Tíminn - 15.07.1977, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.07.1977, Blaðsíða 24
Eamwrái Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI VTDJ TTKJ NAÐUR f ~éánmm§ > Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI UNDIRFATNAÐUR Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Síöumúla 22' Sfmar 85694 & 85295 Nútíma búskapur þarfnast BKVER xt \ «ar haugsugu^fa1 Ir1 Nýr Grettir afhentur Kolmunnaveiðar reynd- ar með nýrri aðferð gébé Reykjavik. — Þaö er fyrst og fremst hugsað aö nota þetta tveggja-báta troll til kolmunna- veiða, sagði Jónas Blöndal hjá Fiskifélagi islands i gær, en Fi hefur haft frumkvæði að þvi að fá slikt troll hingað tii lands og er nú verið aö reyna að fá tvo báta til aö reyna þetta nýja troll. — Trolliö er danskt og er algengt I Dan- mörku og Færeyjum, en hér hefur tveggja-báta troll ekki verið not- að áður, sagði hann. Eins og kunnugt er, var veitt 150 milljön króna aukafjárveiting til rannsókna- og tilraunaveiða og var nýja trollið keypt fyrir þetta fé. bað kostaði um fimm og hálfa milljón. — Þetta er álika stórt troll og stóru skipin eru með og það er fyrst og fremst hugsað fyr- ir kolmunnaveiðarnar en einnig fisk af álika stærð og t.d. sild, sagði Jónas, þetta hefur ekki ver- iö reynt hérlendis áður, en bátarnir fá að sjálfsögðu mun meiri afla með þessu móti. Jónas kvað þá hjá Fiskifélaginu hafa unnið að þessu máli undan- farnar vikur og að upphaflega hefði meiningin verið að reyna það þegar f lok júnimánaðar. Bát- ar hafa hins vegar ekki fengizt enn til þessara tilraunaveiða, en hann kvað þaö ráöast um helgina hvenær og hverjir færu á þessar fyrstu tilraunaveiðar á kolmunna með tveggja-báta trolli. Mikið finnst af kolmunna gébé Reykjavik — Mikið af kol- munna hefur fundizt á Aust- fjarðamiðum eða nánar tiltekið á noröanveröu Héraðsflóadjúpi. Vitað er um eitt skip, Börk NK, sem fengiö hefur mjög góðan afla á þeim slóðum, og þá mun Vik- ingur frá Akranesi einnig vera á ieið á þessi mið. — Það er mikilsvert að þessu sé fylgt eftir, þvi eftir þvf sem fleiri skip eru við þessar veiðar, þvi meiri llkur eru á betri veiði, sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur og leiðangursstjóri á r/s Bjarna Sæmundssyni f gær. Hjálmar sagði að Börkur NK hefði á hádegi i gær, veriö búinn að fá um 350 tonn af kolmunna i fjórum togum, sem er mjög gott. Hjálmar kvað góöa möguleika á góðri kolmunnaveiði á Héraðs- flóadjúpi en það þyrfti fleiri skip til þessara veiða, vegna þess að — vantar fleiri skip til veiðanna árangur yrði betri eftir því sem fleiri skip stunduðu veiðarnar, þar sem þá yrði betra aö fylgjast með og leita að kolmunnanum. R/s Bjarni Sæmundsson hefur að undanförnu verið við kil- munnarannsóknir fyrir Aust- fjörðum, svo og við loðnuleit fyrir Norður- og Vesturlandi. Skipið er væntanlegt til Reykjavikur i dag úr þessari ferð. Við f lytj um Afgreiðslan, auglýsingadeildin og skrifstofan hafa flutt nú þegar. Ritstjórnin og Ijósmyndadeildin eru enn í Edduhús- inu og hafa enn síma 18300/ en f lytjast í næstu viku í hið nýja húsnæði. Um þessar mundir flytur Timinn starfsemi sfna i ný húsakynni. Blaöið hefur lengi haft aðalaðsetur sitt f Edduhús- inu við Lindargötu, en kveöur nú þann stað. Undanfarin ár hefur skrifstofa blaðsins og af- greiðsla verið viö Aðalstræti, en nú verður öil starfsemi blaðsins á einum og saina stað. Þessir flutningar hafa lengi verið i ráð- um, enda er erfitt að hafa blaðiö skipt á mismunandi staði. Tim- inn ersem kunnugter prentaður I prentsmiðjunni Blaöaprenti við Siðumúla I Reykjavik. Hið nýja aðsetur Tfmans er aö Siðumúla 15, gegnt prentsmiðj- unni Blaöaprenti. Hefur Timinn þar U1 umráöa tvær efri hæðir hússins. Er það húsnæði hið ákjósanlegasta fyrir alla starf- semi blaðsins. Nú hefur afgeiðsla , auglýs- ingadeild og skrifstofa Timans flutzt að Siðumúla 15. Er af- greiðslan á jarðhæð, en auglýs- ingadeildin og skrifstofan á annarri hæð. Jafnframt hefur Tfminn fengið nýtt simanúmer — 86300 og hefur fimm linur til afnota. t næstu viku er ráðgert að ljósmyndadeild og ritstjórn Tlmans muni flytjast inn i hið nýja húsnæði að Siðumiila 15, og veröur ritstjórnin á efstu hæð~ hússins. Að þvi veröur stefnt að þessir flutningar hafi ekki I för með sér röskun á daglegum rekstri og þjónustu Timans við lesendur og kaupendur sína, og verður allt kapp á það lagt. Les- endur og kaupendur eru þó beönir velvirðingar á þvi að flutningarnir munu óhjákvæmi- lega valda einhverjum truflun- um meðan á þeim stendur. i hinu nýja húsnæði mun Tim- anum gefast kostur á þvi að gegna skyldum sinum betur en yerið hefur við almenning f landinu. Verður ekkert til spar- að í því skyni. Timinn flyzt i nýtt húsnæði að Siðumúla 15 Nýr simi blaðsins 86300 — fimm línur. Kás-Reykjavik. Siðdegis f gær af- henti samgönguráðherra, Halldór E. Sigurösson, formlega Hafnar- málastofnun rfkisins nýtt dýpkunarskip, Gretti, en það skal vera arftaki gamla Grettis, sem svo dyggilega hefur þjónað is- lenzkri hafnargerð um þriggja áratuga skeið. Athöfnin fór fram við nyröri hafnargarðinn I Hafnarfirði, en þar er fyrsta verkefni hins nýja skips, sem ótrautt fylgir i fótspor fyrirrenn- ara sins. Skipið er smiðað I Noregi, en sjálf dýpkunargrafan er af bandariskri gerð. A skipinu eru þrir fætur sem slakað er niöur i botn þegar grafið er, til að gera það stöðugt. Tveir fæturnir, sem næst eru gröfunni, eru hvor um sig 11 tonn, og er þeim þrýst niö- Kanslarahj ónin koma í kvöld MÓL-Reykjavík. — I kvöld eru væntanleg til islands Helmut Schmidt/ kanslari Sambandslýðveldisins ÞýzkalandS/ og kona hans, frú Hannelore Schmidt, í stutta opinbera heimsókn. Flugvél kanslarans á að lenda á Kef lavíkurflug- velli kl. 18.45 og um kvöldið verður kvöldverðarboð forsætisráðherra að Hótel Sögu kanslarahjónunum tii heiðurs. í fyrramálið mun svo Schmidt eiga viðræður við Islenzka ráða- menn, en á meðan mun kona hans heimsækja þjóðminjasafnið og Listasafn Islands. Slðdegis fara hjónin til Vest- mannaeyja til að skoða gos- stöövar og fuglalif. Að því loknu verður stofnun Arna Magnússon- ar I Reykjavik heimsótt, en um kvöldið býður kanslarinn til kvöldverðar að Hótel Loftleiðum. Heimsókn kanslarahjónanna lýkur á sunnudagsmorgun , er flogið verður frá Keflavlk. ur I botninn með 50 tonna afli. Þetta er gert með 25 tonna spilum á tvöföldum vir. Fóturinn, sem fremst er á skipinu, vegur 15 tonn og hvilir á botni af eigin þunga. öllum fótunum er stjórnað úr gröfunni. Kostnaðarverð skipsins með gröfunni nemur alls 220 millj. kr., en á fjárlögum ársins 1977 er 300 milljónum króna veitt til dýpkunartækja Hafnarmála- stofnunar. Mismunurinn fer llk- lega til greiðslu tveggja pramma sem nú eru I smiðum á Seyðis- firði, og fljótlega verða teknir I notkun, en þeir notast með Gretti. Ríkisstjórnin: Þorskveiðax takmarkaðar? gébé Reykjavik — Akvörðun verður væntanlega tekin á rfkis- stjórnarfundi i dag, um hvort auknar verða aðgerðir i fisk- verndunarmálum, og er þá fyrst og fremst átt við takmarkanir þorskveiðanna. Tillögur hafa þegar verið gerðar um þessar takmarkanir og hafa verið kynntar hagsmunaaðilum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.