Tíminn - 14.07.1977, Page 13
Fimmtudagur 14. júll 1977
13
hljóðvarp
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Frettir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ysturgr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Kristján Jónsson les
síðari hluta ævintýrsins um
„Nauma frænda”, þýðing
Magnéu Matthiasdóttur.
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. Við sjóinn
kl. 10.25. Guðjón Ármann
Eyjólfsson kennari talar um
alþjóðlegar siglingareglur,
— sfðari hluti (áður Utv. i
nóv. i fyrra). Morguntón-
leikar kl. 11.00: Mark
Lubotsky og Enska
kammersveitin leika Fiðlu-
konsert op. 15 eftir Benja-
min Britten, höfundurinn
stj./Filadelfiuhljómsveitin
leikur Sinfóniu nr. 7 i C-dUr
op. 105 eftir Jean Sibelius,
Eugene Ormandy stj.
12.00 Dagskráin, Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Á frivaktinni.
Margrét Guömundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan r
„Elenóra drottning” eftir
Noru Loftsk Kolbrún Frið-
þjófsdottir les þýðingu sina
(21).
15.00 Miðdegistónleikar
Kammersveitin i Stuttgart
leikur „Tónaglettur”
(K522) eftir Wolfgang
Amadeus Mozart, Karl
Munchinger stj. Ungverska
kammersveitin leikur Sere-
nöðu nr. 2 i F-dúr op. 63 eftir
Robert Volkmann, Vilmos
Tatrai stj. Siegfried
Behrend og I Musici hljóm-
listarflokkurinn leika Gitar-
konsert i A-dur op. 30 eftir
Mauro Giuliani.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar.
17.30 Lagið mitt, Sigrún
Sigurðardóttir kynnir óska-
lög barna innan tólf ára
aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Dagiegt mál, Helgi J'.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Fjöllin okkar Séra Agúst
Sigurðsson talar um Mæli-
fell i Skagafiröi.
20.05 Einleikur á planó:
Daniel Adni leikur,
Arabesku nr. 2 f G-dUr og
„Bergamasque” — svituna
eftir Claude Debussy.
20.25 Leikrit: „Heimilisfaðir-
inn”eftir Peter Albrechtsen
Þýðandi: Torfey Steinsdóttii
Leikstjóri: Klemenz Jóns-
son. Faðirinn: Gisli Hall-
dórsson. Móöirin: Sigriður
Hagalin. Dóttirin: Lilja
Þórisdóttir. Tengdasonur-
inn: Randver Þorláksson.
Amma: Nina Sveinsdóttir.
Félagsráðgjafinn: Guðrún
Þ. Stephensen. Pipar-
sveinninn: Guðmundur
Pálsson.
21.30 Einsöngur i útvarpssal:
Guðrún Tómasdóttir syngur
lög eftir Fréderic Chopin.
Jónas Ingimundarson leikur
á pianó.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.% Kvöld-
sagan: „Sagan af San
Michele” eftir Axel Munthe
Þórarinn Guðnason les (11).
22.40 „Carmina Burana” eftir
Carl Orff Veraldlegir
söngvar fluttir af einsöngv-
urum, kór og hljómsveit:
Agnes Giebel, Marcel
Cordes, Paul Kun, kór
vestur-þýska útvarpsins og
sinfóniuhljómsveit útvarps-
ins i Köln. Stjórnandi: Wolf-
gang Sawallisch.
23’ 35 Fréttir. Dagskrárlok.
framhal'dssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
LÍKI OFAUKIÐ
— Spyrðu hann við tækifæri, hélt Kane áfram. —
Spyrðu hann um Belle. Segðu bara: — Rick, heyrðirðu
nokkurn tíma f rá Belle? Hann hló aftur. — Þá færðu að
sjá, að hann er svo sannarlega mannlegur.
— Allt í laqi, saqði Fran. Hún laut áfram oq drao í
sigarettunni. — Nú erum við búin að skemmta okkur á
kostnað Milans, og þá er röðin komin að mér. Hún leit á
hann með augnaráði, sem hafði komið mörgum fjár-
hættuspilaranum hjá Nat úr jafnvægi og minnti hann á
að hann átti aðspila á spilin, en ekki Fran Riley.
Þetta virtistengin áhrif hafa á Max Kane. Hann brosti
aftur. — Hvers vegna skauztu Neilson?
— Ég kærði mig ekkert um að Polly Baird fengi hann,
sagði Fran.
— Já, ekki satt! Frábær saga. Er það þetta, sem þú
hefur sagt Milan?
— Auðvitað, ég segi alltaf sannleikann.
— Þetta dugar löggunni ekki, ef hún kemst að því,
hvað hann var að reyna.
Fran brosti. — Hvað reyndi hann, Max?
— Hef ur enginn sagt þér það? Ekki einu sinni Nat?
— Nei, svaraði hún, sannleikanum samkvæmt. Nat
hefur ekki sagt mér neitt.
— Ég vil vita, hvar ég stend, sagði Max Kane eins og
hún hefði ekkert sagt. — Mig langar að vita, hverjar
áætlanir Nats eru.
— Með tilliti til þess að ég skaut Larry? Að bíða, býst
ég við. Bíða og sjá til.
Kane varð óánægður á svipinn. Hann sló i borðplotuna.
— Hættum þessum leikaraskap, Fran. Ég má ekki vera
að þvi að lenda í vandræðum með þig.
— Þú átt að gef a, svaraði Fran. Rödd hennar var köld
og kæruleysisleg.
— Það er ekki hætt, þó að Neilson sé dauður, sagði
Kane. — Og Nat veit það.
— Dauði Larys batt enda á það, sagði Fran. — Þeir fá
ekki tækifæri til fleiri uppátækja.
Kane hallaði sér áf ram og horfði fast í augu hennar. —
Hvernig komstu að því, f yrst Nat saqði þér það ekki?
Hún hugsaði um Hiller og ákvað að halda honum utan
við málið. — Það gæti verið að Larry hef ði sagt mér það.
Hann naut þess að blaðra.
— Og þá reyndir þú að hræða hann út úr því, en byssan
var bara hlaðin! Kane sneri sér næstum við í stólnum og
skellihló. — Bannsett fíflið!
— Þið eruð allir fífl, sagði Fran með fyrirlitningu. —
Mannorð Nats hefði þolað þetta.
— En þú vildir samt ekki hætta á það, er það? Hann
stóð upp, gekk fram fyrir skrif borðið og til hennar. — Ég
vildi óska, aðég hefði fundið þig á undan Nat, Fran. Ef
til vill hefðiþér líkað vel aðvinna fyrir mig?
— Nei, svaraði hún.
— Þúertklókstelpa. Ertu búin að segja Milan það?
— Ég segi Milan ekkert.
Hún vissi að þetta voru mistök, um leið og hún sleppti
orðinu. Hún hefði átt að hugsa, því Max Kane var ekki
heimskur. Hann gekk aftur að skrifborðinu, settist og
virti hanafyrir sér. Varir hans geifluðust og loks brosti
hann.
— Milan hjálpar þér, felur þiq meira að seqia oq þú
segir honum ekki neitt. Hvern ertu að reyna að vernda,
Fran?
— Sjálfa mig.
— Já, auðvitað. Sjálfa þig. Auðvitað.
Hann ýtti á hnapp á hlið skrifborðsins. — Nú géturðu
fariðafturtil Milans, Fran. Þetta liggur allt saman Ijóst
fyrir.
Fran stóð upp og reyndi að dylja, hvað henni leið illa,
reyndi að láta hann ekki sjá, að hann hafði komið við við-
kvæman blett á henni. Hún var sannfærð um að hann
vissi það, en hún vildi ekki gera honum það til geðs að
viðurkenna það.
— Varaðu þig að lenda ekki í útistöðum við Nat, sagði
hún. — Hann er orðinn leiður á leiknum.
— Nat er lingerður, svaraði Kane.
Mennirnir tveir komu inn og Fran gekk til dyra. — Nat
lítur út fyrir að vera lingerður, sagði hún. — En hann
veit, hvernig hann á haga seglum eftir vindi, Max.
— Skilið henni þangað sem þið funduð hana, skipaði
Kane.— Ef til vill kemst hún heim, ef til vill f innur lögg-
an hana..
— Þegar Fran kom aftur í þriðju götu, fór hún inn í
búðina og hringdi til Nats.
— Kane náði mér, sagði hún og útskýrði málið.
— Þakka þér fyrir, Fran, sagði hann. — Gleður mig,
að hann sýndi lit. Hann hikaði andartak, en sagði svo: —
Þá veit hann ekkert um, að Hiller sagði þér það?
— Svo virðist ekki vera, sagði hún. — En hann vissi, að
ég sagði Milan ekkert.
— Vissi hann hvers vegna?
— Hann reiknaði það út, sagði hún. — Gættu vel að
sjálfum þér, Nat.
— Það geri ég alltaf, barnið mitt, sagði hann. — Þegar
þú hittir Milan, segðu honum þá, að ég vilji tala við hann.
Láttu sem ég haf i hringt, meðan hann var burtu.
— Nat, ætlarðu að segja honum það?
— Hvers vegna ætti ég ekki að gera það?
— Það er það eina, sem hann vantar til að vera viss.
— Hann er það þegar, svaraði Silone. — En ég ætla ekki
að segja honum það. Ég þarf að fela honum, verkefni,
annað ekki.
— Allt í lagi, sagði hún. — En lofaðu mér að fara var-
lega, Nat.
Hann lagði á án þess að svara. Hún gekk út úr síma-
klefanum og leit í kringum sig í búðinni. Fólki var farið
að fækka. Hún fór og keypti sitt af hverju smávegis og
eitthvað að lesa. Hún var að verða óstyrk og varð að gæta
þess að hraða sér ekki. Hún varð ekki róleg fyrr en hún
var komin inn í ibúðina og búin að skjóta slánni fyrir.
Einhver hreyfði sig að baki hennar og hún snerisf á hæli.
Blöðin duttu á gólfið.
— Þetta var notalegt, sagði Pug Whiting. - ■ Þá get-
um við beðið saman eftir Milan.
11. kafli
Fran dró slána f rá og hleypti Milan inn. Hann var með
fangið f ullt af vörum og gekk f ram í eldhúsið án þess að
líta á hana. Hann lagði pakkana frá sér á eldhúsbekkinn
og gekk aftur inn i dagstofuna.
Pug Whiting brosti, en brosið hvarf af andliti hans.
Hann stóð upp af stólnum og virtist tilbúinn að stökkva út
úr dyrunum. Andartaki seinna hristi hann höfuðið, hló
lágt og settist aftur. Hann horfði ögrandi á Milan.
— Fran! hrópaði Milan.
Hún var að skjóta slánni fyrir og snúa lyklinum. Hún
stakk honum í vasann.— Hann var hérna, þegar ég kom,
sagði hún. — Ég þurfti að fara út og ná í svolítið, Rick.
Milan sneristá hæli og fór aftur fram í eldhúsið. Hann
hafði næstum því misst stjórn á sér, þegar hann sá Whit-
ing og hann mátti það ekki. Ekki núna og alls ekki gagn-
vart Pug Whiting. Það vissi blaðamaðurinn líka.
Þetta voru vandræðin með kvenfólk, hugsaði hann.
Þær þurftu alltaf að skreppa út eftir einhverju. Hún