðir í hemaði.
Voru slíkir stríðsfílar þjálfaðir
sérstaklega og voru taldir
mjög grimmir. Voru þeir sendir
á undan fótgönguliðinu til að
rjúfa skörð í fylkingar óvin-
anna, svipað því sem skriðdrek
ar era notaðir nú á dögum. Ev-
rópumenn kynntust þessari
hernaðaraðferð fyrst í herför
Alexanders mikla til Indlands.
Þá notaði konungurinn í Pund-
jab, Poros, stríðsfíla gegn her-
mönnum Alexanders. Make-
dóníumenn og Grikkir komust
þó fljótlega upp á það að nota
stríðsfíla sjálfir. Um það bil
hálfri öld síðar notaði frændi
Alexanders, Pyrrhos konung-
ur í Epírus, stríðsfíla gegn
Rómverjum. Hannibal notaði
einnig fíla í stríði sínu við
Rómverja. 1 úrslitaorustu
Hannibals við Rómverja, við
Zama, fundu Rómverjar vopn
gegn stríðsfílunum Þeir skutu
á þá brnnandi örvum, svo að
þeir trylltust af ótta, sneru við
og réðust á þá, sem voru þeirra
réttu húsbændur. Eftir þetta er
ekki oft getið um fíla í forn-
um orustum.
Þó að hætt sé við að nota
stríðsfíla geta fílar enn í dag
haft þýðingu í hernaði. 1 síð-
ari heimsstyrjöldinni voru þeir
talsvert notaðir í Burma, bæði
til hergagnaflutninga og liðs-
flutninga.
SIRKUSFÍLAR
1 Indlandi var fílum snemma
kennt að sýna ýmsar listir á
sviði, enda er fíllinn talinn
mjög greind skepna. Á róm-
versku keisaraöldini voru fílar
oft sýndir í hringleikahúsum
Rómaveldis, og þeir voru einn-
ig oft hafðir í sigurgöngum
rómverskra hershöfðingja. I
Miklagarði voru fílar sýndir í
leikhúsum langt fram eftir mið
öldum, enda höfðu Miklagarðs-
menn lengi verzlunarsambönd
við fílalöndin í Asíu og Afríku.
1 Vestur-Evrópu urðu hug-
myndir manha um fílinn tals-
vert þokukenndar á miðöldum.
Eftir landafundina miklu voru
fílar stundum fluttir til Ev-
rópu, og farið var að sýna þá
að nýju í sirkusum og leikhús-
um. .Sumir sirkusfílar nútím-
ans kunna hinar ótrúlegustu
listir.
FlLABEIN
Óralangt er síðan menn fóru
að nota fílabein til að smiða úr
því. Á eldri steinöld gerðu hin
ir frumstæðu menn í Evrópu
ýmsa gripi úr mammútstönn-
um, einkum litlar manna- og
dýramyndir, stundum styttur,
stundum rismyndir. Forn-
Egyptar gerðu mjög snemma
styttur úr fílabeini, sem þeir
lituðu rautt, brúnt, svart eða
grænt með litarefnum, sem nú
eru ókunn. Margar aðrar fom-
aldarþjóðir gerðu gripi úr fíla-
beini. Fílabeinslistin dó aldrei
út í Evrópu á miðöldum, en
rostungstennur kepptu við fíla-
beinið sem smíðaefni. Fílabeinið
kemur talsvert við sögur í
helgimyndagerð miðalda. Enn í
dag er fílabein mikið notað í
listum. Margvíslegir munir eru
og gerðir úr fílabeini, svo sem
burstar, hnífaskefti, biljarðkúl-
ur o. m. fl. Langmest af fíla-
beini kemur frá Afríku, en dá-
lítið frá Asíu. I margar aldir
var London aðalmiðstöð fíla-
beinsverzlunar í heiminum, en
eftir 1900 tók Antwerpen að
keppa vð hana, og hefur gert
það síðan. Missir Kóngólanda
mun þó að líkindum í framtíð-
inni draga úr fílabeinsverzlun-
inni í Antwerpen.
FlLAKIRKJUGARÐAR
Lífseigar era þjóðsögumar
um það, að fílar eigi sér
„kirkjugarða". Samkvæmt þeim
fara fílar á ákveðna staði, þeg-
ar þeir finna dauðann nálgast.
Eins og nærri má geta hefur
verið leitað ákaft að slíkum
fílakirkjugörðum, því að þar
mundi að finna gnægðir fíla-
beins, og sá, er kirkjugarðinn
fyndi, yrði stórríkur maður.
Segir frá slíkum atburðum í
fjölmörgum reyfarasögum og
reyfarakvikmyndum. Sagnir
um fílakirkjugarða munu vera
að mestu leyti hugarfóstur.
Satt er það að vísu að líkams-
leifar dauðra fíla finnast tiltölu
lega sjaldan. Skýringin á þessu
er helzt talin sú, að veikir fíl-
ar leiti oft í bleytu og mýrar
og sökkvi leifar þeirra þar fljót
lega. En gaman væri að eiga
eftir að finna fílakirkjugarð.
FÍLLINN qg
trúarbrögð
1 Indlandi kemur fíllinn mjög
snemma við sögu trúarbragð-
anna. Samkvæmt. sumum ind-
verskum þjóðsögum voru sext-
án fílar, átta af hvora kyni,
hið fyrsta sem Skaparinn mikli
skapaði. Samkvæmt öðrum ind-
verskum fornsögum hvilir jörð-
in á baki fíls. Einn af aðalguð-
um Indverja, Ganesha, er á
Framhald á 6. síðu.
KR0SSGA TAN
LÁRÉTT: LÓÐRÉTT:
1 Sverð 2 Samstæðir
8 Blóm 3 Ástarguð
10 Upphafsstafir 4 Verkfæri
12 Karl'mannsnaín 4 I bíl
13 Guð 6 Ósamstæðú1
14 Hestur 7 Ekki sekur
16 Aðfall 9 Þvegnar
18 Heystakkutr 11 Bjarg
19 Forföður 13 Skottið
20 Skógardýr 15 Fara óvarlega
22 Tamið 17 Söngur
23 Fréttastofa (erl.) 21 Tóbak
24 Hátíð 22 Lengdar mál
26 Ösamstæðir 25 Karlmannsnafn
27 Rúmið 27 Fangamark
29 1 hálsi 28 Öfug röð