Tíminn - 15.07.1977, Page 15

Tíminn - 15.07.1977, Page 15
 Föstudagur 15.. júli 1977 15 hljóðvarp Föstudagur 15. júli 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristján Jdnsson byrj- ar aö lesa ævintýri um „Ivan Tsar og villiúlfinn” i þýöingu Magneu Matthias- dottur. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Spjallað viö bændur kl. 10.05. Morgunpoppkl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Jdsef Suk og Alfred Holecek leika Sónatinu i G-dúr fyrir fiðlu og pianó op. 100 eftir Antonin Dvorák. / Clifford Curzon leikur Pianósónötu i f-moll op. 5 eftir Johannes Brahms. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: 15.00 Miödegistónleikar Sin- 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 „Fjöll og firnindi” eftir Arna óla Tómas Einarsson kennari les um feröalög og hrakningar Stefáns Filipp- ussonar (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Cr atvinnulifinuMagnús Magnússon og Vilhjálmur Egilsson viöskiptafræöing- ar sjá um þáttinn. 20.00 „Capriccio Italien” hljómsveitarverk eftir Tsjaikovský Filharmoniu- sveitin i Berlin leikur: Ferdinand Leitner stjórnar. 20.20 „Aldrei skartar óhófiö” Þorvaldur Ari Arason fjall- ar um þjóöskáldiö Hallgrim Pétursson: siöari hluti. 21.15 „Zorahayda”, austur- lenzk helgisögn op. 11 eftir ' Johan Svendsen. Fllharm- óniusveitin i Osló leikur: Odd Gruner-Hegge stjórn- ar. 21.30 Otvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö Siöara bindi. Þýðandinn, Einar Bragi, les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Kvöldsag- an: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe Þórarinn Guönason les (12). 22.40 Áfangar Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guöni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30. Fréttir. Dagskrárlok. Hringið - og við sendum blaðið um leið framhaídssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan LÍKI ( DPAUKIÐ eftir Louis Merlyn hafði þurft að fara út og kaupa einhverja vitleysu og þá hafði þetta gerzt. Hann hélt sér i eldhúsvaskinn og neyddi sjálfan sig til að vee rólegur. Svo gekk hann aftur inn í dagstofuna. Hann gekk til Pugs og otaði einum fingri að honum. Blaðamaðurinn glotti svo skein í tennurnar, eins og á dýri. — Whiting! — Rólegur, Milan. Þú getur ekki.bros hans var ekki jafn sjálfumglatt núna. — Viltu rjóma í kaffið? Pug Whiting hló dimmum hlátri og slakaði á. — Já, svaraði hann. — Ég á engan, sagði Milan. — Ég vona, að þú getir drukkið það svart. Hann fór fram aftur eftir bollum. Honum leið aðeins beturog langaði mesttilað hlæja að Pug Whiting. Hann hafði fundið veikleika hans: Hræðsla við átök. Það var vert að muna, því slíkt gæti komið sér vel seinna. — Ég býst við að þú hafir reiknað þetta allt út, sagði Milan við Whiting. — Nei, ég ætlaði bara að heimsækja þig. Whiting dreypti á svörtu kaffinu, honum líkaði það ekki, en var hræddur við að láta það í I jós. — Þá gætum við gengið f rá samningi okkar í milli. — Hvernig komstu inn? — Það er ósköp létt verk og löðurmannlegt að opna dyr með þjófalykli, sagði hann og virtist undrandi. — Já, liklega, sagði Milan. — Þessi skrá er heldur ekk- ert sérstök, því hér er engu að stela. Hann sneri sér að Fran. — Þú skalt hringja snöggvast í Nat og láta hann tryggja sér lögfræðing. — Whiting setti frá sér bollann og tók sveran vindil upp úr vasanum. — Hvers vegna? Látið löggurnar bara halda áfram að geta gátur. — Þá blandast þú sjálfur í málið, sagði Milan. Whiting blés frá sér reyknum. — Mér er sko alveg sama. Það gæti orðið athyglisvert. Allt, sem mig vantar, Milan, eru f yrstu f réttir, ef þetta er góð saga. — Þaðersanngjarnt, skaut Fran inn í.— Þú getur líka fengið aðgöngumiða að aftöku minni, Pug. Mi lan hrukkaði ennið. Þetta virtist allt of auðvelt. Honum geðjaðist ekki að því. Það var ekki gott að verða alltof náinn kunningi Pug Whitings. Hann sagði: —Og til hvers komstu hingað? — Mig vantar svör, sagði Whiting. Honum leið bara vel núna. — Er nokkuð athyglisvert að segja um Polly Baird, Milan? — Hún myrti hannekki, svaraði Milan. Hann kveikti í sigarettu og teygði úr fótleggjunum. Hann naut þess að sjá, hvað Pug var geðillur á svipinn, svo f remi sem hann gat notið nokkurs á þessari stundu. — Var hún sorgmædd? spurði Fran. Milan leit á hana. Hún sat grafkyrr. Hún virti Milan f yrir sér, en hann gat ekki ráðið í svip hennar. — Nei, svaraði Milan — Ég á stefnumót við hana i kvöld. Fran greipandann á lofti, en jafnaði sig strax. Whiting hló dátt með vindilinn f munninum. — Leynilögga fer út með ekkju fórnarlambsins. Þetta er stórkostleg fyrir- sögn, Milan. — Notaðu hana ekki, sagði Milan. — Og haltu mér í guðs bænum úr þessum auma dálki þínum — Auglýsing útvegar þér vinnu, sagði Whiting gram- ur. — Þarf hana ekki. — Hvert ætlarðu með Pollý? Milan dró fæturna að sér og skipti um stellingu. — Ég held að viðætlum að reyna heppnina hjá Max Kane. — Var það þín hugmynd eða hennar? — Samkomulag, svaraði Milan. Hann gekk yfir að glugganum og leit út á götuna. — Hvernig hefur þér orðið ágengt? spurði Whiting. Milan sneri sér við. — Hvað er yf irleitt hægt að gera? Ótal vitni voru að þessu. Whiting sló öskuna af vindlinum. — Hvers vegna ertu þá með alla þessa fyrirhöf n að fela hana? Hann kinkaði kolli í átttil Fran, sem enn satgrafkyrr. — Svaraðu því, sagði Milan við hana. — Ég treysti honum ekki, svaraði hún blátt áfram. Whiting virtist sár. — Þú ættir að gera það. Ég hefði getað kallað á lögguna núna. — En þú gerðir það ekki, bætti Milan við rólega. — Nei, ekki satt? — Ég sé að þú glataðir f yrsta tækifærinu, sagði Milan. — Nú skaltu útskýra málin. Hann velti fyrir sér hvað hann kæmist lengi upp með þetta og hversu hræddur Whitingværi við hann. Þetta var ágætis tími til að komast að þvi, hugsaði hann, gekk að Pug og greip i jakkakrag- ann hans. — Hypjaðu þig svo, Pug. Ef þú þarft að ræða við- skiptamál við mig framvegis, skaltu panta tíma. Mér geðjast ekki að því að finna fólk óvænt heima hjá mér. Whiting reyndi að slita sig lausan og standa upp. Hann gekk hratt f ram að dyrunum. — Við getum ennþá fengið eitthvað út úr þessu í sameiningu, Milan. — Auðvitað, svaraði Milan. — Haltu þig bara héðan, bað er allt og sumt. Whiting þreif i hurðarhúninn, þegar Milan steig eitt skref nær honum. Dyrnar vildu ekki opnastog hann þreif boltann frá. Svor virtist hann muna eftir einhverju og dró lyklakippu upp úr vasanum. En hönd hans skalf, svo hann fann ekki rétta lykilinn. Fran leit á Milan og brosti fyrirlitningarbrosi, en tók siðan lykilinn upp úr vasanum. Whiting f lýtti sér f rá, þar til dvrnar stóðu opnar. Þau þaut hann út. — Troddu mér ekki um tær, Milan. Ég gæti gert þetta óþægilegt fyrir þig. — Ég stend við minn hluta samningsins, sagði Milan kuldalega, skellti hugðinni og nærri á nefið á Whiting. Þegar fótatak Whitings var dáið út á tröppunum, sagði hann: — Hvað bauð hann þér, áður en ég kom? — Ekki nokkurn hlut. Hann sat bara hérna. — Reyndi hann ekki að f á neitt upp úr þér? Fran hristi höf uðið.— Hann hef ur reynt það áður. — Heimskulegt af þér að fara út. Hún roðnaði vegna reiðitónsins í rödd hans. — Ég tók áhættuna, sagði hún aðeins. — Þú gætir haf a verið elt hingað, sagði hann. — Þú skalt ekki taka frekari áhættu. Ef þeir finna þig, kemur ekk- ert fyrir þig, heldur mig. — Ég get farið hvenær sem er, sagði hún kuldalega. Milan settist og virti hana fyrir sér. — Ertu að hóta mér, Fran? Hann hristi höfuðið lítillega. — Jæja, við skulum sleppa þvi. Til hvers fórstu út? — Ég vildi hringja til Nats, sagði hún. — Ég þorði ekki að gera það héðan. — Hvers vegna? spurði hann strax. — Bara til að f ullvissa mig um, að allt væri i lagi með hann. Milan sagði: — Ég er farinn að venjast því að heyra ekki sannleikann frá þér. En látum það eiga sig í þetta sinn. Hún leit undan og reyndi ekki að svara. Þegar hún loks tók til máls, sagði hún: — Nat bað mig fyrir skilaboð til þín.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.