Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Blaðsíða 8
úr EINU * ÍANNAD „Horfðu augu mér“ — Auglýsingamórall — Hvert fór sjóður- inn? — Hótelmenn á ferð — Áramótagleði — Flensa og mús- ík — Eiturlyf og fleira. AUÐVITAÐ gat ekki farið svo, að hin fræga frumsýning á ,,Brúðkaupinu“ gæfi ekki tilefni til gamansagna. Eftir frum- sýninguna bauð leikhúsið leikurunum, úrvalsgestum og Gylfa menntamálaráðherra upp á dálitla hressingu. Ljósmyndarar voru mættir. Þegar einn þeirra ætlaði að ná mynd af frú Sig- urlaugu Rósinkranz og dr. Gylfa, greip frúin í handlegg ráð- herrans, brosti og mælti: „Horfið þér nú djúpt í augun á mér, meðan hann smellir af". — ★------------------------- THULE-AUGLÝSINGARNAR frægu urðu siðanefndum okkar að ærnu verkefni og vitanlega þurfti að banna þær. Raunar voru þeta nauðaómerkilegar auglýsingar, eins og bjórinn sjálf- ur, en samt vel til fundnar. En þessi bann-árátta og hjalið um hættuleg áhrif á bðrn er út í bláinn. Ef banna á svona atriði á þessum forsendum mættu bann-meistarar hafa sig meira en ella við til að koma í veg fyrir birtingu „hættulegs efnis". ★---------------------- EKKERT heyrist af endanlegum afdrifum svonefnds „Félags sjónvarpsáhugampnna". Var ekki í reglugerð félagsins, gert ráð fyrir ráðstöfun á eignum eða fé félagsins, ef það leystist upp? Ekkert orð hefur heyrzt um afdrif peninganna, eða hvort nokkrir yrðu afgangs. Gaman væri að fá skýringu á þessu. ★---------------------- Endurteknir jólaleikir — Áramótaskaup — Að kasta til höndum — Leikrit Gísla — Háleitar hugsjónir og heimsbjörgun — Listræn mistök — Þýðingarnar enn — SJON- VARP Það er undarleg ósvífni, að end- urflytja efni, jafnvel þótt það sé ársgamalt þau kvöld er flestir sitja í heimahúsum, en jólakvöldin sitja flestir þeir sem heimili eiga „í skauti fjölskyldunnar". Ekki er þó um efnið sjálft að rasða, heldur hitt, að sjónvarpið endurflutti um jólin tvo þætti, sem heita má, að 90—95% áhorfenda höfðu séð. Báðir þessir þættir áttu vel endur- sýningu skilið, en hún hefði átt að vera á öðrum og heppilegri tíma. ★ í heild var sjólasjónvarpið frem ur lélegt, fábreytilegt og ósköp lit- Iaust. Helzt voru það barnaþættirn- Mánudagur 12. janúar 1970 ir, sem fullnægðu sínum ungu að- dáendum, en fyrir fulorðna var heldur fátt um feitmeti. Gamlaárs- þáttur Flosa Ólafssonar vakti einna mesta eftirtekt, því Flosi hefur sýnt sig talsverðan kunnátmmann í þess um efnum hugmyndaríkan og vel „Iærðan". Nú brá þó svo við, að efnið var flausturslega unnið og oft nær óunnið þótt hugmyndir væru ágætar. Pop-söngs þáttur Flosa sjálfs var vel unninn og spaugilegur, svo og „fréttaþáttur- inn", sem var vel Ieikinn af Pétri Einarssyni, sem var hinn ágætasti og sýndi hvaða möguleikar eru til að vinna úr slíku efni. En kæruleys ið var of áberandi og skemmdi fyr- ir mörgum atriðum, sem höfðu langtum meiri möguleika. ¥ Leikrit Gísla J. Ástþórssonar, sem var frumraun höfundar, tókst óvenjulega vel. Efnið var vel unnið, skorti nokkuð snerpu og spennu, en heildin spáir mjög góðu. Gísli er vel kunnur höfundur, þekktur humoristi og getur brugðið upp bráðsnjöllum myndum úr þjóðlíf- inu, sem vakið hafa talsverða at- hygli. Eki væri úr vegi, að Gísli spreytti sig á skemmtiefni, því hann kann margt glöggt að sjá í þeim efnum. Spurningaþátturinn Efst í huga um áramót sýndi enn gleggra en venjulega þá einkennilegu áráttu okkar að vera alltaf að reyna að bjarga heiminum. Hugarraunir ýmsra þekktra og óþekktra borgara eru einkum bundnar ástandinu milli kynþáttanna og raunum í Biafra svo ekki sé talað um morðin í Viet Nam. Þessar göfugu hug- sjónir verka fremur kátlega á hlust endur, flestar ekki annað en al- vanalegar „cliches", sem eru álíka útþynntar og veizlugrautar hótel- anna hér á stórhátíðum. Eðlilegust voru börnin, sem hugsuðu urn brennurnar sínar, en fæstir þeirra fullorðnu þorðu ekki annað en að apa, oftast, hver eftir öðrum hryggð sína yfir ástandinu í henni veröld. ¥ Flateyjarmyndin hefði getað orð- ið góð ef kvikmyndarinn hefði bundið vél sína fremur við að sína ástandið í eynni í réttu ljósi en minna af tilburðum um „list- ræna kvikmyndun". Margar mynd- irnar köfnuðu í skuggum og villu- Ijósum og varð miklu minna gagn af efninu en ella hefði orðið. ★ Það er tími til komin, að yfir- Framhald á 3. síðu UM 40 LEIÐANDI menn í hótelmálum landsins læddust til út- landa í síðustu viku. Tilefni ferðarinnar er að skoða hótelsýn- ingu í Englandi. Það er næsta furðulegt hve mörg tilefni menn hafa til að bregða sér til útlanda, einkum í svona ferðir, algjörlega gagnslausar. Hótelrekstur og hótel-byggingar lær- ast ekki á svona sýningum. Vera mætti að betur reyndist, að hótelstjórar gerðu einhverjar aðrar og meiri kröfur en að þvæíast á tækniíegar sýningár eins og þessa, sem enn eru engin tækifæri að nýta. ★-------------------------- MIKIL ÁNÆGJA ríkir hjá þeim er sóttu áramótafagnað á Hó- tel Sögu. Telja þeir þar allt hafa hjálpast að, matur, þjónusta og skemmtiatriði. Prúðmennska var áberandi, öll framkoma til sóma í hvívetna. Einkum og sér í lagi eru gestir hrifnir af söng Sigurðar Björnssonar og konu hans þýzkrar. Var hrifn- ing nálega með eindæmum. ★-------------------------- SKÖMMU EFTIR frumsýningu á Brúðkaupi Fígaros lögðust sýningar niður um stund og leiddu menn ýmsum getum að or- sökinni. Kristinn Hallsson, einn af söngvurunum í óperunni var viðstaddur er menn ræddu stöðvunina og hlýddi á um- ræður. Er hann var inntur eftir ástæðunni fyrir því, að sýn- ingar lægju niðri, þagði Kristinn um stund, en svaraði síðan: „Aldrei kom mér til hugar, að influenzan í Reykjavík ætti eftir ,að bjarga svo miklu í músíklífi höfuðstaðarins" —- '★--------*----------— YFIRLÝSINGAR einstaklinga í hljómsveitinni Trúbrot, en þeir játa á sig eiturlyfjanotkun, hafa vakið mikla athygli og nokk- urn óhug. Þessir ungu menn hafa mikil áhrif meðal æsku- fólks og mun margt af þvi vilja „vera eins og þeir“, og prófa slíka neyzlu í forvitnisskyni. Hér er alvarlegt mál á ferðum, og þar sem aðal-draumastjarna popsöngvaranna er orðin að at- hlægi fyrir fáránlegar yfirlýsingar sínar á mönnum og málefn- um, virðist sálarástand þessa ungviðis komið á hættulega, vanþroska braut. ★-------------------------- f ÖNNUM jóla- og auglýsingaflóðs var skottið skorið af þess- um dálki í síðasta tölublaði fyrir jólin og þar með jóla- og nýársóskir hans. Um leið og við leiðréttum það og óskum ykk- ur árs og friðár, þá væntum við, að þið sendið okkur línu á árinu, gamansögu eða létta frétt, en aílt slíkt er þegið með þokkum. STAÐREYNDIR — SEM EKKI MEGA GLEYM AST: (42) Yfirmafía íslendinga leigir sér- 30 blaiamerði frá áramótum! Sundurleitur lýður — En samtaka — Arðbær þjóðarlöstur — Ríkið gefur, borgin gefur — Glaumur í Kaupmannahöfn — „Lögbirtingarblaðið“ minnir á smáfuglana — Þurfa allir endi- lega að lifa? „Á þingsamkundunum endur- holdgast frumeinkenni múgs- ins: hugmyndafátækt, ístöðu- leysi, áhrifagirni, tilfinninga- öfgar, yfirgnæfandi umsvif forsprakkanna. En sökum hinnar sérstæðu samsetning- ar sinnar, leiðir hinn þing- bundni lýður ýmsan mun í Ijós. Við skulum sannreyna hann nú þegar. Þröngsýni í skoðunum er á meðal hinna greinilegustu ein- kenna þessara samkundna.“ — Gustave Le Bon (1841 — 1931), franskur þjóðfélags- fræðingur og rithöfundur: „PSYCHOLOGIE DES FOU- LES“, París 1895; III. hluti, 5. kafli. UNDIR STAFLIÐ A, TÖLULIÐ 2 Fáir hafa krufið „sálarlíf lýðs- ins" rækilegar til mergleysis síns heldur en Le Bon, ef yfirleitt nokkur. Nálægt honum, e. t. v. jafnfætis, en tæplega framar, komast William McDougall (1871 —1938) í „The Group Mind", Adolf Hitler (1889—1945) í „Mein Kampf", og nú síðast próf. dr. med. Horst Geyer í „Uber die Dummheit" (Göttingen 1954). Hinar eggskörpu, hispurslausu og nístandi Iýsingar þessara gagn- merku og samvizkusömu lærdóms- og gáfumanna, og hinar óhrekj- andi, vísindalega rökstuddu nið- urstöður þeirra, opna sérhverri hugsandi manneskju ógleymanlega unaðslega yfirsýn yfir þá enda- lausu, andlegu örbirgðarinar eyði- mörk, sem lýðræðið sækir lífsþrótt sinn í. Slíkar bækur nemur mað- ur ekki aðeins sér til gagns og ánægju, heldur einnig af ástríðu, jafnvel fýsnarákefð. Atvinnulýðræðismönnum þeim sem í daglegu tali nefnast „stjórn- málamenn" (þingmenn, blaðabar- ónar, stéttaforkólfar), eru gerð ítarleg skil í nefndum bókmennta- verkum, eins og af eðli málsins Ieiðir og óhjákvæmilegt væri. Ie Bon tegundar þingara í flokk foules hétéro-génes" (sundurleitur lýður) undir staflið A, „ekki nafn- Ieysingjar", tölulið 2, ásamt t. d. kviðdómendum. Undir staflið A, tölulið I, telur hann „t.d. þátttak- endur í götufundum", og verður ekki benir séð en að þessi niður- skipun hins heimsfræga vísinda- manns sé gerð af vandvirkni og beri m.a. vott um ákaflega víðtæka þekkingu á viðfangsefninu. BALZAC ÞEKKTI AT- VINNULÝÐRÆÐISMENN Ætlun mín er ekki sú að end- ursegja hér „Sálarástand lýðsins" eftir Le Bon, og því síður gera til- raun til gagnrýni. Á hinn bóginn finnst mér engin goðgá að vekja athygli á því, að fjárgræðgi og mútuþægni atvinnulýðræðismanna, bæði sér sjálfum og skjólstæðing- um sínum til handa, eru gerð sáta- lítil skil, svo og hinum fjölbreyti- legu, oft frábærlega slægbrugguðu fjárplógsaðferðum. En í því sam- bandi verður að hafa í huga, áð þingin voru yfirleitt ekki komin niður á jafn Iýðræðislegt stig um daga Le Bon og þau síðar sukku, einkanlega eftir að lýðræðið „tryggði sér heiminn" — í hið síðara sinnið. Samt sem áður virð- ist þó einn frægur samlandi I.e Bon, er var honum nokkru eldri, rithöfundurinn Honoré de Balzac (1799—1850) hafa haft dágóða nasasjón af nefndu háttalagi, þeg- ar hann komst svo að orði: „Hylli kvenna ávinnur maður sér með orðum. Hylli karlmanna með próvisionum og prósentum." Og Balzac þekkti persónulega mikinn fjölda atvinnulýðræðis- manna mjög vel. ALKUNNA Ég ljóstra ekki upp neinu leynd- armáli þótt ég láti þess lauslega Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.