Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.09.1971, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 13.09.1971, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 13. september 1971 ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS Sagan af Axlar-Birni og Sveini skotta Pétur hét madur, ættaður úr Hraunhrepp á Mýrum; hann kvongaðist í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi öndverðlega á dögum Guðbrandar biskups. Pétur átti tvö böm með konu sinni, er hér vair komið, son og dóttuir; hétu þau Magmús og Sigríður. Eftir þetta varð kona Péturs með bami; er þá sagt, að henni setti fá- leika mikinn með þeim hætti, að henni fannst hún gæti eikki kom- izt af nema hún bergði manns- blóði. Við þessa ílöngun átti hún lengi að berjast, án þess nokk- ur vissi, en loksins getur hún ékki leynt henni fyrir mannisín- um. Af því að samfarir þeirra hjóna voru góðar og Pétur mátti ekkert á móti henni láta, sem hann gat veitt henni, vökvaði hann sér blóð á fæti og lét hana bergja. Þegar þessi ílöngun var stillt, barst konu þessari í drauma ýms óhæfa, sem ekki er á orði hafandi, og gat hún þess við vinnukonu sína, að hún væri hrædd um, að bam það, sem hún gengi með, mundi verða frá- bmgðið í ýmsu öðmm mönnum og gott, ef það yrði ekki einhver óskapaskepna. Nú leið og beið, til þess hún varð léttari; fer það allt með felldi, og fæðir hún sveinibarn; var það nefnt Björn; óx hann svo og daifnaði. Pétur Rafði áður verið vinnumaður hjá Ormi Þorleifssyni ríka á Knerri; en því var hann kallaður Orm- ur ríki, að hann átti allar jar^jr í Breiðuvík út að Sleggjubeinu; hann hafði og bygigt Pétri Húsa- nes og var vel til þeirra hjóna, þó hann þætti svo harðdrægur í viðskiptum við aðra, að umhann var sagt: „Enginn er verri en Ormur á Knerri“. Þegar þeir bræður, Magnús og Björn vom sex og fimm vetra, reið Ormur einu sinni á reka og sá þá bræður leika sér á rifi einu, og áttust heldur illt við, og var Björn harðleiknari. Ormur reið þá um í Húsanesi og býðst til að taka Magnús á fóstur, því hart var í ári. En móðir þeirra biður hann að taka heldur Björn, þvf hann sé óstýrilátur og þó mannseini. og voni hún, að hjá Ormi verði heldur maður úrhon- um. Ormur lætur þá til leiðast, og fer Björn með honum heim að Knerri. Björn leggur þar vin- áttulag við unglingsmann, fjósa- mann Orms, og höfðust þeir ná- lega við nætur og daga í fjósinu; það var mikið hús og í þrjátíu naut. Björn tók filjótum þroska eftir að hann kom til Orms;en dulur þótti hann í skapi ogharð- ljmdur. Ormur átti launson, sem Guðmundur hét; var hann áald- ur við Björn og snemma mikill fyrir sér sem faðir hans og- harö- gjör; hann tamdi sér glimur og aðrar íþróttir, sem þó vai*:þó elcki alltítt, en við vinnu varJVhann lítið hafður; vel féll á með þeim Birni og honum. Kirkja var þá sem nú á Knerri, og var Ormur vandur að því, að heimilisfólk hans rækti vel tíðir. Það bar til einu sinni, aðBjörn svaf um messutíma inni í rúmi móti vilja og vitund Orms. Hann dreymd þá, að ókunnugur mað- ur kom til hans og. hélt ,& diski með keti á skornu í bita, og býð- *tH~»Birw.-™Bjr!rB^þáði~bitana ' og át átján og þótti hver öðrum lostætari, en við hinn nítjánda varð honum óglatt og illt og hættir við . svo búið. Ókunnugi maðurinp segár þá: „Vel .gerðir þú, að þú þáðir mat minn; en nú vil ég leggja meira til við þig; far þú á morgun, svo eng- inn viti af, upp á Axlarhyrnu; þar muntu sjá tvo sérkennilega steina, nokkuð stóra; lyftu upp minni steininum lítið eitt, og það sem þú finnur norðan undrhon- um, skaltu eiga og nota vei;fylg- ir því sú náttúra, aó þú munt verða nafnkunnur maður“.(*) Eft- (*) Ein missögn er það, að Björn dreymdi einu sinni, að hann æti 19 mannaketsbita en missti þann 20. út úr sér. Hann var þá við slátt og sagði mamni drauminn. Maðurinn þýddi svo drauminn, að Bjöm mundi drepa 19 menn, en sá tuttugasti sleppa. „Þá skalt þú verða sá fyrsti“, — sagði Bjöm og drap hann. ir það hvarf draummaðurinn, en Björn vaknaði og fýsti mjög að leita þess, sem honum var vísað til. Daginn eftir var Björn snemma á fótum, fór upp á Hyrnuna, og finnur steinana; undir minni steininum var öx„ ekki mikil, en biturlegt vopn. Þegar hann tók hana upp, kom í hann vígahug- ur. Snýr hann síðan þaðan og ofan í fiskiver á Frambúðum; hefúr hann öxina hulda í klæð- um og lætur engan sjá og huldi hana í hraungjótu; síðan rær harnn þar með sjómönnum um daginn. Spyr hann svo skipverja sína, hvað þeir mundu vilja gefa sér fyrir það, sem hann hefði fundið nýlega undir steini uppá Axlarhyrnu. Þeir sögðu, að það mundi háfá verið ómerkilegt. En um kvöldið þegar þeir Voru lent- ir, hleypur Björn frá skipi, en kemur bráðum aftur; hefurhann þá í hendi sér öxi, og þegar hann kemur til skipverja, reiðir „hann hana.á .loft með vígahug og segir með kuldahlátri: „Hver af ykkur vill nú eiga náttstað und- ir þessari?" Þeim varð heldur bilt við, og emginn vildi til þess verða. Einn aí skipverjum, gam- ail rnaður og hygginn .sagði við lagsmenn sína, en gegndi Birni engu: „Takið öxina af honum, því þetta er óhappaverkfæri". Björn beið þá ekki boðanna og Framhald á 6. síðu. Einnar mínútu getraun: Hve slyngur rannsóknarí ertu? Dauði í bókaherberginu Með næstum yfirnáttúrulegu átaki tókst Cargo, sergeant, að brjóta upp dyrnar á bókasafnsherbergi Andrew Morse. Hinn aldraði og gjafmildi auðmaður sat við skrifborð sitt — látinn. Whisky-flaska stóð á litlu borði, stórt glas, næstum tómt, skál með ísmolum, flaska af sódavatni — korktappalaus — en þó lokuð með sérstökum gúmmítappa, og lítill en tómur belgur. Á borðinu var lítill miði, en á honum var ritað með rit- vél „Drukknaður í hafi vonleysis". Prófessor Fordney fitlaði við eyrnarsnepilinn sinn, en gekk síðan þvert yfir herbergið, að franska glugg- anum, sem stóð opinn og út á veröndina. Hitamælir, sem staðsettur var á vegnum úti, sýndi að hitastigið var 5 stiga frost. í eldhúsinu var Anna, ráðskona Morses, og sagði sína stuttu sögu: „Ég fór með whisky handa húsbóndanum klukkan 9:30 — það var hinn venjulegi tími — en hann virtist taugáóstyrkur og eitthvað lasinn, svo fyrir 20 mínútum, þá bankaði ég til þess að sjá hvort allt væri í lagi. Þegar hann svaraði ekki, þá hringdi ég til þín pró- fessor". Þegar Fordney var að fara niður útidyratröppurnar, kom systursonur Morse, Ted Terry, í leigubifreið að húsinu. Klukkan var 11:14. „Ég hefi vondar fréttir að færa, ungi maður. Við 1 fundum hann frænda þinn látinn í þókaherþerginu — það hefur verið eitrað fyrir hann“. „Eitrað? — eitrað? — þetta er voðalegt. En hvers vegna voru dyrnar á bókaherberginu læstar? Var frændi hræddur við einhvem?" /r H *• j w-iavx / „Nei — ég held ekki — frönsku dyrnar voru opnar. Varstu að horfa á boxkeppnina?" „Nei ég hef verið að vinna í allt kvöld á skrifstof- i unni“. „Fékkstu ekki miða?“ „iú, og alveg við boxhringinn". Terry rétti Fordney aðgöngumiðann“, ég hélt allt að síðustu mínútu að ég i slyppi á leikinn en ..." I Það fór hrollur um Fordney, þegar hann fór aftur i inn í húsið. Það var óskemmtilegt verk framundan. t Hvern grunaði Fordney. Svar á 6. síðu. / axmTnster

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.