Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Síða 4

Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Síða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 12. janúar 1970 BlaÁ Jyru alla KAKALI SKRIFAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Simi ritstjómar: 13496- — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 20.00 — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Kosningabaráttan hafín Það fer ekki milli mála, að einskonar kosningaskjálfti hefur þegar gripið forustumenn stjórnmálaflokkanna, en innan nokkurra mánaða verður ráðið um hvort Sjálfstæðismenn missa meirihlutastjórn sina á Reykjavíkurborg, en skammt er þá til þingkosninga og stjórnarflokkarnir telja stöðu sína langt frá trygga og vilja gera allt til að halda stjórnarsætum sínum. Þessi undirbúningur er nú þegar orðinn Ijós í blöðum stjórn- arflokkana og ekki fer hjá því, að menn taki eftir vissum und- irbúningi andstöðunnar til að hnekkja sem mest á öllum gerð- um hins opinbera og færa allt á verri veg. Allt er þetta ósköp eðlilegt í hita stjórnmálanna, og væri ekki nema gott um að segja ef ekki fylgdi böggull skammrifi. Barátta flokkanna um hylli kjósenda hefurtvennt í för með sér. Næstum taumlausa gagnrýni andstöðunnar og oftast nær al- veg ábyrgðarlausa, annarsvegar, en hinsvegar, hættuleg og óábyrg loforð ríkjandi flokka til handa almenningi. Eftirtektar- vert er, að þarna er Alþýðuflokkurinn fremstur í flokki um gylliboðin, enda á hann einna mest í vök að verjast af öllum flokkunum. Nú þegar birtast viðtöl á viðtöl ofan um aukin hag- ræði til handa almenningi, aukinn skipakost, aukin bygginga- lán o. s. frv. Er ekki um annað að ræða, en algjörlega ábyrgð- arlausan þvætting um óraunsæjan hráskinnaleik um getu rík- issjóðs og hinna ýmsu framkvæmdasjóða til lána og útgjalda almennt. Hvergi að séð verður er möguleiki að efna þessi lof- orð og er þá reiknað með hinni venjulegu snilli stjórnarinnar að slá út lán hjá ýmsum alþjóðasjóðum, sem fást við að rétta hag þeirra aumustu allra. Sannleikurinn er sá, að í rauninni ætti ekki að þurfa að lofa nokkru um aukinn styrk til handa álmenningi. fslendingar búa enn við tiltölulegar allsnægtir og ætti sízt úr að draga ef J notuð er skynsemi og ráðdeild með það fé og tekjumöguleika, ' sem fyrir hendi eru, og munu aukast eðlilega eftír því sém allar horfur benda til. Andstæðingar mikla jafnan fyrir þjóðinni atvinnuleysi, slæmar horfur, illa meðferð opinbers fjár og allskyns spill- ingu. Spilling er að vísu, en vart hættuleg. Atvinnuleysi var harla lítið þegar „verst' leit út en er nú hverfandi og má heita eðlilegt. Möguleikar til lands og sjávar hafa aldrei verið meiri en nú og virðast vaxandi. Ástæðulaust er með öllu að tala um skort, enda hafa landsmenn, alþýða öll, sýnt það ærið glöggt, að ekki hefur meira en svo sorfið að fjárhagsgetu hennar, að henni er enn mögulegt að búa við hreinan lúxus í nær hverju því, sem til gæða getur talizt. Taumlausar og óraunhæfar kröfur hvort heldur í atkvæða- snapsskyni eða til þess eins að ala á óánægju, geta aldrei leitt til annars en bölvunar og almenns hruns allrar eðlilegrar uppbyggingar. Staðreyndir sýna, að allir möguleikarnir eru okkar megin ef sæmilega er á haldið. Ríkisstjórninni verður það ætíð til bölvunar, að hún hefur sí og æ látið undan öllum kröfum og þannig látið leiðast í stað þess að vera sjálf leið- toginn. Eilíft undanhald hefur haldið henni í sessi, en stærri armur hennar, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur goldið þar afhroð meðal fylgismanna sinna og misst margan öruggan liðsmann, sem trúði því, að flokkurinn yrði stefnu sinni trúr. Það ástand er ekki til frambúðar og væri betra að tapa nokkru fylgi nú þegar en bíða algert hrun þegar komið er í ógöngur vegna fáránlegrar undanlátssemi. Alþýðuflokkurinn á engu að tapa. Flokksbrotin litlu eru sí og æ að draga úr fylgi hans og reyta af honum mannheill. Kratar hafa ætíð sannað óheillindi sín óeðli og einmuna tæki- færismennsku. Þeim hefur tekizt að kúga Sjálfstæðismenn til að fylgja hinum ólklegustu málum og jafnan þakkað sér gott en kennt hinum um það sem miður fer. Stjórnarandstaðan er að mestu ein hin ábyrgðarlausasta sem um getur og sannar bezt þroskaleysi íslenzkra kjósenda, að henni skuli enn haldast tiltölulega mikið fylgi. Skýringin er auðvitað hin mikla velsæld, sem jafnan deyfir dómgreind manna. Það yrði sanarlega ferskur blær I íslenzkum stjórnmálum, ef þetta ár myndi verða ár raunsærrar afstöðu hinna ýmsu flokka um þá möguleika, sem fyrir hendi eru og nýtingu þeirra, hætta öllu óraunhæfu hjali um Paradís á jörðu — án fyrir- hafnar. í HREINSKILNI SAG1 L’affaire Rosinkrans — Gagnrýnendur og söngkona — Hið mikla samsæri — Rógsherferð hinna hámenntuðu — Lífshættur óperusöngvara — Eini idiótinn — Óheppilegt svar — Hverjir geta hvað? Síðan saga Þjóðleikihússins hófst, hafði enjgin sýning ver- ið sett upp undir jafn mikilli almennri gagnrýni og Brúð- kaup Figarós. Nær allt skrjáf- kjólalið frumsýningargesta kom fyrirfram ákveðið í að tæta sýninguna í stykki, gagn- rýnendur voru fyrirfram á- kveðnir að ná sér niðri og jafna um hausamótin á jóla- stykkinu og aðal aðstendum þess. Vitanlega var aðalskot- markið á allra vitorði. Frú Sigurlaug Rósinkranz var ekki aðeins nýliði, með vafasöm raddgæði og leikhæfi'leika, heldur var hún einnig kona Þjóðleikhússtjóra, en það var sögð aðalorsökin fyrir því, að hún fékk að vera með og leika og syngja eitt af veigameiri hlutverkunum í þessari oft- fluttu óperu Mozarts. Hinar sjálfskipuðu primadonnur höfuðstaðarins höfðu verið ó- myrkar í máli um val Sig- urlaugar, talið framihjá sér haldið, enda flestar heimskunn ar a.m.k. í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Músiköntum var einhvemveginn meinilla við uppfærzluna og var nálega allt til tínt bæði satt og logið. — Fullvíst er, að engin sýning á íslandi, jafnvel My Fair Lady, haifi hlotið slíkar hrakspár og beinan róg áður en tjaldið fór frá í Brúðkaupinu. Og ekki stóð á frumsýning- argastum, þessum alvísu snill- ingum og smekkverum. For- leikurinn, sem músdkk menn voru á einu rnáli um að væri lélegur hlaut hið venjulega vandræðaklapp, innkoma söngvaranna Maut kurteisis- Mapp — þótt þeir gleymdu reyndar að klappa fyrir sænisku stjörnunni, enda þekktu fæst- ir hana í sjón, skildu fátt af því sem fram fór og kunmiu lítil skil á hæfileikum hennar. Yfir salnum ríkti ein óvenju- legasta eftirvænting, sem ég man eftir í leikhúsi. Allt hús- ið beáð eftir að ein kona, ný- liði, gerði skandala. Og von- brigðin urðu þau, að frúin gerði alls ekki tiltakanlegan skandala. Þetta var reyndar öheyrilegur dónaskapur af frúnni, að svfkja svona vonir gesta, þótt hún reyndar gerði sitt til að sýningin var einn heljarskandali frá upphafi og ekki einum heldur öllum að kenna. Frumsýningargestir gerðu og sitt til að fullkomna vitleysuna, því þeir ýmist gleymdu að klappa eða kiöpp- uðu á vitlausum stað, en aðr- ir bölvuðu í hljóöi yfir þvi, að „Figaró, Figaró“ aríunni hefði verið sleppt. (Hún er reyndar í annarri óperu). Þetta urðu meiru vonbrigð- in. Ég held reyndar, að ég hafi verið eini idíótinn á frumsýningumni, sem ekki var lærður í faginu. Mér leiðist óperan ákaflega, hvorki sá né heyrði að einn væri tiltakan- lega lélegri en annar, nerna að leikurinn sjálfur var oft þumbaralegur, viðvanings- legur, klaufskur og óeðlileg- ur, ef frá er tekin sænska dísin, og Sigríður Magnúsdótt- ir, sem báðar sýndu ágæta leiktaakni og báru af hinum, í þeim efnum, en sönginn dæmi ég ekki. Þegar óperunmi lank, tveim og hálfum tíma sáðar, rudd- ust menn svo í kjallarann, fullir vonbrigða vegna þesisa mislukkaða skandala. Skömmu síðar er stjömur kvöldsins skiluðu sér í kjallarann, femgu þær háltfvolgt klapp, jafnvel Kristimn Hallsson, varð að koma tvisvar i stigagættina áður en viðstaddir tækju eftir honum og sýndu honum þakk- læti sitt. Ekki stóð á stórskotaliðinu næstu daga. Morgunblaðið reið á vaðið með Þorkel Sigur- björmssom, sem skammaði sýningu á þann hátt sem vís- indamenn bezt kunna, og reyndar almenningur hafði bú- izt við, og Vísir greip til Stef- áns Edelsteins, kumns músik- garps, sem tætti frú Rósin- krans, sýninguna, hljómsveit- arstjórann og aðrar aðalstoð- imar lið fyrir lið í sundur. Alþýðulblaðið vildi líka vera með og náði sér í eina af þekktustu stjömum óperu- söngsins, Guðrúnu Á. Símon- ar, sem reit eina visindaleg- ustu og rætnustu gagnrýni, sem enn hefur verið birt. Tíminm var hógvær, em fór eittihvað aríuvilt og leiðrétti það tveim dögum síðar. Gagm- rýnamdi Þjóðviijams fjasaði fram og tilbaka, þótt fæstir skildu hvar dr. Bjami og hryðjuverk í Viet Nam kæmu imni flutning á þessari óperu. En þó gagnrýni blaðanna vekti sérstaka aibhygli, þá vöktu skrif Alþýðubl. einna mest umtalið og sném jafn- vel sumium aftur á band leik- húsyfirvaldanna og aðalfóm- ardýramma. Að sögn Guðrún- ar var allt vitlaust, ítalskan illa borin fram og óskiljan- leg, söngurinn fáfengilegur, búningar vafasamir, heffðar- bragur enginn á greifum og titlafólki, frú Rósinkranz of mitfcismjó — þrítekið — stíg- vél Sigríðar ekki rétt sniðim, danssporin hirá, hamagangur án kunnáttu. Það var aðeins sú sænska, sem slapp nokfcum veginn ósködduð úr skotárás Guðrúnar, þvi ekfci hlífði Guð rún sjálfri sér fremur en öðr- um, en kvaðst í lokin hafa, að öllum líkindum, sikrifað sjálfa sig af leikhúsfjölunum a.m.k. meðan Guðlaugur held ur þar í stjómartauminn. Að hætti riddara miðald- anna greip Guðlaugur Rósin- i kranz til vopna að verja stofm un sina, gerðir sínar og, ekki sizt konu sána. Satt bezt sagt hefði verið betira að sleppa þvi vopnataki. Vopnaburður riddarans takmarkaðist af tvennu. Greinin var sýnilega skrifuð í æsing og reiði, án nauðsynlegrar þekkingar á fínni atriðum söngflutnings, og takmarkaði sig alltof mik- ið við einkaviöskipti sin og hinma einstöku gagnrýnenda, sem Mtt eða ekki komu mál- inu við. „Apaspil" grein hams missti þvi næst algjörlega marks, en varð heldur til þess, að rnenn þóttust sjá, að per- sónuleg völd hans hefðu ráð- ið vali meira en réttlátt mat. Þögn, eins og þögn hljómsveit- arstjórans hefði verið öllu heppilegri. Eitt varð þó öllum ljóst. Þegar öllu var á botninn hvolft var sýnt, að gagnrýninni hafði í nær öllum tilfellum verið beint að frú Rósinkranz og byggðist á sameiginaegri heipt út í frúnma. Ekki bætti það skap óperuistijamanna okkar, sem annað hvort rituðu eða bara löstu frú Rósinikranz í þröngum hópi, að frúin er lag- leg og glæsileg, en primadonm ur um heim allan hafa að jafnaði verið yfir 200 pumd og svo ferlegar í ástarleikj-. um sínum á sviðunum, að þær hafa stumdum, sem næst, -brptið hvert bein í veifcbyggð-^.^^ um tenónsöngvurum eða hálf- kreist úr þeim liftóruna. Er það og í dæmi fært, að suður á Italíu tókst svo hörmulega til, að mjósieginn og vedmil- títulegur tenórsöngvarí, lemti óvænt milli brjósta á príma- donnu, festist á milli ástiríkra hrammanna á henni og mátti þakka lífi sínu það, að kerl- ing þurfti að reka upp sivo há og vandsungin hljóð. að brjóstin þömdust út em ten- órinn slapp með skrekkinn. Sýnir þetta glöggt að viss hætta finnst á sviðinu þegar syo ójafn er vöxtur söngvar- anna. Þó mium þetta hafabatm- að mjög síðrai árin. Um áfcvörðun Rósimfcranz varðandi það, að ráða konu sína í hlutverkið skal lítið rætt. Eflaust hefúr hann fall- ið í þá synd, sem við fflestir föllum í þegar Iagleg kona, sérstaMega eigimkonam, er annars vegar og slikt skilja allir réttsýnir menn. Þá er alls ekfci loku skotið fyrir, að frúin kunni enn að komaist í flokk óparusöngkvenna, þótt ófimlega tækist til nú. Frá mínum sjónarhóli er þetta leiðindaópera, en það skiptir ekki máli, og svo fákæmrn er ég. að ég þoli mun betur að skoða fallega stiúlbu með litila rödd, sem ekki er nýtt visimda lega, en eimhvem 200 punda berserk sem öskrar frá sér vitið á sviðinu en heymima úr okfcur f salmum. En svona vffl oft fara hjá okkur, þeim hinum mennimgarsnauðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.