Mánudagsblaðið - 22.08.1966, Blaðsíða 1
Blaó fyrir alla
Mánudagur 22. ágúst.
Kratar hlaða bitlingalýð sínum í
hverja útvarpsstöðuna af annarri
Starfsmönnum útvarpsins er farið að ofbjóða hvernig
Benedikt Gröndal misnotar aðstöðu sína í því skyni
Stárfsmönnum útvarpsins er nú farið að 4>ykja nóg um ráðn-
ingar skjólstæðinga Benedikts Gröndals. Þykir mönnum mæl-
irinn fullur og benda ýmsar ráðningar til þess, að Giröndal
hygli sínum mönnum um hóf fram og noti þar, í senn, aðstöðu
sína og sofandahátt þeirra, sem sjá eiga um ráðningar í þessar
stöður.
Það er áberandi hve starfs-
mönnum Alþýðublaðsins hefur
orðið vel ágengt í þessum efn-
um, t.d. er Eiður Jónsson orð-
inn jöfnum höndum starfsmað-
ur útvarps og blaðsins og fær
drjúgt greitt fyrir eða, að sögn
kr. 4000 — fjögur þúsund —
fyrir hvern þátt, en þar liggur
í mjög Jítil vinna. Til saman-
burðar ihá geta þess að t.d.
Sverrir Kristjánsson fær kr.
1500 — fimmtán hundruð —
fyrir fyrirlestra sína, sem krefj-
ast óhemju vinnu. Þá mun Eið-
ur hafa nokkrar tekjur af öðru
efni.
Atvinnukrati
Ekki má gleyma öðrum blaða-
manni, Haraldi Ólafssyni, ný-
skipuðum dagskrárstjóra — á-
„Svart óg hvítt“ —
Jéns Kaldals
synmg
gætum manni — og tryggum
fylgisveini Benedikts. Gunnar
Vagnsson, atvinnukrati, er eg'
vinur og jafnaldri Benedikts, er
nú fjármálaspekingur stofnun-
arinnar, og mun eflaust búinn
þeim kostum sem Gröndal met-
ur bezta. Þá er gamall, vinsæll
krati, Guðmundur Jónsson, orð-
inn framkvæmdastjóri „Hljóð-
varps“ — eflaust verðskulduð
tignarstaða, enda auðsveipur
krati. Hefur Bensi litli þannig
komið síhum nánustu í sæmi-
lega arðbærar virðingarstöður
innan útvarpsins.
Bitlingakindur
Útvarpsráð hefur látið
þetta allt gott heita, enda
hrossakaup þar allsráðandi.
Þótt merkilegt megi virðast,
þá er Benedikt Gröndal sá
eini, sem eitthvað hefur
kynnt sér útvarpsstarfsemi en
hitt jbara bitlingakindur sem,
vappa kringum jötuna. Hef-
ur Gröndal leikið það að
vagga fingri sínum að hin-
um „koIlegunum“ (aðallega
blaðamenn) og haft sitt fram
af týpískri einurð og ýtni
krata.
Það væri máske ekki úr
vegi að áthugað yrði gaum-
gæfilega hvert útvarpsráðn-
ingar stefna. Benedikt Grön-
dal er sjúkur maður —
hann vill að allt komist á
styrki og er á góðum vegi
með að gera alia málsmet-
andi menn flokksins að ó-
mögum hins opinbera. Jafn-
vel gengur svo langt að
heimta að blaðsnepillinn, Al-
þýðublaðið, sé settur á opin-
beran styrk.
Betlipólltík
Eins og málin standa nú er
framkoma Benedikts Gröndals
útvarpinu til stórrar vansæmd-
ar. Þessi stofnun fékk nóg á-
fall þegar Vilhjálmur Þ. Gísla-
son komst þar að, en hitt, að
sérfræðingur í betlipólitík, skuli
óhindrað látinn hlaða niður
vildarmönnum í embætti er með
öllu óþolandi.
Hættan við Mývatn
Oiveiði í vatninu — bátaskari og olía frá
bátum.
Vegna nauðsynjaframkvæmda við Mývatn
hafa kommúnistar ogNbændur í nágrenninu
þar brugðizt hið versta við og talið fram-
kvægidum þessum m.a. til foráttu, að þær
muni leiða til dauða eða eyðileggingar á
öllu hinu fjölskrúðuga fuglalífi, sem gert hef-
ur vatnið frægt, en þar fara saman bæði mik-
ið fuglalíf og frábær náttúrufegurð.
En spyrja má: er ekki hættulegra fyrir
fuglalifið, að vatnið er nú orðið fullt af vél-
bátum, sem leka olíu, skapa olíubrák og 6-
frið í landi fugla? Sérfræðingar telja, að þar
sé hættan enn meiri en vegna þeirra fram-
kvæmda sem nú eru hafnar nyrðra. Þá má
og benda á, að margir veiðimenn telja að sil-
ungsveiðar þeirra, sem fiskiréttindi hafa við
vatnið, séu nú að verða svo gífurlegar, að
stofninum sé hætta búin. Það er því, nú sem
fyrr, að þau hálmstrá, sem hræsnis- og öfga-
fullir kommar og uppblásnir bændur, hafa
gripið til eru með öllu ósönn og því ekki vert
að rekast við bá um þessi mál.
S.I. föstudag opnaði Jón Kaldal, ljósmyndari, Svart-hvítt-sýn-
ingu í sýningarsal Mcnntaskólans í Rcykjavík. gkoðuðu blaða-
menn sýninguná s.I. fimmtudag, og skýrði Jón svo frá, að hann
hefði ætíð lagt mesta áherzlH á andlitsmyndir og ber sýningin
glöggan vott þess. Þetta er fyrsta einkasýning Jóns, en liann
hefur tekið þátt í fjölda sýninga og fengið ótal viðurkenningar
fyrir verk sín. Sýningin í M. R. er fjölskrúðug og ákaflega
skemmtileg, myndir af mörgum helztu framámönnum þjóðar-
innar, en elzta myndin er frá 1925. Jón hefur lagt sérlega á-
herzlu á að ná fram öllu sérkennilegu við andlitsfall hverrar
persónu og eru margar myndanná hrcinustu listaverk. Sýningin
er opirt frá kl. 1—10 og mun standa yfir 10—12 dags.
Sig. Nordal
heiéraður
/
Mánudagsblaðið hefir frétt,
að vinir og kunningjar dr.
Sigurðar Nordals hafi nú á-
kveðið að heiðra Sigurð á
áttræðisafmæli hans með því
að gefa út minningarpening
á hvern mynd dr. Sigurðar
er greypt. Er þetta hinn
mesti sómi, og sjaldgæf virð-
ing hér á landi.
Dr. Sigurður hefur um ára-
skeið verið einn virtasti mað
ur í íslenzkum fræðum og
gegnt ýmsum mikilsverðum
störfum fyrir land og þjóð.
Hann er manna fróðastur
um sögu þjóðárinnar, skáld
og fræðimaður, sendiherra
og embættismaður háskólans.
Síðari árin hefur \Ir. Sigurð-
ur lifað i kyrcþey, en eflaust
munu margir minnast hans
á 80 ára 3fmælisdeginum.
Takmarkalaus óráðsía
hjá sjónvarpinu
Fjársjóðir að fæmast? — Um 100 starfsmenn —
Vilhjálmur Þ. Gíslason ríkir — Aðhlátursefni.
Þrátt fyrir yfirlýsingar sjónvarpsyfirmanna mun þó sú stað-
reyndin, að þar er allt í mosta ólestri og upplausn. Auk þéss
mun fé liinnar ófæddu stofnunar að mestu uppurið en ekkert
lát á mannaráðningum, sem sennilega verða um eitt hundrað
um áramót ef ekki fyrr.
Að nafninu til er yfirmað-
ur stofnunarinnar kallaður
skrifstofustjóri, látinn segja að
allt gangi með mestu prýði en
starfsmenn eru á öðru máli.'®-
Framkvæmdir eru miklar en
fálmkenndar, enginn veit eig-
inlega hvert stefnir. Nú þegar
hefur stofnunin byrjað að
skaða starfsemi útvarpsins
vegna frámunalegs klaufaskap-
ar í starfi.
Úmenntuð yfirstjórn
Það hlálega er, að hinn
raunverulegi yfirmaður stofn-
unarinnar er Yilhjálmur Þ.
Gíslason, þessi líka mikli
framkvæmda- og einurðarmað-
ur. Ber mönnum saman um,
að hann. hafi jafn lítið vit á
sjónvarpsrekstri, sem tekur
hjá venjulegum þjóðum mikla
sérmenntun og reynslu, og
þegar hann tók við ríkisútvarp
inu eftir að hafa farið í
skemmtiferð til Bandaríkj-
anna á vegum stjórnarinnar og
skoðað útvarpsrpkstur þar.
Vasast í öllu
Allar endanlegar ákvarðan-
ir fara í „gegnum“ Vilhjálm
og ræður hann endanlegum úr-
slitum hvers máls. Það þykir
hjá alvöruþjóðum nokkuð hlá-
legt, að sjónvarp skuli gert að
undirtyllu útvarps.en vitanlega
verður svo að vera hér. Vil-
hjálmur mun nú gegna fleiri
embættum og nefndarstörfum
en. nokkur annar atkvæðamað-
ur í siðmenntaða heiminum,
þótt allir viti um hver afköst-
in eru.
Ráðherrabrcái:
■ Það er leitt að vita til þess
að ráðherra okkar í mennta-
málum, sem er bróðir Vil-
hjálms, skuli láta viðgapgast
að „stóri“ bróðir skuli svo fer-
lega sölsa undir sig störf, sem
hann ber ekkert skyn á. Sjón-
varpið er talsvert kappsmál
íslendinga og þeir þola ekki
að einhver kurfur — einhver
„jack-of-all-trades“ sé að troða
sér inn á stofnunina til þess
að gera. sig ódauðlegan á síð-
um sögunnar. Jafnvel hinn lítt
liðni skrifstofustjóri sjónvarps-
ins er í' senn þreyttur á Vil-
hjálmi og, að sögn hlær að
honum og segir gamansögur
Framhald á 6. síðu.
Lyktin hans Geirs og
óiyktarsjeffarnir
Þrátt fyrir tíðar yfirlýsingar borgaryfirvaldanna um 6-
lyktina, sem-dynur yfir höfuðstaðinn frá verksmiðjunum
í Örfirisey og að Kletti, þá virðist ekkert gert til að losa
borgarbúa. við ódaun þennan, sem höfuðstaðnum er til
stórskammar, auk þess sem hann skapar viðbjóð.
Það er þarfleysa að ætla ólyktarkóngunum að nýta
þann mann íslenzkan, sem sýnt hefur erlendis að hann
kann ráð til að eyða ódauninum, og minnir afstaða þeirra
einna helzt á afstöðu forustumanna íslenzkrar knatt-
spyrnu þegar þeir neituðu ráðum og aðstoð Alberts Guð-
mundssonar, eins þekktasta knattspyrnukappa Evrópu á
þeim tíma.
Borgarstjórinn hefur margsinnis lýst yfir, ekki sízt á
snakkfundum þeim, sem hann hélt fyrir síðustu kosning-
ar, að undinn yrði bráður bugur að þessum ófögnuði, en
þó erum við enn við sama heygarðshornið.
Það er skylda Geirs Hallgrímssonar að gera betri grein
fyrir þeim ráðstöfunum, sem verið er að gera, ef nokkr-
ar, í þessum efnum. Það verður skrifað á reikning hans
ef ólyktarsjeffarnir eru ekki þegar í stað látnir binda
enda á þessa framleiðslu og ekki víst hve lengi Geir og
lið hans fær skrifað hjá Reykvíkingum, ef hann ætlar aS
hunza allar óskir borgarbúa í þessum efnum.
Fréttir herma að enn ný verksmiðj’a sé að rísa í Ör-
firisey og verður fróðlegt að vita hvort sú framleiðir
samskonar ódaun eða við megum búast við nýrri ólykt á
næstunni. En hvaða tangarhald hafa þessir menn, Klatts-
menn og Örfiriseyjarmenn á Geir? Hefur hann þegið það-
an einhver fríðindi? Mann grunar ekki, að borgarstjórinn
sjálfur láti þetta viðgangast, sem hann getur stöðvað um-
svifalaust — nema eitthvað fylgi, sem okkur er enn ó-
kunnugt um.
«