Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Page 8

Mánudagsblaðið - 07.06.1971, Page 8
Þetta er negin hneyksli: Sendill Pennans — Víggirðingar — Löggan á vakt — Ástir lækna — 007 aftur -— Emely Keflavíkur — Steingrímur grunaður H. H. SKRIFAR: „Það er ekki nóg, að sendibíll PENNANS líti út eins og „The idiot's delight" heldur virðist sú kvöð fylgja gripnum, að mannlegur fálki sitji undir stýrinu. Þessi bifreið, sem þeysist eins og hross í rekstri cowboy-myndar um aðalgötur borgar- innar er stórhættulegur og á eftir að gera eitthvað alvarlegt ,af sér. Margsinnis höfum við tekið tímann á þessum bíl á aðal- götunum (síðast á Miklubrautinni s. I. þriðjudag) og hvernig pilturinn vatt sér milli akreina var hvorki sniðugt né fyndið og hvergi nærri öruggt. Svona garpar ættu að nota víðáttumiklu sandanna fyrir austan til að fá útrás, eða bara ná sér í kven- mann". MARGIR hafa tekið sér ágætt fordæmi Björns Ólafssonar við Hringbraut og rifið niður þessar hvimleiðu víggirðingar, sem umlykja hús þeirra. Þessir gömlu siðir voru máske góðir á sínum tíma, þótt við vitum ekki hvers vegna, en nú er þetta alveg úrelt. Runnagirðingar eða einhver álíka smekkheit eru miklu viðkunnanlegri, og sennilega heppilegri fyrir húseigend- ur. Ef, aftur á móti, er gengið eftir Laufásvegnum gætu menn haldið að þar sætu hörðustu óvinir í hverju húsi ef dæma á eftir þeim víggirðingum, sem þar eru. •------------------ „MIG LANGAR að spyrja" segir forvitin kona „hvers vegna logreglan er farin að standa vakt utan vínsölunnar t. d. Ný- borgar, þegar verið er að selja borgurunum áfengi? Svona var það kl. 3:40 28. maí s. I. og urðu sumir all-undrandi yfir þessu uppátæki. Þetta er þó lögleg útsala og væri lögreglunni nær að vera á stjái og gæta eigna og öryggis borgarbúa, en ekki vera hangandi utan við áfengisútsölur. Skilja mætti þetta þó, ef þeir væru sjálfir að næla sér í góðgæti fyrir hátíðar en svo var ekki að sjá. Löggan er mannleg, þó margiV haldi að svo sé ekki". •------------------- SNORRI læknir Hallgrímsson varð dálítið íbygginn er sjón- varpið spurði hann á dögunum, í tilefni þings norrænna skurð- lækna, hvers vegna svona mikil rómantík fylgi skurðlæknum, meiri heldur en öðrum sérgreinum í þessum vísindum, enda sönnuðu kvikmyndir og skáldsögur þetta bezt. Læknirinn gaf reyndar ekki mikið út á þessa spurningu en gaman hefði verið að heyra í Hauki Clausen eða öðrum nafntoguðum görpum úr tannlæknastétt, ef kollegar einhverntíma heyja þing hér heima. ÞIÐ MUNIÐ hann Jörund — nei James Bond, sem allt gerði vitlaust á sínum tíma. Nú er Sean Gonnery búinn.að taka við hlutverki 007 aftur og byrjaður að leika í mynd þeirri, sem gerð er eftir sögunni „Diamonds are forever" eftir lan Fleming. Aðalmótleikari hans er Jill St. John, ekki aðeins í myndinni heldur líka í raunveruleikanum. Connery ætlar að gefa tals- vert af launum sínum í menntasjóð, sem hann er einn af stofn- endum að, en fyrir myndina fær hann, að sögn 1.2 milljónir dollara. Ungfrú St. John segir, að þau skemmti sér mikið saman, en ekki sé um neinn rómans að ræða. •—---------------- OG TALANDI um erlent fólk. Við erum að fá, við og við, fyrirspurnir um það hvort Emily, sem stjórnar Emily’s after- noon í Keflavikursjónvarpinu sé íslenzk eða af íslenzkum ætt- um. Um þetta er okkur alls ókunnugt. Skal játað, að stúlkan er bráðfalleg og germönsk í útliti, en hún tálar a. m. k. eins og Vestmenn og þar sem. við höfum ekkert samband við stöðina syðra þá getum við því miður engar upplýsingar gefið. GRUNUR leikur á, að það hafi verið Steingrímur Sigurðsson, sem reit hina umtöluðu og rætnu grein Spegiisins um forustú- lið Loftleiða. Þessi orðrómur er mjög sierkur, en ókleift reynd- ist að ná í-Gteingjiún-tij-staðíestingar^.;. ,: i SYNDAFALLIÐ I Ömurlegar afsakanir Æskulýðsráðs — Hrollvekjandi hugafar leiðtoganna svo að ríða hnút á ósómann er ung ur æskulýðsfulltrúi látinn gefa yfir lýsingu, eftir reginhneyksli og mis- tök gallore, um endurtekningu. Þetta er næstum eins glæsilegt og að hrópa „encore" að lokinni jarð- arför. En hvað gera menn ekki fyrir nokkra metra af rennisléttu malbiki. í alvörulöndum yrðu borgaryfir- völdin látin gefa sæmilega skýr- ingu á að hafa staðið að svona að- gerðum. Það myndi hvergi vera liðið að æskunni yrði stefnt vísvit- andi með glamri og auglýsingum dag eftir dag inn á skemmtisvæði, sem væri ekki annað en óþverri. Fullyrt er, að meirihluti „gesta' hafi verið sæmilegir og ágætir. Vissulega. Og enginn slagsmál. Vissulega. Flestir fylleríisungling- arnir höfðu hvorki afl, vilja né löngun til að slá aðra og höfðu þau ærin verkefni að halda sér á eigin löppum, þótt illa vildi takast. Nei, hvorki Hinrik né aðrir þurfa að hrópa encore né afsaka þessi mistök. Þessi árátta hins opin bera til að beina lífi manna inn á betri brautir verður að hafa eitt- hvað haldbetra en- óskir einar og draumóra. Því fyrr, sem hið raun- verulega ástand verður forráða mönnum ljóst og þeim skilst hverju þarf við að búast og keyra hvern þann, sem af sér brýtur undir lás og slá, kann að vera, að haldin verði sæmileg unglinga-útiskemmt- un t.d. árið.1974. Fyrr ekkii. Það var þreyttur og úttaugaður maður, sem afsakaði sig og gerðir sínar í Saltvík s.L þriðjudagskvöld í sjónvarpinu. Það var engu líkara en hann hefði hreinlega tekið þátt í öllum gleðskap krakkanna í Salt- vík alla hvítasunnuhelgina. En því fór víðs fjarri. Hinrik, æskulýðs- stjóri, er í senn persónulega grand var og siðmenntaður í Svxaríki. En skýringin á hrjáðu útlitinu var sú, að hann hafði vakað í þrjá sólar- hringa, líkt og vísindamerm tungl- skotanna til þess að sjá hvort hin nýja, og vonlausa, tilraun í Salt- vík, Saltvík 71, myndi takast. Hún gerði það ekki, reyndar var ein herfilegasta „geim" tilraun, sem getur um og hafa þó þar mörg skot in klikkað. En hvað um það, eftir nokkurn svefn og mikla umhugs- un, þá kom kappinn fram fyrir al- þjóð og afsakaði hreinlega „undir drep" alla framkomu krakkanna, allan aðdragana „tilraunarinnr" og kvaðst reiðubúinn að grípa enn til vopna, ef Geir borgarstjóri krefðist þess, að rjóminn af höfuðborgar- æskunni þyrfti á kappdrykkjuhelgi að halda. Þjórsármótið Það var erfitt í æsku minni, sagði framkvæmdastjóri Saltvíkur 71, þegar ég var um fermingarald- ur og sótti gleðskap austur í sveit- um. Þá tíð man ég, að ástandið var ekki betra á Þjórsármótinu og það var döpur og voðaleg reynsla ungri sál og óspilltri. (Þá tíð munum við, að Þjórsármótið var aldrei formlega sett fyrr en búið var að binda prest- inn, koma honum á hest og teyma svo báðar skepntirnar heim). í þá tíð voru vandamálin svipuð, sagði framkvæmdastjórinn raunamædd- ur. „Hrútsskurn“ Það má vel vera að svo sé, en þau voru með öðru móti. Þá var æskan ekki viðbúin, efnalega né móralskt, að grípa til þriggja daga fyllerís og þá var eldra fólki ekki heldur óbeinlínis bönnuð þátttaka. Og sízt af öllu þótti siðsamari heim ilum sjálfsagt að böm undir ferm- ingu færu í almennar útilegur tvær nætur eða fleiri, innan um fyrir- fram vitað stórfyllerí og allt það sem af J.eiðir. Það var víst mismæli hjá framkvæmdastjóranum að end- urtaka a. m. k. tvisvar „hrútsskurn", orðtækið þekkjum við ekki, en gmnar hvað meint er. Þó skal ját- að að með ofurlitlu ímyndunarafli er þetta nýyrði sennilega betur heppnað í sambandi við Saltvík en h«t sem réttara er talið. Fyrirfram dauðadæmt Afsökunin hjá framkvæmdastjór- anum er ósköp aum, aum vegna þess, að hver einasti vifiborinn mað- ur með snetil af dómgreind með til- Iiti til þessara æfintýra æskunnar hvort heldur austan fjalla eða upp við Hreðavatn eða á Þingvöllum, héfði getað' gert séf ljóst, að útilok- að var að hemja þennan hóp, með ofangreinda reynslu,:heldur en með hundrað manna einkennisklæddu lögregluliði, óeinkennisldæddum löggæzlumönnum, gallhörðum skátahópum, sem orðið höfðu að gleyma góðverkaheitinu eina helgi og miskunnarlausum brottflutningi drukkinna og handtöku brennivíns sala. En hér átti að gefa æskunni sjans. Hann var álíka gáfulegur óg að skjóta tigrisdýr í löppina og reyna síðan að klappa því. Hvaðan þessi eindæma „sálfræði" kom, skal ósagt látið en fullvíst má telja, að ekki réði kærleikurinn því einn saman, að einni tryllingshljómsveit, vinsælli, var leigður skemmtistaður æskunnar til þvílíkra hátíðahalda og hér fóru fram. Furðustaðhæfing — ó þú íslenzka þjóð — En af þessu dró svo fram- kvæmdastjórinn ungi og reyndi annan lærdóm. í viðtali við eitt dagblaðanna þá lýsir hann yfir, að „vandamálin í Saltvík eru vanda- mál x'slenzku þjóðarinnar"!!! Það á sko ekki að játa eigin klaufa- skap og bjartsýni, óraunhæfni og hverjar aðrar hvatir hafi legið að baki þessarar æsku-orgíu upp í Saltvík. Ónei, það er íslenzka þjóð- in, sem ber sökina, en alls ekki Hinrik litli eða bídahljómsveitin. „Mér er nær að halda að það sé rétt, sem ég hefi heyrt, að fjöldi leynivínsala hafi verið í Saltvík" sagði Hinrik við eitt dagblaðanna. Að tarna eru óvæntar og vissulega fróðlegar upplýsingar frá fram- kvæmdastjóra hátíðar, sem játar að liann hafi vakað í þrjá sólar- hringa til að líta eftir því, sem fram fór. Hvern er pilturinn að plata? Sjálfan sig eða Reykvíkinga? „Trúbrot stóð fyrir þessari skemmt un með fyrirgreiðslu Æskulýðs- ráðs" segir svo Hinrik, en tekjur fyrir aðgöngumiðasölu vorti tæpar þrjár miiljónir en kostnaður áætl- aður enn sem komið er ein milljón, sala goss og annars auðvitað enn ekki komið til skila, en einhver hefur hún verið. „Encore“ að lokinni jarðaför Við spyrjum enn: Er þetta hug- sjón hjá Trúbrotsmönnum, tiltrú hjá Æskulýðsráði, viljandi gönu- hlatxp hjá borgaryfirvöldunum, eða bara venjulegt og heiðarlegt gróða brall einstaklinga eins og t.d. 17. júní? Trúbrot eiu alltof heiðvirðir business-menn tll að vera að velta sér upp úr svona hugsjónum. A. m.k. teljum við þá minr.i menn en ella ef öðruvísi er. Það deilir eng- ino á mann eða hóp, sem viIJ græða fé, jafnvel af æskunni, ef æskan er xiógu vitlaus til að gefa tækifæri á sér. En að Reykjavíkur- borg skuli hlaupa undan merkjum og skirrast við að inna af hendx hlutverk sitt og skyldur gagnvart æskunni í Reykjavík, Ieigja skemmtistað hcunar einstaklingum í hagsmunaskyni beggja, þá er eitt- hvað bogið við malbikunarhugsjón- ina í borgarstjórn, eitthvað sem slétta þarf. hið bráðasta. Til þess Er það satt, að Benedikt Gröndal hafi boðið forkólfum O-listans bitling ef þeir hættu þessu brölti? ÓHÆFUR Á O-USTANN í flokkaumræðum sjón- varpsins i síðustu viku, sat fjölskylda ein saman og hlustaði með athygli á ræð- ur flokksmanna. Eldri kona, gestkomandi, var viðstödd og hafði gaman af öllu, einkum Framboðslista- mönnum. Þegar Matthías Á. Matthíasson hafði lokið há- leitri ræðu sinni, hraut út úr ksMlingu: Æ, mikið skelfing erhann leiðinlegur þessi — af hverju hafa þeir HANN með á O-listanum?

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.