Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Qupperneq 7

Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Qupperneq 7
Mánudagur 7. júní 1971 Mánudagsblaðið 7 Alþingiskosningar 1971 Framhald af 1. síðu. Ólafur Jóhannesson, formaður flokksins, er nú í efsta sæti, en Björn Pálsson í öðru. Björn má fyrir enga muni hverfa af þingi, hann er einn af örfáum, sem setur svip á þann þokugráa hóp, maður með lit og lögun. f baráttusætinu er nú Magnús Gíslason á Frosta- stöðum. Magnús er vel ritfær, en trú hans á hinn eina rétta flokk er sakleysislega bamsleg. Rétt og rangt í pólitíkinni — herra minn trúr! Annars eru Frostastaðamenn gáfuð og litrík ætt. Af þeirri ætt var hinn kynlegi kvistur Guðmund ur Þorláksson magister, kallaður Glosi af stúdentum. Um hann gengu margar þjóðsögur í upphafi þessarar aldar. Þetta var fluggáfað- ur maður, en ekki lánmaður að sama skapi. Hann var afabróðir Magnúsar Gíslasonar. D-LISTINN Hann fær tvo menn kjörna eins og síðast, sér Gunnar í Glaumbæ og Pálma á Akri. Eyjólfur Konráð Jónsson verður varamaður. Sjálf- stæðismenn þarna virðast ekki vera neitt mikið fyrir að breyta til. Þetra eru sléttir og felldir menn, en um þá myndast aldrei þjóðsögur eins og um Jón á Akri. G-LISTINN Sumir telja að Ragnar Arnalds hafi möguleika á því að ná kosn- ingu núna og verið getur, að hon- um heppnist það. Hann er nú flutt ur í kjördæmið, býr í Varmahlíð. Ragnar og Hannibal stjórna flokk- um sínum úr dreifbýlinu. Ragnar þelgár “sig alveg pólitíkinni, en ekki skáldskap eins og kollega hans, Jqnas, Árnason, Má það furðulegt heita, þar sem Ragnar er kominn bæði út af Matthíai Jochumssyni og Einari H. Kvaran. Kannski kjósa einhverjir rómantískir Skag- firðingar hann út á það, að langafi hans orði héraðssöng Skagafjarðar. Norðurknds- kjördæmi eystra í síðusm kosningum fékk Fram- sóknarflokkurinn þrjá þingmenn, Sj álfstasðisflokkurinn tvo og Al- þýðubandalagið einn. Síðan hefur það gerzt, að Björn Jónsson hefur yfirgefið Alþýðubandalagið og far- ið yfir-til frjálslyndra. Þetta skap- ar mikla tvísýnu um úrslitin nú. Kemst Björn að, eða Bragi Sigur- jónsson eða Stefán Jónsson? Talið er, að þessir þrír listar fái rúmlega eitt þúsund atkvæði hver. Eða er hugsanlegt að atkvæðin falli þann- ig að Framsókn komi fjórum mönn um að? Sá möguleiki virðist einn- ig Vera fyrir hendi. Framsókn fékk síðast rúmlega 4500 atkvæði. Ef hver .hinna þriggja flokkanna fær um 1100 atkvæði er fjórði maður Framsóknar kominn að, ef Fram- sókn heldur sama atkvæðamagi. Möguleikarnir eru því fjórir: 1) Sjálfst. 2, Framsókn 4. 2) Sjálfst. 2, Frams. 3, Alþ.fl. 1. 3) Sjálfst. 2, Frams. 3, Frjálsl. 1. 3) Sjálfst. 2, Frams. 3, Alþýðubandalag 1. Úrslitin eru því sarinarlega ó- viss. Og til að auka á óvissuna verkar Laxárvirkjunarmálið mjög í þessu kjördæmi, en í því eru allir flokkar klofnir, Akureyringaív eru á öndverðum meið við Þingeyinga. Og þarna er það miklu meira hita- mál en hin venjulega gamla flokka- pólitík. A-LISTINN Bragi Sigurjónsson er aftur efst- ur, og hugsanlegt er, að hann eigi möguleika á kjöri. Hann hefur tek ið afdráttarlausa afstöðu með Akur- eyrarlínunni í virkjunarmálunum, og frændum hans í Suður-Þingeyj- arsýslu finnst hann hafa svikið sig í tryggðum. En reyndar er fylgi flokksins miklu meira á Akureyri en í Þingeyjarsýslu hvort sem er, Þriði maður listan, Hreggviður Hermannsson læknir, hefur verið talinn mjög svo vinstri sinnaður, og gerðu Hannibalistar sér um ein skeið von um að ná í hann, en sú von hefur brugðizt. B-LISTINN Þar eru engar breytingar í efstu sætum, Gísli, Ingvar, Stefán, Jónas. Gott er, að Gísli, þessi heiðursmað- ur af gamla skólanum situr á þingi eitt kjörtímabil enn. Bjartsýnir Framsóknarmenn gera sér vonir um að Jónas Jónsson, sonarsonur Sig- urðar ráðherra frá Yztafelli, nái kosningu, og sá möguleiki er ekki alveg óhugsandi. Það er svo í þessu kjördæmi, að í sumum byggðarlög- um er það nokkurn veginn jafn sjálfsagt að vera Framsóknarmaður og að vera KR-ingur í gamla vest- urbænum í Reykjavík. í slíkum sveitum er í rauninni öll pólitík úr sögunni, Þetta er orðið eins flokks kerfi eins og á Spáni eða fyrir aust- an tjald. D-LISTINN Jónas Rafnar hættir nú þirig- mennsku, en sæti hans tekur Lárus Jónsson, áður á Ólafsfirði, nú á Akureyri. Magnús fjármálaráð- herra er efstur, þó að hans rætur séu í Norðurlandskjördæmi vestra. í þriðja sæti er Halldór Blöndal systursonur Bjarna Benediktssonar. Hann er sagður á Þingeyingalín- unni x virkjunarmálunum. F-LISTINN Björn Jónsson er einn aðalmað- urinn í samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Hann hefur um sig harðsnúinn flokk á Akureyri, en fylgi hans er eitthvað valtara hjá Þingeyingum, því að hann er ein- dreginn virkjunarmaður. Björn er vinsæll af mörgum í sínum heima- högum, en sumum flokksbræðrum hans í Reykjavík er ekki mikið um hann, þykir hann alltof afskiptasam um um málefni flokksins hér syðra. Það er ekki alveg óhugsandi, að Björn nái kosningu, en frekar er það ósennilegt. G-LISTINN Hér er efstur sá þjóðkunni skemmtimaður Stefán Jónsson dag skrárstjóri, manna fyndnastur og skemmtilegastur ? viðræðum - og skopskáld ágætt, þegar honum tekst qpp. Hann er alyeg með Laxár- bændum í virkjurewmálinu og-vinn ur.sennilega fylgi á því í Þingeyj- arsýslu, en ekki á-Akureyri. Flugs- anlegt er, að Stefán verði kosinn. í öðru sæti er glæsikonan, Soffía Guðmundsdóttir, reykvískur Vest- urbæingur að uppruna, systir Karls Ieikara. Sá þriði er svo Þorgrímur Starri ' í Garði, maður Jakobínu skáldkonu. í heiðurssæti ,er gamli Jón Ingimarsson á Akureyri. Hann var um eitt skeið orðaður við Stein grím Aðalsteinsson og hans kompaní og hann var einn helzti stuðningsmaður Gunnars Thorodd- sens í forsetakosningunum. Sam- búð hans og Björns Jónssonar var stundum sögð erfið á meðan þeir voru í sama flokki, en nú geta þeir skammast af hjartans lyst. Austurlsnds- kjördæmi Hér liggur enginn spenningur í loftinu. Úrslitin eru viss fyrirfram. Framsóknarflokkurinn fær þrjá, en Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu bandalagið einn hvor. A-LISTINN Alþýðuflokkurinn á um 300 at- kvæði í kjördæminu, sennilega einna mest á Seyðisfirði, sem í gamla daga var sterkt vígi flokks- ins, þegar Haraldur Guðmundsson var þar. Efsti maður listans er þó ekki Seyðfirðingur, heldur rafveim stjórinn í hinu upprennandi Egils- staðaþorpi, Erling Jónasson. B-LISTINN Hér er allt óbreytt, Eysteinn, Páll, Vilhjálmur. Eysteinn er að miklu leyti búinn að draga sig í hlé úr sviptibyljum stjórnmálanna, þó að ekki verði hann kallaður gam- all maður. Talið er, að hann muni ekki verða í næsm ríkisstjórn, þó að svo fari, að flokkurinn taki þátt í myndun hennar. Páll Þorsteinsson er.eitt af,því, sem ekki breytist, þó að ár og aldir líði. Hann stendur eins og Lóma- gnúpur, alltaf samur við sig: 'Manfti finnst einhvern veginn ósjálfrátt, að hann hljóti að verða enn á þingi um næstu aldamót og enn að skrifa ágæt eftirmæli um framliðna Ör- æfinga. D-LISTINN Hér var gerð breyting á. Sverrir Hermannsson skipar efsta sætið í stað Jónasar Pémrssonar, sem var settur í neðsta sætið, heiðurssætið. Einhver talsverð átök urðu um þetta í flokknum, og Jónasarmenn em sagðir ekki neitt glaðir í bragði. Langbezti maður þessa lista er auð- vitað Reynir Zoéga í Neskaupstað, fluggáfaður maður og mikilhæfur. Manni finnst, að hann hefði átt að vera sjálfkjörinn í efsta sætið. F-LISTINN Þessi Iisti hefur enga von um að fá mann kjörinn, en. aönars greinir menn á um fylgi haris, Fylgismenn hans segja að hann múni fá um 500 atkvæði, en óvínirnir um 150 atkvæði, Efsti maðúr listans er Skjöldur Eiríksson á Skjöldólfsstöðum. Hann er vel gefinn maður, enda á hann til slíkra að telja, sysmrsoriur Magnúsar Stefárissonar (Arnar Arnarsonar) skálds. í næsta sæti er Matthías F.ggertsson á Skriðu- klaustri, sern talár flesmm bemr um daginn Og vegínn í útyarpinu. Þriði maðurinn er Kjartan ÓJafs- son læknir á Seyði'sfirði, sem hefur flutt sig frá ' kömmúnismm til Hannibalista frá Kreml til Karþa- gó. G-LISTINN Lúðvík er efstur og verður kos- inn. í næsta sæti er Helgi Seljan, gamall Þjöðvarnarmaður. En mest umtlaður er Sigurðut Blöndal skóg- arvörður á Hallormsstað, sá, sem hélt í vemr útvarpserindið fræga, sem setti landið á annan endann, og var raunar ágætt. Fjórði maður er Torfi á Hala, bróðursonur Þór- bergs. Ekki fylgir það sögunni, hvort hann er nokkurri skáldskapar gáfu gæddur eins og frændinn og reyndar faðirinn líka. En kannske Torfi eigi eftir að frelsa Suðursveit- ina. Suðurlands- kjördæmi Hér geta hlutirnar orðið spenn- andi. Síðast fékk Sjálfstæðisflokkur- inn þrjá, Framsókn tvo og Alþýðu- bandalagið einn. Síðan hefur þing- maður Alþýðubandalagsins, Karl Guðjónsson, gengið úr flokknum og er nú efsmr á lista Alþýðu- flokksins. Hvernig þetta verkar á úrslitin er nokkuð óljóst. Mariý* telja, að Framsókn fái nú þrjá menn kjörna. Sumir halda, að Karl eigi einhvern möguleika og aðrir, að Alþýðubandalagið fái afmr einn mann. Framboð Hannibalista rugl- ar þesar spár enn meir, en þeir draga eitthvað dálítið frá öllum þremur vinstri flokkunum. A-LISTINN Þar er Karl nú efstur. Spurning- in er, hvort hann dregur eitthvert verulegt atkvæðamagn frá sínum gamla flokki. Sumir telja, að svo verði, en aðrir gera lítið úr því. Helzt mundi hann líklega græða á 'fófnum' ýihsáS'duiri T VéStíliaiitiá''- eyjum, þá að hann sé nú fluttur þaðan. Annar maður listans er gamall Þjóðvarnarrna$ur,‘' Bry nleí t- ur Steingrímsson læknir á Selfossi, sonur.hins harða Sjálfstæðismanns, Steingríms Davíðssonar á Blöndu- ósi. B-LISTINN Framsókn hefur möguleika á að fá þrjá menn kjörna, en ömggt er það ekki. Urgur heftir verið í ýms- um flokksmönnum síðan Helgi Bergs dróg sig í hlé og Hafsteinn Þorvaldsson var skipaður í þriðja sætið. Vestur-Skaftfellingar og jafn vel Vestmannaeyingar vildu fá Jón Helgason í Seglbúðum í það sæti, enda er Jón ágætur maður. En vera má, að Hafsteinn dragi einhver at- kvæði út á það, að hann er for- maður Ungmennafélagasambands íslands. Þó hefði það embæti haft meira aðdráttarafl fyrir hálfri öld, en það hefur nú. D-LISTINN Þarna er allt eins og var í efsm sætunum, Ingólfur, Guðlaugur og Steinþór, og eru víst allír vissir. Fyrsti vaikmáður er Einar Oddxson sýslumaður Skaftfeilinga, en : er skagfirdcrar ættar. Allur er þessi listi korninn talsvert til ára sinna, og vadri sennilega skynsamlegt af flokknum að yngja hann eitthvað upp næst. Meðalaldurinn núna slagár víst upp í meðalaldur hús- bændanrbi:{ Kreml, og er þá nokk- uð sagt. F-L1STINN Erfitt er að spá um fylgi þessa Iista. en flest fólk í kjördæmmi* spáir honum 200—250 atkvæðum. Efstur er þárna dr. Bragi Jóseps- son, sá umdeildi maður, sem styrr hefur staðið um hvað eftir annað á síðustu árum. Þetta er áreiðanlega duglegur maður, en gjarn á að lenda í árekstrum við alls konar máttarvöld, og það er honum kannske heldur til hróss en hitt. Það er sennilega ýmislegt skyn- samlegt í skoðunum hans á skóla- málum, en þó held ég, að hann sé þar of ameríkaníseraður, það, sem getur átt við þar, þarf ekki að eiga við hér á landi. Reyndar er Svía- manían í skólamálum líklega enn verri en Kanamanían. Hér er fjöldi manna, sem hreinlega gapir af að- dáun á öllu, sem frá Svíum kemur í skólamálum, þó að margir Svíar gagnrýni nú sitt skólakerfi harð- lega En svona eru íslendingar, eilíft snobberí á öllu, sem frá útlandinu kemur, einkum frá „fínum" lönd- um, bá verðum við bara mátdaus- ir í hnjáliðunum. íslendingar upp til hópa eru nefnilega ekki nein herraþjóð, heldur aumur lýður Iakaja og skriðdýra. Þetta var nú um skólamálin almennt, en er alls ekki beint til dr. Braga. Kannske á Bragi eftir að komast á þing, þó að ekki verði það núna, og kannske verður harrn orðinn menntamálaráð herra eftir nokkur ár. Og þá verð- ur nú líf í tuskunum. G-LISTINN Karl er farinn að heiman frá sér, en í efsta sæti listans er Garð- ar Sigurðsson kennari í Vest- mannaeyjum og Eyjamaður að upp- runa. Það er ekki alveg óhugsandi, að hann komist nærri því að verða kosinn eða að minnsta kosti að fá uppbÓBarsætL _ -Garðsuí ec»- glæsiv menni hið mesta, og það mætti segja mér, að hann fái ófá átkvæði út á sex appeal, til dæmis hjá róm* antískum sveitapíum í Flóanum. Engan mann á Alþýðubandalagið, sem mundi taka sig jafnveí út f sjónvarpi og Garðar, jafnvel ekkí Magnús Kjartansson Hann væri til- valinn Rudolf Valentínó flokksins og margra atkvæða virði. Auk þess er Garðar vel greindur máður og kurteis vel. Eiga ekki slíkir mann heiminn á sjónvarpsöld? Þriði maður listans er Ólafur Einarsson, sonur Einars Olgeirssön- ar, en tengdasonur Sjálfstæðis- mannsins Axels Jónssonar í Kópa- vogi. O-LISTINN Einnig hér er O-Iisti á ferðinni, skipaður á svipaðan hátt og í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, ungu og uppreisnargjörnu fólki, sem er að gera sprell í hinu stein- runna gamla flokkakerfi. Þarna er til dæmis hinn myndarlegi og skegg prúði Gunnlaugur Ástgeirsson, sem gerði mikla lukktx í sjónvarpinu um.daginn, sonur Ása í Bæ. Hann ér' skrímslafræðingur að atvinnu, að því er hann sjálfur gefur upp, og er það eflaust mjög.forvitnileg atvirinu. Hann er nr. 2 af þessu tagi á íslandi, nx. 1 er Þórbergur Þórðarson, sem hefur diploma, sem féiagi í Alþjóðasambandi monstró- loga. Og ekki veitir íslenzkum stjórnmálum af að fá sér einn rnonstrólog, því að er ekki pólitíkin hér á voru landi öll ein grótesk monstrólógfa. Ajax.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.