Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.09.1971, Side 5

Mánudagsblaðið - 13.09.1971, Side 5
Mánudagur 13. september 1971 Mánudagsblaðið 5 hpönum kenndar umgangs- venjur — Furðulegsr siðir „Maður fjarri beimili sínu, þarf ekki að skammast sín fyrir neitt," gamalt japanskt orðtæki. Þessi heimspeki Japana hefur farið út í öfgar þegar þessir kurt- eisu og prúðu menn hafa sótt heim erlend lönd. Hiroshige, hinn kunni listamaður (1797—1858) hefur t. d. teiknað ýmsar myndir af dóna- legri framkomu löngu liðinna jap- anskra ferðamanna, sem drukku sig öskrandi fulla og eltu fallegar þjón- ustustúlkur um alla krána. Liðnar aldir hafa breytt lirlu um þessi mál- Og þar sem fleiri og fleiri Japanir ferðast nú um údönd (1 milljón 1970, en búizt við 1,3 milljónum í ár) þá má búast við því, að siðir þeirra og hegðan valdi sí aukinni undrun og truflandi eft- 'írtekt. Og það er sannleikur, að engir gagnrýna meira vonda jnannasiði en þeirra eigin lands- menn. Til þess að kasta ekki blett á tmynd Japans, þá hafa ferðaskrif- stofur og japanska utanríkisráðið sameinast í að gefa út frían bækl- ing, sem ber hið bjartsýna nafn: „Þú ert líka, heimsborgari frá í dag". Bókin gefur ráð við nær öllum hugsanlegum situasjónum. Eisaku Sato, forsætisráðherra (reyndur ferðamaður) stingur upp á því í formála bæklingsins að: „Þegar í Rómaborg gerið eins og borgar- búar gera", sem að vísu er ekki frumleg ráðlegging, en gæti orðið ómetanleg hjálp til að láta Japani gera sér Ijóst, að sú venja þeirra, að afklæðast öllu nema nærfötum á langri járnbrautarferð, gætj vak- ið talsvert umtal á Róm—Mílanó járnbrautarlínunni. Þá er ekki talið heppilegt, að halda þeirri venju til streitu, að labba um á nærhaldinu einu saman um hótelganga, eins og japanskir ferðamenn gerðu á s. I. ári bæði í París og Los Angeles. Að hrinda kvenfólki frá til að komast fyrst í lyftuna kann að vera algengt í Tokyo, en því er afar illa tekið í New York. Snyrtiherbergi í flugvélum? „Ef merkið utan á segir UPPTEKIÐ" segir í bæklingnum „bíðið dálitla stund. Ekki gleyma að læsa á eftir yður. Eftir að hafa notað klósettið, bunið niður. „Bunið" stendur á hnappinum". Sú japanska venja að pissa opinberlega er stranglega bönnuð. „Pissið aldrei, jafnvel ekki á litlum hliðargötum eða í brúar- hornum, ella kemur lögreglan á vettvang". Jafnvel ráðleggingar um baðið fylgja með: „Fyllið baðkerið að tveim-þriðju og baðið ykkur í kerinu en ekki utan við það, eins og í Japan". Vera má, að sárasta reglan sé sú, að banna með öllu, að geyma pen- ingana í „domaki" (eins konar tau- belti, sem er aðallega ædað til þess að halda mönnum heitum á magan- um, en er jafnoft brúkað eins og eins konar peningabeId).Gallinn er sá, að til þess að ná peningunum, þá verður maðurinn fyrst að leysa niður um sig. (Gaman væri ef okkar forsætisráðherra gæfi ís- Ienzkum ferðamönnum álíka góð ráð). Kennedyar í dópi Þær eru alltaf jafn spennandi fréttirnar af Kennedy-fólkinu í Bandaríkjunum. Lögreglan tók eftir því fyrir skömmu, að Loðinbarði, ungur var í samræðum við unga stúlku, sem sat í bíl sínum í Hyan- is, Massachusettes, en bifreiðin stöðvaði umferð. „Hann virtist í vímu og óstöðugur á fótunum og augun voru blóðhlaupinn" sagði lögregluþjónninn í rétdnum, svo hann spurði unga manninn hvort hann vasri fullur. „Nei" sagði hinn 17 ára Robert F. Kennedy, yngri, og, samkvæmt frásögn lögreglunn- ar, spýtti fullum munni af rjómaís framan í hann. Dreginn fyrir rétt ákærður um flækingshátt (tveim vikum eftir að árs skilorðsbundinn dómur fyrir að hafa með höndum marijuana var runninn út) þá var hann sektaður um 50 dollara í rétt- arkostnað. Þegar Kennedy skýrði frá því, að hann hefði ekki upp- hæðina gaf dómarinn honum viku til að útvega hana, Níðingsháttur Framhald af 1. síðu. bullnanna er að berja fólk, sem kemur úr kirkju og yfir túristatímann er heppileg- ast að láta fúlmennsku sína bitna á útlendingum, eink- um konum. Nýlega réðust tveir fullir menn á konu, sem var að koma úr ka- þólskri messu í Landakoti. Var þetta ensk ferðakona, en maður hennar beið heima á hótelinu. Lögreglan skakkaði leikinn, átaldi mennina fyrir ókurteisi, en sleppti þeim síðan. Konan gerði að sárum sínum en síðan flugu hjónin heim og munu minnast menningar- inrtar á íslandi hlýlega bæði við vini og kunningja þar í landi. Ef þetta væri ekki bók- fært af lögreglunni og sagt frá í blöðunum, þá myndi enginn maður trúa þvi, að sá endemis ræfilsskapur væri ennþá ríkjandi hér á landi, að svona níðingar fengju að ganga lausir og bíða „aðgerða“ rannsókn- aryfirvaldanna. Hvað ætlar saksóknari að sanna? Að konan, ein síns liðs, nýkom- in úr guðshúsi, hafi fyilzt eldmóði og ráðizt á skepn- urnar fullar og hótað þeim líkamsmeiðslum. Eða á að rannsaka þann möguleika, að þessar skepnur hafi ætl- að að fara að ræða trúmál við hana? Annað hvort er þetta em- bætti rekið af snarvitlaus- um mönnum eða það að hér er um betri „vini“ lög- regluyfirvaldanna að ræða en bara venjulega „nætur- gesti“ í kjallaranum. Svona kynning hvort heldur hún kemur iður á innlendum eða erlendum ferðafólki er hvorki heppileg fyrir þjóð- ina í heild eða lögregluna sérstaklega. Ef taka á enda- laust á þessum árásarmál- um með silkihönskum, þá er tími til kominn, að ýmsir vakandi borgarar taki til eigin bragða og reyni að koma fram réttmætri refs- ingu á níðinga eins og þessa. Geturðu nokkra skýringu gefið á þvx," sagði lögreglumaðurinn, „hvers vegna þú ráfar hér um blind fullur á þessum tíma nætur?” „Já, ég mundi vera fyrir löngu kominn heini til konunnar minnar, ef ég þyrðj það". Lífvörður Nixons Framhald af 8 síðu. afbrot. Harton lögreglufkjringi hexinisiótti hann í fangaklefann. Hver sem það var. sem hafðd skipulagt innbrotið í verzlunina, þá var víst að hann var góður skipuleggjandi. Þetta var ná- kvæmnisvinna að hitta á það augnablik, þegar búið var að fíytja peningana úr öllum deild- um verzlunarinnar á einn stað og það átti einmitt að fara með þá í banka. Og glæpamaðurinn þekkti einnig venjur búðar- mannanna. I stuttu máli, inn- brotið var ekki líkt aðlferðum Peairsons. Þetta rán var eins vel skipulagt og öll hin óupplýstu ránin. Það var eins og heiit her- foringjaráð væri að verki. Hroki — öryggi Þegar Hartom lögregluforingi gekk í fangaklefann, lá fanginn Pearson kyrr á legubekk sínum og sýndi engin merki geðshrcer- ingar. Hann stóð ekki upp. Þetta var undarlegt háttemi, því að venjulega var hann mjög aiuð- sveipur gaginvart lögreglunni og næstum þf smjaðurslegur. Hann bað um náð og miskunn og reyndi jafnan að lita sem bezt út í augum lögreglunnar. Nú var hann hrokafullur og önxgg- ui með sig, Harton ávarpaði hann, en hann svaraði ekki Svo sagði hann hirðuleysís- lega: „Heyrið þér. lögreglufor- ingi, það hlýtur að vera einhver misskilningur aö ég skuli vera í fangelsi Þér megið treysta bvi að ég verð bráölega látinn laus Ég hef sambönd víða og áhrifa- mikla vini *; . . Ævilanit Lögreglufóringinn greip frairi i fyrir honum: „Þér hafið áður fengið dóm ellefu sinnum. Nú hafið þér framið vopnaða árás Fyrir hana fáið þér tíu ár. En allir dómamir samanlagt gera lífstíðarfangelsi. Þér munuð verja þeim dögum sem þér eigið eftir óliíað, innan fangelsismúr- anna, og þá held ég að vimr yðar geti lítið hjálpað yður, — hversu áhrifamiklir sem þeir eru . . Pangimn virtist nú hafa áhuga á því sem homum var sagt. Hann reis upp við dogg. ,,Þér meinið að ég verði lokaður inni um aJdiur og ævi?“ — Já, einmdtt. Þér verðið lok- aður inni sem hættulegur glæpa- maður. Svo bætist það við að mörg rán hafa verið framin al- veg á sama hátt og þetta. Við látum yður stikna héma inni þangað til við hölfum fúndið sannanir fyrir því að þér hattð einnig tekið þátt í hinum rán- unum. Nú stóð fanginn upp og geklí aastuir fram og aftur uim famg- elsisklefann. — Eg vil ekQd af- plána glæpi sem aðrir haf a fram- iö. Ég sit í tugthúsi meðan aðr- t rlifa í vellystingum. Nú skai ég koma upp um stórfisk. Heyr- ið þér, lögregluforingi, maðurinn sem hefur skipulegt þetta allt saman, sem rændi baminu fyrir þremur árum, er sjálfur ög- regluþjónn. Hann er starfsmað- ur FBI i Los Angeles . .“ Harton lögregulforingi trúði ekki sínum eigin eyrum. En þá fór fanginn að segja frá. Hann sagði frá öllum smáatriðum. Lögreglan í Alhambra hand- tók manninn strax. Harton fóir svo með báða þessa menn i miðstöð FBI. 1 íb'úð Pearsons fundu menn heilt vopnabúr og einkennisbún- ing næturvarðar, sem Pearson hafði einu sinni notað við rán. Hann hafði fengið þetta allt frá starfsmanni FBI Sannanimar v&.v yfirþyrm- andi. Miller var ákærður fýrir bamsrán og fjölmörg önnur af- brot. Og í Bandaríkjunum liggur dauðarefsing við bamsráni . . . Á rúmstokknum Framhald af 8. síðu. ur og ófyndinn, þvert ofan i tilætlun leikstjórans. Skólapilt- ar eru friskir og kátir, klæmnir og veraldarmemn með afbrigðum eins og dönsk æska er, og and- rúmsloft. myndarinnar er allt í þeim nýtízkustíl, sem vél fellur inn í hugmyndina. Kvikmyndun er fiaileg, en ákaflega klaiuifaleg á köflum. skortir finnesse, sem gæti hafa gert þetta „stjömu- tpyod“-hjú JVIbl.mönnum. Leikur skólastjórans er mjög prúður og virðulegur, en hann minnir oft á kóng Friðrik, sem hingað kom, einkum þegar hann var yngri. Þvi miður höfum við hér á blaðinu ekki efni á að senda 3 menn á hverja mynd, einn til að skoða, annan til að skrifa og þann þriðja til að skilja, eins og Mogginn, en viljum þó full- yrða, að það er alveg óhættfyrir fólk að fara í Tónabíó. Mynd- I ir, er ekki torskilin, né hefur hún sérstakan þjóðfélagsboðskap að flytja. Hún er bara skemimti- leg. — A.B. Bréf Framhald af 3. síðu. vinnur þau störf sem til falla hverju sinni. Hann er orðinn báttsettur í þjónustunni, ambassador. í raun- inni er hann talinn Sjálfstœðismað- u/r, en fer lágt með ■þólitískt álit sitt, eins og þessir diplomatar gera að öllu jöfnu. Eins og aðrir sendi- herrar og þjónustumenn utanrikis- málanna, þá er hann, eins og þú bentir á, málpípa ríkisstjórnarinnar hverju sinni. — Ritstj. Hl STIFT ; MEÐ ! PERFUME ii MJUKT i!i ! MEÐ l!i' ! PERFUME nýtt islenzkt hðrspray HEILDVERZLUN PÉTURS PÉTURSSONAR, Suðurgötu 14 — sími 19062.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.