Mánudagsblaðið - 13.09.1971, Síða 7
Mánudagur 13. september 1971
Mánudagsblaðið
7
Þetta nýja líf var farið að hafa
sín áhrif á Kathy. Hún varð að
fara fyrir allar aldir á fætur til þess
að vera tilbúin, þegar á hana var
kallað. Andlit hennar var eins og
stirðnað af andlitsfarða, hárið á
henni var skrúfað upp í ónáttúr-
lega lokka, kjólarnir voru þungir
og fyrirferðarmiklir, sterk ljós og
óþægilegur hiti, langar biðir og
svo hræðileg augnablik fyrir fram-
an myndatökuvélarnar.
En yfir þessu lífi var líka dýrð-
arljómi. Hún var persóna, og fólkið
stjanaði í kringum hana. Það komu
augnablik, þegar hún hélt, að hún
hefðj gert vel. Það var þegar Vol-
insky sagði: Nú hef ég það — og
þá dreymdi hana um að verða
stjarna.
Og svo voru það þessi 10 pund
á viku. Hún sendi gjafir heim,
keypti sér föt og lagði svolítið í
banka.
En það var eitthvað — eitthvað
— sem var ekki eins og það átti að
vera. Terry bauð henn; aldrei út
aS borða, aldrei á dansleik, aldrei í
sundhöllina og aidrei í bíltúr.
Það /y^r()jafnvel betra að rífast
við Terry heldur en hitta hann
aldrei. Auðvitað sá hún hann með
myndatökumönnunum, þar sem
hann var við vinnu sína. En hún
huggaði sig við það, að þegar hún
var við vinnu, leit hann sjálfur eftir
ljósunum og reyndi á allan hátt að
gera henni auðveldara fyrir.
En hann gerði þetta allt óper-
sónulega eins og fyrir stúlku, sem
hann hefði einu sinni þekkt og
vildi vera hjálpsamur.
Stundum óskaði hún þess, að
hún hefði ekk; fengið þetta tæki-
færi og ekki þessi tíu pund á viku.
Hún óskaði meira eftir vináttu
Terrys heldur en að verða stór
stjarna á léreftinu. En auðvitað var
þetta heimskulegt. Hún óskaði þess
bara af því, að hún var svo þreytt.1
Vikurnar liðu fljótt, og fólkið j
var strax farið að tala um næstu
mynd, og svo kom síðasta vikan og
síðasti dagurinn, og Kathy var strax
farin að kvíða.
Terry var farinn í burtu til þess
að kvikmynda atriði fyrir næstu
mynd.
Pilturinn, sem lék á móti henni
í Srriáástarhlutverki, trúði hennj
fyrir því, að hann væri búinn að
fá vínnu í næstu mynd.
, Stjarnan var auðvitað sú sama,
en mótleikari hennar var farinn til
Hollywood og einhver annar hafði
verið ráðinn í staðinn.
Kathy fannst hún vera óviss og
óreynd. Hún gekk um og vonaði
að frétta eitthvað, sem gæti upplýst
hana um, hverju hún mætti búast
við.
Ef Terry væri heima, myndi
hann hjálpa henni og segja henni,
hvað bezt væri að gera.
Síðasta daginn voru allir í góðu
skapi. Jafnvel Volinsky var þolin-
móður og brost; og gerði að gamni
sínu.
Síðustu upptökunni var lokið, og
allir voru að óska hver öðrum til
hamingju. Kathy færði sig svolítið
nær hópnum. Volinsky sá hana og
rétti henni höndina.
„Þarna er litla stúlkan," sagði
hann ánægjulega og lagði hand-
legginn utan um mitti henni,
„Kathy, sem lék náttúrubarnið okk-
ar. Skildu eftir heimilisfangið þitt
góða. Það getur verið, að mig vanti
skógardís aftur einhvern tíma.
„Ekki þig," sagði einn af mönn-
unum. „Ég hef heyrt, að sex næstu
myndir þínar fjölluðu um verald-
arvanar heimskonur."
„Guði sé lof," sagði ljóshærð,
ung stúlka, sem var samningsbund-
in til langs tíma. Ég lít hræðilega
út undir beru lofti."
Volinsky sneri sér frá Kathy og
klappaði stúlkunni, sem var að tala.
„Ég ætla að Iáta þig hafa hlutverk,
sem er ekkert nema kvöldkjólar og
orkedíur. Við skulum koma og fá
okkur te."
Fólkið týndist burt. Kathy varð
dálítið utan við sig. Það var sama
tilfinningin og hún fékk, þegar
Volinsky kom til hennar fyrst, að-
eins þá var það af hamingju, nú af
sársauka.
Nú, það var þá ekkert gagn í
henni, og Terry hafði haft á réttu
að standa.
En svo kom kjarkurinn aftur.
Volinsky var ekki eini kvikmynda-
leikstjórinn. Hún skyldi fá vinnu.
Hún skyldi sýna heiminum, hvað
hún gæti, og hún skyldi sýna Terry
það.
Það var bara skrýtið, að á þessu
augnabliki, var hún ekki sérstak-
lega áköf í að „sýna" honum. Hún
óskaði aðeins, að hann kæmi heim,
svo þau gætu farið saman út og
fengið sér te og rifizt hamingjusöm
eins og þau svo oft höfðu gert.
Hún var einmana, algjörlega
einmana.
Hún komst fljótlega að því, að
það var ekki svo auðvelt að fá
vinnu. Þeir, sem hún fór til, skrif-
uðu upp nafn hennar og heimils-
fang, en meira hafði hún ekki af
þeim að segja. Hún fór á kaffistof-
una hjá Superbafélaginu og borð-
aði hádegisverð með Maisie, og
Maisie var að springa utan af slúð-
ursögum. „Gamli Brown er aiveg
brjálaður núna,“? sagði hún í trún-
aði. „Manstu eftir stúlkunni, sem
var vön að vinna við borðið næst
dyrunum — Marjore Griffith, á-
kaflega ljóshærð og heldur vel vax-
in. Volinsky kom auga á hana einn
daginn, og nú er hann búinn að
ná í hana. Gaml; Brown fuðraði
upp. Hann sagði, að hún væri eina
stúlkan á skrifstofunni, sem kynni
stafsetningu."
„Ég geri ráð fyrir, að hún hafi
orðið hrifin," sagði Kathy og muldi
brauðið.
„Hún er í sjöunda himni, en
hvernig gengur þér, og hvar er
Terry."
„Hann er í burtu að kvikmynda.
Ég? Ég er að leita mér að vinnu,"
„Nú, jæja, það er allt í lagi, er
það ekki. Þér hlýtur að ganga vel
að fá vinnu — ég á við, þú hefur
leikið og allt það."
„Hefurðu séð myndina?"
„Já, og mér fannst þú vera stór-
falleg." !
„En það var ekki mikið af mér j
í myndinni, var það?" sagð; Kathy.'
„Þeir klippa alltaf úr, en það
sem var, var gott.
Kathy mundi, að hún hafði séð
sér bregða fyrir þrisvar sinnum, í
myndinni, og hún viðurkenndi fyr-
ir sjálfri sér, að hún var í engu
frábrugðin hinum aukaleikurunum.
Hún herti sig upp og spurði: „Fékk
gamli Brown nokkra stúlku í stað-'
inn fyrir Marjorie?"
„Já, ég ætlaði einmitt að fara að
segja þér það. Hún er alvég hræði-
leg! Hún er eins og norn og er þar
að auki með gleraugu. Hann hefur
tilkynnt, að í framtíðinni taki hann
enga stúlku undir fertugu."
Kathy reyndi að láta sem sér
þætti gaman að þessu. Hún breytti
um umræðuefni, og þær töluðu um
kærastan hennar Maisie og nýju
fötin hennar, þangað til að tími
var kominn fyrir Maisie að fara
aftur til vinnunnar.
Það var mánudagur, þegar hún
tók ákvörðun. Hún leitaði fyrir sér
á ýmsum skrifstofum og athugaði
auglýsingar í blöðunum. Hún hafði
verið góð vélritunarstúlka, en nú
var eins og enginn hefði þörf fyrir
hana. Þeim fannst hún of ung, og
hún hafði aðeins unnið hálft ár
hjá hr. Brown, og það var ekki
raunverulegt verzlunarfyrirtæki.
Peningarnir, sem hún hafði lagt til
hliðar, voru gengnir til þurrðar.
Hún gekk heim í hægðum sínum
eftir síðasta árangurslausa viðtalið.
Eftir næsta laugardag mundi hún
ekki vita, hvort hún gæti borgað
húsaleiguna.
„Símskeyti til yðar," sagði hús-
eigandinn, þegar hún kom inn um
dyrnar.
Kathy tók við því með skjálfandi
hendi. Þetta hlýtur að merkja eitt-
hvað — von — strá —.
Það var frá Birmingham. „Mættu
mér á Paddingtonstöðinni kl. 4 á
morgun. Ég hef fundið hlutverk,
sem þú getur leikið fullkomlega.
Terry."
Hún stóð Iengi í anddyrinu og
horfði á skeytið. Loks þegar hús-
eigandinn sagði: „Ég vona, að þér
hafið ekki fengið slæmar fréttir,"
herti hún sig upp, hristi höfuðið og
fór upp á loft.
Hún var ákveðin í að taka ekki
á móti tilboðinu. Nú vissi hún það
— hún sá það skýrt fyrir sér. Hún
vildi ekki taka að sér hlutverk og
halda áfram að rífast við Terry.
Hún vildi bara fá eitthvert heil-
brigt starf, þrjú pund á viku, og að
þau Terry væru sátt. Hann hafði
haft rétt fyrir sér um kvikmynda-
lífið. Hún myndi aldrei verða sér-
stök leikkona, og það var ekki þess
virðj — ekki ef það þýddi, að þau
Terry rifust í hvert skipti sem þau
hittust. Nei, hún ætlaði að reyna
að fá sér skrifstofuvinnu, og hún
ætlaði að segja Terry það á morgun.
Hún var á járnbrautarpallinum,
þegar lestin kom frá Paddington.
Hún varð undrandi að sjá, hvað
hann var sólbrúnn og vel útlítandi
eftir tveggja vikna vinnu undir
beru lofti og hvíldina frá spenn-
ingnum, sem alltaf gagntók menn
í kvikmyndaverinu.
„Ég var að frétta það," sagði
hann og tók hönd hennar undir
arm sér. Hann fékk járnbrautar-
þjóninum töskuna. „Props kom í
gær norðureftir, og hann sagði mér
það. Við skulum fá okkur te."
,JÉg er fengin, að þú ert kominn
aftur," sagði hún lágt.
Hann kunni ekki við að sjá
skugga undir augum hennar, og
hve hún var föl og gugginn orð-
in í framan. Hann brosti hlýlega
til hennar.
„Kathy, ég hef saknað þín. Ég
hef engan haft til að jagast við.
Hamingjan hjálpi mér, hvað það
var leiðinlegt."
„Það er allt í lagi," hvíslaði hún
allt í einu samingjusöm. Við skul-
um rífast eins og við gerðum, strax
og við erum setzt niður."
Þjónninn lét töskuna við borðið
hjá þeim og Terry pantaði te og i
kökur og hugsaði með sjálfum sér: !
Hvað skyldi vera langt síðan hún [
hefur borðað.
„Ég er hungraður sagði hann,"
og skrökvaði vísvitandi.
„En þú lítur ljómandi vel út."
,Mér líður líka ljómandi vel. En
hvað hefur þú verið að gera"
er að leita mér að vinnu."
„Ég hef vinnu handa þér."
Hún hristi höfuðið. „Ég óska
ekki eftir þeirri vinnu," sagð; hún
og vonaði, að hún hefði hugrekki
til að standa á móti.
„En Kathy, þetta er hlutverk, sem
er búið til handa þér."
„En ég vil það ekki," sagði hún.
Varir hennar titruðu, því það var
svo erfitt að neita honum, þegar
hann var svona góður og hvorki
ávítandi né fann að við hana. Og
nú hafði hann útvegað henni vinnu,
þótt dómgreind hans mælti í móti.
„Þú hafðir á réttu að standa. Ég
var ekki hæf í þetta"
„Hæf! Elskan mín, þú ert sú hæf-
asta og yndislegasta stúlka, sem til
er undir sólinni."
Hún hristi höfuðið. „Þú vilt bara
vera góður við mig, og þess vegna
minnist þú ekki á, hvernig fór fyr-
ir mér, en ég veit það, Terry. Ég
veit, að þú hafðir á réttu að standa
og ég vil ekk; reyna aftur að leika.
Ég vildi heldur hafa örugga vinnu
og hitta þig öðru hverju til að ríf-
ast við."
„Kathy," sagði hann lágt. „Þetta
er lífstíðaratvinna."
Hann tók í höndina á henni
undir borðinu.
„Kathy, þú átt að verða konan
mín. Og það er vissara fyrir þig
að vera ekki á móti manninum þín-
um tilvonandi. Segðu, að þú viljir
veroa mín —"
Hún horfði á hann með ljóm-
andi augum, og það var honum nóg
svar.
Endir.
^4^'ftítuCttionÍAkó
HERRADE I L D