Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.05.1966, Side 3

Mánudagsblaðið - 30.05.1966, Side 3
Mánodagnr 30. maí 1966 Manudagsblaðið 3 Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 325,00. Simi ritstjórnar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasimi 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljaiis. Sjálfstsðisflokknrinn tapaði — Geir vann Ef nokkur flokkur gat með sönnu notað íslenzka malleysu, þá var það Sjálfstæðisflokkurinn í nýaf- stöðnum borgar- og sveitastjórnarkosningum — eirifaldlega — „ég slapp með skrekkinn” — og þar átti hann við í höfuðvíginu, Reykjavík. Borgarstjórnarkosningarnar sýndu glöggt hug almennings til hinna ýmsu synda Sjálfstæðisfor- ustunnar, ekki svo mjög í borgarmálum heldur mest og almennast í þjóðmálum yfirleitt. Heilar stéttir, hluti úr traustum stuðningshópum flokks- ins annaðhvort kusu ekki eða skiluðu auðu til þess eins að sýna flokksforustunni almennt: „hingað og ekki lengra." Og sannarlega eiga helztu stuðnings- öfl flokksins um sárt að binda vegna forustunn- ar síðustu fjögur til sex árin. Kjördæmi Ólafs Thors, stærsta kjördæmi lands- ins, liggur í rúst eftir kosningarnar. Mörg vígi eru fallin úti á landi, önnur í hættu, höfuðvígið hélt velli með naumindum. Ástæðan eru árásir, afskipta- leysi, og beinlínis fáránleg framkoma ríkisstjórn- ar yið kjarnann úr flokknum, aukin dýrtíð, skatta- lögregía, ráðstafanir fjármálastjórnar, afstaða flokksins, þ.e. yfirstjórnarinnar gagnvart t.d. helzta liði útgerðarinnar, kaupmönnum o.fl. ! höfuðborginni er það svo einstaklega klaufa- leg og naive niðurröðun á listann. styrjöld við kaupmenn, hækkanir útgjalda, sífelldar árásir og hótanir hinna ýmsu innheimtustofnana borgarinn- ar ekki aðeins í garð einstaklinga heldur og fyrir- tækja. Eignamissishótanir og lokun fyrirtækja eru daglegir viðburðir í útvarpinu. Forustumenn ýmissa stofnana, sem heyra undir borgina hafa ár eftir ár komið fram við einstaka borgara eins og örmustu dóna, skapað illt blóð og tortryggni. Nefna má háttsetta embættismenn, sem skapað hafa meira hatur I garð borgarstjóra en hann sjálfur veit um. að er aðeoins einstökum og ágætum persónulegum ferli Geirs borgarstjóra að þakka að vígið vannst ekki úr höndum flokksíns. Sýnt er nú að algjör stefnubreyting flokksins er eina vonin og láti hann sér ekki skiljast í hvi- lík vandræði hann er raunverulega kominn, þá hefur honum tekizt að gjöreyðileggja áratuga starf látinna forustumanna. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur margt stórvel gert, en ekki verður um deiit, að mistök einstak- Iinga á vegum borgarinnar, eru þyrnir í augum kjósenda og skylda borgarstjórans að koma í veg fyrir embættishrokann og stanzlaus áhlaup í vasa almennings en hóta illu ef ekki er umsvifalaust hlýtt. Reykvíkingar hafa í áratugi falið flokknum forustuna. en nú er auðséð, að ef ekki er betur á haldið, þá verðum við að reyna aðra til að fara með ''essi mál. KAKAU SKRIFAR: I hreinskilni sagt ieiðinlegasta þjóðin í Evrópu — Hvað er að ske —- Iíosningadrungi — Öllu lokað — Bannið enn einu sinni — Alvara og drungaháttur — Skortir heilbrigða gleði — Skemmtun óholl? — Ekkert fliss — Úrelt sjónarmið — Skyldi það vera, að við værum að verða ein leiðin- legasta þjóð Evrópu og þótt víðar væri leitað? Allar lík- ur benda til þess, að þau ó- eðlisöfl, sem hér ráða svo miklu undir yfirskini alvör- unnar og látalætis hátíðleika séu að depa niður alla gleði og 'kátínu og eðlilegt lífsfjör meðal landsmanna. Eitt af þeim ljósu dæmum um áhrif þcssa hátíðleika- fólks eru borgarstjórnar- kosningar. Fyrir nokkrum árum var þetta í senn bæði alvöru og gleðidagur. Kosn- ingahríðin var um garð geng in, persónulegir vinir en póli tískir andstæðingar, sem reýndar höfðu verið upp á kant síðustu dagana, létu misklíðarefni um garð geng- in og biðu eftir úrslitunum um nóttina í sömu stofu, oft undir sama glasi. Dagur- inn sjálfur hafði verið gleði dagur, einhver hressilegur kappsblær yfir öllum aðilum og borgarbúar sjálfir höfðu gaman af kappinu í bílstjór- um flokkanna, sem þutu um borgina eins og úflendir kattahirðar í leit að fórnar- dýrum sínum. Oft bar við, að einhver stalst til að fara með, áróður og urðu. af því hrindingar og pústrar þó aldrei alvarlegs eðlis, hvorki líkamlega né heldur að kjós anda yrði snúið frá skoðun. 1 þá daga var beinlínis gaman að borgarstjórnar- kosningunum, það var gleði- blær yfir mönnum og borgin „iðaði“ af fjöri eins og sagt er. Þetta var tilbreyting sem vert var að taka eftir og njóta á sinn hátt. Kvöldin voru og kát og fjörug, skemmtistaðir fullir af glöðu fólki, pólitíkin í algleymingi veðmál um úrslit og kjörna menn, sigra í Reykjavík og hinum ýmsu stöðum úti á landj. En þá dundu yfir leiðindi. Úrgangslýðnr, hvergi í hús- um hafa.ndi, rottaði sig sam- an, frelsandi allt og alla, undir felunafninu Þjóðvarn- arflokkur. Helgislepjan og skinhelgin úðuðu af þessum lýð; ]a‘ir voru svo sannar- lega betri en aðrir menn og þeirra „mission" var að frelsa þjóðina. Með nöldri og skírskotun til „réttlætis“ og sjálfsvirðingar tókst þessu fá nienna flokkskrili að koma því til leiðar að banna alla gleði á kjördag. Slíkt væri ósæmilegt þeim „hugsuðum“ sem væru að bjarga þjóðinni frá helvítisför hennar. „Bann“-lögmálið sigraði enn, því þjóðin og forustumenn hennar vissu ekki hversu taka bar tillögimi jæssa út- n&ralýðs. Var, illu heilli, fall i/,t á að gera kosningardag- ana að leiðinlegustu dög- unum. Margir glöptust að flokknum, léðn hontun at- kvæði og komst hann á þing, en brátt greip upplausnin hann föstum tökum og er hann nú úr sögnnni. Baráttu málin hafa aldrei verið önn- ur en bönn á bönn ofan, skoðanakngun og leiðinda- nijálm um menningu, sem felst víst aðallega í að berj- ast gegh sjónvarpi og standa í niálaferlum fyrir „litilmagn ann“. Hefur nú þjóðin af- greitt þetta flokskríli, for- stöðumenn hans flúðu en eftirhreyturnar fengu grið- land hjá öðrum ofstopa- og einræðisaðila, kornmúnistum. Maigir helztu stjórnmála- menn heims hafa haft þá skoðun, að þeir sem taka sig of alvarlega verði aldrei ann að en hvimleiðir súrir um- vöndunarmenn, sem smátt og smátt leysist upp öllum öðrum til mikils léttis, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Jafn vel þeir, sem glíma við al- varlegustu mál veraldar fara öðru hverju úr hugsuðar- haminum og verða menn rétt eins og aðrir. Á Islandi er bezta dæmið Ólafur Thors, sem kunni þá list að vera undireins áhrifamesti og um- svifamesti stjórnmálamaður og leiðtogi landsmanna, sam kvæmismaður, glaður og létt ur, þoldi grín og grínaðist við aðra, var aldrei maður- inn með heimsábyrgðina, eins og leiðtogar útnáraflok’ksins voru sína litlu lífsstund. Önnur dæmi má finna í sög- unni allt frá „eljaraglettu" Sighvats á Grund við son sinn Sturlu til Jóns Arason- ar biskups. Voru þó Jón og Sighvatur umsvifamestir menn samtíma síns. Jón Sigurðsson og þeir sem hæst bar á hans tímum höfðu til húmör og tóku sig ekki svo alvarlega sem smámennin, sem í dag kepp- ast um að „fara“ í föt Jóns fonseta og annarra þeirra, sem þeir vilja líkjast. Er þáð ekki annað en meðfædd minnimáttarkennd þessara andlausu nútímaskörunga, sem brýst út í að ,,BANNA“ — lifa samkvæmt bannregl- um, eins og skynlausar skepnur. Sálfræðingar segjá öfund einn aðalþáttinn I fari þeirra sem allt vilja banna. Á nið- urlægingartímabilinu, um- hverfðust kotkarlar og erf- iðismenn ef börn hlógu eða flissuðu, kölluðu guðlast, ó- samboðið vinnandi höndum, enda byggðu allt sitt líf á brauðstriti og höfðu hungur- vofuna á næsta leiti. 1 dag eru það náttröll eins og þeir í Þjóðvarnarflokknum, sem mest skírskota til ,virðingar‘ „ábyrgðar“ og annarra slíkra atiiða til þess að réyna að vekja eftirtekt. Þá, sem ég nefndi áðan skorti ekkert af þessu, en þeir földu sig ekki í ímyndaðri helgislepju og heilags-anda- snakki eins og þessi nátt- tröll. íslendingar eru í reynd- inni glaðlyndir, máske ekki á borð við súðurlandamenn, en þegar um gerð eru gengn ir örbirgða.rdagar síðustu alda ætti þjóðin að taka gleði sína aftnr og geta skemmt sér eðiilega. Það er nauðsynlegt að losa sig fyrir fnllt og allt við þá drumba, bæði í stjórnmálum og öðr- um áhrifastöðum, sem vinna skipulagt að því að deyða alla leyfilega gleði, gera þjóð ina að þnmburum, eins og hún er að verða, sbr. síðasta kjördag. Morgunútvarpíð hóf tón- leika með klassiskum verk- um eftir klukkutíma auglýs- ingaþvælu kemur svo fyrir- lestur um frægt tónskáld. Allan eftirmiðdaginn rak hvert leiðindapfógramið ann að. Það var fyrst um k\mld ið, seint, að eitthvað tók að lifna yfir dagskránni og gamanvisur Ómars voru vel metnar. 1 heild var dagurinn ósköp bragðdaufur, drunga- legnr og almenningur áhuga- lítíll. Það væri gaman ef kosn- ingadögum höfuðstaðarins ó gannars staðar væri breytt í sitt gamla snið. Það má ó- skapast nm stjórnmál dag- ana á undan, en daginn sem úrslitin eru ákveðin þýða eng ar pólitískar fortölur lengur og almenningur á rétt á að gera sér dagamun, og tæki eins og úti’arpið—sjónvarpið næst, ættu að leigja skemmti krafta til að grínast, hljóm sveitir til að leika og hafa í frammi fögnuð í stað ein- hverra „kúltúr“-tilrauna, sem raunar eru ekki annað en hin þrautpínda útrás minnimáttarkenndar hjá fólki, sem \dll en getur ekki, reynir en þekkir ekki og sýn ist en er ekkí. Það borgar sig að auglýsa í MANUDAGSGLAÐINU ♦-Ih)^)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-*)*-)*-)*-)*-)*-!*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-^-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-!*-)*-)*-)*-*)*-)*-!*-)*-!*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)*-)^!*-)*-^-^-^-)*-)*-)*-)*-)^)*-)*-)*-)*-!

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.