Tíminn - 11.11.1977, Síða 15
Föstudagur 11. nóvember 1977
15
hljóðvarp
Föstudagur
11. nóvember
7.00 Morguniitvarp Ve6ur-
fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Þórunn Magnea
Magnúsdóttir heldur áfram
lestri sögunnar „Klói segir
frá” eftir Annik Saxegaard
(5). Tilkynningar kl. 9.30.
Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög
milli atriöa. Spjallaö viö
bændur kl. 10.05. Morgun-
popp kl. 10.25. Morguntón-
ieikar kl. 11.00: Janácek-
kvartettinn leikur Strengja-
kvartettnr. 13í a-mollop. 29
eftir Schubert/ Wilhelm
Kempff leikur á píanó
„Skógarmyndir” eftir
Schumann.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Skakkt
númer — rétt númer” eftir
Þórunni Eifu Magnúsd.
Höfundur les (5).
15.00 Miödegistónleikar:
Rússnesk tónlist
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„C'tilegubörniní Fannadal”
eftir Guömund G. Hagalin
Sigriöur Hagalin les (3).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Söngleikurinn „Loftur”
Brynja Benediktsdóttir og
Erlingur Gislason sjá um
þátt frá Akureyri. Höfundar
leiksins: Oddur Björnsson,
Kristján Arnason og Leifur
Þórarinsson.
20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitar íslands í Háskóla-
biói kvöldiö áöur, — fyrri
hluti. Stjórnandi: Eifrid
Eckert-Hansen frá Dan-
mörku Einleikari: Aaron
Rosand frá Bandarikjunum
20.45 „Skóiasetning” smásaga
eftir Ingólf Pálmason Rúrik
Haraldsson leikari les.
21.10 Einsöngur: Gérard Sou-
zay syngur lög úr laga-
flokknum „Svanasöngur”
Franz Schubert, Dalton
Daldwin leikur á píanó.
21.50 Visnasafn Útvarpstiö-
inda Jón úr Vör flytur fyrsta
þátt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Dægradvöl” eftir
Benedikt Gröndal Flosi
Ólafsson les bókarlok (31).
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guöni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
11. nóvember 1977
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Kastljós (L) Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maöur Guðjón Einarsson.
21.35 Ólympiuleikarnir i Kan-
ada l976 Kanadisk heimild-
amynd um 21. Ólympíuleik-
ana, sem haldnir voru i
Montreal I Kanada sumariö-
1976. Þýöandi Óskar Ingi-
marsson.
23.35 Dagskrárlok
David Graham Phillips:
SUSANNA LENOX
C
JánHelgason
honum upp f Ijótsbakkann, en hin stóðu kyrr og töluðu um
fjárhlut sinn.
Þegar upp á götuhornið kom, brá Burlingham sér inn í
búð og keypti tvær regnhlífar fyrir níutíu sent. Hann
retti Mabeí aðra, en hélthinni yfir sérog Súsönnu.
Þau héldu áfram göngunni, og Burlingham mælti:
,,Nú byrjum við lífið uppá nýttstúlkurmínar. Hreint borð
— og nýtttaf I, einsog ekkert hafi i skorizt".
Súsanna leit f raman í hann og reyndi að brosa hlýtt og
þakksamlega. Hún furðaði sig á því, að hann virtist
meina það, sem hann sagði, eða hún sá ekki betur.
,,Já, það var þetta, sem ég vildi segja", sagði hann.
„Þú verður alltaf að líta á líf ið eins og það er — eins og
taf I. Áhættan vex við hvern leik — hvort sem þú vinnur
eða tapar um síðir. Reynslan og þekkingin eykst við
hvern leik. Hvað hugsar þú þér nú að gera, Mabel?"
„Fyrst af ölluætla ég að kaupa mér föt. Þessar spjarir
mínar eru orðnar gegnblautar og hatturinn alveg ónýtur-
„Við skulum halda hópinn", sagði Burlingham.
Þau settust inn i sporvagn, sem gekk til Louisville, og
fóru úr honum við stóra búð. Burlingham varð að kaupa
á sig hverja spjör. Mabel var í sæmilegum nærfötum, en
þurfti að kaupa kjól, hattog sumarskó. Susanna varð að
kaupa nærföt, skóog hatt, því að hún var berhöfðuð. Þau
ákváðu að hittast aftur í næstu hliðargötu, Burlingham
fékk þeim Mabel og Súsönnu þeirra hlut og hélt síðan
leiðar sinnar.
Þau voru öll brosandi af ánægju, er þau hittust aftur
hálfri klukkustund siðar. Burlingham hafði breyst i
prúðbúinn, miðaldra mann, sem stikaði um strætin með
þeim svip að ætla mætti, að hann hefði hreppt eitthvert
hnoss og komið öllum sínum málum í öruggt horf. Þessa
breytingu, sem á honum var orðin, hafði hann fullkomn-
að með því að láta klippa sig og raka. Mabel var áþekk-
ustsöngmey í blárósóttu pilsi og hvítri, slikjulegri blússu
og með stóran, blómskreyttan hátt á höfðinu. Súsanna
hafði daufheyrzt við ráðum Mabelar, að kaupa sér lát-
lausa og hentuga blússu, sem hægt var að þvo og fara í
óstrauaða, ef nauðsyn bar til. En hún hafði keypt sér
Ijósbláa matrósahúf u með dökkum borða, er fór vel við
pilsið hennar.
„Ég eyddi þrjátíu og sex dölum", sagði Burlingham.
„Ég eyddi ekki nema tuttugu og tveim", sagði Mabel
kotroskin. „Og telpan okkar lét þá ekki fá nema sjö dali
af sinum peningum. Mig hefði aldrei grunað, að hún væri
svona sparsöm".
„Og hvað skal nú gera?" sagði Burlingham.
„Ég ætla að fara og hitta vinkonu mína", svaraði
Mabei. „Hún er líka leikkona. Það hlýtur að vera hægt að
fá eitthvað að gera á sumarskemmtistöðunum. Ef til vill
get ég komið Lornu einhvers staðar að. Augu hennar
ættu að geta gefið henni drjúgar tekjur — og fæturnir og
öklarnir. Ég er viss um ,að ég get útvegað henni 'eift-
hvað".
. /,<Þá ættirðu að láta hana vita, hvar hún getur fundið
þig", sagði Burlingham.
„Hvað? Hún kemur auðvitað með mér. Þú heldur þó
ekki, aðég skilji barnið eftir eitt sins liðs?"
„Nei. Hún kemur með mér í eitthvert gott mötuneyti,
sem ég vel sjálfur", sagði Burlingham.
Konnemora leit undan. „Já, það er ef til vill bezt", sagði
hún. „Jæja, — þá fer ég þessa leið".
„Við höldum áfram Kastaníuveginn", sagði Burling-
ham. „Þú getur skrifað henni — eða mér. Við vitjum
þess í pósthúsið. „Það er gott. Þú f réttir líka kannski
eitthvað af Tempest. Þú gætir líka skrifað mér á sama
hátt". Mabel var orðin þóttaf ull og annarleg. „Vertu sæl
Lorna".
Súsanna faðmaði hana að sér og kyssti hana. Mabel
tárfelldi. „Ó, þetta ber allt svo fljott að — og er svo
hræðilegt", sagði hún. „Reyndu að vera góð stúlka,
Lorna. Þú getur treyst Bob". Hún leit á hann bænar-
augum, alvarleg á svip. „Já, ég er viss um, að honum
geturðu treyst". Hún flýtti sér brt“ en Súsanna hafði
samt séð tárin, sem blikuðu í ástúðlegum litvana augum
hennar.
Súsanna stóð kyrr og horfði á eftir henni, Og nú fyrst
rann upp fyrir henni, hvað þetta óhapp, sem þau höfðu
orðið f yrir, hafði í för með sér. Hún sneri sér að Burling-
ham. „Þú ert svo hugrakkur", sagði hún.
„Það stoðar ekki að gefast upp og vola eins og hvolp-
ur", ‘svaraði hann. „Ekki fær maður annan bát með því
lagi. Það hefur enginn atvinnu af því".
„Og þú skiptir peningunum jaf nt á milli okkar allra, þó
að þú yrðir sjálfur fyrir langmestum skaða".
Þau lögðu af stað. „Ég átti bátinn líka", sagði hann
þurrlega og virtist hugsi. „Þegarég lagði af stað, sagðist
ég ekki eiga hann, af því að ég ætlaði að fá ríflega báts-
leigu, án þess að það kostaði neinn uppsteyt".
Hún vorkenndi honum ekki tjónið, sem hann hafði orð-
ið fyrir, en hana tók sárt, að hann skyldi hafa skrökvað.
Taust hennar virtist ekki hið sama og áður. „Það hefur
þó ekki verið ætlun þín að — að — að — að . . ", stamaði
hún, en þagnaði svo skyndilega.
„ Að pretta þau?" sagði hann.,, Jú,það gerði ég. Og eins
og til þess að bæta f yrir það, skipti ég þessum peningum
sem ég fékk hjá eiganda dráttarbátsins. Hvers vegna
ertu svona hnuggin?"
„Ég vildi að þú hefðir ekki sagt mér þetta", sagði hún
aumkunarlega. „Ég get ekki skilið, hvers vegna þú
gerðir það".
„Af {dví að ég vil ekki, að þú haldir, að ég sé einhver
engill. Ég er eins og f lestir aðrir, sem þú sérð í kringum
þig og svíkja, og Ijúga, hvort sem þeir nu þykjast vera
heiðarlegir eða ekki. Treystu aldrei neinum, væna mín.
Því f yrr sem þú venur þig af þvi, þeim mun hættir þú að
f reista fólks til þess að blekkja þig. Allir örðugustu hjall-
arnir, sem orðið hafa á leið minni, stöf uðu af þvi, að ég
treysti öðrum eða aðrir treystu mér".
Hann virti hana fyrir sér, alvarlegur á svip, en skelli-
hló svo, er hann sá, hve ringluð og skelf d hún var. ,,A-ha!
Það er ekki eins bölvað og þú heldur", sagði hann. „Nú
er hætt að rigna. Við skulum fá okkur morgunverð. Og
svo—nýttbrask. Nú er allt að vinna, en engu að tapa.
Það er líka stór kostur að vera þannig settur, að maður
hafi engu að tapa".
16
Burlingham útvegaði henni snoturt ibúðarherbergi i
húsi við Vestri-Kastaníuveg — allvel þokkuðu bæjar-
hverfi, þar sem margt af miðstéttarfólki bjó. Húsmóðir
var nefnd Redding — gömul og heyrnardauf ekkja, hýr-
eyg og með gleraugu. Það var ekki fyrr en nú fyrir
skömmu, að f rú Redding hafði neyðzt til þess aó fara að
leigja eitt herbergið i ibúðinni. Hún var sanngjörn í við-
skiptum — vildi fá sjö dali ,á viku fyrir heroergið og
kvenmannsfæði. „Þér fáið góðan mat", f lýtti hún sér að
bæta við.,, Ég bý hann til sjálf — og kaupi ekk, nema þaö
bezta. Ég er ekki gef in f yrir niðursuðuvörur. L’ottir yðar
skal fá allt, sem hún vill".
„Þetta er ekki dóttir mín", sagði Burlingham, sem nu
DENNI
DÆMALAUSI