Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Blaðsíða 2
\ Mánudagsblaðið Mánudagur Sl. október 1966 Jónas Jónsson frá Hriflu: Þegar íslendingar eignuð uðust suðræn blóm Vorið 1918 komu nokkrir af kunnustu þingskörungum Dana skyndiferð til Reykjavíkur til að undirbúa sáttmála um sam- band þessara tveggja frænd- þjóða undir einum kóngi. Að lo>num samningum komu Dan- ir heim og sögðu frá vinsam- legum viðtökum. Einn helzti gat þess sérstaklega að mann- vænleg en fátæ'klega búin verkalýðskona hefði að skiln- aði gefið honum blómvönd. Danir eru gamansamir og þótti ofrausn af íslendingum að gefa gestum úr blómríkari löndum skrautblóm. Litlu síðar kom gamanmynd í helzta spaug- myndablaði Kaupmannahafnar af blómagjöfinni. Á auðu svæði milli nokkurra gamalla timbur- kumbalda mætir íslenzka peysu fatakonan stæðilegum þinghöfð ingja Dana og réttir honum að gjöf gluggapott með rós. Vel vissu Danir að Islendingar eiga mörg fögur og litrík blóm í dölum sínum og fjallahlíðum en töldu að skrautblóm ættu þeir ekki í sínu kalda landi. Síðan liðu ár. í>á höfðu Is- lendingar eignast dálítinn garð yrkjuskóla að Reykjum í Ölf- usi. Þar bjó Gissur um stund meðan hann var að bíða eftir jarlstign yfir Islandi. Nú komu eins og stundum endranær tign ir gestir til Reykjavíkur,' sem íslenzka stjórnin vildi sýna nokkur merki um náttúrugæði landsins. Þá var í garðyrkj- skólanum nýreist myndarlegt gróðurhús með pálmalundi, þar sem fullþroskuð aldini sveigðu greinar trjánna. Stjórnin bauð gestunum austur í garðyrkju- skólann og hafði einfalt en frumlegt gestaboð i hitabeltis- lundinmn. Fór þar vel um alla og þótti tíðindum sæta að ls- lendingar gætu búið að hita- beltisgróðri. Gestaboð á Islandi milli hitabeltisjurta var að visu gamanleikur eins og það var fyrir glettnisbragð danskra blaðamanna að telja Islendinga frá dæmda hitabeltisgróðri. Samt var alvara í báðum þess- um gamanþáttum. Alvaran var fólgin í því að Islendingar voru búnir að uppgötva nýja upp- sprettu auðlegðar, fegurðar og líkamshreysti í landi sínu. Það var jarðhitinn. Hann átti eftir að verða töfralind í landinu sam bar nafn kulda og íss. Síð ar verður í þeim efnum mikil saga af glímu Islendinga við þennan volduga náttúrumátt. Þegar Islendingar héldu há- tiðlegt þúsund ára afmæli Al- þingis var æska landsins á hraðri sólcn á mörgum vígstöðv um. Þá hittust í litlum Grundtvigsskóla á Hvítárbakka i Borgarfirði tveir nemendur, Unnsteinn Ólafsson úr Húna- þingi og Ingólfur Jónsson Rang æingur. Þetta voru vaskleika- menn sem trúðu á gjftu sína og framtíð. ■ Þeir voru góðir vinir, þó að leiðir skildu við s’kóla- lokin. Var báðum þessum ungu mönnum ljóst að þeir mundu hittast síðar á ævibrautinni. Unnsteinn hvarf um stund heim í foreldragarð í Húna- þingi en sagði vandamönnum sínum að hann* hefði í hyggju að hverfa til Danmerkur og nema þar garðyrkju sem' hún væri bezt kennd. Foreldrar hans áttu góða og sögufræga jörð, Ásgeirsá. T 1 mundu bæði faðir og móðir Unnsteins unna honum óðalsjarðar sinnar þar sem hann var fæddur og uppal- inn en þau þekktu líka hina römmu taug sem hefur í alda- raðir tengt Islendinga við bú- skap og ræktun í mörgum myndum. Þessi öflugi undir- straumur til hins gróna lands var græddur í ættum bæði föð- ur og móður. Faðir Ólafs bónda á Ásgeirsá var hinn þjóðfrægi Jón bóndi á Söndum í Miðfirði. Hann hafði fjölhæfar gáfur bæði í iðnaði og búskap, kenndi mörgum Norðlendingum að gera reiðtigi sem þót.tu bera af öðrum smíðisgripum sömu tegundar. Þó er frægð Jóns á Söndum mest tengd við’ jarð- rækt hans. Hann eignaðist Sanda sem niðumítt kot með litlu þýfðu túni. Þá færði hann bæ sinn á betri stað í landar- eigninni og þar bjó hann til á nokkrum árum mjög víðáttu- mikið fullræktað og slétt tún. Jón bóndi notaði í senn verk- færi úr skóla Torfa í Ólafsdal eða vinnutæki sem hann hafði sjálfur fundið upp og gert að almenningseign. Fjölhæfur starfshugur Jóns á Söndum hefur sennilega átt þátt í að hann varð ekki gamall maður, en sagan um fyrirmyndar bónd ann á Söndum lifir enn í hér- aðssögunni., Margrét húsfreyja á Ásgeirsá var samhuga bónda sínum um skapandi þrá til að græða landið. Hún var systir Bjöms Líndals lögmanns á Ak- ureyri. Honum nægði ekki lög- mannsstörf í kaupstað og þing mennska til að fullnægja starfs þrá sinni. Hann keypti Sval- barð, vildarjörð í Þingeyjar- sýslu, húsaði bæ sinn með skör ungsskap og ræktaði tún sitt með áhuga sem minnti á Jón venslamann hans á Sönd- um. En Bimi bónda á Sval- barði var ekki nóg að hafa mik ið mjólkurbú við Eyjafjörð. Hann kom upp miklu sauðabúi í Fjörðum bak við Kaldbak. Þangað kom hann í heimsókn bæði fyrri og síðari hluta vetr- ar til að fylgjast með' lífi og þroska gamalla sauða, eftirlæt isbústofns íslenzkra bænda. Unnsteinn hugði á utanferð til að . nema í garðyrkjudeild háskólans nútímavísindi þess- arar fræðigreinar og flytja þá reynslu heim til ættlandsins. Vel hafði Torfa í Ólafsdal orð- ið til í sinni menntaleit í öðm fyrirmyndarlandi. Þegar Unn- steinn hóf námsför sína var hann ágætlega undirbúinn á marga vegu. Hann studdist í báðar ættir við fjölgáfaða frændur sem sýnt höfðu gáfur og sköpunarþrótt í verki. I ætt hyggð hans, Húnaþingi, höfðu frumlegar gáfur í máli og menningu l00’’* i landi litið breyttar frá ;n hins skarp vitra og ljóðgefna Grettis Ás- mundssonar. Þegar Unnsteinn fór úr forldragarði kunni hann tök á öllum verkum sveita manna og hafði lesið í hjáverk- um með deglegum störfum það bezta sem fáanlegt var á góðu heimili af beztu bókum þjóðar- innar, fomsögur og skáldskap síðari kynslóða. 1 Danmörku býggði Unn- <?> steinn á hinni góðu heima- fengnu þjóðmenningu. Hann lauk í Danmöiku margháttuð- um prófum í öllum greinum þeirra búvísinda sem hann lagði þar stund á. Kom honum þar jafnt að haldi skarpar meðfædd ar gáfur, meðfædd djúp hneigð til ræktunarstarfa og sú öfl- uga sveitamenning sem Grundt vig kynntist af íslenzkum bók- um og gerði að undirstöðu í andlegri ræktun norrænna borg- ara, þar sem áhrif þessa spek- ings ná til. Þessi heimafengna undirstaðá gerði Unnsteini létt að nema hin nýju búvísindi gróðurfræðinganna og að hyggja síðan áhrifamikið ævi- starf að heimafenginni og er- lendri reynslu. Á Alþingi 1934 tók einn af fulltrúum Alþýðuflokksins sr. Sigurður Einansson, garðyrkju skólamálið til meðferðar og hvatti til fram'kvæmda. Um þáð leyti var samstjórn verka- manna og samvinnubænda við völd. Þessir flokkar tóku nú málið til meðferðar. Skyldi stofnsettur garðyrkjuskóli með fullkominni kennslu í garðvís- indum. Lög um garðyrkjuskóla voru nú samin og staðfest af konungi, en þá vantaði margt, skólajörð, húsnæði skólastjóra og kennaralið. Það var hart í ári og ríkið fátækt og taldi sig vanburða um verulegan til- kostnað við skólahaldið. En úr þssum erfiðleikum rættist bet- ur en út leit í fyrstu. 1 Höfn var nýútskrifaður 25 ára Hún- vetningur fullmenntur í bezta skóla Dana í garðyrkju. Full- vist var að ætt hans í Húna- þingi var óvenju góður stofn. Þessum unga manni var boðin staðan. Hann tók málinu vel en beið átekta um jarðnæði og hús. Þá vildi svo til að ríkið hafði um 1930 keypt fyrir 100 þús. kr. fimm jarðir í Ölfusi með svo miklum jarðhita að Reykja vík á nú geymd 15 þúsund hest öfl af orku í landi einnar þess- arar jarðar ef síðar þarf að bæta nokkfti við Búrfellsvirkj- unina. Ríkið hafði enfremur byggt stórt en einfalt timbur- hús á Reykjum í því skyni að gera þar tilraun með hressing- ar- og vinnuhæli brjóstveikra manna í þessu bráðabirgðar- húsi á Reykjum. Sú tilraun var gerð við jarð- og gufuhitann í Ölfusi en eftir nokkur missiri fluttist þessi tilraun að Reykja lundi í Mosfellssveit. Nú var landnámsbragur á öll- um málum garðyrkjuskólans. Unnsteinn tók samt boðinu um að vera forstöðumaður garð- yrkjuskólans á Reykjum og búa fyrst um sinn með skólann í húsnæði sem reist hafði verið sem heilsuhæli. Húsinu fylgdi lítið en vel gert gróðurhús. Það þurfti ungan, vaskan og djarfhuga mann til að taka að sér og fullkomna þetta bráða- byrgðafyrirtæki undir hand- leiðslu félítillar ríkisstjórnar. Aðsókn var mikil að skólan- um fyrsta haustið. Nemendur voru þroskaðir og ötulir menn. Þeir sættu sig við námserfið- leikana óg urðu víða um land frumherjar í gróðurhúsaiðj- unni. Unnsteinn kom með fleira en gróðurvísindi til heillar ævi frá Danmörku. Með honum kom ung kona til varanlegs landnáms á Islandi. Það var Elna, nýja húsfreyjan í skólan- um. Hún var ein af þessum vel gefnu, fallegu, velmenntu og háttvísu konum, sem gera Jót- land að fjölmennu heimkynni manngildis og persónuþroska. Hún var komin af traustum bændastofni langt fram í ættir. Reykjahjónin eiga fimm hraust og efnileg börn, fjóra sonu og eina dóttur. Bömin fara hæfilega mikið í dvalar- ferðir til frændafunda bæði í Húnaþingi og Jótlandi til að halda ættarböndum vakandi án þess að yfirgefa til muna for- eldrahúsin og það góða heim- Framhald á 6. síðu. „Hvér stuna meo Camei Léttir lund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnfc af mildu óg hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan í heiminum. MADE IN USA. I

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.