Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Page 5

Mánudagsblaðið - 05.12.1966, Page 5
Mánudagur 5. desember 1966 Mánudagsblaðið Ein mesta bylting í alli. menningarsögu mannkynsins er uppfinning ritlistarinar. Þetta er svo augljóst. að ekki þarf að eyða orðum að þvi. En mjög er margt á. huldu um uppruna ritlistar, og hætt er við, að sumar gátur í sambandi við hana verði 6*íánt eða aldrei ráðnar með öruggri vissu. Það er til dæmis deilt uih það, hve gömul ritlistin sé. Öruggt er, að hún var þekkt í Egypta- landi, Mesópótamíu og Kína fyrir um það bil fimm þúsund árum. En til eru fræðimenn, sem telja hana eldri. 1 stein- aldarminningum frá Suður- Frakklandi, sem eru taldar allt að því tólf þúsund ára gamlar, hafa fundizt smásteinar merkt- ir undarlegum táknum. Sumir hafa talið, að hér sé um frum- stæða leturgerð að ræða, en það verður að teljast hæpið. Annars er gáta þessara tákna frá steinöld með öllu óráðin enn. — Flestir telja að ritlistin eigi sér tvenns konar uppruna. Annars vegar er íkonografiskt letur eða myndletur, menn gera einfaldlega mynd af þeim hlut, sem þeir ætla að tákna. Slík mynd þróast oftast fljótlega í átt til einfaldleika eða stíliser- ingar, svo að hinum myndræná uppruna hættir til að gleymast. Þetta skeður einkum eftir að letrið tekur að þróast frá mynd letri í átt til samstöfuleturs eða hljóðleturs. Sumt letur er þegar .frá upphafi talið óháð myndagerð. Það er ídeograf- ískt letur eða hugmyndaletur. Strik á legsteinum geta t.d. táknað aldursár hins dauða eða það, hve marga óvini hann hafi drepið um sína ævidaga. Ætla má þó, að myndletur hafi haft meiri áhrif á fyrstu þróun ritlistar en hugmyndaletur. Prentletur það, sem við not- um nú, er að mestu frá Róm- verjum runnið. Þeir fengu sitt letur aftur frá Grikkjum. Flest ir ætla, að Grikkir 'hafi fengið letur sitt að mestu frá Vestur- Semitum, aðallega Föníkum, þó að deilur standi enn um ýmis- legt í því sambandi. Enn meiri deilur standa þó um uppruna leturs Vestur-Semíta. Algeng- asta skoðunin mun vera sú, að það sé runnið frá fornegypzka letrinu, en mjög breytt. Ýmsir vísindamenn vilja þó ekki fall- ast á þessa skoðun, en hafa borið fram ýmsar aðrar kenn- ingar. Hvað sem þessu öllu Olafur Hansson menntaskólakennari: BÓKSTAFIRNIR líður verður að telja miklar likur á því, að stafirnir okkar eigi sér uppruna í einhvers kon ar myndum. Og þá vaknar spumingin: „Af hverju var hin upprunalega mynd“? Svo stíli- seráðir eru stafirnir orðnir og fjarlægir sínum myndræna uppruna, að þessu er sjaldnast auðsvarað. Eg ætla samt, að minnast á nokkrar kenningar um þetta í sambandi við hina einstöku bókstafi. Algengasta kenningin er sú, að bókstafurinn A sé mynd af uxahöfði. I sumum vestur-sem- itisku leturgerðunum koma eins konar hom út úr bókstafn um, en þau huiíu síðar. Uxinn var á hebresku aleph, og halda menn, að gríska nafnið á bókstafnum, alfa, sé dregið af því. Oft er talið, að B sé mynd að húsgrunni eins og hann tíðkaðist sums staðar í Vestur- Asíu í fymdinni. 'Orðið beth á hebresku táknaði hús, og á þá griska nafnið á stafnum, beta, að vera dregið af því. C > Um uppmna stafsins C er deilt, en algengasta kenningin mun vera sú, að það sé upp- haflega mynd af kryppu af úlf- alda. Grikkir kölluðu stafinn gamma, sem sennilega er dreg- ið af semítiska orðinu gimel (úlfaldi). D D var hjá Vestur-Semitum og Grikkjum táknað með þrí- hymingi. Algengasta skýring- in mun vera sú, að hann tákni í öndverðu tjald eða dyr á tjaldi. Grikkir nefndu stafinn delta. Af því er svo aftur dreg ið orðið delta í merkingunni óshólmar. E Skýringamar á uppruna þessa stafs em aðallega tvær. Önnur er sú, að hann sé mynd af girðingu, hin að hann sé mynd af glug^a. Sumir ætla, að Grikkir hafi tekið þennan staf upp án sam- bands við semitiska leturgerð, en þetta er þó umdeilt. Um samband stafsins við mynda- gerð er ekkert vitað. G Það vom Rómverjar, sem tóku upp stafinn G. Háhn var ekki annað en afbrigði af hinu gríska C (gamma). Ef kenning in um uppmna á C-inu er rétt er G því ekki annað en ný mynd af kryppu úlfaldans. H Sumir ætla, að H sé mynd af girðingu eins og E. Aðrir halda, að það sé mynd af stiga. Hjá Semitum var þessi staf- ur með þverálmum, en þær hurfu hjá Grikkjum, sem köll- uðu stafinn iota. Algengasta skýringin er, að stafurinn sé stílisemð mynd af mannshendi, þverálmurnar hafi táknað fing- ur. Við getum að minnsta kosti hugsað okkur að stafurinn tákni einn fingur. Þetta er ungur bókstafur, áður fyrr var I alltaf einnig notað fyrir J. Það er ekki fyrr en á 14. öld, að farið er að gera mun á þessu, og j-ið var ekki orðið fast í sessi fyrr en um 1600. K K er aftur á móti eldgamall stafur. Sumir halda, að hann sé upphaflega mynd af hendi með hálfkrepptum fingmm, og þá skyldur I-inu að uppmna. Grikkir kölluðu stafinn kappa. Margir telja, að L (á grísku lambda) sé upphaflega. mynd af broddpriki, sem var notað til að reka á eftir nautum. Slík prik voru í Vestur-Afríku með krók á endanumi og talsvert LEIK Rauðarárstíg 37 sími 22-0-22 svipuð L-i í lögun. M Skýringar á uppruna þessa bókstafs em aðallega tvær. Önnur er sú, að M-ið sé mynd af uglu, og satt að segja virð- ist það nokkuð greinilegt. Hin er sú, að stafurinn tákni öld- ur sjávarins. N I hinum fomu stafrófum vom mörkin milli M og N ekki alltaf glögg, og stundum var þeim mglað saman. Vera má, að uppmninn sé að einhverju leyti sameiginlegur, en sumir telja að N-ið sé upphaflega mynd af fiski eða eldingu. O Oftast er O talið vera mynd af auga. Það hefur ýtt undir þessa skoðun, að í sumum grískum og etrúskum leturgerð um er stafurinn með punkti í miðju', sem á þá líklega að tákna augasteininn. Helzta kenningin er sú, að P tákni opinn munn. Grikkir kölluðu stafin pí, sem einnig kemur við sögu í stærðfræð- inni. R I sumum fornum stafrófmn var R ritað nákvæmlega eins og talan 4 er rituð nú á dög- um. Sumir halda, að R-ið sé mynd af mannshöfði. S S-ið kemur í gömlum staf- rófum fyrir í mörgum myúd- um, stundum ritað nærri því eins og W. Helzta skýringin er sú, að það sé mynd af tönn, sem í sumum Semítamálum nefnist sin. Sumir hálda, að T sé dregið af semitisku orði, sem þýðir einfaldlega merki. Til er einn- ig sú skoðun, að T-ið sé mynd af tré. U Stafirnir U og V eiga sér sameiginlega sögu langt fram eftir öldum. Það qr ekki fyrr en um 1500, að farið er að greina þá skipulega sundur. feumir halda, að stafurinn sé upphaflega mynd af krók eða öngli, aðrir af tönn. W W á sér auðvitað sama upp- runa og V. Það kemur fyrst- fyrir sem sérstakur stafur snemma á miðöldum. I semitaletri að fornu tákn- aði etafurinn X stundum T- hljóð. Það kann því að hafa táknað upphaflega blátt áfram merki. Y Y á sér sama uppruna og U og V. Grikkir kölluðu stafinn upsilon, og lifir það nafn enn. Z Z var hjá Grikkjum oft rit- uð líkt og I. Orðið zeta er úr grísku. Þ, Æ og ö eiga sér ekki tákn í hinum fornu stafrófum. Þ-ið þróaðist í germönskum málum, en Æ og Ö eru mynduð af öðrum og eldri sérhljóða- táknum. ólafur Hansson. Samkv. 4. gr: Morgenthau áætSunarinnar Framhnld af 6. síðu. rekstri. En „rétturinn" hafnaði beiðni hans.' I mótmælaskyni tilkynnti Alfried Krupp, að hann myndi ekki halda uppi neinum vömum. Aðalverjandi hans gekk frá rétti, en „réttur- inn“ úrskurðaði hann skyldu- verjanda og þvingaði hann hann þannig til að standa fyrir vöminni. Hrekstiar Aftur kom til árekstra, þeg- ar verjendumir mótmæltu þeirri málsmeðferð, að vitnin væru yfirheyrð í laumi af full trúum sækjenda í stað þess að mæta í réttarsal og þurfa að svara spurningum málssvara sakborninga. Þýzku lögfræðing- amir fóm fram á réttarhlé til þess að ráðgast um þetta at- riði, fen „réttui*inn“ hafnaði enn. Þegar verjendumir yfirgáfu þá réttarsalinn í mótmælaskyni, lét „rétturmn" handtaka þá og úrskurðaði sex þeirra í fang- elsi fyrir liilsvirðingu á „dóms- stólnum“. Málarekstrinum lauk eins og ákveðið hafði verið. Alfried Kmpp hlaut 12 ára fangelsi, Ewald Löser, er sloppið hafði undan Gestapo fjómm árum áð ur, hlaut 7 ár. Kollegar þeirra hlutu fangelsisdóma allt að 12 amm. En Alfried Krupp var ekki einungis dæmdur til 12 ára fangelsisvistar. Auk frelsissvipt ingarinnar var höfuð Kruppætt arinnar dæmt frá öllum eign- um sínum, föstum sem lausftm, þar með taldir persónulegir munir og gripir. Jafnframt frelsi sínu missti Alfried Krttpp þannig fyrirtæki sitt, eða fyrir tækjasamsteypu, sem hann var einkaerfingi að, þrátt fyrir að hvorki bandarískar né enskar réttarreglur eða lög heimili eignaupptöku í refsingarskyni, enda gerði einn dómaranna, H. C. Anderson, ágreining um þetta átriði, en var ofurliði bor inn, því að fyrirtækið Kmpp átti ekki að starfa framar. Eftir þvi sem einn banda- rísku réttartúlkanna hefur sagt frá, þá vora viðbrögð Al- fried Krapps gagnvart dómnum „eins og allt þetta umstang kæmi honum ekki nokkurn skapaðan hlut við“. Nokkrir Þjóðverjar, er voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna, komu til þess að votta honum samúð sína. Hann yppti aðeins öxlum og óskaði þeim alls hins bezta. Þegar Dr. Stefan Graf von Schlippenberg, þekktur vél- smíðasérfræðingur, er átt hafði margvísleg viðskipti við Kmpp, reyndi að hughreysta hann, svaraði Alfried Kmpp honum, án þess að þaklca honum hlut- tekningarvottinn: „Hafið þér engar áhyggjur; erindum yðar verður sinnt yður til fullkom- innar ánægju.“ „Fanginn ör- eiga,“ segir Bandaríkjamaður- inn Norbert Múhlen í bók sinni „The Incredible Krupps“, „var enn sem áður hinn fullkomni Grandseigneur í sérhverju orði og sérhverri athöfn.“ En Kmpp-samsteypan hætti ekki að starfa, því að, eins og Alfried Kmpp sagði, þegar hon um var loksins sleppt úr fang- elsinu: „Líf mitt hefur aldrei verið undir sjálfum mér komið, heldur gangi sögunnar „Liðið hans Sveins" Alfried Krupp var dæmdur frá æm og eignum, m.a. fyrir „arðnýtingu þrælavinnu", þ.e. fyrir að hafa tekið atvinnuleys- ingja úr nokkram lýðræðisríkj- um í viimu. En árið 1966 he>ar fyrirtækið Fried. Kmpp Essen og dótturfyrirtæki þess, þúsund ir erlendra starfsmanna í þjón- ustu sinni, stendur í risafram- kvæmdum út um allan heim eins og nokkur eftirtalin firma heiti gefa allgóða visbendingu um. SA Hellénique Métallur- gique et Minére, Aþenu; Ferr- um Investments Ltd., Montreal; Meturit AG, Zúrich; Norsk Meturit A/S, Osló, Société de Fabrication de Métaux -Sofa- met, París, ESMA Corparation, Los Angeles/Cal.; H. B. Estr- ucturas Metalicas SA, Bogotá; Camions Krupp, SA, Brússel; Krapp-Dolberg-France SA, Villeneuve-La-Garenne/Seine; Krapp Metalúrgica Gampo Limpo SA, Jundiai (Brasilíu); Krapp International Inc., Dov- er/Del.; Krapp Oficina Téun- ica SA, Mexico DF; Eccritório Téonico Comercial Krapp Ltda., Sao Poulo; Krapp South Africa (Pty.) Ltd., Jóhannesburg; Fried. Krapp Yugen-Kaisha, Tokio; N.V. Stuwadoors-Maats- chappij „Kruwal“, Rotterdam; o. s. frv., en í öllum þessum fyrirtækjum, sem sum hver era a.m.k. hreint ekki smá, á Krupp yfir 50% eignarhlutá. Af þessu má sjá, að margt fer öðru vísi, en ætlað er, og trúlega hefði þessi þróun verið þeim bræðrum, Churchill og Roosevelt, til lítillar gleði, ef báðir væra á lífi. En — því miður — þeir era báðir fjarrverand’ ‘rlS'ÝR. V 1

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.