Tíminn - 14.07.1977, Qupperneq 3

Tíminn - 14.07.1977, Qupperneq 3
Fimmtudagur 14. júll 1977 3 Deild stofnuð fyrir unga AA-meðlimi — Þörfin var mikil, segir Pjetur Maack fram- kvæmdastjóri Tónabæjar ATH-Reykjavik. 1 fyrrakvöld var stofnuö ný AA deild i Reykjavik. Hún er ætluö ungu fólkiá aldrinum fimmtán ára til þritugs. Stofnfundurinn var haldinn i Tónabæ og sóttu hann á milli 90 og 40 manns. Er gert ráö fyrir aö ungir AA félagar og þeir sem áhuga hafa geti komiö saman i Tónabæ á mánudags- kvöldum framvegis. Aö sögn eldri AA félaga er hér um aö ræöa félagsskap sem heföi þurft að vera búiö aö stofna fyrir löngu, þar sem þörfin hafi veriö fyrir hendi til iangs tima, en hún hefur ef til vill aldrei veriö brýnni en einmitt nú. — Ég geri ráð fyrir að 35 af þeim sem sóttu fundinn, geti talizt væntanlegir félagar i deildinni, en vera má að sumir hafi komið eingöngu af forvitni, sagði Pjetur Maack fram- kvæmdastjóri Tónabæjar I viö- tali við Timann i gær. — Sá yngsti var fimmtáú ára, en það er reynar ekki yngsti alkóhólist- inn sem ég hef séð. Það var erlendis að ég hitti tólf ára gamalt barn, sem var orðið for- fallinn áfengisneytandi. Það er langt frá þvi að ég sé ánægður með að svona ungt fólk sé oröið alkóhólistar, en það er mjög ánægjulegt að fimmtán ára gamall unglingur gerir sérgrein fyrir hvað er að gerast. Yfirleitt fannst mér fólk vera mjög ánægt með fundinn. Þarna var til dæmis unglingur sem var að fara frá Reykjavik, en sá hinn sami var sár yfir þvi að vera að yfirgefa bæinn, þvi hann treysti sér illa til aö standast áfengið, án þess að hafa fundi sem þennan til hjálpar. Astæðuna fyrir þvi að þessi deild var stofnuð, sagði Pjetur vera þá, að innan AA samtak- anna, eins og annarra fjölda- samtaka, riki visst kynslóðabil. Hins vegar er ekki gert ráö fyrir að „yngri deildin” verði algjör- lega sjálfstæð, heldur mun hún hafa náin samskipti við þá eldri. — Þrjátiu og fimm er talið fullmargt fyrir deild af þessu tagi, sagði Pjetur, ég fór i kynnisferð til Bandarkjanna á vegum AA manna, og i öllum þeim hópum sem ég heimsótti voru svona tiu manns. Það er talið nauðsynlegt að ekki séu fleiri meðlimir i hverri deild, til þess að nægjanl. náin sambönd myndist meðal unga fólksins. En það er ljóst, að hér er ekki aðeins mikill áhugi fyrir deild sem þessari — þörfin er mikil. Afengisvandamálin eru oft mikil meöal ungs fólks. Engin ástæða til aö amast viö puttalingum og öörum sem ekki feröast meö miklum tilkostnaöi, segir feröamálastjóri. Ráðstefnuferðamenn færa okkur drjúgan gjaldeyri — segir ferðamálastjóri KEJ-Reykjavik — Frá byrjun árs til mailoka komu til landsins 27.551 erlendur feröamaöur og er þaö nærrri 2 þús. fleiri en á sania tima i fyrra. Hiö eiginlega feröa- mannatimabil stendur svo frá 1. júnf til loka ágústs, en þá kemur hingað meira en helmingur þeirra ferðamanna sem hcim- sækja landið ár hvert, sagöi Lud- vig Hjálmtýsson feröamálastjóri i samtali viö Timann i gær. Þá sagöi Ludvig aö stööug þróun hcföi verið i fjölgun erlendra feröamanna til landsins allt fram aö oliukreppunni um áriö, en þá kom nokkurt bakslag sem nú er aö hverfa og feröamönnunum aftur fariö aö fjölga. — Ráðstefnuhald færist nú I aukana hér á landi og er enda unnið markvisst að þvi af Ferða- málaráði og fleirum. Reynt er að beina ráðstefnuhaldinu að hinum dauða ferðamannatíma til að jafna strauminn. Feröamenn sem hingað koma til ráðstefnuhalds eru taldir einna drýgstir með til- liti til gjaldeyristekna. Ferðir og uppihald er ósjaldan greitt fyrir þá af þeim aðilum sem þeir eru fulltrúar fyrir og leiðir það þá af sjálfu sér að þeir hafa sjálfir úr meiru að spila. Sagði Ludvig að hér yrði innan tiðar haldin alþjoðleg esper- antoráðstefna og minnti á að ný- lega er afstaðin ráðstetna vis- indamanna um umhverfisvernd. Ráðstefnur sem þessar hafa varla veriö framkvæmanlegar á Islandi fram til þessa en nú orðiö getum við boðið fullkomna aö- stöðu og þjónustu i sambandi við þær. Ferðamenn. sem til lslands koma eru einkum náttúruskoðar- ar, laxveiðimenn og áhugamenn um ferðalög. Ferðamanna- straumur er hingað allnokkur frá Framhald á bls. 19. Fj ölsky lduhátí d við Úlfljótsvatn Hver er fegursta gatan í Reykjavík? SJ-Reykjavik. A næstu vikum verður valin fegursta gata borgarinnar og athyglisveröasta P^Fegrui Keyf Veggspjald Umhverfismálaráös húsiö. Umhverfismálaráð Reykjavikur hefur nú tekiö viö þessu verkefni af Fegrunarnefnd og veröur haldiö áfram viöleitni hennar til þess aö hvetja borgar- búa til aö fegra og prýöa um- hverfi sitt. Einnig veröur veitt viöurkenning fyrir snyrtilegastan frágang og umhiröu á ióöum stofnapa og atvinnufyrirtækja. Þá verður þaö metiö hvaöa verzlanir hafa gert listrænastar gluggaútstillingar á þessu sumri. Nú er verið að hengja upp vegg- spjöld til að minna fólk á nauðsyn þess aö allir taki höndum saman um að fegra Reykjavfk. Myndin á þessu veggspjaldi er gerð af Haf-' þóri R. Þórhallssyni, nemanda í Myndlista- og handiðaskólanum— en þar var efnt til samke'ppni að tilhlutan Umhverfismálaráðs um hugmyndir aö veggspjaldi. Mynd Hafþórs varð hlutskörpust, þótt erfitt væri aö gera upp á milli ýmissa góðra hugmynda sem komu frá nemendum skólans. Tökum höndum saman og lát- um margar hendur vinna létt verk. Fegrum Reykjavik, segir i tilkynningu frá umhverfismála- ráði. Gsal-Reykjavik _ Skátasamband Reykja- vikur mun eins og á sið- astliðnu sumri gangast fyrir útihátið við úlf- Ijótsvatn um verzlunar- mannahelgina. útihátið þessa nefna skátarnir „Rauðhettu”, og mun hún standa yfir frá sið- ari hluta föstudags fram tii hádegis á mánudag. Undirbúningur hátiöarinnar hefur staðið frá áramótum, en dagskráin er nú fullmótuð. Marg- ir af helztu skemmtikröftum landsins koma fram á hátiöinni, m.a. hljómsveitirnar Eik, Póker, Alfa-Beta, Tivoli, Cobra, háðfugl- arnir Halli og Laddi, söngflokk- arnir Rió, Randver og Bónus, leikararnir Þórhallur Sigurðsson og Randver Þorláksson og eftir- hermurnar Guðmundur Guð- mundsson og Jóhann Briem. Fjölbreytt skemmtidagskrá verðurá hátiðinni auk dansleikja, en þar fyrir utan gefst móts- gestum kostur á að iöka iþróttír, fara á hestbak, sigla á Úlfljóts- vatni, og siðast en ekki sizt veröa haldnar ýmiss konar hæfi- leikakeppnir, þ.á.m. maraþon- keppni i kossum og dönsum. Þá verður i fyrsta sinn haldin keppni i flugdrekaflugi, og er bú- izt við fimm til tiu keppendum. Sérstakt svæði verður fyrir fjöl- skyldur og sér dagskrá fyrir börn, 4-10 ára, á laugardag og sunnu- dag. Að sögn mótsstjórnar hefur dagskrá Rauðhettu 77 verið sem Framhald á bls. 19. Langir samningafundir — hjá farmönnum og vinnuveitendum þeirra gébé Reykjavik — Strangir sáttafundir standa yfir þessa dagana hjá samninganefndum farmanna og vinnuveitendum þeirra. t fyrrinótt stóö fundur hjá rikissáttasemjara til klukk- an háif þrjú og nýr fundur hófst klukkan þrjú I gær. Baröi Friöriksson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins taldi vist I gær aö sá fundur myndi standa langt fram eftir kvöldi. Yfirmenn á kaupskipum, mæta nú i fyrsta skipti samein- aðir til samningaviöræðna, en hingað til hafa skipstjórar ekki samið meö stýrimönnum, vél- stjórum og brytum. Þá er einnig sérstaklega samið viö undir- menn og svo hins vegar við mat- sveina i kaupskipaflotanum. A þessu stigi samningaviöræön- anna er litið hægt um þá að segja, en það mun geysilegt verk að samhæfa hinar mörgu kröfur sem fram eru settar. Sem dæmi má nefna að kröfurn- ar frá undirmönnum einum, fylla ellefu síöur. Undirmenn hafa fengið heimild frá félögum sinum um verkfallsheimild, en það hafa yfirmenn og matsvein- ar ekki fengið, eftir þvi sem bezt er vitað. Samningaviöræður standa yf- ir við ýmsa aðila ennþá, þar á meöal blaðamenn. Þá hófust klukkan tiu i morgun samninga- viöræður við Verkstjórasam- band tslands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.