Tíminn - 24.09.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.09.1977, Blaðsíða 1
GISTING MORGUNVERÐUR IRAUÐARÁRSTÍG 18 llifii vörubíla^y^ Sturtij Jíf dælur /tw~ Sturtu— dritsköft ff \ hAta SÍMI 2 8866 210. tölublað — Laugardagur 24. september 1977 —61. árgangur ■< Lengist íslandssagan um nokkur hundruð ár? Rannsóknir Margrétar Hermannsdóttur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum JH-Reykjavik. — Hafa fundizt leifar af híbýlum fólks, sem hér iiföi og starfaði fyrir þann tfma, sem við nefnum landnámsöld? Likur benda til þess, að svo kunni að vera. 1 Vestmannaeyj- um hafa verið grafnar upp leif- ar húsa, þar sem öskulög, sem kallast landnámslagið, hafa fallið á einn vegg húsanna, en þessi veggur var greinilega byggður á mannvistarlagi, sem var tiu til tuttugu sentimetrar að þykkt. i öðru lagi hafa sex birkisýni, að öllum líkindum innlend, verið aldursgreind, og telst hið elzta frá árinu 520 með hugsanlegri sextiu ára skekkju til eða frá, en hið yngsta frá 890 meðsextiuog fimm ára skekkju til eða frá. Um þessar rannsóknir I Herjólfsdal og ályktanir þær, sam af þeim má draga, skrifar Margrét Hermannsdóttir forn- leifafræðingur, sem unnið hefur að uppgreftri og rannsóknum I Slippstöðin hf.: Mörg verk- efni fram- undan K.S. Akureyri. — Um þessar mundir eru gifurlega mörg verk- efni framundan i sambandi við viðgerðir hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri. Að sögn Ingólfs Sverrissonar starfsmannastjóra eru nú 6 skuttogarar auk smærri báta sem ýmist eru I viðgerö eða biða viðgerða hjá stöðinni. Ingólfur sagði, að yfirleitt væri mjög annasamt á þessum tima og nú kæmi einnig inn i dæmið Matthiasardagarnir svonefndu, þegar togararnir tækju sér fri frá veiðum I nokkurn tima. Þá sagði hann, að nú væri einnig komið að þeim tima er athuga þyrfti ýmis- legt i þeim togurum, sem keyptir hafa verið með stuttu millibili. Þá má geta þess að nú biður aflaskipið Súlan EA þess að sett verði i hana ný vél, og verður þvi verki sennilega ekki lokið fyrr en um áramótin. Um ný smiðaverkefni hjá Slippstöðinni er það helzt að segja að nú er komið að lokafrágangi á togara sem verið er að smiða fyr- ir Þórð Öskarsson lif. á Akranesi og verður hann sennilega tilbúinn fyrir áramót. Þá er einnig hafin smiði á nýjum skuttogara fyrir Magnús Gamalielsson útgerðar- mann á Ólafsfirði. Ingólfur sagði, að nú Væri mjög tilfinnanlegur skortur á járn- iðnaðarmönnum hjá Slippstöð- inni, og einnig vantaði verka- Framhald á bls. 19. Vestmannaeyjum, grein i Tim- ann i dag. Meðal annars getur hún þess i grein sinni, að Margrét Halls- dóttir, sem er við doktorsnám i Lundi i Sviþjóð, hafi unnið að frjógreiningum i sambandi við landnámslagið svokallaða undanfarin ár, og hefur hún nú fengið i hendur sýni til frjó- greiningar, sem geta leitt i ljós áhrif búsetu i Eyjum á gróður- far þar og ef til vill afstöðu hennar i tima gagnvart land- námslaginu. Dr. Sigurður Þórarinsson sagði, er blaðið sneri sér til hans, að öskulög þau, sem kennd væru við landnámið, hefðu verið undir hú^aleifum þeim, er rannsakaðar hafa ver- ið i Þjórsárdal, en ofan manna- vistarleifa i Skálholti, og með þetta tvennt I huga hefðu þau verið timasett nálægt árinu 900. Askan i þessum lögum er bæði ljós og dökk, og á uppruna sinn að rekja til sprungugoss. Féll ljósa askan fyrr, en dökka ask- an undir lok gossins. Þá sagði Sigurður, að ef til vill væri hugsanlegt, að manna- vistarleifar, eldri landnámi, hefðu verið eyðilagðar á Húsa- vik, þegar kisilvegurinn var gerður þar niður fyrir bakkann utarlega i bænum niður á bryggjurnar. Þar hefðu fundizt hlóðir i bakkanum með koluðum viðarleifum og kindabeinum, en jarðýta hefði sundrað þessu, áð- ur en rannsókn fór fram. Hins vegar hefði kolaður viður úr þessum hlóðum verið aldurs- greindur og hefði hann reynzt nokkur hundruð árum eldri en viðurkennt landnám. — Á hinn bóginn er þess að gæta, sagði Sigurður, að á þess- um slóðum hefur mikinn reka- við borið að landi, og barrtré geta orðið firnagömul. Aldur trés mælist, við þær aldurs- ákvarðanir, sem notaöur eru, Þá tók Davið Scheving Thor- steinsson, formaður Félags is- lenskra iönrekenda til máls og ræddi litillega um iðnkynninguna og stöðu iönaðarins i landinu, en sagði siðan Iðnkynningu i Laugardalshöll setta. Meðal gesta við opnunina var forseti íslands, Kristján Eldjárn og skoðaði hann sýningarsvæðið. Iðnkynningin i Laugardalshöll er hönnuð með nokkuð öðrum hætti en tiðkast hefur með sýningar i Laugardalshöll. M.a. er á miðju sýningarsvæöinu gos- brunnur skreyttur blómum. I baksal hallarinnar er sérsýning frá þjónustu- og rannsóknarstofn- unum iðnaðarins svo og veitu- stofnunum Reykjavikurborgar. A sama stað er einnig sýnt sérstakt úrval reykvisks heimilisiðnaðar. Meðal áhugaverða bása sem eftir eiga að vekja athygli frá dauða trés, og tré byrjar að deyja að innan, meðan ytri lögin eru lifandi og áður en það fellur. Hér getur þess vegna á ýmsu oltið. Um birkileifarnar úr Vest- mannaeyjum gegnir öðru máli, segir Sigurður. Það er ekki trú- legt, að þær séu úr rekaviði, og meira að segja kann birkikjarr hafa vaxið i Herjólfsdal, svo að þær geta verið úr heimafengnu birki. Birkihrislur verða ekki nema svo sem hundrað ára gamlar, og þess vegna þarf ekki i varúðar skyni að draga hundr- uð ára frá ákvörðuðum aldri, eins og gera verður um viðar- leifarnar frá Húsavik. Loks er þess að geta, að i Hrafnkelsdal fannst fyrir all- mörgum árum beinahrúga nokkuðdjúptundir öskulagi þvi, sem fært er til ársins 1100, en ekki er unnt að henda reiður á, að þau bein hafi verið eldri en landnámið. sýningargesta að ógleymdum matarbásunum i anddyrinu en enginn fer ósaddur úr þeim, má nefna sýningardeild Félags is- lenskra iðnrekenda, þar sem gestum gefst kostur á að láta tölvu lesa persónuleika sinn út úr eiginhandaráritun sem er þó allt i gamni. í sýningardeild Kassa- gerðarinnar má sjá „kúlu-hús” sem Einar Þ. Asgeirsson arkitekt hefur hannað all sérstætt, Lukku- bás og ótal fleira. Þá er ekki úr vegi að minnast á iðnaöarbingó sem spilað verður tvisvar á dag nú um helgina en einu sinni um virka daga og tisku- sýningar verða einnig tvisvar á dag. Þá er ekkert eftir nema að drifa sig á kynninguna þvi hún stendur aðeins yfir i 10 daga, lýkur annan sunnudag þ.e. 2. október. Hugleiðing um fornleifarannsóknir í Herjólfsdal — sjá bls. 10 og 11 Idnkynningin opnaði í gær Kás-Reykjavík. Iðnkynning í Laugardalshöll varopnuð formlega klukkan þrjú í gærdag. Fyrir athöfnina var boðsgestum boðið upp á mysu og aðra landbúnaðar- afurðir henni til bragöbætis,en áður höfðu þeir fengið rauða rós i barminn, svo heldur óvenjuleg opnunar- stemming var við athöfnina. Albert Guðmundssori, for- maður Iðnkynningarnefndar i Reykjavík, flutti auk ann- arra, stutt ávarp og þakkaði starfsmönnum sýningar- innar vel unnin störf, en þó sérstaklega Pétri Svein- bjarnar, framkvæmdastjóra islenskrar iðnkynningar, sem hefði unnið mjög óeigingjarnt starf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.