Tíminn - 05.07.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 05.07.1977, Blaðsíða 24
 ! ( W195Z3 Auglýsingadeild HREVFILL Tímans. Slmi 8 55 22 ■ Nútíma búskapur þarfnast HAUER Farmgjöld Smyrils „óeölilega” Hásetinn heim! Kagnar Júllusson háseti á BÚR-togaranum Bjarna Benedikts- syni og frúin hans, 2. matsveinn á sama togara, eru nú komin heim úr sinni fyrstu veiðiferö, sem var í slipp i Bremerhaven I Þýzkalandi. Myndina túk Gunnar viö komu skipverjanna tii landsins i gærkvöldi. —Gsal— Þetta er rútan sem Noröurleiö er aö fá og flutt var til landsins með Smyrli. ATH-Reykjavik. — Ef nýr bill kemurtilIandsinsmeöSmyrli, þá áætlum viö fraktina I tollveröinu. Viö eigum aö áætla svokallaöa „nomalfrakt” en Smyrill býöur miklu lægri frakt á bilum en eöli- legt má telja, sagöi Björn Her- mannsson tollstjöri I viötali viö Tlmann i gær. Tilefni spurningar- innar var þaö, aö Isarn h/f, flutti inn til landsins nýja fólks- flutningabifreiö og kom hún til Seyöisfjaröar fyrirskömmu. Ein- ungis þurfti aö greiöa tæp þrjátiu þúsund fyrir bifreiöina frá Berg- en til íslands, en samsvarandi gjald hjá islenzku skipafélögun- um fyrir sama flutning nemur hundruöum þúsunda. Eins og kom fram hjá Birni, þá er ekki tekiö tillit til lágra farmgjalda hjá útgerö Smyrils, heldur eru þau áætluö og þá tekiö miö af samsvarandi gjaldi hjá islenzku skipafélögunum. Meö öörum oröum þá er söluverö bifreiöar- innar munhærra, en þaö þyrfti aö vera. — Mér finnst þetta vera mjög óeölileg aöferö sem beitt er i þessu tilviki, sagöi Agúst Haf- berg, framkvæmdastjóri tsarns h/f. Aö mfnu mati, þegar um svona flutning er aö ræöa, þá taka sum skipafélög óeölilega há farmgjöld. Og ég get ekki fallizt á þessi rök. Svipaö mál kom upp i Blönduvirkjun: Boranir hafnar á Auðkúluheiði ATH-Reykjavik. Boranir hafa nú hafizt á væntanlegum virkjunar- staöBlöndu á Auökúluheiöi. Bein- ist rannsóknin i dag aö berglögum undir stöövarhúss- og stifiustæö- inu, og einnig aö stööum þar sem grafnir veröa skuröir. Til verks- ins eru notaöir tveir af borum Orkustofnunar og gert er ráö fyrir aö bora niður á allt aö þrjú hundruö metra dýpi. Tveir flokkar eru þarna viö vinnu, og er annar á stöövarhúss- stæöinu en hinn viö væntanlega stiflu. Gert er ráö fyrir aö flokkarnir veröi þarna fram i september. Eins og lesendum Timans mun kunnugt, þá er reiknaö meö aö Blönduvirkjun geti oröiö á bilinu 100 til 150 megavött. Myndinsýnirbor 'Orkustofnunar á Auökúluheiöi. (Timamynd MO). FALLI OG PÉSI fyrra og var þaö á sama tima og verölagsstjóri kom utan frá London. Þá var mikiö rætt um aö islenzkir innflytjendur gættu ekki nógu mikillar hagsýni i innkaup- um. 1 þessu tilfelli er veriö aö reyna aö spara og þaö getur ekki veriö annaö en að hérna sé um aö ræða eðlileg farmgjöld. Þetta skip siglir reglubundiö til lands- ins. 1 stuttu máli, þá er rangt aö miöa viö óraunhæfa kostnaðar- liöi. Til stóö aö annar bill kæmi með Smyrli en af einhverjum og óþekktum ástæöum, þá vildi færeyska Utgeröin fá mun hærri farmgjöld fyrir þann bil. Hækkunin átti ekki aö vera litil — til stóö aö hækka farmgjöldum rúmlega sjöfalt. Þetta geröi þaö aö verkum, aö Isarn h/f, ákvað aö láta bilinn koma meö islenzku skipafélagi. — Hins vegar eru þetta smá- munir miöað viö margt annaö, sagöi Agúst. Þaö sem mér sviöur mest er þaö aö ekki skuli vera reiknaöur EFTA tollur af þessum yfirbyggingum. Tollar af þessum sérleyfisbifreiöum eru alltof háir og þaö á sama tima og sam- keppnisfyrirtæki þurfa ekki aö greiöa neina tolla. Þessi bill fer til Norðurleiöar og er hann sér- byggður til aö aka yfirSprengi- sand og Kjöl á sumrin, en hann á svo aö vera vetrarbill á áætlunar- leiö á veturna. En af flugvél sem flýgur til Mývatns, er ekki tekin ein króna i toll. Hiö sama gildir um varahluti og verkfæri sem þarf til viðhalds flugvélarinnar. Ef þetta er tekiö inn i reikninginn, þá er tollur af einhverri imyndaðri frakt, sem viö eigum aö greiöa einhverjum aðila orönir smámunir. Þá vildi Agúst taka það fram, aö meö þessum ummælum sinum væri hann ekki aö elta ólar viö tollstjórann, Björn Hermannsson, en þaö væri viökomandi yfirvöld sem nauösynlega þyrftu aö breyta sinum reglugeröum ef vel ætti aö vera. Islandsmeistarinn á skákmót- inu í Bandaríkj unum: Hefur hlotið 5 vinninga Gsal-Reykjavik. — Þaö gekk allt á afturfótufum hjá mér i gær og ég fékk aöeins hálfan vinning út úr skákunum tveim, sagöi Jón L. Arnason hinn ungi tslandsmeist- ari i skák f samtali viö Timann I gær, en Jón keppir nú á skákmóti i Philadelphiu i Bandarlkjunum, svonefndu „World Open” móti. Aö sjö umferöum loknum hefur Jón hlotiö 5 vinninga, en fyrir um- feröirnar á sunnudag haföi hann hlotiö 4,5 vinninga af 5 vinningum mögulegum, og var i efsta sæti ásamt 9 öörum skákmönnum. Vann hann fyrstu fjórar skákir sinar og geröi siðan jafntefli viö Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.