Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Qupperneq 7

Mánudagsblaðið - 12.01.1970, Qupperneq 7
Mánudagur 12. janúar 1970 Mánudagsblaðið 7 Yfirmafía íslendinga leigir Framhald af 8. síðu. getið, að naumast mun hrærast hér hópur manna, sem allur al- menningur trúir fremur til óþurft- arverka og glapgerða heldur en þeim, er hann hefir sjálfur valið til löggjafarstarfa. Ekki hefi ég haft aðstöðu til þess að meta þetta og vega til þeirrar hlítar, að ég sjái mér að svo stöddu fært að taka skilyrðislaust undir þennan alþýðudóm, og má vera, að orsök- in sé aðallega sú, að mér finnst að reynslan hafi kennt mér, að hyggilegast sé að umgangast flesta alþýðudóma með tilhlýðilegri var- úð. Aftur á móti er það augljóst, að alls staðar þar. sem atkvæði eru talin en ekki valin, hlýtur hugs- anlegt hámark stjórnvizku og stjórnsiðcæðis ávallt að vera tals- vert undir meðallagi, og allt ann- að í samræmi við það. Aðeins örfáum mun vera betur ljóst en einmitt atvinnulýðræðis- mönnum sjálfum, hvers kyns orð- spor fer af þeim. Það sést m.a. bærilega af þeim margvíslegu brellum og brögðum, sem þeir beita í sífellu til þess að varðveita og efla sameiginlega sérhagsmuni, eða „aðstöðu og áhrif", eins og þeim þóknast að nefna það. Kosn- ingafyrirkomulag allt og kjör- dæmaskipan, sem um 40 ára skeið hefir verið, og er ennþá, þrotlaust viðfangsefni þeirra, nokkurs konar eilífðarmál, er t.d. í einu og öllu við bað miðað að tryggja hlutdeild flokksgildra iábjálfa, og jafnframt að hindra aðkallandi viðnám gegn ósómanum. Þetta sést ennfremur af þéírri bróðurlegu eindrægni, sem oftast er ráðandi um skiptingu embætta og bitlinga, „áhrifa og að- stöðu", og þá þaulvörðu Ieynd, er utan um prakkaraskapinn er slegið. Það er t.d. algerlega vonlaust verk að ætla að fá sundurliðaðar skýrsl- ur til birtingar um bílaóhóf og heímshornaflakk (sendinefndir, ráðherraheimsóknir, kynnisferðir, ráðstefnuhald), sem árlega kostar skattgreiðendur milljónatugi, og ráðamenn og gæðingar þeirra (oft gæðingar, sem eiga í erfiðleikum með að gera sig skiljanlega á sínu eigin móðurmáli, hvað þá heldur erlendum tungum) leggja upp t, hverju sinni, er annars nægði að senda bréf eða símskeyti, auk bess, sem reyna mætti að láta „starfslið" bað, sem gistir hressingarheimili þau, er nefnast hinu virðulega nafni ..sendiráð". gera tilraun til þess að vinna að einhverju leyti upp í fæðiskostnað. KOSTNAÐARSÖM ÓMAGAFRAMFÆRSLA Þó tekur fyrst í hnúkana svo að um munar, þegar þinglýður og dag- blaðafólk leggur til atlögu gegn al- menningi í samfylkingu. Þann stríðsrekstur hefir þjóðin Iátið sér lynda að greiða geypiverði undan- farna áratugi, en þó hefir frekjan og ófyrirleitnin sjaldan orðið fer- Iegri í ruddaskap sínum heldur en um miðjan fyrri mánuð, þegar gengið var frá kaupunúm um í- búðarréttindi yfir afslöppunarhæli ríkisins í Kaupmannahöfn. Þau við- skipti bara ein út af fyrir sig kost- uðu skattgreiðendur hvorki meira né minna en kr. 3.600.000,00, eða 140% hækkun hinnar beinu, fjár- lagabundnu ölmusu til hinna 5 flokksmýldu dagblaða í Reykjavík, þannig að sú ölmusa ein sér kostar alls kr. 6.000.000,00 — sex millj- ónir króna — á árinu 1970! Þ. e. kr. 120,00 til jafnaðar á hverja ein- ustu fjölskyldu í landinu — í við- bót við allar aðrar „fyrirgreiðslur", sem tekizt hefur að veita í sama farveg og nema samtals engum smápeningum, ef allt er tínt til og umreiknað til jafnvirðis þess, sem óflokksreknir borgarar yrðu píndir til þess að borga fyrir samskonar þjónustu. LÚSIN HÓSTAR „Einhver alvarlegasti þjóð- arlöstur íslendinga er hin sí- fellda kröfugerð. Við erum endalaust að heimta og krefj- ast allra skapaðra hluta og þá fyrst og fremst betri lífskjara og hóglegra lífs. Við gætum í þesu efni gjarn an hugleitt það sem lohn F. Kennedy sagði í ávarpi til þjóð ar sinnar: „Spurðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig. Spurðu hvað þú getur gert fyrir land þitt.“ Þetta gildir visulega um miklu fleiri en Bandaríkja- menn og ekki sízt okkur ís- lendinga, sem blátt áfram virð umst fátt annað kunna eða geta annað en heimta.“ — „MORGUNBLAÐIÐ (Frá sveit til sjávar eftir Vigni Guð- mundsson); 30. Desember 1969. Máski er óviðeigandi að efast um, að mjólkursölu- og kartöflu- ræktunarráðunautur, aðstoðarrit- stjóri m. m. hjá útbreiddasta vinstri málgagni landsins, svo og stéttar- bræður hans við samkynja fyrir- tæki, hafi mjög ákaft velt því fyrir sér, „hvað þeir geti gert fyrir Iand sitt", en hins vegar er með öllu óvízt, að þeim hætti til að gleyma, „hvað land þeirra getur gett fyrir þá." Og ef þeir gæfu sér örstutta stund frá þeirri meginiðju sinni, sem þeir sjálfir segja vera, að „hjálpa almenningi til að mynda sér skoðanir á málunum", þá myndi heiðarlega fengin niðurstaða af slíkri heilaáreynzlu varla geta orðið önnur en sú, að aldrei hafi „einhver alvarlegasti þjóðarlöstur íslendinga" gefið neinum ofsalegri gróða heldur en þeim sjálfunji — og það m. a. s. án þess að binir raunverulegu greiðendur, hin strit- andi alþýða, hefði fyrir nokkuð að þakka. Og ef það hefir við einhver rök að styðjast, sem Vinstri-Moggi staðhæfir, að fyrirvinnur hans og kumpána, ,blátt áfram virðast fátt kunna eða geta annað en heimta", þá verður það ekki auðveldlega hrakið, að þeir hafi haft lýsandi fyrirmyndir, og verið námfúsir og eftirtektarsamir. UPPHÆÐIR SEM ÆPA Auðvitað er ógerningur að gera tæmandi grein fyrir öllum þeim gríðarfúlgum, sem svokallaðir „stjórnmálamenn" stela sleitulaust af almannafé árs árlega handa dag- blÖðum sínum í þeim tilgangi ein- um að viðhalda sérréttindum og efla eiginhagsmuni. En til þess er Jeyndarmála atvinnulýðræðisins of vel gætt. Það er samt sem áður ekki algerlega ókleift að fara tiltölulega nálægt um nokkra bálka, sem ekki verða auðveldlega faldir fyrir þeim, er nenna að leita. Eftirfarandi yfirlit — og það at- hugist vandlega, að í því er aðeins um mjög ófullkomna upptalningu, en samvizkusamlega svo langt sem hún nær, að ræða — gefur eftir at- vikum viðunandi hugmynd um kostnað skattþegnanna af einhverju hvimleiðasta ómagaframfæri, sem nú er viðhaldið, og hlotizt hefir af hugsunarleysi þeirra, er aðalmál- gagn vinstrimennskunnar fullyrðir að séu „endalaust að heimta og krefjast allra skapaðra hluta", en eru í rauninni alltaf að vinna og borga og borga. Bitlingabaráttu at- vinnulýðræðismafina greiðir al- menningur þá einkum þannig, að því er framfærslu blaðamarða þeirra varðar: 1. Tollagjafir: Ársinnflutningur dagblaðapappírs, tollskrárnr. 48.01.10, nam 2.491 smál. að cif-verðmæti Kr. 36.368.000,00 á árinu 1969. Af þessu magni notaði Yfirmafía íslendinga handa 5 dagblöðum sínum, fjölda vikublaða út um allt land, o.fl. 78% eða 1.943 smál. að cif-verðmæti Kr. 28.367.040,00 skammtaði sér aðeins 4% toll- gjaldi og greiddi því ekki nema Kr. 1. 134.682,00 í aðflutnings- gjöld. Almennur prentpappírs- tollur nemur hins vegar 30% (tollskrár. 48.01.20), þannig að aðrir myndu hafa verið látnir greiða Kr. 8.510.112,00 af sömu upphæð. Mismunur sóttur í vasa almennings, Kr. 7.375.430,00. 2. Póstburðargjöld: Áætlað er að póststjórnin annist flutning á um 400 kg af afurðum 5 dagbl. úr Reykjavík á dag, og er þá öðrum flokkasneplum sleppt, svo og því, sem sent er í flug- frakt á lágu gjaldi flugfélag- anna. 288 tbl. á 400 kg gera 115.200 kg. á ári. Samkvæmt taxta greiða flokkafyrirtækin til jafnaðar kr. 6,00 á kg., eða alls á ári Kr. 691.200,00. Kjósendur og aðrir eru hins vegar látnir greiða kr. 42,00 á kg, og myndu því hafa orðið að greiða Kr. 4.838.400,00 undir sama póst- magn. Mismunur sóttur í vasa almenn- ings, ...... Kr. 4.147.200,00. 3. Símskeytagjöld: Ef reiknað er með, að hvert hinna 5 flokks- fyrirtækja birti sem svarar 1 Ies- málsdálk (500 orð) til jafnaðar á dag (minna væri óforsvaran- lega léleg fréttaþjónusta úr dreifbýlinu), þá eru það 720.000 orð samtaís á ári. Fyrir blaða- skeyti er Landssímanum bannað að taka meira en kr. 0,60 á orð, en er hins vegar velkomið að taka kr. 3,00 af óbreyttum kjós- endum. Samkvæmt þessu greiða blöðin því alls kr. 432.000.00 á ári; aðrir greiða kr. 2.160.000,00 fyrir sama orðafjölda. Mismunur sóttur í vasa almenn- ings, ...... Kr. 1.728.000,00. 4. Útvarpsdróður: í 10 mínútur, 6 daga í hverri einustu viku, eða um 300 daga á ári, glymur linnu laus áróðursbuna sérréttinda- manna við eyrum útvarpshlust- enda. Lágt áætlað mun vera um nálægt 250.000 orð á ári að ræða, sem aðrir auglýsendur myndu hafa orðið að greiða með kr. 20,00 á orð, eða alls kr. 5.000.000,00. En dagblöðin borga ekki neitt, ekki grænan túskilding, fyrir þessa öldungis ómetanlegu blóðgjöf. Mismunur sóttur i vasa almenn- ings, ...... Kr. 5.000.000,00. 5. Launauppbcetur: En Ríkisút- varpið gerir meira. í útvarpsráði sitja venjulega 2—3 ritstjórar á fullum launum. Auk þeirra er þar urmull blaðam. stöðugt með þaninn túlann, og fá þeir m.a. stórfé fyrir það eitt að lesa upp úr „Aftenposten" og „Time". Lausléga áætlað sótt í vara al- mennings .... Kr. 500.000,00. 6. Opinberar auglýsingar o. þ. h.: Eg hefi því .miður vaorækt að reikna út, hversu háar uþphæðir „stjórnarvöldin" afhenda dag- blöðunum í formi auglýsinga, er skilyrðislaust ætti eingöngu «'& 1 að birta hja rikisstofnunum, s.s. útvarpi, sjónvarpi og í „Lögbirt- ingablaðinu", sem ríkið ætti 'þá að senda á hvert heimili í land- inu á kostnaðarverði. Mjög lauslega og lágt áætlað sótt í vasa almenings, ....... ... . Kr. 1.000,000,00. 7. Aðstöðugjald: Lögfræðingaskari borgarstjórnarmeirihlutans vill skiljanlega ekki vera neinn eft- irbátur ríkisins að því er varðar útbýtingu almannafjár til „þjóð þrifafyrirtækja". Rausnarskapur hans við dagblöðin birtist eink- um í því að gefa þeim aðstöðu- gjöld. Ef reilcnað er með 50.000 eintaka sölu á dag í 288 daga á ári á kr. 8,00 nettó eintakið, gera það kr. 115.200.000,00; auglýsingatekjur fyrir 30 síður á dag í 288 daga á kr. 12.000,00 nettó síðan. gefa kr. 102.680.- 000,00, og aðrar tekjur (sala eldri árganga, styrkir einstak- linga og fyrirtækja, tekjur fyrir auðsýndan „skilning") Kr. 6.000,000,00, eða samtals Kr. 224.880.000,00. Aðstöðugjaldsgjöf 1% sótt í vasa almennings, ............. Kr. 2.248.800,00. DÝRT HUNDALÍR Eins og yfirlit þetta ber greini- Iega með sér, þá er hér aðeins um blygðunarlausustu hneykslisliðina að ræða, að fjárlagamútunum þó undanteknum. Allt eru þetta atriði, sem flestir geta sannprófað með lítilli fyrirhöfn, en upphæðir þær, sem hér eru taldar (1—7) nema samtals Kr. 21.999.430,00 á gömlu (19 ára) samlagningarvélina mína. Ótalin eru þó ýmis önnur hlunn- indi, s.s. að dagblöðin fá dagskrár útvarps og sjónvarps til birtingar án þess að þurfa að geriða eyri fyrir, þeim er dreift að kostnaðar- Iausu í sjúkrahús og aðrar ríkis- stofnanir í áróðursskyni, þau fá af- slátt af farmiðum og flutningum hjá flugfélögum, skipafélögum, o. s. frv., o. s. frv. „Við þekkjum dæmin hvern- ig fer, ef þjóðin heimtar aðeins leiki og brauð. Upp úr því hefst ekkert nema hundalif, fyrir nú utan hve þetta er á- kaflega hvimleitt og leiði- gjarnt. Og þegar svo verið er að gefa þessum ósóma lýð- skrumsheitin eins og „barátt- an fyrir alþýðuna“. Hví ekki kalla þetta sínum réttu nöfn- um, eins og „lýðskrum" og „við heimtum leiki og brauð“?. Væri ekki möguleiki að loft- tæma lestar fiskiskipa okkar og ná þannig með hráefnið í enn ferskara formi til lands.“ — „MORGUNBLAÐIГ, 30. Desember 1969: í hér að fram- an ívitnaðri hugvekju. En hve sannleikurinn getur ver- ið fagur og dýrðlegur og tilkomu- mikill, þegar hann birtist í skrúð- klæðum hasversku og lífsspeki, framsettur af Iítillæti þess manns, sem hefir fullt vald á tungunni, skynjar áhrifamátt rökréttrar hugs- unar, og er gæddur djúpstæðri samúð með þeim samborgurum sín um, er hafa fallið í þá freistni að neyta léika og brauðs, en vita ekki, að „upp úr því hefst ekkert nema lu®ftdaf^í-30g það lán yfir verká- Iýðshreyfingunni, að henni skuli einmitt hafa auðnast þesi vísdómur núna, rétt í þann mund, er hún býr sig tindir að auka möguleika sína til þess að geta greitt framfærslu- kostnað upp á örfáa milljónatugi til manna, sem ekki mega til þess vita að verið sé „að gefa þessum ósóma lýðskrumsheitin eins og „baráttan fyrir alþýðuna"." KIARABÆTUR Eins og áður segir fannst Yfir- mafíu íslendinga þörfustu þjónar sínir hafa búið við of þröngan kost að undanförnu, og ákvað því um miðjan síðastliðinn mánuð að verð launa þá fyrir alþekkta óbeit sína á „betri lífskjörum og hóglegra Iífi". Þetta var að vísu ekki há upphæð á mælikvarða betlilýðveld- is, aðéins sex milljóflir króna — takk! Tveimur dögum síðar var aðal- flutningsmanni tillögunnar úthlut- að húsnæði í Kaupmannahöfn. „Lögbirtingablaðið" auglýsir hinn 3. þ.m. nauðungaruppboð á 114 fasteignum mana, sem vænt- anlega hefir skort skilning á laga- skyldu sinni til þess að greiða árs- laun 30 nýrra starfsmanna hjá þeim, er telja sig eiga ríkissjóð. Og 6. þ.m. skýrir Vinstri-Moggi svo frá, að kvikmyndahús einstak- Iinga í Reykjavík og víðar hafi þeg- ar sagt upp öllu starfsfólki sínu frá 1. Apríl og muni loka. Væri ekki möguleiki að þurr- tæma sjóði einstaklinga og fyrir- tækja okkar og ná þannig með fenginn í einu lagi til þeirra, sem alltaf eru að spyrja: „Hvað eigum við nú að gera við peningana ykkar?" /. Þ. Á.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.