Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Síða 1

Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Síða 1
‘BlaÁfyrir alla 23. árgangur Mánudagur 7. júní 1971 20. tölublað Hvítasunnu-„helgin": Fáránleg samstjórn Laugardaginn fyrir Hvítasunnu leið reykvískum foreldrum, sem ekki áttu í sumarbústaði að vernda vel. Framundan þriggja daga frí, börnin komin í Saltvík undir öruggri gæzlu Reykjavíkurborgar, Æskulýðsráðs og Trúbrots. Bezt var að lyfta sér örlítið upp, bregða á leik, fara á „fínan" stað og fá sér einn, jafnvel stíga dansspor. En, ónei. Óðinn Reykjavíkur og áss hinn almáttki kirkjumálanna sögðu hreint nei. Drekka megið þið að vild, en ekki eitt einasta dansspor. Það stríðir móti kenningum guðs, er bara ekki annað en guðlast, sem við bönnum. Fullorðið fólk að dansa, svei. Þetta er ástandið á íslandi árið 1971. Yfirmaður kirkjunnar og super postuli siðgæðisins bannar reykvískum borgurum að stíga dansspor vegna þess, að „hátíð" er í vændum. Þetta er snilldarleg hugmynd hjá þeim félögum. Borg- arstjórinn í Reykjavík efnir ann- ars vegar til 3. sólarhringa dans- . . . nema í Saltvík leiks í landi Reykjavíkur á Kjal- arnesi og boðar þangað allan æskulýð, sem vettlingi fær valdið, en hans hátign biskupinn okkar bannar fullorðnum Reykvíkingum, og eflaust öðrum fullþroska lands- mönnum, áð dansa, en leyfir hins vegar brynningarstöðum Reykja- víkur að fylla dansgólfin með auka- borðum, svo að sem mest sé drukk- ið á heilögum fórnarstalli Bakkus- ar. Þóknarst hverjum? Ef þetta er guði þóknánlegt, þá er sá guð orðið ærið breyttur síðan miðaldra menn námu sína kristni. Sannleikurinn er sá, að um áratuga bil hefur yfirvöldum kristninnar hér á landi liðist einn argasti skrípaleikur í nafni kristninnar sem um getur á byggðu bóli. Þótt ríkj- andi eigi að vera nútxmaandi hjá prestastéttinni svo ekki sé talað um borgar og biskups Biskupinn . . . Guð er alls staðar . . . yfirmanninn þá er siðum úr svart- nætti íslenzkrar sögu enn haldið í hávegum og boð og bönn má miða við það, sem hrottalegast var hjá kaþólskum á miðöldum. Misjafnar syndir Það skiptir engu, þótt hvíta- sunnan sé auglýst hjá ferðafélagi sem eins konar gleðihátíð og ferða- laga. Það skiptir engu þótt ýmsar hreyfingar bjóði upp á alls kyns sérstaka atburði um þessa helgi og engu skiptir þótt bæði biskupinn og borgarstjórinn viti og hafi vitað að þetta er alræmdasta helgi árs- ins hvað æskunni viðvíkur Reyk- vískir borgarar skulu keyrast í bann, víndrykkjan að vísu aukin, en æskan má aðeins dansa allan sólarhringinn á þeirri illa fengnu jörð Saltvík, því það er guði sér- staklega þóknanlegt. Dægurlög og dúndurdrykkja Það væri gaman að spyrja bisk- upinn, svo lærður sem hann er: hver er munurinn, herra, frá sjón- arhóli guðs, hvort daginn fyrir þessa hátíð, eða kvöldið réttar sagt, opni t. d. Mímisbar Hótel Sögu dyr sínar á venjulegum víntíma, skutli aukaborðum á dansgólfið, en Iáti jafnframt píanóleikara hússins, leika ósköp venjuleg og saklaus dans- og dægurlög — bara ekki dansa, jafnframt því, sem þér, herra, leggið blessun embættis yð- ar yfir það, að æskunni sé leyft að dansa að vild nætur og daga — jú, jú á sjálfan hvítasunnudaginn — í Reykjavíkurlandinu Saltvík? Orðið að ofan Þá má og spyrja Geir borgar- stjóra hvort honum hafi borizt ein- hver tilkynning af himnum ofan, að guð sé bara alls ekki nálægur í Saltvík eða hafi látið sér nægja Framhald á bls. 6. Ajax skrifar um: A þingiskosningar 1971 Vesturlands- kjördæmi Þarna getur kosningin orðið tals- vest spennandi. Síðast fengu Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur tvo hvor, en Alþýðuflokkurinn einh. Nú telja bjartsýnir Fram- sóknarmenn sig hafa möguleika á að' fá þrjá menn kjörna. Og sumir telja, að Alþýðubandalagið geti ef til vill fengið Jónas Árnason kjör- inn. Það getur því farið svo, að þarna verði háð tvísýn barátta milli Gröndals, Jónasar og Alexanders Stefánssonar. A-LISTINN Fylgi Alþýðuflokksins í kjör- dæminu er mest á Akranesi, en einnig nokkuð í þorpunum á Snæ- fellsnesi. í Borgarnesi hefur það alltaf verið fremur lítið. Spurning- in er nú, hvort samtökum frjáls- lyndra tekst að höggva eitthvað verulega inn í fylgi Alþýðuflokks- ins. Þekktustu menn á listanum auk Gröndals eru sennilega íþrótta- garparnir gömlu á Skaganum, Rík- harður og Helgi Daníelsson. B-LISTINN Ásgeir í Ásgarði og Halldór E. Sigurðsson eru aftur í efstu sætun- um. Sumir eru að spá því, að Hall- dór verði landbúnaðarráðherra, þeg ar nýja stjórnin verður mynduð. í þriðja sætinu, sem sumir telja bar- áttusæti, er Alexander Stefánsson, sem um langt skeið hefur verið framámaður í Ólafsvík. Hins veg- ar er nú ekki á Iistanum frændi Alexanders, Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli, formaður Stéttar- sambands bænda. Kannske vill Gunnar stöðu sinnar vegna ekki hafa á sér of sterkan pólitískan Iit. Daníel Ágústínusson er nu færður niður í fjórða sæti. f fimmta sæt- inu er ungur og upprennandi mað- ur, Davíð Aðalsteinsson á Arn- bjargarlæk, Hann er sonarsonur hins þjóðkunna bændahöfðingja Davíðs Þorsteinssonar á Arnbjarg- arlæk, sem var harður Sjálfstæðis- maður. D-LISTINN Listinn kemur tveimur mönnum að. Þrjú efstu sætin eru óbreytt frá því síðast, Jón Árnasson, Friðjón Þórðarson og Ásgeir Pétursson. Jón er bezta sál, en hann er ekki maður til að. skipa sæti Péturs Ottesens, hann vantar allan hans lit og safa., Reyndar > eru menn- á borð við Pétur.ekki á hyerju strái. í fjórða ..sætinu er ungur bóndi, Kalman Stefánsson í ,Kalmans- tungu,,kominn af gömlum íslenzk- um aðli,- Briemum og Stephensen- um. Hvernig blandast harka Steph- ensenanna og Ijúflyndi Briemanna? F-LISTINN Um fylgi þessa lista er erfitt að spá, en víst er >þó, að -hann getur ekki komið manni- að . Flokkurinn fékk talsyert fylgi á .Akranesi í síð ustu bæjarstjórnarkosningum, og kvað eiga einhvern slæðing víðar í kjördæminu.,. Efsmr er Haraldur Henrýsson, lögfræðingur úr Reykja vík, sem stundum hefur setið á þingi, sem varamaður Hannibals. Hann er upprunninn í krataum- hverfi, en gekk ungur í gamla Þjóð varnarflokkinn og síðar í samtök frjálslyndra. í öðru sæti er Herdís Ólafsdóttir á Akranesi, foringi verkakvenna þar á staðnum og sögð talsvert hörð af sér. G-LISTINN Tekst Jónasi Árnasyni að ná kosningu? Líldega fær enginn fram bjóðandi á landinu eins mörg at- kvæði út á persónulegar vinsældir, sem koma pólitíkinni ekkert við, og hann. Ekki hefur Jörundur minnkað vinsældir Jónasar. Jör- undur, sá gamli ævintýramaður, skyldi þó ekki eiga eftir að hafa áhrif á íslenzka pólitík, þó að liðið sé hátt á aðra öld síðan hann var .að brambolta hér? Það verður lengi reimt eftir hann á landinu bláa. , Eitt sterkasta framboð G-listans er Guðmundur Þorsteins:son bóndi á Skálpastöðum, mikilhæfur ungur efnismaður, í föðurætt af Grund- armönnum í Borgarfirði. en af kunnum önfirskum ættum í móð- urkyn. Ingólfur viðskiptamála- ráðherra Halldór Sigurðsson, alþm., telur sig öruggan í landbún- aðarráðherraembættið ef íhald og Framsókn rotta sig saman eftir kosningar, enda má telja víst að Framsókn krefjist þess. Halldór er þegar farinn að láta ráðherralega, þótt rembingur í garð Ingólfs í sjónvarpi hafi mjög misst marks. Veiferð bænda undir stjórn Ingólfs, hefur þó orðið til þess, að kaupmenn vilja óðir fá Ing- ólf í viðskiptamálin og leggja sumir hart til að svo verði. Framhald á bls. 6. Leikfang Mánudagsblaðsins Norðurlands- kjördæmi vestra Einnig hér getur orðið spennandi kosning. Framsókn hefur við und- anfarnar kosningar fengið kosna þrj á menn af fimm, én oft hefur munað mjóu um þriðja manninn, kratar og kommar háfa verið rétt á hælum hans. Björn á Löngumýri hefur varið þetta sæti með prýði, en nú er hann kominn í öruggt sæti, er nr. 2. Eftir er áð vita, hvort hinum nýja þriðja manni tekst að verja sætið svo fimlega. A-LISTINN Jón Þorsteinsson hverfur af þingi, en í efsta sætinu er Pétur Pétursson, sem hefur setið á þingi áður. Kannski æflar Jón nú að helga sig skákinni að nýju. í öðru sætinu er kunnur borgari á Siglu- firði, Sigurjón Sæmundsson. B-LISTINN Nú er Skxili Guðmundsson horf- inn af sviðinu, og var það sjónar- sviptir. Hann var síðasta skáldið á þingi. Hver yrkir nú á Alþingi stökur, sem eitthvað er varið í? Þaðan kemur sennilega ekki annað af slíku í framtíðinni- en eitthvert ómerkilegt leirbull. Framhald á bls. 7.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.