Tíminn - 15.07.1977, Síða 10

Tíminn - 15.07.1977, Síða 10
10 Föstudagur 15.. júli 1977 Strangt ef tirlit með verðhækkunum MÖL-Reykjavlk. — Miklar um- ræður fara nú fram meðai manna um efnahagsástandið á islandi, og þá sérstaklega eftir hina nýafstöðnu kjarasamn- inga.Ekki eru menn á eittsáttir um ágæti samninganna, og er deilt um hvort þetta séu verð- bólgusa mningar eða þá hins vegar launa jöfnunarst efnan hafi náð að ganga fram. Til að gefa lesendum Timans sem gleggsta mynd af efna- hagsástandinu, þá ræddi blaðið við Ólaf Jóhannesson, við- skiptaráðherra og bað hann um að iáta f ijós sitt álit á samning- unum og horfunum framundan. Vinnufriðurinn var tryggður Hvernig finnst þér hinir nýaf- stöðnu kjarasamningar hafa tekizt? Égtel samningana hafa tekizt sæmilega eftir atvikum. Það tókst nokkuð að koma fram þeirri launajöfnunarstefnu, sem stefnt var að. Það tókst aö ná þessum samningum án þess að til verkfalla kæmi, að heitiö gæti, og með þeim ætti vinnu- friður að vera tryggður um all- langt skeið. Reynslan sker úr um ágæti samninganna. Hvernig eru hrofurnar i efna- hagsmálum þjóðarinnar eftir samningana? Það eru margir, sem segja að þetta séu verðbólgusamningar og að verðbólga muni vaxa viö þá. Það liggur i augum uppi að einhverjar verðhækkarnir muni eiga sér stað, t.d. á útseldri vinnu. En á þessu stigi held ég, að það sé mjög óheppilegt að vera með nokkra spádóma um að þetta muni verða verðbólgu- samningar, eða að verðbólgan muni þeirra vegna vaxa svo Rætt við Ólaf Jóhannesson, viðskiptaráðherra ólafur Jóhannesson. mikiö. Ég held að við ættum að bíða og sjá hvað setur og láta reynsluna skera úr þvi. Það er að minu viti eitt það versta, að fjölmiðlar séu að vera með spádóma, sem geta magnað verðbólguna og ýtt undir hana. Strangt eftirlit með verðhækkunum. Hvaða ráöstafanir hefur rfkisstjórnin f hyggju til að sporna við verðhækkunum? Það verður haft mjög strangt eftirlit með verðhækkunum. I fyrsta lagi hefur rikisstjórnin lagt það fyrir verðlagsnefnd að i samræmi við gefnar yfirlýsing- ar, þá leggur rikisstjórnin áherzlu á að ýtrustu varfærni sé gætt á afgreiðslu verðlagshækk- ana. Telur h ú-n eölilegt, að at- vinnufyrirtæki verði a.m.k. fyrst um sinn að bera sjálf hluta þess kostnaðar sem leiðir af ný- gerðum kjarasamningum. Ósk- ar rfkisstjórnin eftir þvf, að verðlagsstjóri geri tillögu um hvernig framkvæmd verðlagn- ingar á næstunni verði hagaö. Þetta hefur rikisstjómin sent frá sér til verðlagsstjóra og hann að sjálfsögðu kynnt það fyrir verðlagsnefnd. Verðlags- nefnd mun óefað hafa þetta i huga við afgreiðslu mála frá sér. Hvað viðvíkur verðlaginu á vörum og þjónustu hins opin- bera, þá hefur rikisstjórnin skipað þriggja manna nefnd til að fjalla um þau efni. í nefnd- inni eru Georg Ólafsson, verð- lagsstjóri, sem er formaður nefndarinnar, og alþingismenn- imir Halldór Asgrimsson og Ólafur G. Einarsson. Það er auðvitað ætlazt til þess, aö þessi nefnd starfi eftir sömu megin- reglu og verðlagsnefndin, þ.e. að gæta ýtrustu varfærni í sam- bandi við verðhækkanir. Fólk trúir of mikið á verðhækkanir. Eru einhverjar vaxtahækkan- ir á döfinni? A þessu stigi er lítið hægt að segja um þau mál. En að sjálf- sögðu kemur þáttur peninganna inn i heildarstefnu efnahags- málanna. Það er mikil eftir- spurn eftir lánum, og verð- bólguhugsunarhátturinn og hræðslan við verðbólgu, sem hefur verið mögnuð upp hefur ýtt undir það. Það getur þvi reynzt nauðsynlegt að draga úr þeirri þenslu, sem þannig á sér stað. Annars getur sá bati, sem náðst hefur i gjaldeyrismálun- um, orðið að engu. Það má segja,að fyrri hluti ársins hefur verið gjaldeyrislega, töluvert hagstæður, enjivort það sigur á ógæfuhlið siöari hluta ársins er ekki gott að segja til um. Það sem af er þessum mánuði, þá hefur verið öllu erfiðara að halda i horfinu varðandi gjald- eyrinn og innflutningur hefur verið meiri en áður. Menn hafa fengið meiri peninga og lagt trúnað á að alltmuni hækka. Að visu mun eitthvað hækka, það er engin ástæða til að draga fjöður yfir það, en þó býst fólk við of miklum verðhækkunum. Ekkert atvinnuleysi. NU sastu nýlega fund OECD- rikjanna. Hvernig standa is- lendingar sig borið saman við önnur OECD-riki? Dagana 23.-24. júnf satég árs- fund OECD i Paris. Þar voru mættir fulltrúar margra þjóða og gerðu þeir grein fyrir efna- hagsástandi og horfum i löndum slnúm. í þeim umræðum kom einna athyglisverðast fram, að enda þótt verðbólgan væri mest á ís- landi, þá er það eitt fárra rikja þar sem ekki rikir atvinnuleysi. Á fundinum var einnig sam- þykkt stefnuyfirlýsing, þar sem stefnt skyldi vera að þvi, að hagvöxtur yrði 5% i aðildarrikj- unum, hvaða trúnað sem menn leggja nú á það. Hvernig hefur stjórnarsam- vinnan gengið? Samvinna Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins hefur gengið snurðulaust til . þessa.ogþað erenginástæða til að ætla annað en það standi út kjörti'mabilið — ef ekki kemur neitt alveg óvænt upp á. Kraf an um símenntun verður æ háværari 1 byrjun mái sl. var Sam- vinnuskólanum aö Bifröst slitið. Við þá athöfn flutti skólastjóri Samvinnuskólans, Haukur Ingi- bergsson, skólaslitaræðu að venju, og gerði hann m.a. að umræðuefni fræðslu- og félags- mál samvinnuhreyfingarinnar. Þar ræddi hann hina almennu félagsþreytu sem mikið hefur borið á undanfarin ár, og kröf- una um simenntun sem gerist æ háværari. Haukur hefur góðfús- lega gefið blaðinu leyfi til aö birta hluta þessarar ræðu, og fer hún hér á eftir. Urþessu verður að bæta „Oftheyrist það sagt, að þess- um þætti samvinnustarfsins (þ.e. fræðslu- og félagsmálum, innskot Timans), sé ekki eins mikið sinnt nú og áður hafi ver- ið. Þetta komi m.a. fram i minnkandi fundarsókn félags- manna og dvinandi áhuga þeirra á þátttöku i félagsstarf- inu, njóta þar réttinda sinna og takast skyldur á herðar. Að visu eru tengsl félagsmanna við fé- ^ lög sin viða með ágætum, en hins vegar er ljóst að hin al- menna félagsþreyta sem svo mikið hefur boriö á hin siðari ár, hefur ekki sneitt hjá garöi sam- vinnuhreyfingarinnar. Or þessu verður að bæta og þarf samvinnuhreyfingin jafnan að standa fyrir öflugu upplýs- inga- og fræðslustarfi þannig að félagsmönnum hennar, starfs- fólki sem og þjóðinni allri séu kunn þau lifsviðhorf er starf- semi hennar byggist á, svo og þær reglur sem hún starfar eft- ir. Um þessar mundir er vlða veriö að ræða hvaö gera eigi I fræðslustarfinu næstu árin, og ber þar tvö atriöi hæst. Félagsfulltrúi Hið fyrra er sú hugmynd að kaupfélögin ráði til sln félags- fulltrúa. Það fer að sjálfsögðu eitthvað eftir staðháttum hvernig störfum félagsfulltrúa yrði háttað, en meöal verkefna þeirra mundi verða eftirfar- andi: útgáfa á félagsritum og öðru upplýsingarefni fyrir félags- menn, starfsfólk og almenning. sjá um fundahald (deilda- fundir, starfsmannafundir). stuðla aö samstarfi við önnur frjáls félagasamtök á félags- svæðinu (búnaðarfélög, kvenfé- lög, ungmennafélög o.s.frv.). aðstoða félagsmenn og starfsfólk viö námskeiðahald og fræöa nýtt starfsfólk um sam- vinnuhreyfinguna, stefnu henn- ar og störf. vera tengiliður samvinnu- félagsins viö Fræösludeild Sam- bandsins, þ.á m. Samvinnuskól- ann. taka á móti heimsóknum til félagsins. Haukur Ingibergsson kynna samvinnuhreyfinguna t.d. I skólum, félögum, klúbbum o.s.frv. annast auglýsingar fyrir félagiö og koma nýjungum I starfseminni á framfæri. taka á móti kvörtunum viö- skiptavina, sem ekki veröi rakin til ákveðins starfsmanns. Það er ljóst, að sé öllum þess- um margvlslegu verkefnum vel sinnt, mun hin félagslega þjón- usta samvinnuhreyfingarinnar stóraukast og tengslin við félagsmenn og almenning styrkjast. Trúlega yrði starf félagsfull- trúa ekki fullt starf, a.m.k. ekki I hinum smærri kaupfélögum, og koma þá til greina tvær leiö- ir, að starfið sé hluti af starfi einhvers starfsmanns viðkom- andi kaupfélags eða að kaupfé- lög I tilteknum landshluta taki sig saman um að ráða sér félagsfulltrúa, sem þá starfar á svæðinu öllu. Er það óefað mjög mikiivægt fyrir félagslega þróun sam- vinnuhreyfingarinnar á næstu árum, að þetta net félagsfull- trúa verði sett á stofn. Símenntun Annar þáttur félagsmálanna sem nú er I brennidepli snertir starf Samvinnuskólans. Sú menntun sem Samvinnu- skólinn veitir er nær eingöngu fyrirmenntun, þ.e. fólk er menntað áður en það heldur út I atvinnulífið. Nú er þaö alltaf að koma betur I ljós, að sú mennt- un sem fólk fær á unga aldri endist trauðla út llfið i þessum sibreytilega heimi. Þvi verður krafan um sl- menntun æ háværari. Angi af þeirri kröfu er að samvinnu- hreyfingin komi á fót reglu- bundnu námskeiðahaldi og þjálfun fyrir starfsfólk sitt þannig að það eigi þess kost að endurnýja þekkingu og færni slna I starfi, sjálfu sér til llfs- fyllingar og félaginu til hags- bóta. Þessa leið hafa samvinnu- skólarnir á Noröurlöndum farið einn af öðrum og eru þeir nú eingöngu námskeiðsskólar fyrir starfsfólkið. Er ekki óeðlilegt að viö förum að feta fyrstu sporin á þessari leið. Ég tel einsætt, aö Samvinnu- skólanum verði falið þetta verk- efni til framkvæmdar, þar sem skólinn hefur þá sérþekkingu og reynslu til að bera i fræðslumál- um sem tryggja ætti árangur. Mundi Samvinnuskólinn þannig fá nýtt starfssvið til viöbótar núverandi fræðslustarfi. Vonast ég til að undirbúningur þessara mála hefjist þegar á þessu ári, þvi að hér er um að ræða mikil- vægt mál fyrir vöxt og viögang samvinnuhreyfingarinnar I framtlöinni.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.