Tíminn - 11.11.1977, Page 13

Tíminn - 11.11.1977, Page 13
Föstudagur 11. nóvember 1977 13 áþ-Rvlk.l eftirfarandi skýrslu frá Orkustofnun kemur fram aö frek- ari boranir á Kröflusvæðinu ættu að fara fram austan viö nú- verandi borsvæði, en fyrir því eru a.m.k. fjórar ástæður. Einnig segir aö um tvö jarðhitakerfi sé að ræða í Kröflu. Fjölmargthefur komið fram sem styrkir þá kenn- ingu.m.a.orsökuöu eldsumbrotin i september þrýstingsaukningu i efra kerfinu 1 Kröflu, en ekki i þvi neðra. Orkustofnun nefnir skýrslu sina „Holubréf” og er hún hér birt i heild. 1. Inngangur I þessu Holubréfi verður stutt- lega lýst þeirri mynd eða likani, sem nú virðist sennilegust af jarðhitasvæðinu við Kröflu. Unnið er aö samantekt á núver- andi vitneskju um svæðið, sem mun birtast siðar i skýrsluformi. Hér veröur þvi aðeins stiklaö á stóru, en að öðru leyti er vfsaö til komandi skýrslu um þetta mál. Fyrst verður hér brugðið upp einfölduðu likani af jarðhitasvæð- inu ogsiöan rakinýmisatriði sem styrkja þetta likan, en einnig minnzt á þau atriði, sem falla ekki að likaninu. Að lokum eru svo taldar upp ýmsar afleiðingar sem þetta likan hefur i för með sér. 2. Einfölduð mynd af jarðhitasvæðinu við Kröflu. Viö samantekt á þeim mæling- um og athugunum sem gerðar hafa veriö á jarðhitasvæðinu við Kröflu veröa flest atriði skýrð með þvi að gera ráð fyrir að tvö kerfi séu tu staðar. Efra kerfi með hreinum vatnsfasta og hitastig 210-220 gráður C. Þetta kerfi nær niöur á ca 1200 m dýpi. Neðan viö þetta vatnskerfi er svo annað kerfi mun heitara 320-340 gráður C. Þetta neðra kerfi er i suðu, þannig að I berg- inu er blanda af vatni og gufu. 1 neðra kerfinu er einnig mikið magn af koldioxiði (C02), i efra kerfinu er hins vegar mun minna af C02. Ekki er vitað hversu djúpt niður neðra kerfiö nær, en það er a.m.k. dýpra en dýpstu borholur á svæðinu (2,2 km). Efri mörk neðra kerfisins koma fram á mis- mundandi dýpi, og virðist vera grynnst á þetta kerfi I námunda við Hveragil, en dýpka á það til vesturs. Ef teiknað er snið frá holu KG-8 að Hveragili, fæst sú mynd sem sýnd er á mynd 1. Efra kerfið er hringrásakerfi (Kon- vektion) og athuganir á gasi benda til aö uppstreymissvæði efra kerfisins sé við Hveragil, en niðurstreymi sé við holu KG-8. Grynnst er á neðra kerfið I holum KW-1, KG-5 og KJ-9. Þar er „veggurinn” á milli kerfanna innan við 100 m þykkur. Eðlilegt er þvi' að áætla að aöal varma- uppstreymi frá neöra kerfinu sé einnig Inámunda viöHveragil, en þar er auk þess mesta hvera- virknin á svæðinu. 3. Tvö jarðhitakerfi i Kröflu. Allmargar athuganir liggja fyrir sem styrkja þá mynd að tvö aðskilin jarðhitakerfi séu i Krafhi. Skulu hér nokkur atriði nefnd: a) Grunnar holur, svo sem KW-2, KG-8 og KJ-9 fyrir dýpkun, taka inn vatn með heildarental- piu 200-230 kcal/kg. Kisilhiti þessa vökva er i samræmi við mælda entalpíu. Eftir 150 m dýpkun á holu KJ-9 er heildar- entalpia vökvans 280-300 kcal/kg. eftir að neðri hluti holu KG-10 lokaðist af lækkaði heildarentalþia þeirrar holu úr ca 300 kcal/kg i 225 kcal/kg. Djúpar holur, svo sem KJ-6 og KJ-7 hafa háa (300-500 kcal/kg) entalplu, en kisilhiti samsvarar HVERT ER ÁSTAND MÁLA I KRÖFLU? ekki vökva með þeirri entalpiu. A mynd 2 er sýnt samband milli mælds kisilhita og samsvar- andi hitastigs vökva útreiknað frá heildarentalplu holanna. b) Efnasamsetning á borholu- vökva er mjög mismunandi. Þanniger t.d. magn C02 50-100 sinnum meirii neöra kerfinu en I efra kerfi. c) Hitamælingar sýna marktæka breytingu á ca 1200 m dýpi. d) Blásturseiginleikar holu KJ-U eru þannig aö hægt er að láta holuna blása með aðeins efra kerfið virkt. Ef meira er opnað fyrir holuna verður neðra kerf- ið einnig virktog taka þá afköst holunnar stökkbreytingu. e) Eldgos á Leirhnjúkssprung- unni i aprll og september 1977 orsökuðu þrýstingsaukningu I efra kerfinu I Kröflu, en ekki i neðra kerfinu. Hitamælingar 5. Jarðlög A mynd 4 er sýnt einfaldað jarðlagasnið gegnum sömu bor- holur og mynd 1 er byggð á. Ein- ungis er um að ræða mjög gröfa mynd, þar sem margar holanna falla langt út úr sniöinu gegnum KG-8 og KW-1. Við samanburð á mynd 1 og 4 sést aö neðri mörk efra kerfis á mynd 1 falla allvel saman við efri mörk innskota- myndunar. Einnig er nokkuö áberandi að þar sem mörkin milli kerfanna eru talin vera þynnst, eru allsamfelldar syllur úr þéttu basalti efst I innskotamyndun- inni. A því svæði, þar sem mörkin eru talin ná yfir nokkur hundruð metra kafla eru innskotslögin ekki eins samfelld efst i innskota- myndun. Neöar i innskota- myndun eru I holu KG-10 (og KG- 4) nær samfelld innskotslög ESSSSS.W"",N Sombond kísilhito og entolpíuhito * 16161 MVNO 2 [7p|0 Hitoóstond ne9ro kerfis i Kröflu gerðar I holum KG-5 og KJ-9 sýndu að samfara þessari þrýstibreytingu kólnuðu hol- urnar niður, þannig að vatn Ur efra kerfi rann niöur I neöra kerfiö. 4. Suða i bergi Þrju atriði styrkja þá skoöun að neðra kerfiö i Kröflu sé I suðu og að þar sé þvi blanda af gufufasa og vatnsfasa I berginu. a) Hlutfall milli gufu og heildar- rennslis úr holum KJ-6 og KJ-7 hefur mælst 0.5-0.7. Til þess að ná svo háu hlutfalli veröur annað hvort jarðhitavökvinn að vera mjög nálægt kritisku hitastigi (373 C), eða aö gufu- fasi sé i bergi. b) Hitamælingar gerðar I holum, sem eru að hitna upp haf a sýnt aö hitastig I vatnsfylltri holu getur farið upp fyrir þann suöumarkshita sem ákvarðast af þrýstingi I holunni (og I berginu þegar mæling var gerö). Til þess að vatnið I hol- unnigetiorðiðyfirhitað verður að vera fyrir hendi gufa í berg- inu. c) Þær holur i Kröflu, sem taka vatn og gufu úr neöra kerfinu, fá einnig allar eitthvað vatn úr efra kerfinu. Ekki hefur reynzt unnt að segja til um hvaöa hlutföll eru milli kerfa i hverri holu og þess vegna ekki hægt að segja tilum eðli neðra kerf- isins (hitastig, entalpíu, efna- samsetningu). Hins vegar er hægtútfrá kisilhita, hitastigi á efra kerfi og heildarentalplu i hverriholu að reikna fyrir gef- iö hitastig á neðra kerfi hlutfall milli kerfa og einnig gufuhlut- fall og entalpiu i neðra kerfi. Mynd 3 sýnir nokkrar niöur- stöður þessara reikninga. Þar kemur greinilega I ljtís að inn- streymi úr ‘neðra kerfi I holum KJ-6, KJ-7, KG-10 og KJ-11 er aö hluta tfl igufufasa. Einnig kemur I ljós að framleiðsla gufu úr efra kerfinu er tiltölulega lltið af heildargufumagni holanna. neðan 1700 m dýpis, en dreiföari I holum KJ-7 og KJ-11. Innskots- berglög eru mun þéttari og ógegndræpari, en hraunlög og móberg. Rennsli i gegnum sllk lög er aö verulegu leyti um sprungur. Syllur og gangar geta myndaö nær óvatnsgeng skil i jarðhitakerfinu og haftveruleg á- hrif á hringstreymi vatnsins. Jarðlagaskipan i Kröfiu er þannig ekki i mótsögn við þá ein- földu mynd sem dregin var upp i kafla 2. 6. Ummyndun Ummyndun berggrunnsins á Kröflusvæðinu ber þess ekki merki að þar hafi um langan ald- ur verið virkt tvö aðskilin kerfi með skörpum skilum I hitastigi. Ummyndunarmynstur I efstu 1200 m berggrunnsins bendir til jafnt vaxandi hita með dýpi. Um- myndun bendir einnig til þess að hámarkshiti hafi verið yfir 220 gráður C þegar ummyndunin átti sér stað. Að hluta til gæti um- myndunarmynstur að sjálfsögðu veriö „steingert” frá fyrra hitaá- standi I bergrunninum. Viö hita- stig yfir 200 gráður C I vel gegn- dræpu bergi mundu þó leirsteind- ir bregöast fljótt við breyttum hitaskilyrðum. Er talið ósenni- legt að mörg ár liöu án þess að merki endurskreiðrar ummynd- unar leirsteinda sæjust i berginu. Nokkur merki sllkrar endur- skreiörar ummyndunar sjást reyndar á um 800-1200 m dýpi i flestum borholum frá 1976 en ekki i borholum frá 1975. Einkum er þessi munur áberandi á milli hola KG-4 og KG-10. Þennan mun væri eðlilegt að túlka þannig að átthefðisérstað kæling á berginu á 800-1200 m dýpi á þessum tima. Við áætluö mörk efra og neöra jarðhitakerfis eykst mjög tiðni innskotsberglaga. Innskotsbergiö er mjög lltiö gegndræpt. Umynd- unarsteindir i þvi eru oft ekki i jafnvægi við rikjandi hita. Búast mætti þó viö áð I sprungufylling- um I þvl I neöra kerfi mynduöust aörar gerðir ummyndunar- steinda en I efra kerfi vegna hinna skörpu skila i hitastigi. Slik skörp breyting á ummyndunar- mynstri sést ekki. Athuganir á ummyndun berg- grunns Kröflusvæðis falla þvi ekki vel inn i þá mynd sem lýst var I kafla 2. 7, Samandregnar niður- stöður Sú mynd sem hér hefur verið dregin upp af jarðhitasvæöinu við Kröflu, er I samræmi viö hita- og þrýstimælingar gerðar 1 blásandi og lokuðum holum. Myndin er einnig Isamræmi viö túlkun efna- greininga á borholuvökva. Jarð- lagaskipan berggrunnsins sýnir nokkuösamræmivið myndina, og er a.m.k. ekki I mótsögn við heildarmyndina. Hins vegar fell- ur ummyndunarmynstur berg- grunnsins ekki vel að myndinni. 8. Afleiðingar Sé gengið út frá ofangreindri mynd af jarðhitakerfi i.Kröflp- hefur þessi vitneskja áhrif á frek- ari aðgerðir á svæðinu. Hér skulu rakin nokkur atriði. a) Otfellingar i borholum iKröflu eru tvenns konar. 1 efra kerfinu eru útfellingar kalk (aöallega kalslt) en i neðra kerfinu eru útfellingar allflókin efnasam- bönd sem aö mestu eru klsili, járnsúlflö, járnoxiö auk illa af- markaöra járn-kisil sambanda og kalsiumsúlfati. Losna má viö kalkútfellingar meö þvi að fóðra efra kerfið. Hins vegar er ekki ljóst á þessu stigi málsins hvernig skynsamlegast verður brugöiztviðútfellingum ineðra kerfinu. b) Fóöra verður af efra kerfið I Kröflu viö frekari boranir á svæöinu. Tilgangurinn meö slikri aögerö er bæði aö sneiða hjá kalkútfellingum en einnig til þess að komast hjá rennsli milli kerfa i holunni. Slikt milli- rennsli getur haft i för meö sér óstöðugleika I rekstri. c) Frekari boranir á Kröflusvæöi ættu næst aö beinast aö suður- hliöum Kröflu, þ.e. austan við núverandi borsvæöi. Rök fyrir þessari ályktun eru: — Grynnst á neðra kerfið. — Uppstreymissvæði neöra kerfis trúlega við Hveragil. — Meiri von á hreinum neðra kerfis vatnsfasa þar sem upp- streymi er ört. — Ef gasmagn I neðra kerfi er tengt kvikuhreyfingum I vestri gæti efnasamsetning jarðhita- vökvans verið hagstæðari aust- an viö megin uppstreymis- svæðiö. Valgarður Stefánsson Hrefna Kristmannsdóttir Gestur Glslason

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.