Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Síða 4
4
AAánudagsblaðið
Mánudagur 7. júní 1971
Blnófyrv aila
Sími ritstjómar: 13496 — Auglýsingasími: 13496.
Verð i lausasölu kr 25,00 — Áskriftir ekki teknar.
Prentsmiðja Þ)óðviljans.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON.
Hræsni kirkjuyfirvaldanna -
óttíhinna veraldlegu
Eins og sjá má, af greininni hérna við hliðina um Saltvíkur-
ptburðina, og þær furðulegu athafnir, sem þar áttu sér stað
„í tilraunaskyni", svo og í afsökunargrein á 8. síðu vegna
téðra atburða, þá er enn við lýði þjóðaríþrótt opinberra starfs-
manna, að afsaka og leyna öllum mistökum sem þá kann að
henda, en kenna þjóðinni í heild að öðrum kosti.
Þá má skoða grein þá, sem hér er á forsíðu til að kynnast
sjálfsblekkingu og hindurvitnum þeim, sem hið opinbera og
leiðtogi kirkjuvaldsins á Islandi sameinast um í tilgangi sem
oss er alveg óskiljanlegur. Kirkjuvaldið hefur orðið mörgum
umhugsunarefni síðari árin. Kirkjustarf sem hefur vaxið risa-
skrefum síðan núverandi biskup tók við embætti, þótt trúin
sjálf sé enn úti í horni nema á skrautdögum þegar guðshús
eru vígð, klukkum hringt eða býsnast er yfir öðrum tiiefnum,
sem hlíða þykir að skrúðklæða trúarlegum athöfnum. Biskup-
inn okkar hefur gert embætti sitt svo feiknarlega umsvifa-
mikið, að gömlu biskupamir myndu koma úr gröfum sínum
með meiri nauðung en biskupar þeir sem Loftur heitinn særði
fram, ef þeir vissu hvílíkt bákn kirkjan væri orðin á ekki lengri
tíma.
En þótt vald kirkjunnar á Islandi notist við Mercedes Benz,
fjölgi starfandi prestum, auki öll útgjöld og klæðist tízk' iún-
ingi útlenskra kirkjuhöfðingja, þá gildir öðru máli um hinn
raunhæfa rekstur kirkjumála á Islandi. Synodusar fjalla aðai-
lega um bætt híbýli klerka og skiptingu prestakalla, hjálpar-
starfsemi og kaup eða snýkjur flugvéla, sem síðan eru gefnar
vegna þess, að EKKERT er upp úr þeim að hafa. Hið mann-
lega er hins vegar ekki eins í heiðri haft. Nýungagirnin á ytra
borði er í engu samræmi við fornaldarmennskuna í rekstri
og viðhaldi úreltra helgidaga, serrr'allar þjóðir hafa löngu
aflagt. Við búum þar við þvilík skilyrði, að hverjum manni
blöskrar, sem ekki hefur alizt upp við þessa fornaldar-
mennsku. Ástæða er» augljós. I samræmi við veraldlegt brölt
klerkastéttarinnar undir biskupi myndu ýmsar tekjur rýrna ef
brugðið yrði á það ráð að fækka þessum auka-,,helgidögum",
svikahelginni, sem blómstrar hér eins og náðarblómið eilífa.
En á réttlætinu og sanngirninni í garð hins almenna borgara
og jafnvel þjóðarinnar í heild er meiri skortur en á vatnsdropa
í helvíti. Við erum skikkaðir til að leggja niður vinnu daga,
sem jafnvel hinir kristnustu hafa aldrei hugsað sér helga.
Okkur eru sett bönn og boð varðandi alla hegðan okkar. Hið
veraldlega vald er skikkað til að banna mönnum samkomuhald
með dans innan takmarka stór-Reykjavíkur meðan biskup
Ijær Æskulýðsráði einn klerka sinna til að taka þátt í viltum
gleðileik í eignarlandi Reykjavíkur 15 mínútna akstur frá mið-
borginni. Þar er æskunni leyfð útrás meðan fullorðnum er
bönnuð sú djöfuls list að DANSA.
Er ekki tími til kominn, að biskup rannsaki ráð sitt áður en
þessar kreddur, þessi sjálfslygi og blekking gerir hann og
klerka hans að aumkvunarverðum augnaþjónum, sem hafa að
baki gerða sinna allt annað en hinn „and"-lega tilgang trú-
arinnar?
— Með litprentuðu sniðörkinni og hár-
nákvæmu sniðunum!
— Útbreiddasta tízku- og handavinnublað
Evrópu!
Með notkun „Burda-moden‘
að sníða og sauma sjálfar!
er Ieikur
!
KAKALI skrifar:
í HREINSKILNI SAGT
Um árabil hefur Hvítasunn-
an eða svonefnd „helgi" verið
notuð sem eins konar hópafsök-
un æskunnar til að komast
burtu úr Reykjavík og fara á
eitt allsherjar fyllerí og almennt
gjálífi m. a. hópsamfarir í verstu
tilfellum. Staðirnir, sem þessi
óða velferðaræska eru misjafn-
ir, fyrst voru það aðallega Þing-
vellir, hinn aldna og bezt þekkta
fylleríissamkundustaður þjóðar-
innar allt frá upphafi byggðar,
en síðan Laugarvatn, Þjórsárdal-
ur og aðrir vinsælir staðir nátt-
úrunnar, sem urðu fyrir þessu
skemmtilegu og heilbrigðu
heimsóknum Reykjavíkuræsk-
unnar og nágrannaæsku hér
syðra.
Um árabil var þetta látið
átölulítið uns gjálíf þjóðin gat
ekki almennilega rennt því nið-
ur kinnroðalaust, að hér var á
ferð ekki aðeins argasti ólifnað-
ur, sem vitað var frá upphafi,
heldur óskemmtileg árleg „liá-
tíð" sem ekki þótti með öllu
skammlaust að út spyrðist til
annarra þjóða, í þá daga var
það og, sem blæddi í augum
yfirvalda, að allskyns einkafyrir-
tæki, sem ráku „bússa" stofnuðu
til hópferða á þessa staði með
eigin „græjur" og græddu ó-
grynni fjár, sem okkar vinsæla
skattheimta fékk hvergi fram í
sjóði sína. Eftir að unglingar
voru komnir í bann á t. d. Þing-
völlum, Laugarvatni og enn
fleiri stöðum og blaðaskrif á-
samt myndum og lýsingum urðu
til að rumska við yfirvöldum,
þá féll Reykjavíkurborg enn í
lukkupottinn.
Með klókindum og aðstoð
hæstaréttar tókst að véla út jörð
af einum af ríkari kaupmönnum
Iandsins, ómetanlega jörð í ná-
grenni Reykjavíkur, sem eig-
andi hafði gert úr kotjörð að
stórbýli. Reykjavík hefur lengi
verið iðjusöm við að afla sér
fegurstu og beztu stórjarða í
nágrenni höfuðborgarinnar og
jafnan undir yfirskyni góðverka
og umhyggju, en þó hefur keyrt
um þverbak í ráðatíð núverandi
borgarstjóra, sem lítur — og oft
sýnilega með réttu, — að þetta
borgarfélag okkar sér eins kon-
ar útibú frá Hallgrími Ben hf.,
eins og t. d. Ræsir. Það tók ekki
borgaryfirvöldin langan tíma til
að fá yfirskin til að reka búið
Saltvík og ekki skorti kærleiks-
óminn fremur venju. Jafnframt
því, sem þær fegurstu jarðir
Kjarlarnes, sem Reykjavík hefur
sölsað undir sig eru nýttar und-
ir hálfvita, bústað drykkjusjúkl-
inga- og endurhæfingarheimili,
Víðines, vel byggða ruslakompu,
Korpúlfsstaði, þá þótti sjálfsagt
að einhver samastaður yrði
íundinn fyrir bústna og baldna
æsku, sem samkvæmt lögum
mátti ekki tæta af sér aukaþrótt
með eðlilegri vinnu, en hins
vegar hlaut af vinna af sér mesta
energíið með brennivíni og
öðrum álíka úti- og inniíþrótt-
um.
Borgarstjórn Reykjavíkur sá
sér skjótt leik á borði. Saltvíkin
hafði fengizt sem sagt ókeypis
(hjalað kaupverð kr. 4 milljón-
ir, 200 þús. út hitt á 20 árum)
svo gjarna mátti eyða einhverju
á kostnað almennings og um
Saltvíkur-
hneyksfið -
gróðabragð með
opinberri vitund
— Hver er til-
gangurinn? —
Útilokað að
stjérna — Okur
og óliðlegheit
— „Skepnu-
skapur“ í al-
gleymingi —
Sprútt og meira
sprútt — Með
sérlegri bless-
un Geirs —
Hættu boðið
heim
leið slá ryki í augu kjósenda.
í Iogandi hvelli breytti Æsku-
lýðsráð með hjálp iðnaðarins úti
húsum, fjósi, hlöðu, hrossa-
geymslum, svínahúsum og jafn-
vel súrheysturninum í ljómandi
fundarsali æskunnar, mannahús-
um var og breytt í híbýli ýmissa
ráðamanna, en síðan, eftir
galore-opnun var öllu draslinu
ásamt túnum og útengjum varp-
að í fang Æskulýðsráðs, þessar-
ar einstæðu afþreyingarstjórnar,
sem borgin rekur. Og sjá, af
stað burtu í fjarlægð. Æskulýðs-
ráð hélt staðinn sæmilega fyrstu
misserin, enda ekki hægt að at-
hafna sig nema fáa mánuði árs-
ins. Voru þarna „hlöðuböIT" og
önnur álíka atriði, heldur fá-
menn en þó með nokkrum hæf-
indum. En þetta fór að verða
leiðinlegt, skorti gamla hasar-
inn, býlífið og bústna belli
gömlu áranna á Laugarvatni og
í Þórsmörk.
Og sjá, þjóðinni.þetta æskunni
barst enn ein yfirnátúrleg hjálp.
Til sögu kom ein frægasta loðin
barðahljómsveit heimsins, að
eigin sögn, bauð fram krafta
sína í samráði og undir yfir-
stjórn Æskulýðsráðs. Þetta var
svo þegið með þökkum, miklir
peningar a. m. k. nokkrir eftir
að ýmsir aðilar höfðu dregið
putta sína úr allsherjarpottinum,
minni ábyrgð og — ef allt
gengi að vonum vonaði Geir —
þá yrði innan skamms sýnileg-
ur árangur tjaldalífsins og ungir
glókollar myndu verpast unn-
vörpum, tilvonandi skattgreið-
endur, sem hann sjálfur hefði
ekki átt svo lítinn þátt í að
kæmust undir. Það stóð ekki
mikið á samkomulagi og samn-
ingar urðu til „á einni nóttu"
eins og slagarinn segir. Sjónvarp
ið var kallað í skyndi, fram-
kvæmdastjórinn lýsti hjart-
næmri röddu, að þarna væri nú
nýjasti samastaður æskunnar til-
búinn, ekkert yrði til sparað,
tjöld fyrir 50% þjóðarinnar,
jafnvel klósett, spiluð yrði tryll-
ingsmússíkk allan sólarhringinn,
auk þess, sem til liðs hefði ver-
ið fenginn klerkur sem, að boði
biskups, vildi hafa hönd í bagga
með öllu þessu brambolti, en
bað þó guð að vernda sig þegar
ungir kölluðu þetta popp- og-
prests-messu. Það stóð sko ekki
lítið til enda var árangurinn
eftir því.
Saltvíkurhelgin, sagði einn
Iögregluþjónninn, er einskonar
sambland af öllum hvítasunnu-
helgum, sem haldnar hafa verið
sunnanlands, nema allt stór-
kostlegra, skemmtiatriðin, fjöl-
mennið, drykkjuskapurinn á
æskunni og síðast en ekki sízt
hið ofboðslega líferni.
Það vita allir, þetta var ekki
annað en sama svínaríið, bara
verra, sagði annar. Þess verður
þó að geta, að með núverandi
fyrirkomulagi er nálega útilok-
að fyrir lögreglulið, hvort held-
ur er einkennisklætt eða ekki
að halda uppi reglu og þá enn
síður sjálfboðaliða. Þessar hóp-
samkundur með bítla í farar-
broddi verða alltaf sama kyns.
Lögreglan er ætíð ákaflega var-
færin í yfirlýsingum af ástandi
bæði vegna þess, að henni finnst
að á sig falli blettur ef allt fer
úrskeiðis og svo, að hún vill
ekki skapa áhyggjur foreldra að
nauðsynjalausu.Talsmenn Æsku-
lýðsráðsins sem skemmmninni
stjórnuðu voru þó ómyrkir í
hóli sínu og ánægju. Gekk með
ágæmm, lærðum mikið af þessu,
var viðkvæðið í útvarpi og sjón-
varpi. Hljómsveitin hafði annað
hvort vit á að þegja eða kom
ekki upp orði fyrir gróðataln-
ingu.
Okrið reið svo ekki við ein-
Framhald á 5. síðu.