Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.09.1971, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 13.09.1971, Qupperneq 3
Mánudagur 13. september 1971 Mánudagsblaðið 3 TIL BLADSINS Drukknir þjónar Hr. ritstj. Þér minnist stundum á veitinga- staði, og ræðið ýms mál, sem þar fara vel eða illa. Mig langar til að spyrja eins: hvað eiga gestir að gera þegar þjónninn við borðið er bersýnilega drukkinn og þjónustan eftir því? — Við hjónin snæddum nýlega á matstað, sem hefur miög gott orð á sér og þar sem við för- um ekki oft út þeirra erinda var þetta talsverð tilbreyting fyrir okk- ur enda hlakkaði okkur til. Þegar til kom varð þetta ekkert annað en vonbrigði á vonbrigði ofan. Pantað borðið var ekki tilbúið og við eyddum ósköpum í að dúlla við bar- inn, en þar voru gestir eins og svín, en svo þegar borðið var tilbúið þá var þjónninn drukkinn. Hann virt- ist hafa aðalstöðvar sínar í eld- húsinu, því hann rak rétt inn haus- inn og svokölluð „þjónusta" kom fram í gleymsku og ólund, tómri vitleysu varðandi pöntun. Við hreinlega hættum að loknum aðal- réttinum, komum okkur út og á annan stað til að eyðileggja ekki allt kvöldið. Spurningin er: hvað eiga gestir að gera við svona fram- komu? Með þökk fyrir birtinguna. V onsvikinn. Þdð jyrsta er að kvarta við yftr- þjóninn eða þjónakapteininn, ef nokkur er. Ef þessir herrar fá ekki lagfœrt þetta, skipt mn þjón eða þjónað sjálfur. Fáist það ekki og kvörtun ekki sinnt, þá verður að kcera til eiganda veitingastaðarins, og mun hann í flestum tilfellum leiðrétta málið. Margir hafa ein- faldlega þann sið, ef ekki fcsst þeg- ar leiðrétting á kvörtuninni, að hreinlega yfirgefa staðinn — án þess að greiða fyrir reikninginn, því svona framkoma þjóns er ófyr- irgefanleg og samtök veitinga- og framleiðslumanna, eru sjálf nijög ströng í þessum efnum. Gera verð- ur auðvitað grein á milli drukkins þjóns og þess, sem smakkað befur áfengi lítillega, því þeir verða ott liprari ef þeir eru aðeins „animer- aðir". — Ég hirti ekki allt hréfið, en myndi birta það allt og lýsingu á þjóninum ef þú hefðir ekki bann- að að birta nafn matstaðarins. Ef þín lýsing er ekki nema að smáu leyti rétt, þá verðskuldar staður- inn ekki annað en umtal og jafnvel katru til samtaka þjóna. — Ritstj. Kokkálaðir eiginmenii Hr. ritstjóri. Ég hefi mál að kæra. Konan er mér ótrú, ekki nóg með það, hún er vanfær og ég veit ekki hvort ég á krakkann. Hún hefur játað fram- hjáhaldið, en við eigum tvö smá- börn, svo ekki er gott um að gera. Gallinn er sá, að hún vill halda íramhj,á, segir að það skipti engu meðan ég ekki stend hana að því. Hvers konar mórail er þetta? Nú er hún farin að bjóða þess- um herra sínum hingað heim og þau fá sér genever fyrir framan mig þegar ég kem úr vinnunni. Um þverbak keyrði þegar þau fóru að rífast út af því, að hún héldi framhjá viðhaldinu sínu og létu sem ég væri ekki til! Kannski á hún þungann með þessu nýja við- haldi, eftir að hún hélt framhjá hinu viðhaídinu, þessu gamla, meina ég. Ég á vingott við stúiku að vísu, en um það veit hún ekkert, því hún vinnur í eldhúsinu á vinnu- stað mínum. Þessi stúlka er fall- egri en konan mín og vill gjarnan halda þessu sambandi áfram. Fyrir viku kynntist ég einmana móður, sem einnig er ekki afhuga mér, en allt þetta er algjörlega bak við konu rnína, sem veit ekki annað en ég sé trúr. Hvað teljið þér bezt áð gera í málinu, þetta er óþolandi. „Upptekinn". Hvernig vceri að kaupa eitt alls- herjar stórt hjónarúm og halda eins konar aðalfund í þessarri stóru og mjög áhugaverðu fjölskyldu þar sem nakinn sannleikurinn kcemi í Ijós. — Ritstj. Tnnglferðin og sjónvarpið Bréfakassinn, Mánudagsblaðið. í öllum löndum Evrópu, austan- tjaldslöndunum einnig, hafa menn og konur séð hið frækilega ferða- lag Ameríkumanna til tunglsins og akstur þeirra á ferjunni um yfir- borð tunglsins. Þetta hafði verið mjög glögg og skýr útsending, næstum eins og kvikmynd í bíói. Ég hefi að vísu verið úti í tvær og hálfa viku en ekki hefi ég heyrt neinn mann tala um alvarlega út- sendingu á þessarri geimferð, í lík- ingu við útsendinguna í Evrópu. Getur verið að þessi sjónvarps- fréttamennska á íslandi sé svo lé- Ieg, að hún hafi ekki haft rænu á að ná þessarri „frétt" til útsendinga hér? G. H. Eréttamennska sjónvarpsins er svo léleg, að það gceti vel verið. Nálega hver frétt, sem máli skiptir, nema þcer séu hreinlega reknar á skerminn fer framhjá sjónvarpinu, og fréttamat og skipulag frétta- stjórnarinnar má bezt sjá og skilja í sambandi' við þau fáránlegu við- töl, sem tóku upp mestan frétta- tíma sjónvarpsins varðandi fisk- veiðilögsögufundinn þar sem „skoð- urí' fulltrúanna okkar var látin koma fram, eins og landsmenn ! hefðu ekki hugmynd um hver hún vceri. Þetta var efni, sem útvarpið kallar fréttaauka, og tilheyrir viss- um útsendingatíma. Fréttamat sjón- varpsins varðandi tunglferðina er alveg í samrcemi við þau vinnu- brögð, sem oftast er að finna þar. — Ritstj. Skoðanir diplomata Hr. ritstj. Það sló mig dálítið spanskt þeg- ar blöðin fóru að geta um skoðun Hans G. Andersens á friðunarmál- um okkar. Eflaust hefur Hans skoð- un, en hin opinbera skoðun hans, sú, sem hann lætur í Ijós við blöð og útvarp, hlýtur að vera skoðun ríkisstjórnarinnar, því hann túlkar skoðanir stjórnarinnar hverju sinni og eftir því hverjir eru við völd. Hvaða hlutverki gegnir Hans G. Andersen? Er hann pólitískur? Forvitm. Hans G. Andersen er, að því við komumst ncest, atvinnu-diplomat, maður sem gert hefur starf við ut- anríkisþjónustuna að atvinnu og Framhald á 6. síðu. TÍGRIS Beethoven finnst. hann vera beztur i Kuba Imperial stereo Þetta er nú kannski ekki alveg rétt, en hitt verður þó ekki hrakið, að IMPERIAL ST-1500 stereo-samstæðan er hreiriasta afbragð. Hún er glæný (árgerð 1971—72) og byggð stereo (þrýsta þarf inn takka fyrir mono). Transis- torar og díóður í útvarpsmagnara eru 37 og afriðlar 3. Lampar eru auðvitað, engir. Mögn- un er 20 W við 4 Ohrri., og er óhætt að full- yrða, að það er kappnóg (a. m. k. fyrir þá, sem búa í þéttbýli). Viðtækið er langdrægt og hefur 4 bylgjur; LB, MB, SB og FM, og er sjálfvirk tíðnisstilling fyrir FM byllgjuna (AFC). Á útvarpi eru 2 leitarar og styrkmælir. Há- talarar eru mjög fyrirferðarlitlir (þó að sjálf- sögðu ekki á kostnað tóngæðanna) eins og samstæðan reyndar öll. Plötuspilarinn er byggður skv. vestur-þýzka gæðastaðlinum DIN 45539. Er hann 4ra hraða og gerður bæði fyrir einstakar plötur og 10 plötur með sjálf- virkri skiptingu. ST-1500 fæst bæði með hvítri polyester áferð og í valhnotu. Verðið á allri samstæðunni er kr. 38.500,00 miðað við 10.000,00 kr. lágmarksútborgun og eftirstöðv- ar á 10 mánuðum. VIÐ STAÐGREIÐSLU ER VEITTUR 8% AFSLÁTTUR (verðið lækkar í kr. 35.420,00). Að vanda er ábyrgðin í 3 ÁR. Er ekki mál til komið, að þér veitið yður skemmtilega og vandaða stereo samstæðu?!!! Röskar stúlkur geta líka eignast Kubalmperial stereo /K&nJljETL, iMPERinL Sjónvarps & stereotæki NESCOHF Laugavegi 10, Reykjavík.Símar 19150-19192

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.