Tíminn - 11.11.1977, Side 11

Tíminn - 11.11.1977, Side 11
Föstudagur 11. nóvember 1977 tíiiltíl'í n Wmwm Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Til eftirdæmis Gamalkunnugt úrræði öfgamanna er það aö mála þann illa á vegginn og koma af stað úlfúð með þvi að útmála einhverja stétt eða hóp manna sem óvini samfélagsins. Siðan er reynt með öllum tiltækum ráðum að beina óánægj- unni i samfélaginu að þessum hópi. Þetta hefur verið reynt að gera á íslandi að undanförnu og hefur bændastéttin orðið fyrir árásunum. Þvi er þá haldið fram að land- búnaðarstefna lýðveldisins sé öllum almenn- ingi til skaða. Þessar árásir eru ómaklegar. Þessi mál- flutningur öfgaaflanna er óskynsamlegur. Sér- hvert sjálfstætt riki hefur mikla þörf fyrir eigin framleiðslu sem flestra matvæla óg annarra nauðþurfta. Ef höfð er i huga lega landsins og náttúrulegar aðstæður sem hamlað geta að- flutningum sjá menn það i hendi sér að sjálf- stæði íslands og öryggi þjóðarinnar verða nöfnin tóm án eigin landbúnaðarframleiðslu. Jafnvel innhafsþjóð eins og Sviar viðurkenna þarfir sinar fyrir mikla landbúnaðarfram- leiðslu. Landbúnaðarstefnu sænskra stjórn valda mun ekki hrósað hér en benda má þó á það að þeir telja sjálfstæði sitt og utanrikis- stefnu marklaus ef þeir eru ekki sjálfum sér nógir um landbúnaðarafurðir að mjög veru- legu leyti. Vandamál islenzks landbúnaðar nú eru um margt sambærileg við þann vanda sem at- vinnulifið almennt stendur frammi fyrir. Verð- bólgan hefur valdið þvi að fjármagns- og vaxtakostnaður hefur stóraukizt. Verðhlutfall- ið miðað við erlenda framleiðslu á sam- keppnismörkuðum er orðið mjög óhagstætt og birgðasöfnun hefur fyrir vikið orðið meiri en áætlað var. Aðstaða íslendinga er að þvi leyti örðugri jafnframt að erlend stjórnvöld veita bændum sinna landa mjög verulegan stuðning. í þvi ljósi verður mönnum að spyrja hvort árásar- mennirnir á landbúnaðinn á íslandi vilja frem- ur gæta hagsmuna Efnahagsbandalagsins en islenzkra bænda og almennings alls. Aðstaða Islendinga er enn fremur að þvi leyti örðugri að veðurfar og aðrar ástæður valda þvi að við verðum að setja markið hátt i fram- leiðslunni á hverju ári. Litið má út af bregða til þess að unnt sé að fullnægja þörfum þjóðarinn- ar án innflutnings. í umræðunum um landbúnaðinn gleymist það alltof oft að landbúnaðurinn er ekki einangrað fyrirbrigði i atvinnulifinu, heldur er hann mikilsverð undirstaða margháttaðs iðnaðar sem hefur verið á miklu framfara- skeiði og aflar þjóðinni gjaldeyristekna. Á það hefur margsinnis verið bent að niður- greiðslur búsafurða eru liður i kjaraákvörðun- um i landinu miklu fremur en stuðningur við landbúnaðinn. Það er ástæða til að benda á það enn einu sinni að bændur landsins skilja að við mikinn vanda er að etja vegna útflutningsbóta. Þeir hafa samþykkt að taka á sig sjálfa byrðar af þessum sökum. Með þvi gengu þeir fram fyrir skjöldu öðrum stéttum til eftirdæmis. Maklegt er að fordæmi þeirra sé virt frekar en að stinga þvi undir stól og halda uppi ósann- gjörnum og óskynsamlegum áróðri gegn is- lenzkum landbúnaði. Carter f restar utanf erð vegna orkumálanna CARTER forseti hefur koma fram tveimur áður- greindum markmiðum. Tak- markið, sem stefnt er að, var i meginatriðum það að oliuinn- flutningur Bandarikjanna yrði árið 1985 ekki nema f jórði hluti þess, sem hann er nú. 1 þeim tilgangi að koma þessari áætl- un fram, létu Carter og Schlesinger semja niu frum- vörp, sem voru lögð fyrir báö- ar þingdeildir. Þær fólu eink- um I sér ýmsa skatta, sem áttu að stuðla að orkusparn- aði, einkum i sambandi við oliunotkun, og aukinni nýtingu annarra orkugjafa, t.d. kola. Þá var stefnt að þvi, aö koma i veg fyrir verðhækkanir á inn- lendum orkugjöfum, einkum þó oliu. Þá var gert ráð fyrir að oliuframleiðendur yrðu að taka á sig verulega skatta, ef iðnaðarfyrirtæki notuðu heldur oliu en kol eða aðra orkugjafa. Þetta ákvæði var innlendum oliuframleiðendum mikill þyrnir i augum. ákveðiö að fresta hinni fyrir- hugaðri ferö sinni til niu landa, sem átti að hefjast 22. þ.m. Ástæðan er sú, að hann telur sig ekki geta farið frá Washington meðan þingið fjallar um frumvörp hans um orkumálin, en hann telur áhrif sin sem forseta velta mjög á þvi, hver verður endanleg af- greiösla þeirra. Mál þessi eru nú til athugunar hjá sameigin- legri nefnd þingdeildanna, en þær hafa afgreitt frumvörpin á mjög ólikan veg. Fulltrúa- deildin, þar sem O’Neill frá Massachusetts, forseti deildarinnar, ræður rikjum, samþykkti frumvörp forset- ans i megindráttum, en öld- ungadeildin hefur hafnað flestum höfuöþáttum þeirra, svo að það sem er þar enn eft ir af þeim er ekki nema svipur hjá sjón. Fyrir Carter er úti- lokað að sætta sig viö slika af- greiðslu, enda hefur hann lýst yfir þvi, að hann muni neita að undirrita þau, ef hann fær þau i þvi formi, sem öldunga- deildin hefur gengið frá þeim. Hin sameiginlega nefnd þing- deildanna vinnur nú að þvi að ná samkomulagi um mála- miðlun milli deildanna, en það verður hægara sagt en gert. . Carter forseti mun heldur ekki fallast á slika málamiðlun, nema hann telji sig hafa fengið mikilverðustu tillögur sinar fram. Hann mun þá neita að undirrita frumvörpin, eins og áður segir, og freista þess að taka þessi mál upp á þinginu, sem hefur störf sin eftir áramótin. CARTER lýsti yfir þvi skömmu eftir aö hann varð forseti, að hann teldi orkumál- in vera mikilvægasta verkefni sitt. Framtið Bandarikjanna ylti á þvi, að þau yrðu minna háð oliuinnflutningi en þau væru nú. Þess vegna yrði aö stefna samtimis að orku- sparnaði og aukinni notkun annarra orkugjafa en oliu. Til áréttingar þessu skipaöi hann sérstakan orkumálaráðherra, James Schlesinger, sem var varnarmálaráðherra I ríkis- stjórn Nixons og Fords. Schlesinger lét það vera fyrsta verk sitt að undirbúa sérstaka áætlun, sem beindist aö þvi, að Russel Long Carter forseti A SAMA HATT og O’Neill hefur átt mestan þátt 1 þvi, að frumvörp Carters hafa fengið jákvæða afgreiöslu i fulltrúa- deildinni, hefur formaöur fjárhagsnefndar öldunga- deildarinnar, Russel Long frá Louisiana ráðið mestu um hina neikvæðu afgreiðslu, sem þau hafa fengið I öldunga- deildinni. Veruleg oliufram- leiösla er i Louisiana og hefur Long löngum fengið orö fyrir að vera einn helzti talsmaöur ameriskra oliufrámleiðenda á þingi. Long hefur átt sæti I öld- ungadeildinni siðan hann var þritugur, eða i 29 ár, en þá erfði hann sæti föður sins, Huey P. Long, sem var eins - konar dýrlingur þar, m.a. vegna þess, að hann var myrt- ur. Long yngri þykir vera öörum öldungadeildarmönn- um fróðari og lagnari i þvi aö tefja fyrir málum eöa koma fram málum. Þetta þykir hann þó einkum hafa sýnt eftir að hann varð formaöur fjár- hagsnefndarinnar, sem oft er talin valdamesta nefnd deildarinnar, fyrir 11 árum. Um skeið stefndi hann að þvi að verða formaður I þingflokki demókrata I öldungadeildinni og tókst honum að ná kosningu sem varaformaður 1964, en hann féll 1969 fyrir Edward Kennedy. Long hafði gerzt drykkfelldur á þessum árum og spillti það fyrir honum. Tveimur árum siöar hefndi hann sin á Kennedy, en hann átti þá mestan þátt i þvi, að Kennedy féll fyrir Byrd, sem nú er formaöur þingflokksins. Það er ótvirætt, að Carter forseti hefur Long I huga, þegar hann segir, að afstaða oliuhringanna hafi ráöið mestu um afgreiðsluna, sem orkumálafrumvörp hans hafa hlotið I öldungadeildinni. Nú er að sjá, hvort Long kemur einnig sjónarmiöum sinum fram i hinni sameiginlegu nefnd þingdeildanna. En þó honum takist það, mun Carter ekki gefast upp. Hann hugsar sér þá aö leita frumvörpum sinum fylgis meöal þjóðarinn- ar og að láta þingkosning- arnar næsta haust snúast að veruiegu leyti um þau. ÞiÞ. ERLENT YFIRLIT Long verður Carter erfiður viðureignar JS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.