Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Blaðsíða 3
Kemur út á mánudögTim. Verð kr. 10.00 i lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 325,00. Síml ritstjómar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogasou. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja ÞjóðvQjans Auglýsing um umsóknir um sérleyfi til fólksflutninga með bifreiðum. Samkvæmt lögum nr. 83/1966 um skipulag á fólks- flutningum með bifreiðum falla úr gildi hinn 1. marz 1967 öll sérleyfí til fólksflutninga með bifreiðum, sem veitt hafa verið fyrir yfirstandandi sérleyfistímabil, sem líkur 1. marz 1967. Ný sérleyfi til fólksflutninga nieð bifreiðum verða veitt frá 1. marz 1967 og skulu umsóknir um sérleyfi sendar til Umferðarmáladeildar póst og síma í Reykja- vík eigi eíðar en 15. janúar 1967. I sérieyfisumsókn skal tilgreina: 1- Þá leið eða leiðir, sem umsækjandi ssekir um sér- leyfi á. 2. Skrásetningarmerki, árgerð og sætatölu þeirra bif- reiða, sem umsækjandi hyggst nota til sérleyfisferða. Upplýsingar um einstakar sérleyfisleiðir, núgildandi fargjöld, vegalengd og ferðafjölda gefur Umferðarmála- deild pósts og síma, Umferðarmiðstöðinni í Reykjavik, simi 19220. 28. nóvember 1966. Póst- og símamálastjórnin. Þeir sem þurfa að koma auglýs- ingum eða öðru efni í Mánudags- blaðið — þurfa að koma því til ritstj. í síðasta lagi á miðviku- dag næstan á undan útkomudegi blaðsins. Vettvangur gieði og sorgar Framhald á 6. síðu. Nú hafa þeir LEDO-menn fært sig upp á skörina og byrjuðu með spánýrri sænskri nektar- dansmær, Ullu Bellu, um helg- rna. Hún afklæðir sig á list- rænan hátt fyrir ge'sti, og hef ur í frammi seiðandi hreyfing- ar. Munu hinir nýju eigendur LIDOs þannig hafa í huga mennt Islendinga þ.e.a.s. hvar henni er mest ábótavant. Er sjálfsagt að þakka þeim fyrir- hyggju f.h. landsmanna....... The Harbour Lites er nýjasti skerfur Glaumbæjar til bættrar hótelmenningar, en þeir ku halda sér í klæðum, en seiða með rödd og hreyfingum....... Hótel Borg býr við is- lenzka hljómsveit ásamt söng- konu, svo og Klúbburinn undir nýrri stjórn afkastamanns á öllum sviðum.....Hótel Saga, það vel sótta hús, hefur og ís- lenzka hljómsveit, ekki einu sinni konugarm til að syngja og byggir hótelið sýnilega á miklum vinsældum sínum....... Og Riiðull mun fylgja þessu dæmi um sinn, því reyndasla hótelfólkið telur jólamánuðinn og byrjun nýja ársins „dauða“ tímann. Ekki verður því þó neitað að ncktardansmær hlýtur að „trekkja” þá ungu og ó- reyndu, sem gjarna vilja skoða slíkar krásir. Veitingastaðimir eru nú komnir í slíka samkeppni að helzt má líkja því við bilasöl- umar, sem hér spruttu upp í Mánudagsblaðið Mánudagiw 5. desember 1966 I i ; ! 1 I KAKAL\ SKRIFAR: \ jmmw jmmr ■■■ k I hrelnskilni sagt i Að spilla okkur — Nýtt tímabil — Kokkteil settið í Reykjavík — Drukkið fyrir listum | og menningarverðmætum — Þörf stétt opinberra þ jóna — Viturleg umræðuefni — Fagr- 5 ar konur — Síðasta hneykslið — Hvar eru hinir raunverulegu athafnamenn — Sigg og J mjúkar hendur. Nú má telja að öllu, þörfu og óþörfu snakki um sjón- varpið, Vallarvarpið og Reykjavíkursjónvarpið, sé lokið enda flestir fegnir. Ein staka hamingjusnauðar um- vöndunarsálir kurra enn, en þær heyrast illa og áhrifin hverfandi. Flestum er nú að verða ljóst að hvort heldur er um veraldleg verðmæti, eða andleg verðmæti að ræða fer bezt á að valið sé frjálst og áróðurinn sem minnstur. Hver stofnun, góð eða ill, hlýtur að hafa einhverja kosti og vissulega skiptir litlu máli hvort maður er drepinn með breskri, franskri eða bandarískri byssu eða kona kysst eða svikin af evrópskum eða amerískum aðila. Teiknimyndir eru ann- aðhvort hlægilegar eða ekki, Flintstonar eða Felix köttur, svo ekki sé talað um Pop- eye-Skipper Skræk — gamla bíóvininn okkar. Til þessa er mestur hluti sjónvarpsins okkar útlend vinna, sem brátt hverfur að ráði fyrir aukinni innlendri fram- leiðslu, sumri eflaust góðri annari lakari. Talsvert íslcnzkur svipur er þó strax kominn á sjón- varpið okkar bæði verkfalls hótun og kostnaðurinn kom inn upp fyrir allt velsæmi. Það myndi bara alls ekki hljóma rétt, ef hvorugur l»essa aðila hcfði skotið upp kollinum og stofnunin orðin bráðum tveggja mánaða. Það er víst ckki laust við að nú, eftir allt rifrihlið, alla þröngsýnina og alla dálk- ana af lesefni og játninguin öfgamanna, að almenningur andi léttar, þjóðin sannfærð- ist a.m.k. það litia brot sem var á móti Aineríkön- um, um það, að í stað þess að spillast af bandarískum cinuln saman, þá taki nú ítalskar kvikmyndir, brezkar glæpamyndLr, gamanmyndir og íslcnzkar fylliríismyndir búnar til af sænskum snill- ingum höndum saman um uppfræðslu bama og al- menna fræðslu þeirra, sem enn hafa ekki bergt á þeim voðabikar, sem kallast stór- borgarlíf með öllum kostum og göllum. Fáránlegt sjónarmið kom fram um daginn í banda- ríska sjónvarpinu — þeir sýndu mynd sem enginn var drepinn, en nær allir leik- arar hennar höfðu hlotið heimsfrægð. Ekki bætti úr þegar gömul listaverk, heims fræg mússík, heimsfrægir hljómlislarmenn og fræðslu- mynd um öryggi bifreiða komu hver á fætur annarri. Forhertustu sjónvarpsdýrk- endur hlupu á dyr. Sýnir það glöggt að þegar annar aðilinn vill bet.rumbæta okkur þá kemur hinn og ríf ur niður allan slíkan ásetn- ing. Gaman- og kynningar- þáttur Mai Zetterling, kafl- inn um hina hrjálegu Kefla víkurgöngu, vakti almenna kátínu, ryt.julcgar hræður í „svima æ11jarðarás t arinnar‘‘ gerðu sig þarna að skemmti legu, máske ívið paþetísku, villuráfandi fólki. Golt er að öll slík mistök eru nú úr sögunni og báðar stofnan- imar sameinast um að spilla þjóðinni. Jæja, sem betur fer eru nú nöldurgreinaraar gegn sjónvarpi úr sögunni og hita greinarnar með sjónvarpi horfnar. Þjóðin sýndi það, að enn er hún sterk, því hún þoldi með sóma í senn, ann- arsvegar öfgarnar gegn sjón varpinu og svo samtök sjón varpsnotenda hinsvegar. Slíkri þjóð er ekkert að van búnaði. ★ Þeir, sem mikið sækja list sýningar, konsert, kokkteil- boð og aðra fyrirmanna- skcmmtan, hafa fyrir löngu komið auga á þá skcmmti- legu staðreynd, að allar þess ar samkundur eru sóttar af nær því sama fólkinu. Það má næstum alltaf bóka þá Geir og Gylfa, sjálfsagða í slík samkvæmi menningar og framfara og í kjölfarið sigla svo hirðir þeirra, háttsettir innan borgar og ríkis. Oft- lega má þar sjá virðulegt andlit útvarpsstjóra, þjóð- leikhússtjóra og deildar- stjórar ásamt fíngerðum frúm sínum koma þaraa lfka og brosin þeirra heilla jafn- vel harðsvíruðustu karl- menni. Hinsvegar verður ekki framhjá þvi gengið að harla er litið um athafna menn þjóðlífsins, útgerðar- menn sjálfbjarga koma þar aldrei, hins vegar slæðist alltaf einn og einn af þess um ungu og efnilegu at- hafnamönnum, sem aldrei hafa getað látið fyrirtæki sín skila arði, og eru þeir öllu liprari kringum kokk- teil glas heldur en hmir. Auk þess eru „hinir“ of hrjúfir með harðar hendur, mikla úlnliði og veðurbarin andlit; minningar frá þeim athafnadögnm, þegar þeir sjálfir stóðu í fískibátum sínum eða togurum. Ekki glasi, standa stutt við en láta síðan undirmenn klára framhaldið. Rétt eins og Rockefeller hinn ameríski, sem er boðinn í 14 kokkteil parti á dag, fer í tvö, drekk ur litað vatn í öðru en glas af Vermouth í hinu. En hverjum sönnum Is- lendingi hlýtur að vökna um augu þegar við vitum að sprenglærðir þjónar hins op inbera bera virðingu okkar æ hærra í þeirri vandasömu list, að ljúka upp munni á réttum tíma, segja eitthvað sem annað hvort má ekki hafa eftir eða er svo sérlegt, þimnmeti að enginn man mínútunni lengur, hvað sá eða sú sagði. Síðan, ef part- ýið er kjarvalskt, þá eru " sagðar allt að þrjátíu já- kvæðar setningar um lista- manninn, fallið í stafi yfir litunnm hans og mótívinu og síðan fjallað hljóðlega, með samsærissvip um síð- ustu mistök hennar frú Jón- ínu, konunnar hans Jóns þykir heppilegt að slíkir .............stjóra. Eftir að hafa sæki of oft boðin kokkteill- klíkunnar þar sem menning- araldan er alveg að færa okkur í kaf. Svo kyoduglega vill til, að fæstir þessara at- hafnamanna hafa stóra löng un til að mæta, og sakna lít- ils skrjáfsins í sifkikjólun- um. Það er undarlegt hve margir opinberir staiísmenn, fyrirmenn í menningarráð- um, skrifstofustjórar og önnur nauðsynjaöfl þjóðfé- lagsins hafa næstum með gleðibros á vör fórnað sér svona fyrir ríkið. Eftir klnkkan fimm nær hvern dag er að finna þessa ágætu starfsmenn fitlandi við kokk teilglasið sitt segjandi ná- kvæmlega ekki nokkurn sbapaðan hlut við hvorn ann an, með slíkum orðaforða að ómenntaðir hljóta að falla í stafi af tómri aðdáun. Ekki svo að skilja að hér sé átt við Geir og Gylfa, útvarps- stjóra eða aðra þessa stóru. Þeir dreypa venjulega á smá smjattað á þessu feitmeti um stund er því rennt niður með martíni, þá er fjörið hafið og allir ánægðir. Nákvæm- lega það sama er sagt þegar næsti listamannafundur er haldinn, músíkksjení heiðrað eða baráttumenn viðirrkennd ir. Þjóðin hefur sannarlega góð not fyrir þetta ágæta fyrirfólk — doktor hér — gróðamann þar — fram- kvæmdasjení hér og fallít fjármálaafarmenni þar. Auk þess eru tugir annarra tæki- færa, málverk gefið, iista- safnið skiptir um i hillum sinum eða ákvörðun tekin um að útrýma með öllu rott um í kjallara þinghússins. Við skulum sannarlega vona að okkar eigin kokkteil kreðs eigi eftir að fram- kvæma mörg önnur þarfleg verkefni, skála fyrir forseta og þjóð, stilla sér upp, brosa og mælast við. Þetta er allt svo fallegt. Öfundsjúknr. ! ! rAWj, tugatali. Hér verður það hin sanna frjálsa samkeppni sem sker úr hverjir sigra og hverjir falla og mikið má sú borg vera dugleg, sem ekki telur nema 80 þús., en heldur nær 30 börum og ótölulegum grúa af þjónaliði gangandi árið um kring. .... Sannarlega munu þó barþjcnar höfuðstaðarins vera vinsaJustu menn þjónastéttar- innar, þessi vinsæli hópur glað lyndra manna, sem ætíð mæta gestum sínum veifandi „fagnað- arcrindinu" í ljúfum umbúðum hvar engin stéttaskipting á sér stað. Þeirra er að lækna hrjáða, hlynna að sjúkum og mörgu mannslífinu hafa þeir bjargað frá bráðum bana með skynsam legum fortölum og örfandi og hressandi meðölum .... Kæri lesamli og góði gleði maður — ef guð og ríkis- sljómin lofar er meiningin að hefja hér á síðunni nýj- an dálk, helgaðan veitinga- stöðum, einhverjar jákvæðar ábendingar um þennan snara þátt í lífi manna nm heim allan, hvort heldur ferða- manna eða staðarmanna ekki verðnr hrúkaður öfga- tónn templara, umvöndunar- hjal klerkanna, víngleði nautnamannsins, heldur venjulegar aðfinnslur, lof eða last, eins og til fellur, máske tillögur til úrbóta báð um til góðs. Mun þessi dálk- ur birtast hér á síðunni og blaðið þakkar ábendingar lesenda og mun koma þeim á framfæri. *

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.