Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Síða 5
Mánudagsblaðið
5
Smásaga Mánudagsblaðsins:
Komdu aftur ástin mín
„Alveg eins og í gamla daga
finnst þér ekki?" sagði Símon bros-
andi, við stúlkuna, sem sat gegnt
honum. Hún brosti líka — rólegu,
dularfullu brosi — og leit burt frá
honum í kringum sig í viðhafnar-
legum veitingasalnum
„Næstum því eins og í gamla
daga", sagði hún. „Næstum því...
ekki alveg eins Við erum tvær ólík-
ar persónur núna, þú og ég, Símon.
Hann vissi, að hún hafði á réttu
að standa. Þau voru bæði breytt.
Hann hafði hitt hana aftur, eftir
þriggja ára dvöl í útlöndum ... og
hafði fundið fyrir nýja Ciare, kunn-
uga honum, en þó ókunnuga að
einhverju Ieyti.
Það hafði verið undarlegt augna-
blik fyrir hann, þegar hann sá hana
aftur andspænis sér í einhverju
boði. Hún hafði alltaf verið falleg,
en nú var hún fullþroskuð líka —
stillt í framkomu og snyrt eftir
nýjustu tízku. Hann gekk til henn-
ar og sagði hægt: „Sæl vertu, Claré".
Hann sá undrunina og gleðina
í svip hennar. Hún sagði strax með
hlýju: „Nei, Símon, en hvað það
var gaman að hitta þig!“ Það var
engin kali eða vandræðasvipur, og
meðan þau töluðu saman minntist
hann hins ákafa, indæla, eldheita
barns, sem hún hafði verið, og
hann hafði átt svo æsta deilu við.
Þau höfðu ekki orðið ásátt, til
þess hafði ekki verið tími. Skipið,
sem Símon fór með, sigldi daginn
eftir, og hann hafði ekki látið und-
atf tttn eiHMr þumlung. Um hríð
hafði honum liðið mjög illa. En
svo hófst nýtt Iíf fyrir honum, og
Clare varð lítið annað en endur-
minningin ein, sem hann verkjaði
KAKALI
Framhald af 4. síðu.
teyming. Inngangurinn var hóf-
Iegur fyrir þrjá daga. En þar
unnu piltarnir upp, sem ekki
okraðist af inngangseyri. Gosið
selt á þúsundföldu okri, flösk-
urnar kostuðu um 30 krónur,
sem seldar eru frá fyrirtækjun-
um á innan við fimm krónur,
eða sama verði og flöskur þess-
ar eru á fínustu veitingahús-
um. Hver einasta smuga
var notuð af hljómsveitinni,
sýnilega með blessun æskulýðs-
forkólfanna til að ræna krakk-
ana, ekki að eins í gosi heldur
og hverju einasta öðru sem
þarna var prangað með.
Öll þessi fyrirmynd, og við
sleppum því versta, er unnin
með blessun borgarstjórnarinn-
ar, æskulýðsfulltrúanna og hins
opinbera eftirlits, sem allt er
undir valdi og áhrifum borgar-
stjórans okkar. Hann þarf ekki
að reyna að koma af sér ábyrgð-
inni. Hún er honum eins skyld
og malbikunarhugsjónin, sem
reyndar er ein stórkostlegasta
einkahugsjón, sem nokkur kjör
inn opinber starfsmaður hefur
beinlínis Iifað og dafnað á.
Hann getur ekki borið af sér
sakirnar enda mun hann ekki
reyna það.
Sprúttsalarnix biðu utan hliðs
dálítið undan, eins og gamalli und.
Nú gat hann ekki einu sinni
munað, hvað þau höfðu deilt um
. . . einhverja barnalega vitleysu
sennilega. Sjálfsagt hefur það verið
eins mikið mér að kenna og henni,
hugsaði hann.
Hann hafði aldrei búizt við að
verða ástfanginn á nýjan Ieik í
þessari ólíku, en hrífandi konu, sem
hún nú var orðin.
í kvöld var hún í kjól, sem átti
ágædega við hina hlýlegu fegurð
hennar. Hann lét í Ijós aðdáun sína
og hún leit beint til hans og sagði
alvörugefin: „Mér þykir vænt um,
að þér líkar hann, Símon".
„Þú greiðir þér öðruvísi," sagði
hann. „Hún er mjög falleg þessi
hárgreiðsla þín".
„Já," sagði liún, „mér finnst hún
eiga við mig. Kanntu við varalitinn
á mér? Hann er nýr. Hann er í stíl
við naglalakkið mitt. Fallegur,
finnst þér ekki?"
Hann sá glettnina og góðlátlegt
háðið í augum hennar og brosi.
Það kom á hann og hann sagði:
„Clare, hvað er að? Hef ég
móðgað þig?"
„Nei," svaraði hún blíðlega. „Þú
hefur ekki móðgað mig. Þetta var
bara dálítill brandari. Ég skal segja
þér betur frá því seinna".
Hann breytti um umræðuefni.
„Hvernig gengur lífið hjá þér,
Clare? Segðu mér eitthvað um
sjálfa þig. Það er orðið langt um
liðið, síðan við hittumst síðast".
„Já . . . ég er að hugsa um að
fara að gifta mig, Símon. Það er að-
eins hugsun ennþá. Annars geri ég
ekki ráð fyrir, að ég væri hér í
og innan og seldu varning sinn,
sagði einn hneykslaður eftirlits-
maður. Ég sótti dóttur mína, 15
ára, drukkna, rifna og skítuga
klukkan 10 fyrsta kvöldið, sagði
reiður og vonsvikinn faðir. Eft-
irlitið sveik. Skepnuskapurinn
þarna á sér enga hliðstæðu og
aðeins íslenzka veðrið varnaði
því, að allt pakkið flæktist um
nakið, öskrandi eins og villi-
mnnafyrirmyndirnar, sem þarna
áttu mest að græða.
Ekki lítið kompliment fyrir
starfsemi og þroska æskulýðs-
fulltrúanna.
Þessu verður ekki svarað af
hálfu hins opinbera. Því er ekki
svarandi, en reyndar ætti fram
kvæmdastjóri eins borgarfélags
að koma fram fyrir alþýðu og
hreinlega játa, að hann og menn
hans hafi ekki bolmagn til að
mæta svona fjöldasamkundum
án þess að missa þær út úr hönd
unum og flattera svo sig og
stjórn sína í opinberum miðlur-
um. Skraf blaðanna verður ekki
tekið alvarlega, því ekki má
blása köldu að þessum geistlegu
herrum, sem hér eru í stjórn
eða eiga gróðavon á aumingja-
skap hinna yngstu í borgarfé-
laginu.
Ertu farinn að hlakka til
verzlunarmannahátíðarinnar,
Geir? — Það er líka þín hátíð.
kvöld. Það er nærri því fullákveð-
ið,
Hann leit á hana steini Iostinn.
„Elskarðu hann?"
„Já, ég er ekki að giftast honum
peninganna vegna. Auðvitað elska
ég hann. Hann er góður, elskulegur
maður . . ."
Óttasleginn og í kæruleysi sagði
hann: „En þú elskar hann ekki.
Ekki eins og við elskuðumst," sagði
hann. „Þú mátt ekki gera það,
Clare".
„Hvers vegna?"
„Af því þú elskar hann ekki.
Mér er alveg sama, hve góður hann
kann að vera. Það eru fleiri menn
í heiminum. Ég, til dæmis".
Nú sá hann loksins sigri hrós-
andi, að hann hafði komið lagi á
hana. Hún leit upp undrandi. „Þú,
Símon, þú?" Svo leit hún undan
og hvíslaði. „En það er . . . mjög
gömul saga núna".
Hann sagði: „Ég elska þig, Clare.
Ég býst við að ég hafi aldrei hætt
að elska þig. Ég vil giftast þér. Ég
hafði ekki hugsað mér að segja þér
það svona undirbúningslaust, en þú
hefur neytt mig til þess með þess-
um frétmm. Gerðu það .. . þú elsk-
aðir mig einu sinni?"
»Já," sagði hún lágt. „Ég gerði
það". Hún leit til hans og spurði:
„Símon, mannstu kvöldið áður en
þú fórst burtu? Mannstu hvað við
rifumst um?"
„Skiptir það máli?" spurði hann.
„Við vorum ung og óttalegir græn-
ingjar bæði. Hvort tveggja sagði
hluti, sem við meintum ekki og..."
Hann þagnaði. Svona svar dugði
ekki.
Hún andvarpaði. „Skrítið, finnst
þér ekki. Þú skildir við mig harmi
lostna og þú mannst ekki einu
sinni hvers vegna".
„Clare," byrjaði hann, en hún
bandaði honum að hætta. „Bíddu,
lofaðu mér að ljúka því, sem ég
ætlaði að segja. Eftir að þú fórst
burt, var ég afar óhamingjusöm.
Ég gat ekki gleymt þér. Ég elskaði
þig svo mikið. En nú er það breytt.
Ég mun finna hamingju án þín.
Það er typiskt, að þú skulir koma
núna og reyna að blanda þér í það.
Þú segist elska mig, en ég trúi þér
ekki. Þú manst ekki einu sinni,
hvað það var, sem gerði út um á
milli okkar. Það sýnir, hvað lítið
það snerti þig í raun og veru. Þú
elskaðir mig ekki þá og gerir það
ekki núna".
Hún tók upp hanzkana sína og
tösku og stóð upp. „Vertu sæll,
Símon. Ég þakka fyrir matinn".
Hann stóð líka upp og sagði
reiðilega: „Clare, þú getur ekki gert
þetta!"
Hún sagði rólega: „Ég held það
sé fyrir beztu. Annars kynnum við
að byrja á nýjan leik að segja hluti,
sem við meinum ekki".
Hún var farin. Lofum henni að
fara, hugsaði hann, reiður og ráða-
laus. Hann borgaði reikninginn og
fór. Uin hvað höfðu þau rifizt?
spurði hann sjálfau sig. Af hverju
skipti það svo miklu máii?
Hann fór að brjóta heilann um
þetta og aJlt í einu var eins og
leiftri br/gði fyrir í huga honum,
hann sá það allt ljóslifandi fyrir
sér.
Hann veifaði í bíl og Iét bílstjór-
ann fá heimilisfang hennar.
Þegar hún opnaði dyrnar fyrir
honum, sá hann strax, að hún hafði
verið að gráta.
Hann sagði blíðlega. „Clare, ég
er kominn til að segja þér, að nú
man ég allt. Fyrirgefðu mér, elsk-
an".
Hún Ieit á hann undrandi aug-
um og sagði hægt: „Símon, ertu
viss um, 'að þú vitir, hvað þú ert
að segja? Þú sagðir. „Fyrirgefðu
mér". Þú sagðir . . ." Svo brast hún
aftur í grát, og hann tók hana t
faðm sér.
Hann sagði blíðlega: „Á ég að
segja þér, Clare, hvað gerðist, eins
og ég man það? Það voru tvær
manneskjur, sem elskuðust mjög.
Hún var skapmikil stúlka, dásam-
legasta stúlka í heimi. Hann var
. . . ja, ekki slæmur piltur inn við
beinið. Hann var uppfullur af
hleypidómum. Hann hataði andlits-
málningu. Stúlkan hans varð að
vera í fötum, sem hann valdi henni.
Hún mátti ekki reykja. Hann var
afbrýðisamur út af vinum hennar,
áhugamálum hennar. Stúlkan vildi
ekki þola það, svo þau skildu. Svo
kynntist hann dálítið betur lífinu
og varð annar maður. Og sérðu
ekki, elskan, að ef hann hefði ekki
breytzt, þá hefði hann munað,
hvernig á stóð deilunni og segði
ennþá, að hann hefði rétt fyrir sér?
Hlustarðu á mig, Glare?”
„Já," sagði hún bældri röddu.
„Ég hlusta”.
„Þess vegna," hélt hann áfram
glaðlega, „kom hann aftur breyttur
maður . . . hinn sanngjarnasti í
kröfum. Maður, sem gæti jafnvel
orðið góður eiginmaður. Clare, erm
að hlæja eða gráta?"
„Hvort tveggja." Hún hjúfraði
sig að honum og hvíslaði: „Ó,
Símon. Ég hef verið svo óham-
ingjusöm!"
Hann þrýsti henni fastar að sér
og sagði með sannfæringu: „Jæja,
þú gemr bara hætt að vera óham-
ingjusöm. Þú giftist mér og verð-
ur hamingjusöm það sem eftir er
æfinnar".
Hún gat ekki að sér gert að
brosa með sjálfri sér, að sumu Ieyti
var hinn gamli, ráðríki Símon
þarna enn kominn. En hún var Iíka
orðinn fullorðin og kunni á honum
tökin. Svo hún hallaði höfðinu að
öxl honum og sagði auðmjúk: „Já,
Símon . . . Þetta er alveg rétt hjá
þér, elskan . . . allt sem þú segir".
Peir, sem vilja koma
greinum og öðru efni
í Mónudogsblaðið
hafi sambond við
rifsfjóra eigi síðor en
miðvikudag nœstan á
V