Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Qupperneq 4

Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Qupperneq 4
i Mánudagsblaðið Mánudagur 4. desember 1966 Kristbjörg Kjeld Ba ldvin Halldórsson Þj óðleiíkhúsiS Lukkuriddarinn Höfundur: J. M. Synge Leikstjóri: Kevin Palmer Frumsýning Þjóðleikhússins á Lukktariddara Synges „breyttu með tónlistarivafi" er sú sýning hússins á þessu leikári, sem af er, einhvers er virði bæði vinna og verk. Þetta raunsæja verk, einfalt blæbrigða ríkt, tregablandið og frumstætt hlýtur að ná vel til Islendinga, því oft er það svo líkt okkur í eðli, að nálega gæti það verið samið af Islendingi. Tízkumenn bókmennta hér á landi, öfga- menn „hliðhollir" írskum stór- skáldum hafa „sannað“ að verk Synges hafi tapað í þýð- ingu, misst hið skáldlega, fagra og einkennandi orðalag skáldsins. Að tarna er mikið sagt. En ég, sennilega lélegri í enskri tungu en aðrir dómend- ur, rislægri á íslenzkt mál, en þeir fræðimenn, sem hér um fjalla, og eflaust miklum mun smekkminni en fagurkerar í ís- lenzkum leikbókmenntum, fæ ekki annað séð, en að Jónasi Árnasyni hafi tekizt víða af- burðavel í þýðingu, sýnt í senn frjálslyndi og menntun í höndl un textans, og ljóðeyra og emekk í söngvatexta. En til or- ustu legg ég ekki við þau menntaöfl, sem að þýðingunni hafa fundið, en minnist þess þó, að einn Mbl.manna réðst eitt sinn í að þýða Njálu á dönsku og hóf þýðinguna á enilldarorðunum: Mord hed en mand, han blev kaldt for et vio!in“. (Islenzki textinn: Mörður hét maður, hann var kallaður Gygja). Leikstjóra, Kevin Palmer, hefur tekizt að skapa sannan og eðlilegan heildarblæ á leik- inn, þótt hraðinn, einkum í fjTri helmingi sé ekki nógur og sleppa mætti þar eða stytta atriði, sem eru beinlínis dauf og leiðinleg. En heildin er á- gæt, staðselnin^ og áherzl- umar í seinni helming hreint prýðilegar. Galli er hinsvegar, að eins og oft áður kunnu sum ir leikenda ekki texta sinn, replikkur köfnuðu í meðferð og anarlegar þagnir skópust víða. Palmer, verandi útlending ur, er þó svo kunnur þjóð og máli, að hann hefði getað séð þær klaufalegu þagnir, sem eyðilögðu talsvert. Þá er orðið svo með dansa á sýningum Þjóðleikhússins, að þeir eru nálega óhæfir eða svo klunna- legir að fádæmum sætir. Um einstök atriði er það að segja, að af óskiljanlegum ástæðum er Bessi Bjaraason, ágætur gamanleikari, enn of fastur í hreyfingaformi sínu, látinn í titilhlutverkið. Bessi nær oft spaugi fram, en oftar hreinum farsa, jafnvel slapstikk-leik, sem er alls óþarfur og út í hött. Leikstjórinn er kunnur tizkumaður í leikstjóm en of langt má ganga. Bessi setti þann svip á leik sinn, að aðrar persónur voru á allt öðru sviði, óskyldar Iukkuriddaranum með öllu. Jón Sigurbjömsson, Ma- hon gamli, faðir Bessa, gaf hlutverki sínu skemmtilegan fomeskjusvip, blandaðan ópem ískum demonhætti. Kristbjörg Kjeld lauk sínu hlutverki mjög vel, var eftirminnileg Mike, frjálsari í öllum tilburðum en oft áður. Baldvin Halldórsson, bóndinn sló - sér sæmilega vel upp í hugleysishlutverki sínu, skóp skemmtilega persónu alls óvart. Þar geislaði af Helgu Valtýsdóttur í ekkjuhlutverk- inu; Helga léði því reisn og myndugskap án hinna miklu dramatisku leikbragða, sem oft hafa nálgast yfirleik. Af minni hlutverkum bar mest á Sigríði Þorvaldsdóttur, Brynju Bene- diktsdóttur og Margréti Guð- mundsdóttur, sem léku lipur- lega og af skemmtilegu lifi, þótt dansar hafi viðast verið lélegir. Aðrir sýndu vel æfðan leik á sviði, skám sig hvergi úr né sýndu heldur nokkuð sér stakt. Féllu þeir inn í ramm- ann, einna beztir þar Klemenz Jónsson og Ævar Kvaran. Hljóðfæraleikarar voru og góð ir og nokkuð áberandi staðsett ir. Söngvaatriðin tókust mjög þokkalega, raddbeiting ágæt enda um nokkrar ágætar söng- raddir að ræða. Það væri mikil bót fyrir ís- lenzka Ieikstjóra, ef svo má kalla þá, að þeir Iærðu sviðs- nýtingu af Palmer. Það var eft irtektarvert hve vel sviðið var nýtt, hversu léttilega tókst í hópatriðum með allar hreyfing ar Ieikara. Hin næma smekk- vísi, að stilla þannig upp per- sónum að þær njóti sín eftir mikilvægi hverrar einstakrar á sviði, er vissulega meðal þeirra atriða, sem oftast hefur yfir- sézt hjá okkar mönnum. Leik- stjórinn hefur fulla vissu um getu leikara og mun hafa haft það til hliðsjónar í skemmti- lega unnum hópatriðum. Nýt- ing ágætra en einfaldra tjalda Unu Oollins var afbragðsgóð og sýndi þar glöggt fimi og samstillingu leikstjóra og leik tjaldamanns. DÖMUR ATHUGIÐ Afar glæsilegt úrval af allskonar kjólum af ýmsum stærðum. Mjög fjölbreytt og fallegt litaval. Kjólamir seljast með af- borgunum, og borgast % út, en eftirstöðv- arnar eftir samkomulagi. KJÓLABtJÐIN LŒKJARGÖTU 2 (áður Lo'ftleiðir). 1 heild er hér um jafn beztu sýningu Þjóðleikhússins á þessu leikári að ræða og er þar átt við efnivið og nýtingu. Leikhúsið verður að gera sér Ijóst að til- raunatímanum í leikstjórn er lokið og mál að taka til hönd- um í þeim efnum. Að öllu samanlögðu þá hygg ég, að hér sé um sýningu að ræða, sem hver leikhúsunnandi ætti að sjá. Svona verk eru meðal þeirra fáu, sem ættu að veita áhorfendum sæmilega and lega og listræna uppbyggingu. A. B. LAllÉTT: 1 Báða 8 Skreytir 10 Upphafsstafir 12 Bók 13 Bindindisfélag 14 Klukkurnar 16 Gróðurleysi 18 Nýgræfíingnr 19 Haf 20 Digur 22 Skriðdýr 23 Ending 24 Forað 26 Upphafsstafir 27 Silungur 29 Hæðina Ik'HJIÍKTT: 2 Ósamslæðir 3 Málmnr 4 Karlmannsnafn 5 Villast ekld 6 Skammstöfun 7 Klettar 9 Leitaði 11 Fljótir 13 Yfirstétt 15 Reið 17 Grýtt Iandsvæði 21 Hæggerð 22 Striða 25 Skriða 27 Ósamstæðir 28 Á reikningnm AÆTLUN M.s. „KRONPRINS FREDERIK" 1967 Frá Kaupmannahöfn: 18.1, 1.2, 15.2, 1.3, 15.3, 1.4. 29.4, 13.5, 27.5, 7.6, 17.6, 28.6, 8.7, 19.7, 29.7, 9.8, 19.8, 30.8, 9.9, 23.9, 7.10, 21.10, 4.11, 18.11, 2.12. Frá Reykjavik: 35.1, 00 22.2, 8.3, 25.3, 8.4, 22.4, 6.5, 20.5, 1.6, 12.6, 22.6, 3.7, 13.7, 24.7, 3.8, 14.8, 24.8, cT 16.9, 30.9, 14.10, 28.10, 11.11, 25.11, 9.12. Skipið kemur við í Færeyjum í báðum leiðum. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Símar 13025 og 233985. Til að gera mönnum kleift að gefa konum sínum og dætrum í jólagjöf hina heims- frægu BERNINA saumavél, sem að dómi allra þeirra, sem notað hafa, er talin bezta saumavélin á heimsmarkaðnum í dag, seljum vér BERNTNA til jóla með aðeins kr. 1.000,00 útborgunum og eftirstöðvamar eftir samkomulagi. Einnig höf- um vér mikið úrval af glæsilegum saumavélaborðum af ýmsum gerðum og stærð- um og úr ýmsum viðtartegundum, sem fást með sömu afborgunarskilmálum. BERNINA-búðín, Austurstrœti, Ásbjörn Ólafsson, Grettisgötu 2 Simi 24440. r

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.