Tíminn - 11.11.1977, Blaðsíða 5
AUGlYSlNGASTDfAN HFI
Föstudagur 11. nóvember 1977
5
á víðavangi
Staðgreiðslukerfi
skatta
í tilefni af þvi aö rikisstjórn-
in hefur ákveðiö aö beita sér ■
fyrir staögreiðslukerfi skatta
frá 1979, hafa talsverðar um-
ræöur orðið um væntanlegar
breytingar á skattheimtu.
Þriðjudaginn 8. nóv. skrifaði
Asmundur Stefánsson hag-
fræðingur Alþýðusambands-
ins grein i Þjóðviljann um
staðgreiðslu skatta. Þar segir
m.a.:
Tekj us veiflur
og skatta
kerfið
Á hverju ári greiðum við
tekjuskatt og dtsvar og ýmis
önnur gjöld af þeim tekjum,
sem við unnum okkur inn á ár-
inu á undan. Ef við einu sinni
komumst i háar tekjur, t.d.
með mikilli yfirvinnu, og
lækkum siðan aftur, lendum
við I þeim vandræðum að
verða að greiða mikla skatta
af litlum tekjum. Tekjusveifl-
ur hvers einstaklings eru að
sjálfsögðu alltaf vandamál, en
vandamáliö verður langtum
verra viðureignar vegna þess
skattkerfis, sem við búum við.
Þessar aðstæður kalla á stað-
greiðslu skatta, þ.e. að skatt-
greiðslur séu miðaðar við
tekjur líðandi árs.
Það er víst óhætt að segja,
að það hafi lengi verið al-
mennur áhugi á þvi að taka
upp staðgreiðslu opinberra
gjalda. A árinu 1975 skilaði
Asmundur Stefánsson.
Sigurbjörn Þorbjörnsson,
rikisskattstjóri, greinargerð
um málið, og lagði til að stað-
greiðsla yrði tekin upp.
Stjórnvöld hafa hins vegar
hikað við. Helzt viröist þvi
borið við að núgildandi skatt-
kerfi sé of flókið til þess að
staðgreiðsla sé raunhæf. Það
er rétt, að endanlegri sam-
timagreiðslu án uppgjörs eftir
á yrði tæplega náð við niígild-
andi skattareglur. Stað-
greiðslukerfi mundi hins veg-
ar auðvelda aðlögun að tekju-
sveiflum tilmuna, frá þvi sem
nú er, þannig að rökin virðast
léttvæg.
Einfalt
staögreiðslu-
kerfi
Staðgreiðsla opinberra
gjalda getur átt sér staö með
ýmsum hætti. Þó óliklegt sé að
jafnmikilli nákvæmni stað-
greiöslu verði náð með ein-
földu kerfiog flóknu, kann ein-
faldleikinn að vera nægilegur
kostur til þess að þaö verði
fyrir valinu.”
Margs er
að gæta
Sama dag fjallar leiðari
Morgunblaðsins um sama
efni. Þar segir:
,íiinhverjum kann að þykja
ákvörðun rikisstjórnarinnar
um staðgreiðslukerfi skatta
bera brátt að og undirbúnings-
timinn býsna tæpur. Það á
eftir að koma i ljós, hvort hér
hefur verið teflt á tæpasta vað.
Liklega er almennur stuöning-
ur við staðgreiðslukerfi
skatta. Fólki þykir hagkvæmt
að greiðslu skatta sé þann veg
háttað, að menn viti sam-
stundis hve miklu af tekjurh
sinum þeir geta ráðstafað. En
margs er að gæta I þessum
efnum. Verðbólgan hefur
hjáipað Islendingum að borga
skattana sina. Ef skattapró-
sentan verður óbreytt, þegar
staðgreiðslukerf i skatta
verður tekið upp er augljóst að
skattbyrðin þyngist mjög.
Þess vegna verður að sjálf-
sögðu að gera þær breytingar
áskattalögum,semtryggja að
staðgreiðslukerfi skatta leiði
ekki til aukningar skattbyröi.
Þá vaknareinnig sú spurning,
hvort menn sleppi við að
greiða skatt af tekjum ársins
1978. Ef tekið er tillit til þeirra
tekna við skattlagningu 1979,
er skattbyrðin orðin meiri en
að er stefnt.”
Þ.Þ.
Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla
S K R A
UH VINNINGA I HAPPDRfTTI HASKOLA ISLANDS I 11. FLOKKI 19?
KR. 1.000.000
37861
KR. 500.000
56861
KR. 200.000
2637
KR. 100.000
262 14399 25321 31816 41756 50412
5325 15777 25419 34452 41993 52306
12155 16524 26166 34604 42106 52838
13333 20147 26592 36656 44189 52980
14336 20796 27654 37767 47462 53884
Plussteppi
fyrir badherbergi
AUGLVSINGASTOFA SAMBANDSINf
Breidd 85 og 140 cm.
Margir litir.
Byggingavörur
Sambandsins
Suðurlandsbraut 32 • Simar 82033 ■ 82180
§
ileikhús
London er sannarlega lífleg borg.
Leikhússtarfsemi í miklum blóma,
nýjustu kvikmyndimar í hverju bíói,
konsertar færustu listamanna og
hvaó eina. Þaö leiöist engum í London.
London — ein flölmargra
staða í áætlunarflugi okkar.
FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR
ÍSLANDS