Mánudagsblaðið - 19.12.1966, Qupperneq 8
UR EINU
í ANNAÐ
Skömm Austuistrætis — Hyrnur og gerilsneyðing
— Uppsláttur komma — Saklausar vallarpíjur —
Gleðst yfir atvinnuleysi — FlB fær vitrun
Jólaskreytingar borgarinnar okkar eru sennilega þær
lélegustu sem til eru á Norðurlöndum. Skólavörðustígur
og örfáir aðrir staðir skreyta pínulítið og svo eru glugga-
skreytingar. 'En verst orð geta sér kaupmenn í Austur-
strseti. Þegar serían þeirra skemmdist fyrir nokkrum ár-
um tímdu þessir höfðingjar ekki að endurnýja hana né
heldur borgaryfirvöldin að leggja til sinn skerf. Þetta er
háðslegasta útkoma hjá þessari sétt, sem um getur. Ná-
nasarskapurinn og smásálin er svo samtvinnuð hjá þess-
um aðilum í Ai^sturstræti að engin höfuðborg hefur sýnt
af sér anað eins. Svo bíta þeir í halann hver á öðrum eins
og fílar í sirkus, kaupa sér jólasveina, sem rugga — til
að reyna að draga inn kúnnann. Geir bogarstjóri ætti að
hafa frumkvæðið um að lýsa upp höfuðborgina um jóla-
tímann"5g skammdegið, eins og áður var gert, en því hef-
ur ekki verið að heilsa síðari árin.
Nú fer að verða erfitt fyrir mjólkureinokunina að
standa á móti öllum nýjungum. Brátt munum við fá ný-
tizku umbúðir utan um mjólk og nú er enn ein nýung að
skjóta upp kollinum, nýmæli í gerilsneyðingu. Til þessa
hafa forráðamenn mjólkureinokunarinnar vart svarað
gagnrýni en pressan er orðin svo mikil að þeir verða að
beygja sig. • Samt sem áður upplýsir einokunin ekki enn
hver hafði og hefur umboðið fyrir hyrnumar, þótt einu
sinni hafi þvi verið lofað opinberlega.
Svo hrapallega sem bandaríska sendiráðinu fórst er það
neitaði blaðakonu um vegabréfsáritun, er þó enn aumara
að þingmaður komma skuli reyna að slá sér upp á þingi
með að krefjast að hermenn í vamarliðinu hljóti hér
vegabréfsáritun, eins og ferðamenn íslenzkir þurfa ef þeir
fara vestur. Svona eintrjáningslega „baráttu" fyrir sjálf-
stæðinu ber auðvitað fremur að aumkva en ræða, en svona
kjánaleg uppsláttarefni sýnir gleggst hvepsu málefnalaust
kommaliðið er orðið.
Aldrei fór það svo. Litla saklausa stúlkan, oem skreið
upp í bíl fullan af amerískum sjóliðum og ætlaði sér í
„skemmtireisu" og kærði þá fyrir nauðgun, hefur nú tví-
vegis verið hirt úr hermannaskálum syðra og hent út fyrir
hliðið. Þær eru ekki all fáar þessar saklausu skírlífu döm-
ur sem þangað leggja leið sína eða fiska þá upp hér á
miðvikudagekvöldum, en eftirlitið er nú ekki meira en svo,
að þær vaða um eins og þeim sýnist. Ekki em þær síðri
í að gmokka. sér í útlendu skipin hér við höfnina, fjórtán
ára hnátur, sem þurfa að „læra lífið“.- Svo greiðir almenn-
ingur þegar þessar skepnur verða *óléttar. Það er munur
að búa í velfeðarríki, innan um allar þessa „einstæðu
mæður“. Þær eru „einstæðar“, en ekki í þeirri merkingu
og hið opinbera leggur í orðið.
Fýrrverandi íbúðareigandi skrifar:
„Það er sárt að vita til þess, að samdráttur hefur orðið
innan byggingariðnaðaring bæð hjá múrurum og smiðum.
Þessir öðlingar, uppmælingaaðallinn, sem reynt hefur að
hjálpa okkur, sem erum að koma yfir okkur þaki, á allan
hugsanlegan hátt og tekið lítið gjald fyrir, kvarta nú sár-
an yfir því, að þeir hafi ekkert að gera. Satt bezt sagt,
þar sem þeir komu mér næstum á hausinn með okri og
svikum, þá er mér nákvæmlega sama hvernig þessum
meisturum líður. Þeir ættu að geta lifað af því sem þeir
náðu af mér áður en allt fór til helvítis hjá mér. Verði
þeim að góðu.“
Þá er FtB loksins komið á þá skoðun, að hægt sé að
gera hér þolanlega vegi án þess að steypa þá og jafnframt
að vegamál okkar séu að mestu í höndum gamlla, ungra
manna, sem stjómast oft af öðru en skynsemi. Þetta er
ekki nýr sannleikur heldur gömul bölvun, sem stjórnað
hefur öllum okkar vegamálum, ásamt þekkingarleysi. Það
má vel kippa vegamálum okkar í viðunanlegt horf á fimm
árum, en nauðsyn er líka, að fá erl-enda sérfræðinga frá
Evrópu og Ameríku, sem ekki eru bundnir við óskir ein-
stakra bænda né atikvæðasnap pólitíkusanna. Sem sagt,
vonandi hætta nú moldarbrautirnar „austur yfir Fjall“ o.
b. frv. að brjóta blað í sögu vegagperðarinnar ehtó og kall-
að er, þrgar einhver a,' ferarbrautin er opnuð. Gott hjá
Bœkur frá AB
Það er kunnara en frá
þurfi að segja, hversu allt, sem
Sigurður Nordal ræðir eða rit-
ar, ber með sér aðalsbrag,
endumunu fáir höfundar hafa
átt sér þakklátari lesendur.
Samt eru þessar staðreyndir
naumast einhlítar til skilnings
á þeim sérstöku vinsældum,
sem bók hans Líf og dauði
hefur 'hlotnazt, og þó að hún sé
hverjum greindum manni mikill
skemmtilestur sökum málsmeð-
ferðar og heiðrar hugsunar,
kemur þar einnig til sjálft efni
bókarinnar, en hún fjallar um
þau vandamál mannlegrar til-
veru, sem hverjum einum ættu
að vera efst í huga og varða
öllu framar farnað hans og
hamingju. „Alltaf síðan ég fór
að vita til mín,“ segir Sigurður
Nordal í innganserndi sínu,
„hefur það verið mér undrunar
efni að vera til. Mér hefur fund
izt það dásamlegt ævintýri, að
þessi hnefafylli af mold og
ösku skuli hafa vaknað til lífs,
farið að . hugsa og finna til,
hryggjast og gleðjast, vaxa og
þroskast. Mig hefur langað til
þess að láta mér verða sem
mest úr þessu ævintýri, hvort
Sem það yrði langt eða
skammt.“ En „lífið hefur líka
verið mér vandamál", bætir
hann við, og einmitt í þessari
bók ræðir hann hugsanleg svör
við ýmsum þehn örlagaspum-
ingum, sem það hefur lagt fyr-
ir hann. Til hvers lifum við og
hvernig eigum við að lif a ?
Hvert er útsýnið yfir vandamál
mannlegrar tilveru frá vegamót
um lífs og dauða? Er guði
sama um okfcur — og er það
þá sama fyrir okkur, hvort við
leitum hans? — Hér er aðeins
gripið niður í efni bókarinnar,
en að sjálfsögðu kemur höfund
urinn ærið víða við í leiðinni.
Skáldskapur og stjórnmál
Hinn 26. jan. n.k. eru hundr-
að ár liðin frá fæðingu Þor-
steins Gíslasonar, skálds og rit
stjóra. Að því tilefni hefur Al-
menna bókafélagið sent frá sér
allmikið rit og veglegt, sem ber
ofanskráð heiti og sækir meg-
inefni sitt í skáldskap Þor-
steins, bréf, ritgerðir og blaða
greinar.
Þorsteinn Gíslason kom víða
við sögu í ísíenzku þjóðlífi
enda var hann um áratuga
skeið einn af svipmestu for-
ustumönnum sinnar samtiðar.
Gerðist hann snemma at-
kvæðamikill brautryðjandi og
ritstjóri varð hann lengur sam
fellt en nokkur annar fram um
hans daga. Af blöðum þeim,
sem hann stjórnaði má nefna
Óðinn, og Lögréttu, sem um
langan aldur var eitt staysta
og áhrifamesta stjómmálablað
ið.
Skáklskapur og stjómmál
voru þannig þeir meginþættir í
ævi Þorsteins Gíslasonar, sem
bók sú, er að ofan getur, dreg-
ur nafn af og heni er ætlað að
spegla. Auk úrvalsljóða og
sjálfstæðs kafla úr óprentaðri
skáHsögu, er þar að finna
bréf og ritgerðir um margvís-
leg efni, þar á meðal hina
gagnmerku og bráðskemmti-
legu sögu íslenzkra stjórnmála
frá 1896 th 1918, sem skráð er
Blaó fyrtr &11&
Mánudagur 19. desember 1968
Veitingasta
veitin
Nýmæli hjá Grilli — Inspektorar þörí stétt — Skapa
andrúmsloft og leysa vanda — Snætt úti um jólin
— A eftir í siðum' — Kotungsháttur og fámenni
Innan skamms hefst jólahá-
tíðin og visuslega munu þá, ef
að venju lætur, fjölmargir gera
sér dagamim og „borða úti,“
einkum hádegisverð, en margir
eiginmenn vilja þannig létta
konunum störfin í kringum jóla
stússið. Um marga staði er að
velja og verður ekki gert hér
upp á milli gæða hvers eins í
mat, heldur bent á nokkra nýj-
ung, sem a.m.k. einn veitinga-
staður hefur tekið upp og
reynst afar vinsæl.
1 Reykjavík er nú risin upp
ný stétt í veitingamennsku,
inspektorar, sem sumir kalla
þjónakapteina og mun vera
blanda áf hvorutveggja. In-
spektorar þessir hafa yfirum-
sjón með þjónum, sjá um reglu
og undirbúning dag hvern, að
allt sé í lagi fyrir móttöku
gesta. Sjálfir hjálpa þeir til
við afgreiðslu, ef ös er, taka á
móti gestum og vísa þeim til
borðs, inna eftir óskum þeirra
og kalla til þeirra þjóna. Þetta
tíðkast meðal allra hinna hetri
staða erlendis, en til þessa er
aðeins einn matstaður í Reykja burða, hávaða eða umsvifa. Er
í flösku eða veltasl um móa og
kyrja ættjarðarsöngva. Að vísu
hefur þetta mikið breytzt, stað-
ir fjölsóttir um helgar, en þó
að mestu leyti sem drykkju-
krár en ekki skemmtistaðir, þar
sem eitthvað annað en drykkj-
an sjálf er aðalviðfangsefnið.
I stuttu máli, því miður erum
við langt frá allri menningu
enn í sambandi við heimsókn
á slíka staði. Geta ber og þess,
að allt horfir þetta á betra veg
með aukinni komu útlendra,
bættum þjónustuháttum, betri
hegðan og siglingum lands-
manna og þeirri einföldu stað-
reynd að „sá fulli“ er hvim-
leitt grey, sem bezt er geymt
afsíðis og öllum til leiðinda.
Það er m.a. hlutverk inspekt
ora að glíma við slíka „fullu-
kalla“ ef svo ber undir. Þótt
segja megi, að slíkt sé bæði
sjaldgæft eða nær óþekkt, á
stað eins og Grillinu, þá kemur
það auðvitað fyrir. Fellur þá
í hlut inspeklors — og þjóns,
að lempa þann drukkna, koma
honum burt án óþarfra til-
til handalögmáls eða einskonar
persónulegrar styrkleikaprufu.
Er nær svívirðilegt að sjá dyra
verði grípa drukkna gesti failta
tökum og leiða þá þannig út,
sem því miður er hér oft frem-
ur venjan en undantekningin. 1
stuttu máli, inspektorar á mat-
sölu- og veitingastöðum skajpa
„atmosphere", eru þarfir menn
og sjálfsagðir og eiga eflaust
eftir að koma á fleiri veitinga-
staði. Má við bæta, að um dag
inn hringdum við á nokkra
staði og var tjáð að a.m.k.
Lido og jafnvel Leikhúskjall-
arinn hefðu komið sér upp in-
spektor. Og þeirri viðbáru, að
slíkt sé of dýrt og nær útilok-
að í sjálfu þjónaleysinu, er þvi
til að svara, að gera má t.d.
yfirþjóninn að inspektor þau
kvöldin, sem mestu er að anna,
þvi fátt er lágkúrulegra á að-
alveitingastöðum borgarinnar
en það, að sjá gesti vera bein-
línis að leita í senn bæði að
borði og inspektor — or hirði
hver þá sneið sem k.
vík, sem veitir slika súpei--
þjónustu, þ.e.a.s. Grillið á hótel
Sögu, sem, auk afbragðs og
samstillt þjónaliðs, hefur á að
skipa fjórum inspektorum,
dökkklæddum mönnum, sem
þegar hafa skapað visst and-
rúmsloft á veitingastaðnum,
þægilegt og virðulegt, og um-
fram allt, þá ánægjulegu til-
finningu, að gestir séu þangað
komnir — og velkomnir — til
viðskipta, en ekki til að trufla
þjónaliðið, eins og víða vill bera
við.
Því miður hefur þjóðin til
skamms tíma, talið það ganga
glæpi næst að sækja matstaði
eða dvelja á veitingastöðum.
Stafar þetta í senn af kot-
ungs hugsunarhætti og fá-
tækt, auk hins mikla fámenn-
is. Almenningi hefur þótt bezt
að hópast inn á heimili 'og
drekka þar meðan eitthvað var
það prýði hvers þjónustumanns
og dyravarðar að kuima lagið
á drukknu fólki, en ékfci efna
af nánum persónúlegum kunn-
ubleifc, enda sigilt heimildarrit
um menn og viðburði þessa af-
drifaríka tímabils, og þá ekki
hvað sízt um hin margslungnu
og leynilegu átök, sem um æði
langt skeið áttu sér stað að
baki hinnar eiginlegu sjálfstæð
isbaráttu.
Þorsteinn Gíslason var víð-
sýnn menningarmaður, hófsam-
ur og góðgjarn, sem í hvívetna
vildi veg * þjóðpr sinnar sem
mestan.
Jólafargjöld F.f,
Fyrir undanfamin jól hefur
Flugfélag tslands auðveídað
skólafólki ferðir heim um há-
tíðirnar með því að veita því
sérstakan afslátt af fargjöld-
um.
Svo mun éinnig verða fyrir
þau jól, sem nú fara í hönd.
Allt skóiafólk, sem óskar
eftir að ferðást með flugvél-
um félagsins um hátíðimar á
kost á sérstökum lágum far-
gjöldum, sem gengu í gitdi 15.
desember 1966 og gilda til 15.
janúar 1067.
Þessi sérstöku fargjöld fyrir
skólafóllcs eru tuttugu og fimm
af hundraði lægri en venjuleg
fargjöld.
Til þess að njóta þessara
kjarfa þarf að sýna vottorð frá
skólastjóra, sem sýni að við-
komandi stundi nám, og að
keyptur sé miði og hann notað
ur báðar leiðir.
Hinn 1. desember gengu í
gildi sérstök jólafargjöld á
flugleiðum félagsins til Is],ands,
sem margt skólafólk sem stund
ar nám erlendis, svo og aðrir
Islendingar, sem dveljast í út-
löndum notfæra sér til þess að
halda jól og nýár heima meðal
vina og ættine"i°
Nýjar bækur
Enn er á vegum Bókfellsút-
gáfunnar „Frésagnir um Is-
land“ eftir Niels Horrebow, en
Þorvaldur Thoroddsen kvað
þetta bezta og mesta rit urn
Island á 18. öld, áður en Egg-
ert Ólafsson kemur til sögu.
Bók þessi er að mestu alveg ó-
kunn almenningi, en merkileg
heimld um líf og háttu manna
frá 18. öld, snemma. Höfundur
hrekur þar ýmsar bábljur, sem
út komu í lygabók Andersens
nokkurs, sem hafði frásagnir
sinar eftir einokunarkaupmönn
unum dönsku. Er bókin öll
mjög skemmtileg aflestrar, Is-
lendingum borin vel sagan en
firrur Andersens leiðréttar.
Steindór Steindórsson, frá Hlöð
um, íslenzkaði bókina, (sem er
261 bls. auk skýringa og efnis-
skrár.
Af skáldsögum frá Bókfells-
útgáfunni má nefna jBollyanna,
telpan, sem öllum kom í gott
skap, eftir Elanor H. Porter og
Freysteinn Gunnarsson þýddi.
Þetta er bók fyrir fólk á öllum
aldri, létt og skemmtileg. Þá er
og komin út ný þýðing af Perei
val Keene, eftir Capt. Marryat,
hin mjög vinsæla æfintýra-
bók. Þetta ej- í fjórða skipti,
sem bók þessi kemur út en rit
höfundar önnur, sem út hafa
komið, hafa hlotið miklar vin-
sældir. Bók þessi er upplögð
jólagjöf til unglinga. Þá er og
skáldsaga eftir Kristmann Guð
mundsson, Skammdegi. Kápu-
teikningu gerði Atli Már, lag-
leg mynd af nakinav konu.