Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.06.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 09.06.1969, Blaðsíða 2
"1 Mánudagsblaðið Mánudagur 9. júní 1969 S' Reykjavík, 31. maí 1969. Skattstjórinn í Reykjavik. Borgarstjórinn í Reykjavík. flucfElag íslands FORYSTA f ÍSLENZKUM FLUGMÁLUM Nýmæli á Sögu — Óli Gaukur — Stefán á Astra — Söngkonur Eitthvað fyrir miðaldra Skattskrá Reykjavíkur árið 1969 Skattskrá Reykjavíkur árið 1969 liggur framirri I skattstofu Reykjavíkur frá 2. júní til 15. jání n.k., að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 9.00 til 16.00. Einnig verður skráin til sýnis í Leikfimisal Miðbaijarbama- skólans, (gengið inn í portið), frá mánudégi 1. júní til 15. júní. í skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur. 2. Eignaskattur. 3. Námskostnaður. 4. Sóknargjald. 5. Kirkjugarðsgjald. 6. Almannatryggingagjald. 7. Slysatryggingagjald atvinnurekenda. 8. Lífeyristryggingargjald atvinnurekenda. 9. Iðgjald til atvinnuleysistryggingasjóðs. 10. Tekjuútsvar. 11. Eignaútsvar. 13. Iðnlánasjóðsgjald. 14. Iðnaðargjald. 15. Launaskattur. 16. Sjúkrasamlagsgjald. Jafnhliða liggja frammi í Skattstofunni yfir sama tíma þessar skrár: Skrá um skatta údendinga, sem heimilisfastir em í Reykjavík. Aðalskrá um söluskatt í Reykjavík, fyrir árið 1968. Skrá um landsútsvör árið 1969. Innifalið í tekjuskatti og eignaskatti er 1% álag til Bygg- ingarsjóðs ríkisins. Eignaskattur og eignaútsvar er miðað við gildandi fateignamat nífaldað. Sérreglur gilda þó um bú- jarðir. Þeir, sem vilja kæra yfir gjöldum samkvæmt ofangreindri skattskrá og skattskrá útlendinga, verða að hafa komið skrif- legum kærum í vörslu Skattstofunnar eða í bréfakassa henn- ar í síðasta lagi kl. 24.00 hinn 15. júní 1969. Ymsar fréttir frá skemmtanalífinu: ÞJÓNUSTA • HRAÐI ÞÆGINDI - HVERGI ÓDÝRARI FARGJÖLD Frá samkvæmismálafréttaritara vorum: Skemmtistaðir í Reykjavík keppa að venju um gestina, og hafa þar í frammi ýmis brögð. Hótel Saga hefur síðan í apríl tekið upp ný- stárleg skemmtikvöld, sem að sögn Konráðs Guðmundssonar, hafa tek- izt mjög vel, en þau eru haldin á föstudagskvöldum og sunnudags- kvöldum. Fyrir skömmu skipd hótelið um skemmtiatriði í Súlna- sal sínum, og mun slíkum atriðum haldið áfram ef vinsældir og að- sókn verða slík, sem til þessa. Nú geta gestir mætt þarna, mat- ast .og trakterast á gómsætum rétt- um, og þess á mili skemmt sér við að hlusta og horfa á hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, ekki aðeins leika fyrir dansi heldur og í ýms- um skemmtilegum gervum og hef- ur þetta atriði hlotið mjög góðar undirtektir, en Ragnar and his merry men, hafa þegar komið fram í sjónvarpi og því víðar þekktir en hér á heimavelli. Ein af okkar nafnkenndu feg- urðardísum, Sirry Geirs, sem hefur dvalið ytra um árabil og ferðazt um heim allan, skemmtir þessi tvö kvöld með hljómsveit Ragnars og syngur mjög að þeim sið, sem tíðk- ast í hinum nafnkunnu vatnsból- um heimsborganna, hvar heims- menn og konur brynna þorsta sín- um og borga drjúgan skilding fyr- ir að láta skemmta sér. Óþarfi er að taka fram, að Sirrý Ragnar and his merry men *j'’*-4• .* ***. • v i . íy.V'.'fílffli*1 er hið mesta augnagaman, nett, spengileg og sviðsvön, en piltarnir í hljómsveitinni sjá um gaman- hliðarnar. Þessi viðleitni hótelsins er mjög vel þegin, og hví ekki nota innlenda krafta ef þeir ekki aðeins jafnast á við suma þá, sem hing- að eru fluttir dýrum dómum, þ>eg- ar þeir, auk þess, eru sjaldséðir fuglar hér heima á Fróni. Ragnar Bjarnason tjáði okkur, að nú til dags væri ekki um annað að ræða „í þesum bransa" en að fylgjast með og sagði. að hljóm- sveit sín æfði allar tegundir dansa, allt frá virðulegum völsum og blues í nýtízkudanstegundir og dægurbóiur, sem fram koma á heimsmarkaðinum, jafnvel bída- stílinn, sem enn nýtur geysivin- sælda yngra fólksins og jafnvel þeirra eldri. ★ Stefán Þorvaldsson, barstjóri á Astrabar í Grillinu er þekktur og vinsæll í starfi, enda hámenntaður og lipur í allri þjónustu Hestamenn fjölmenntu nýlega á bar Stefáns og kættust. Stefán er all-gaman- samur, býr yfir góðri kímnigáfu, einkum þegar hann sjálfur bragðar veigar sínar í tilrauna- skyni. Hann er uppfinninga- maður hins alkunna cocktails, sem ber nafnið „Inspiration". Hesta- mennirnir mösuðu allmikið, eins og þeirra er venja í áningastöðum, Framhald á bls. 5 *W T, ' " ' - - --.."A^W --r-.. ... .. /---------------------------; 7) Nútíminn gerir fyllstu kröfur til hraða og þæginda á ferða- lögum og þota Flugfélagsins uppfyllir þær. Ferðin verður ógleymanleg, þegar þér f I júgið með Gullfaxa. 13 þotuferðir vikulega til Evrópu í sumar. ! I

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.