Tíminn - 08.10.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.10.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. október 1977 13 16.15 Veðurfregnir 16.20 „Frá Hlíðarhúsum til B jarmalands” Gunnar Stefánsson les úr minninga- þáttum Hendriks Ottósson- ar, og fluttir kaflar úr við- tali Jónasar Jónassonar við Hendrik, hljóörituðu árið 1966. 17.00 Enskukennslaitengslum við kennslu isjónvarpi, sem hófst á miðvikudaginn var og veröur endurflutt kl. 18.15 þennan dag. Leiðbein- andi: Bjarni Gunnasson menntaskólakennari 17.30 Jáliferð til Júgóslaviu Sigurður Gunnarsson fyrr- um skólastjóri flytur siðari hluta ferðaþáttar sins. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mannlif á Hornströnd- um. Guðjón Friðriksson tal- ar við Hallvarð Guðlaugs- son húsasmiðameistara: — lokaþáttur. 19.55 Einsöngur: Maria Callas óperusöngkona syngur ari- ur eftir itölsku tónskáldin Bellini og Cherubini. Hljóm- sveit Scala-óperuleikhúss- ins i Milanó leikur. Hljóm- sveitarstjóri: Tullio Seraf- in. 20.25 Októberdagar á Akur- eyri 1931 Stefán Asbjarnar- son á Guömundarstööum i Vopnafirði segir frá: fyrsti hluti. 20.50 Svört tónlist: — tiundi þáttur Umsjónarmaður: Gérard Chinötti. Kynnir: Asmundur Jónsson. 21.35 „Uppþvottamaðurinn”, smásaga eftir Per Olof Sundman Sigurjón Guðjóns- son islenskaði. Pétur Einarsson leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 8. október 17.00 tþróttir Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.15 On We GoEnskukennsla Fyrsti þáttur endursýndur. 18.35 Þú átt pabba, Elisabet Dönsk framhaldsmynd i þremur þáttum. Lokaþátt- ur. Efni annars þáttar: Pabbi Elisabetar er búinn aö fá vinnu, og hún dundar heima, meöan hún biður þess, aö skólinn byrji. Vet- urinn kemur, og ýmislegt vantar til heimilisins. Þau hringja i móöur Elisabetar og bið ja hana að senda þeim helstu nauðsynjar. Þegar skipið loksins kemur, sér Elisabet ekki betur en mamma sé meðal farþega. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaöur Ingi Karl Jóhannesson. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Undir sama þaki Is- lenskur framhaldsmynda- flokkur I sex þáttum eftír Björn Björnsson, Egil Eö- varðsson og Hrafn Gunn- laugsson. 2. þáttur. Dag- draumar. Þátturinn veröur endursýndur miðvikudag- inn 12. október. 20.55 America (L) Hljóm- sveitin America Tlytur poppmúsik. 21.40 Allra eftirlæti (Darling) Bresk biómynd frá árinu 1965. Leikstjóri John Schlesinger. Aöalhlutverk JulieChristie,Dirk Bogarde og Laurence Harvey. Diana Scott, eftirlæti auðmanna og fyrirfólks um heim allan, rif jar upp ævi sina og ástir. Þýðandi óskar Irigimars- son. 23.40 Dagskrárlok David Graham Phillips: SUSANNA LENOX Jón Helgason ^£00' alltaf hugsað mér'', hélt Jeppi áfram. Hann ver mesti kvennabósi. ,,Ég kann vel við svona hörund og munn, sem er dálítið ólundarlegur og ekki óáþekktur þvi, að hann vilji láta kyssa sig". Hann tærði taumana í aðra greipina, lagði handlegginn utan um hana og kyssti hana klunnalega. Hún hrökk dálítið við, en veitti ekki mót- spyrnu. En þegar til kom, langaði Jeppa af einhverjum ástæðum ekkert til þess að kyssa hana aftur. Hann dró handlegginn strax að sér aftur og hélt svo kyrf ilega um taumana með báðum höndum, að það hefði mátt ætla, að vegleysan gerði það bráðnauðsynlegt. Eftir langa þögn byrjaði hann aftur. ,,Það virðist vera svalt og notalegt undir trjánum hérna — ha?" ,,Já", sagði hún. ,, Ég hef ekki séð þig hér í mörg ár. Hvað er langt síðan þú varst hér síðast?" ,,Þrjú sumur". „Þú hlýtur að hafa stækkað síðan. Ég man ekkert eftir þér. Hvernig kanntu við þig hérna úti í sveitinni? Sæmi- lega kannski?" „Vel". „O, þetta segirðu bara. Þú vilt heldur eiga heima í kaupstað. Það vil ég líka. Og undir eins og ég hef komið fótunum undir mig, tek ég allt, sem ég á, og þessi tvö þúsund frá Georg fóstra þinúm, og legg það í fyrirtæki í kaupstaðnum — vagnastöð". Súsanna leit spyrjandi á hann. „I Sutherland?" sagði hún skelfd. „Já, ó-já. AAitt í Sutherland", svaraði hann hreykinn. „Égætla mér að kaupa vagnastöðina hans Kobba Autles við Jeffersonsstræti". Susanna fölnaði og byrjaði að titra. „Æ-nei", stundi hún. „Það máttu ekki gera". Jeppi hló. „Þú skalt bara sjá til. Og svo lifum við eins og f ínt fólk, og þú hef ur vinnukonu og lif ir eins og blóm í eggi. Ja, ég veit, sjáðu til, hvernig á að búa að þér". „Ég vil helzt vera kyrr í sveit", sagði Súsanna „Ég hata Sutherland". „Vertu alveg ósmeyk", sagði Jeppi hughreystandi. „Þegar fólk veit, að þú ert gift og hef ur sand af pening- um, hættir það að líta niður á þig. Það gleymir strax þessu með mömmu þína — og um hitt veit það ekkert. Þú verður mér notaleg, og ég verð þér notalegur. Ég er ekki að snuðra í því, sem gerzt hef ur fyrir löngu síðar. Ég er alveg laus við svoleiðis smásmygli". „En þú lofar mér að vera í sveit", svaraði Súsanna i bænarrómi. í huganum sá hún sjálfa sig í Sutherland. Allir myndu snúa sér við og hvíslast á eða jafnvel kalla smánaryrði á eftir henni. „Þú fylgir mér", svaraði Jeppi. „Konan á að standa við hlið manns síns. Ég skal slá alla niður, sem hafa horn í síðu þinni". s „O-ó!" stundi Súsanna og hneig aftur á bak í sætinu. „Vertu óhrædd Sanna", sagði Jeppi hressilega. „Gerðu það, sem ég segi þér — þá gengur allt vel. Það er ráðið til þess að komast af við mig og fá f ín föt — gerðu bara eins og ég segi þér. En ég er þungur á bárunni, ef mér er gert á móti skapi. Ég veit, að þú gerir mér ekki á móti skapi.... Svo er það þetta með heimilisstörf in. Það er líklega bezt, að ég láti Kezíu fara strax. Þú kannt náttúrlega að matreiða?" „ E-eitthvað", sagði Súsanna. Það var einsog Jeppa létti. „Þá er hún bara til bölvun- ar. Tveir kvenmenn geta aldrei lynt saman — og Kezía hef ur skapsmunina Fergusonsfólksins. Hún er hrædd við mig, en stundum sleppir hún sér samt vonzku". Jeppi hnylkaði brúnirnar og leit brosandi á stúlkuna. „Reyndu nú að vera dálítið hressari í bragði", sagði hann hér um bil skipandi. „Ég kæri mig ekki um að gefa Kezíu neinn höggstað á mér". Súsanna gerði aumkunarlega tilraun til þess að brosa. Hann veitti þvi athygli, rumdi önuglega og sló í hryssuna, sem tók á sprett. „Hott" öskraði hann. „Hott, helvítið þitt". Og svo kippti hann þrælslega í taumana, þangað til hún fór að kyrrast aftur. Þau sveigðu nú inn á hliðarbraut, og við þeim blasti lágt timburhús, sem húkti líkast gömlum sveitarf lækingi bak við veðraða stauragirðingu. Sligað spónaþakið var mjög rismikið, og á því voru tveir litlir gluggar, en f jórir undir þakskegginu. Dyrnar voru á miðri húshliðinni, og frá hliðinu á girðingunni lá grasigróinn stigur gegnum arfabreiðuna upp að slitnu dyraþrepinu. „Kyrr", hrópaði Jeppi í þeim tvöfalda tilganqi að stöðva merina og láta vita um komu sína Við Súsönnu sagði hann: „Farðu beina leið inn og sýndu að þú sért heima hjá þér. Segðu Kezíu hver þú ert. Ég kem, þegar ég er búinn að spretta af merinni og koma henni á gras". Súsanna glápti bjánalega á bæinn — nýja heimilið sitt. „Farðu niður!" sagði hann byrstur. „Láttu ekki eins og þú sért of fín til þess að heyra það, sem ég segi, og hlýða því". Hann kunni einhvern veginn hálf-illa við sig i návist þessarar kurteisu og fallegu telpu, sem honum fannst svo prúðbúin. Til þess að dylja, i hvaða bobba hann var, greip hann til þess eina úrræðis, sem hann þekkti, eina úrræðisins, sem menn hafa yf irleitt á takteinum, þegar þeir komast í klípu — að byrsta sig. í augun manns af hanssauðahúsi var ekki nein illska fólgin í þessu, en það fannst samt henni, svo aldrei hafði haft af nema góðu atlæti að segja, þar til nú þessa síðustu daga. Orðatiltæki hans, grófgerð röddin, sóðaleg fötin og svitalyktin, sem af honum lagði, olli því að hún gat varla afborið návist hans, enda þótt hún gerði sér varla grein fyrir þvi, hvern vegna hana hryllti við honum. Hún paufaðist niður úr vagninum og var rétt að segja dottin, svo ringluð og f jarhuga var hún. Jeppi danglaði i merina með keyrinu, og Súsanna varð ein eftir fyrir framan húsið — fallegt, ráðþrota barn, sem ekki átti heima í þessu umhverfi. Á dyraþrepinu stóð hávaxin, mögur stúlka í upplituðum og bættum léreftskjól. Það sást greinilegt ættarmót með henni og Jeppa. Hárið var þunnt, hrafnsvart og gljáandi, hörundið brúnt og gróft, kinnbeinin há og augun dökk og glampandi. „Góðan dag", sagði hún hryssingslega. Súsanna gat engu orði stunið upp. Hún stóð í sömu sporum og starði á stúlkuna. „Hvað vilt þú?" „Hann — hann sagði aðég skyldi fara inn", stamaði Sús- anna. Henni fannst þetta ekki geta verið raunveruleiki. Þetta var draumur — aðeins draumur — og bráðum myndi hún vakna í hreina viðkunnanlega, Ijósgráa her- berginu sínu og Rut kalla glaðlega til hennar að koma að borða morgunverðinn. ,, Hver ert þú?" spurði Kezía — það leyndi sér ekki, að þetta var systir Jeppa. „Ég er — ég er Súsanna Lenox". „Nú — frænka Warhamsfólksins. Gerið svo vel að koma inn." Af svip Kezíu mátti ætla að hún væri albúin að bíta og klóra. Súsanna opnaði h'liðið. Á grindinni var engin klinka. „Ég ætla að bíða þangað til hann kemur", sagði hún og staðnæmdist við dyrnar. „Nei, komið þér inn og setjizt niður ungfrú Lenox" Og „Uss, vertu rólegur, en hérna, hvar er limið?” OENNI i JDÆMAlAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.