Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.01.1966, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 24.01.1966, Blaðsíða 6
ÚR EINU Siáiivanúi í ANNAÐ ^55" ,ik“ Halldór Blöndal, ritstjóri á Akureyri er allra manna hag- orðastur og fljótur að yrkja. Halldór var í Reykjavik fyr- ir áramótin, gekk við á Mímisbar, en þar ræður Haraldur Tómasson rikjum. Við hlið Blöndals á barnum stóð mað- ur einn og leitað ákaft eftir hjá Haraldi að fá skrifaðan drykk hjá sér. Barstjórinn aftók það með öllu, enda lán bönnuð. Halldór hlustaði á um stund en mælti síðan: „Mætti ég ganga á Mímisbar, mig tU þess að staupa þar, ætti ég hylli Haraldar, hlæðust upp nógir reikningar." Það verður anzi huggulegt fyrir þá, sem búsetu fá í svo- kölluðu Arbæjarhverfi. Sumar og vetur geta hverfisbúar minnzt á þá einstæðu og heppilegu ráðstöfun borgarinnar er allan ilminn af haugunum þar innra leggur yfir hverf- ið. Kveður svo rammt að þessu, að margir hugsa sig um tvisvar áður en þeir festa kaup eða flytja þangað. Ólykt- armálin í Reykjavik eru að verða einstæð. Úr vesturbæn- um og Laugarneshverfi gýs fýlan af bræðslunni, en þegar logn er lætur borgaryfirvaldið bera skarn á bletti borgar- innar svo kjósendur nái ekki hreinu lofti og afvenjist dauninum. Sunnudagur 1300 Chapel of the Air 1330 Golf 1430 This is the Life 1500 Ted Mack 1530 High Road to Danger 1600 Official Detective 1630 Waiting for the Robert E. Lee. 1700 G. E. College Bowl 1730 The Big Picture 1800 Disney 1900 News 1915 Social Security 1930 Bonanza 2030 Sunday Special 2130 Ed Sullivan 2230 News 2245 „Lucky Nick Cain“ George Raft, Coleen Gray. Mánudagur 1700 Robin Hood 1730 To Tell the Truth 1800 The King Family 1830 Shotgun Slade 1900 News 1930 My Favorite Martian 2000 Survival 2030 Danny Kaye 2130 Riverboat 2230 News 2245 The Tonight Show Nú vilja rithöfundar heimta gjöld af þeim bókum, sem lánaðar eru út af söfnum og þeir eru höfundar að. Þarna urðu þeir a.m.k. loksins sammála. Rithöfundar mega vel við una hér á landi. Heil bókaforlög hafa sýnilega ekki aðra atvinnu en teyma allskyns hæfileikalausa pilta og stúlkur inn á skrifstofur sínar, dubba þau upp í rithöf- und og auglýsa síðan hið eindæma rusl, sem þau klekja út, sem bókmenntir. Þriðjudagur 1700 „The Black Whip“ 1830 M. Squad 1900 News 1930 Andy Griffith 2000 ,Red Skelton 2100 Assignment Underwater 2130 Combat. Gestur: Lee Mar- vin (M-Squad) 2230 News 2245 Lawrence Welk Alþýðublaðið" hamast s.l. föstudag út af tilkynningu í sjónvarpinu um að bandaríska söngkonan EHa Fitzgerald myndi syngja hér á landi. Telur blaðið að hér sé komið j samkeppni við auglýsingar í íslenzku sjón- og útvarpi. Vesalings kratarnir okkar. Vita þeir ekki enn, að banda- ríska sjónvarpið auglýsir ekki fyrir fé, bannar algjörlega að stórfyrirtæki vestra, sem gefa hernum dýrustu sjón- varpsþættina, auglýsi framleiðslu sína með þáttunum eins og gert er í Bandaríkjunum. Harmavein Benedikts Grön- dals í þessum efnum er eins kjánalegt og öll barátta er gegn Keflavíkursjónvarpinu, meðan við getum notið þess frítt. Það er nú vart bætandi á kjósendatap flokksins og þó ekki örvænt að ýmsir menn hér á suðvestur-kjálkan- um muni baráttu Benedikts gegn sjónvarpinu bæði leynt og Ijóst. Geir Zoej^i jr. bauð blaðamönnum í þorramatsát í Nausti s.l. miðvikudag og var veitt af mikilli rausn. Þorramat- urinn er nú fastur liður í veitingahúslífinu en Naustið hefur haldið þessu uppi um árabil. Margvíslegar kræsing- ar voru á borðum, en auk þess smökkuðu blaðamenn á nýmeti, humar i skelinni og þótti allgóður. Þessu var síð- an skolað niður með brennivíni, köldu, og ölglasi. Er sjálf- sagt að benda mönnum á að nú er þorramatur borinn fram í hinum kunnu trogum Naust-manna. Fyrst talaft er um Naust. Ekki virðist íslenzka „food cent- er“ i London vera upp á marga fiska og jafnvel til leiðinda. Staðurinn er klaufalega valirm, og á kvöldin rekst þar varla inn nokkur sála, enda götur tómar, þótt mikið sé um að vera í nágrenni. Ekki bætir úr skák að íslenzka starfsliðið er þyngra á fóðrunum en sambærilegt brezkt starfslið, að sögn ferðamanna. Væntanlega rætist úr, en við verðum að gera okkur ljóst, að það er ekki alltaf heppilegt að fara í samkeppni eða kynningarstarfsemi nema kunna vel til þess. ÞaS er að verða augljóst með hverjum deginum, að hinar sífelldu hækkanir í einu og öllu ógna hinu áratuga-gamla veldi Sjálfstæðismanna. Liggur .við að um ofsókp hins op- inbera sé að ræða, ekki sízt ríkisstjómarinnar, sem bók- staflega gaufar í öllu sem horfir til útgjalda og pínir lát- laust hinn almenna borgara. Ef ráðherrar rannsaka ekki ráð sitt innan skamms og koma með eitthvað jákvætt í gtað útgjalda, þá er víst ekki að efast um leikslok. Miðvikudagur 1700 Land of the Free 1730 F. D. Roosevelt 1800 Hollywood Talent Scouts 1900 News 1930 Dick Van Dyke 2000 Language in Action 2030 Voyage to the Bottom of the Sea 2130 Hollywood Palace 2230 News 2245 „Back from the Dead“ Peggy Castle, Marsha Hunt Fimmtudagur 1700 Sjá sunnudagur kl. 22.45. 1830 Beverly HillBillies 1900 News 1930 Jimmy Dean 2030 The Greatest Show on Earth 2130 Fanfare 2230 News 2245 Sjá þriðjudag kl. 5 Föstudagur 1700 Dobie Gillis 1730 I’ve Got a Secret 1800 The Third Man 1830 Fractured Flickers 1900 News 1930 Shindig 2030 Rawhide 2130 Championship Wrestling 2230 News 2245 „Life Begins at 8.30“ Monty Wooley, Ida Lupino, Cornel Wilde. Laugardagur 1000 Kiddies’ Corner 1200 Magic Room 1230 Frontiers of Knowledge 1300 My Little Margie 1330 Jalopy Races 1400 Where the Action Is 1430 Sports 1700 Current Events 1730 Championship Bridge 1800 True Adventure 1830 Air Force News Review 1900 News 1915 Telenews 1930 Perry Mason 2030 12 Ó’Clock High 2130 Gunsmoke 2230 News , 2245 „Cyrano de Bergerac" Jose Ferrer, Mala Powers Leikfélag Reykjavíkur: HÚS BERNÖRÐU ALBA Misheppnuð sýning fær frábærar viðtökur. Höf. F. Garcia Lorca. Leikstj. Helgi Skúlason. Leikfélag Reykjavíkur Síðasta vefk Federico Garcia Lorca, áður en hann var tek- inn af lífi, var frumsýnt í Iðnó s.l. fimmtudagskvöld. Þetta á- hrifamikla verk, Hús Bemörðu Alba, fjallar um móður og dæt- ur, strangan heimilisaga, svo að nálgast fangelsi, ástir og draumóra. Þetta er, eins og flest verk skáldsins, bölsýnis- verk, gætt heldur lítt frumleg- um athugasemdum um sálarlíf- ið og auðvitað, næstum leiðin- legt tal um kynlífið. Hins vegar eru dramatísk tilþrif verksins það mikil, að sum hlútverkin eru í senn prófsteinn góðs leik- ara — leikkonu, því hér koma aðeins konur 'fram — og örf- andi viðfangsefni ungs efnis- fólks. Rammi verksins er fast- mótaður, uppsetningin í heild hefðbundin en gefur leikstjór- anura oft mjög skemmtileg tækifæri. 1 þetta skiptið er það Helgi Skúlason, sem heldur á stjórn- taumunum í langri, en ekki æ- tíð heppilegri leit Leikfélags Reykjavíkur að hæfum leik- stjóra. Segja má, að Helgi sleppi hvorki verr né betur frá þessum vanda en fyrirrennarar hans, og ef dæma má eftir ríkj- andi sjónarmiði ALLRA áhrifa- manna í íslenzkri leiklist, þá er leikstjórn svo ómerkilegur þátt- ur í uppsetningunni, að hún er aðeins nauðsynlegt „formalt atriði“, en leikararnir látnir sjálfir um mestan hluta vinnu sinnar. Blærinn yfir leikstjórn Helga er algjörlega laus við allan persónuleika — átökin verða óregluleg og hinn spánski skaphiti og snöggu skapskipti — sem hér eru oft túlkuð með hávaða, hrópum og tryllings- köllum — verða stundum frem ur ósannfærandi. Það lang- bezta er, að leikritið sjálft leggur leikstjóranum bæði marga möguleika í hendur og gefur honum jafnframt grein- argóða „línu“ um hversu væri æskilegt að sýningarblærinn yrði. Ræktarsemi leikstjórans við heildarblæ og framkomu einstakra leikara verður ójafn og of oft yfirleika einstakar konur, „senustela", heildarsvipn um til óleiks. Má þar nefna hinn óeðlilega „yfirleik" Krist- ínar Önnu Þórarinsdóttur, sem er beinlínis grátbroslegur á köflum, hlaupið fremst á svið- ið og staglað á setningunum í barnslegu örvæntingarskyni, alls óskyldu leiklist. Þá verða stundum hörku-atriði Regínu Þórðardóttur einum of mikil. Ýms önnur hlutverk njóta sín ekki vegna þess að þeim er sýndur augnabliksáhugi, sem dettur niður strax og leikkonan er ekki aðalpersóná á sviði. Bíður þá gjarna leikkonan unz hún „kemst að næst“ — að sið margra kvenna — og missir áhugann á því, sem er að ger- ast á sviðinu. Hvenær það verð ur leikstjórum okkar ljóst — menntuðum eða ómenntuðum — að dauðar' persónur á sviði drepa jafnvel bezta leik hjá að- alleikendum. Regína Þórðardóttir leikur titilhlutverkið. Margt er gott um frúna að segja. Hún nær skemmtilegum spönskum yfir- litum, bregður víða upp ágætri og harðnes'kjulegri mynd af Bernörðu. Víða villist hún þó þannig, að hvergi í allri túlk- uninni vottar fyrir mýkt. Stolt yfir ætt og stöðu verður bein- línis hatur. Það er nú Inga Þórðardóttir, Poncia griðkona, sem fer með pálmann í höndum á þessari sýningu. Inga leikur hlutverk sitt af svo sérlega .skemmtilegum skilningi, lág- stéttarkonu, jafnvel trúnaðar- vin húsmóður sinnar og íætur þess végna í minni þok- ann, en um leið ísmeygilega skynsemdarkerlingu, sem fylgir sinni skoðun, þótt hún sjái að bölvun hvíli yfir húsinu og nálg ast sprengingu. Fas frú Ingu var eindæma gott, leikurinn ró lega yfirvegaður en í senn ör- uggur og hárfínt unninn. Er þetta með beztu hlutverkum frúarinnar. • Yfir systrunum fimm hvílir það eindæma óeðli, sem typiskt er fyrir Lorca að vinna úr. Þær eru í fangelsi móður sinn- ar, ein, sú elzta og ríkasta, hálf trúlofuð, en tvær hinna s'kotn- ar í kærastanum. Allar eru kyn ferðislega sveltar, þrá karl- menn og að umgangast fólk. Hér þarf næma leikstjórn til að hið rétta andrúmsloft ná- ist. Því miður hefur þetta orð- ið leikstjóra ofviða. Leikkon- urnar leggja hver sína mein- ingu í hlutverkin. Helga Bach- mann, Martirio, nær einna bezt um og sönnustum svip úr hlut- verki þessarar kryppluðu syst- ur. Leikur hennar er allur á- ferðarfallegur en þar kemur enn hið óskiljanlega í ljós. Leikstjórinn, eiginmaður frú- arinnar að vísu, velur henni hlutverk, þar sem mótleikarar hennar verða að kalla hana ljóta, ófríða, slag I slag. Helga er fríðust þeirra systra, gerir sér hvergi far um í útliti að draga úr því — utan krypp- unnar. En leikur hennar er víða sérlega eftirtektarverður. Sigríður Hagalín, sú elzta og ríkasta, verður næsta ráðgáta í hlutverki sinu. Hún yeit sann- ast sagt ekki í hvora löppina hún á að stíga. Ást hennar kemur hvergi í Ijós, en eilíft rifrildi og illska eru mest sjá- anleg, og útlit sitt hefur hún gert eins illt og frekast má, enda þolir andlit Sigríðar ekki þau ljós, sem leikhúsið bauð upp á að þessu sinni. Margrét Ólafsdóttir og Guðrún Steph- ensen léku mjög sannfærandi hlutverk sín, en vegna heildar- svipsins og hins truflandi ósam ræmis, gætti áhrifa þeirra næsta lítið. Kristín Anna Þór- arinsdóttir minnti oftar á hálf- óðar skandinaviskar stúlkur, sem tryllast á Mallorca, en nokkum raunverulegan skyld- leika við hlutverk sitt. Þóra Borg brá upp óhugnanlegri og sannri mynd af hinni biluðu „ömmu“ og vakti leikur henn- ar verðskuldaða athygli. Aðrir leikendur féllu heldur sviplítið inn í verk sitt. Sjálfsagt er að minnast þess að leiknum var ákaflega vel tekið. Klapp mikið og hrifning almenn. Við erum enn óþrosk- að leikhúsfólk, gerum ærið lít- inn mun á hávaða og sterkum leik eða dramatískum tilþrifum almennt. Því má með réttu segja, að þessi sýning, fyrir.ífl; lenzkt leikhúsfólk, hafi náð til- gangi sínum. En frá mínum sjónarhóli sannar það enn einu sinni eins og oft gerist í gam- anleikjum, að við hlæjum frek- ar að skemmtilegri setningu én hversu hún er sögð. Og veru- lega skoplega setningu getur enginn leikari drepið — hversu lélegur sem hann kann að vera. Verk Lorca er það sterkt, að vera má, að nú hafi Leikfélag Reykjavíkur enn eitt kassa- stykkið á sínum vegum. Þýðing Einajrs Braga Sig- urðssonar var mjög skemmti- leg. Stundum brá fyrir Sturl- ungumáli, en stundum brá hann fyrir sig orðum Njálu — að mig minnir. En í heild var þýð- ingin á mjög góðu leikhúemáli, féll vel í framsögn, og má vera að hér sé kominn góður þýð- andi. Leiktjöldin fóru vel, voru skemmtilega kaldranaleg í samræmi við andrúmsloft ann- að. Ljósin voru einskis virði. A. B. Olafur Hansson Framhald af 4. síðu. myndum sýndur með fílshöfuð, Ganesha er elzti sonur hinna miklu goðmagna Siva og Par- vati. Hann er bæði vísdómsguð og guð heilla, því að með áheit um á hann má ryðja öllum hindrunum úr vegi. Oft eru myndir af Ganesha á fyrstu blaðsíðu indverskra bóka. Einn- ig eru þær oft hafðar á bók- haldsbókum indverskra fyrir- tækja, því að þvi er trúað, að þær valdi velgengni og gróða. (Framhald í næsta blaði). 4 * 4

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.