Tíminn - 15.07.1977, Qupperneq 11

Tíminn - 15.07.1977, Qupperneq 11
Föstudagur 15. júll 1977 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arf ulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aðalstræti 7, sími 26500—afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Þrjár stefnur Hin nýja flokkaskipan, sem kom til sögu eftir að sjálfstæðisdeilan við Dani leystist, byggðist einkum á þremur stjórnmálastefnum. Svipaðar stjórnmálastefnur riktu þá viða um heim þótt þær gengju undir mismunandi nöfnum. Hér var i fyrsta lagi um að ræða ihaldsstefn- una, sem fyrst íhaldsflokkurinn og siðar Sjálf- stæðisflokkurinn gerðu að meginstefnu sinni. I- haldsstefnan var hér sem annars staðar borin upp af þeim stéttum, sem höfðu komið sér bezt fyrir i þjóðfélaginu og vildu þvi gera sem minnst- ar breytingar á þvi. Þess vegna vildu slikir flokkar hafa sem minnst rikisafskipti og minnsta samhjálp. I öðru lagi var hér um að ræða byltingarstefn- una, sem hafði gert marxismann að meira eða minna leyti að takmarki sinu. Markmið hennar var að bylta þjóðfélaginu og færa eignaréttinn yf- ir atvinnufyrirtækjunum frá einstaklingunum i hendur samfélagsins. Þessi stefna var einkum borin uppi af þeim, sem borið höfcðu skarðan hlut frá borði. Fyrst var Alþýðuflokkurinn helzti mál- svari hennar, en siðar tók Kommúnistaflokkur- inn, nú Alþýðubandalagið við, þegar Alþýðu- flokkurinn færðist meira til hægri. 1 þriðja lagi var það svo umbótastefnan, sem hafnar jafnt kyrrstöðu og byltingu, en vill koma fram umbótum á grundvelli stöðugrar þróunar. Þessi stefna var borin upp af Framsóknarflokkn- um, sem var sprottin upp af þjóðlegri rót, þar sem voru ungmennafélögin, samvinnuhreyfingin og búnaðarfélögin. Þjóðin hefur nú fengið tækifæri á annan aldar- helming til þess að kynnast þessum stefnum i reynd. Ihaldsstefnan eða kyrrstöðustefnan hefur orðið að láta undan siga á flestum sviðum, þvi að þjóðin hefur krafizt jafnt félagslegra sem verk- legra framfara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvi hvað eftir annað orðið að vikja frá grundvallar- stefnu sinni til þess að missa ekki fylgi. Fyrst Alþýðuflokkurinn og siðar Kommúnistaflokkur- inn, nú Alþýðubandalagið, hafa orðið að hverfa frá byltingarstefnunni og þjóðnýtingarstefnunni, þvi að hún hefur ekki fundið hljómgrunn hjá þjóð- inni, enda gefizt illa, þar sem hún hefur verið reynd annar staðar. Þvi er það nú mesta vanda- mál Alþýðubandalagsins, hvernig það á að grimuklæða stefnu sina. Þjóðin hefur krafizt margvislegra framfara eftir leiðum þróunar, en ekki byltingar. Þannig er það stefna Framsókn- arflokksins, sem hefur haft beint og óbeint mest áhrif á þjóðmálastarfsemina, og hinir flokkarnir hafa orðið að tileinka sér meira og meira til að missa ekki fylgi. En það er ekki aðeins hérlendis, sem þróunar- stefnan hefur gefizt vel. Þeim þjóðum hefur tvi- mælalaust farnazt bezt, sem hafa hafnað jafnt kyrrstöðu og byltingu, en sótt fram á grundvelli stöðugra framþróunar. Þar eru mannréttindi mest i heiðri höfð og þar eru lifskjörin bezt. Reynslan hefur vissulega sýnt, að þróunar- stefnan er farsælasta stjórnmálastefnan. Þvi eiga Islendingar að halda áfram framfarasókn- inni á grundvelli hennar, en hafna bæði kyrrstöðu og byltingu, eins og hingað til. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Mannréttindamál og spennuslökun Gróðar fréttir frá fundinum í Belgrad Brésnjef Carters beint gegn sér, eins og áður segir. Innan Sovétríkj- anna er að finna marga fjöl- menna þjóðernishópa, sem slikur áróður gæti haft áhrif á og ýtt undir sjálfstæðisviö- leitni af hálfu þeirra. Þvi hafa valdamenn Sovétrikjanna meiri ástæðu til uggs en ella. Vegna þessa uggs fengu þeir þaðákvæði sett inn I Helsinki- sáttmálann, að þátttökurikin myndu ekki á neinn hátt, hvorki beint eða óbeint hlutast til um innanrikismál hvers annars og hvorki beita hernaðarlegum, stjórnmála- legum eða efnahagslegum þvingunum i þeim tilgangi. Það var fyrst eftir að sam- komulag hafði náðst um þetta atriði, að Sovétrikin féllust á ÞAÐ voru góð tíðindi, sem bárust frá Belgrad i fyrradag, að samkomulag væri að nást á fundinum, sem er að undirbúa ráðstefnuna, sem á aö fjalla um framkvæmd Helsinki-sátt- málans frá 1975. Þessi undir- búningsfundur hefur einkum fjallað um, hvaða mál skuli rædd á ráðstefnunni og hvern- ig þau skuli rædd. Um skeið rikti nokkur ótti viö það, að erfittyrði aðná samkomulagi um dagskrána. Ótti þessi byggðistm.a. á þvi, að Rússar væru ófúsir til að ræða mikið um mannréttindaþátt Hels- inki-sáttmálans sökum bar- áttu Carters forseta fyrir þvi, að mannréttindi yrðu hvar- vetna sem mest I heiðri höfð, en valdamenn Sovétrikjanna virtust álita um skeið, að þess- ari mannréttindasókn væri einkum beitt gegn þeim. Cart- erforsetihefur hins vegar lýst yfir þvi, að henni væri ekki beint gegn neinum sérstökum, heldur væri hér fyrst og fremst stefnt að þvi, að mann- réttindi væru virt sem viöast og helzt hvarvetna. Réttur mánuður er nú liðinn siðan undirbúningsfundurinn kom saman, og takist honum aö ljúka störfum á þeim tima, er þaö mun betri árangur en menn gerðu sér vonir um fyr- irfram. Það ætti að spá góðu um sjálfa ráðstefnuna. MIKIÐ hefur verið rætt um það undanfarið, hvort mann- réttindabaráttan, sem Carter forseti hefur hafiö, verði til þess að torvelda slökunar- stefnuna svonefndu og jafnvel endurlifgi kalda striðið. Ekki sizt hefur þessa ótta gætt hjá ýmsum forustumönnum i Vestur-Evrópu, sem telja mikilvægt aö slökunarstefnan þróist áfram. 1 þeim hópi er t.d. Helmuth Schmidt, kansl- ari Vestur-Þýzkalands, og mun þetta ekki sizt hafa borið á góma i viðræðum hans og Carters forseta nú i vikunni. Ótti þessi hefur byggzt á þvi, að ráöamenn Sovétrikjanna muni taka það óstinnt upp, ef þeir telji mannréttindasókn Helmut Schmidt hið skýlausa ákvæði Helsinki- sáttmálans að „þátttökurikin munu virða mannréttindi og grundvallarfrelsi, þ.a.m. hugsana- samvizku, trúar- bragða- eða sannfæringar- frelsi allra án tillits til kyn- þáttar, kynferðis, tungu eða trúarbragða”. EF RAÐSTEFNAN i Belgrad á að takast sæmilega, verður að reyna að þræða hina vand- förnu leið milli þeirra tveggja sjónarmiða, annars vegar, aö ekki sé um beina ihlutun um innanrikismál að ræða og hins vegar að mannréttindastefn- unni verði nægilega haldiö fram. Það virðist hafa komið fram á undirbúningsfundin- um, að rikin, sem standa utan hernaöarbandalaganna, geri sér þetta vel ljóst og vinni að þvi að beina ráðstefnunni sem mest inn á framangreinda braut. Það er vissulega mikilsvert að spennuslökunin svonefrida geti haldizt áfram, en hún má hins vegar ekki leiða til þess að mannréttindabaráttan gleymist. Carter forseti hefur vissulega gertgóðan hlut með þvi að hef ja fána hennar betur á loft en gert hefur verið um hrið. En sú leið, sem hann hef- ur lagt inn á, er vissulega vandfarin, ef hún á ekki að vekja upp ýmsa tortryggni. Þetta viröist Carter llka gera sér ljóst, eins og ráða má af ýmsum ummælum hans und- anfarið. Þaö gildir svo bæði um slök- unarstefnuna og mannrétt- indabaráttuna, að menn mega ekki búast við miklum og skyndilegum árangri. Þessi mál verða að fá sinn tima, ef þau eiga að þróast meö eðli- legum hætti. Helsinkisáttmál- inn lagöi vissulega góðan grundvöll að slikri þróun, en þó þvi aðeins að menn sýni jafnt festu og gætni og geri sér ekki of miklar vonir um skyndisigra. Þeir gætu reynzt fallvaltir. Það verður að hafa hugfast varðandi þetta hvort tveggja, aö Róm var ekki byggð á einum degi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.