Tíminn - 24.12.1977, Side 12

Tíminn - 24.12.1977, Side 12
12 Jólablað 1977 Einn merkasti prestur alda- mótaáranna er án efa séra Bjarni Þorsteinsson á Hvanneyri I Siglu- firöi, sem einkum er kunnur á vorum dögum fyrir þjóöiagasafn sitt, sem eitt sér væri nægjanlegt til þess aö halda nafni hans á lofti meöan fólk lifir f landinu. Séra Bjarni Þorsteinsson óist upp á efnalitlu heimiii, brauzt gegnum skóla og reyndist af- buröanámsmaöur. Hann þjónaöi Siglfiröingum allt frá þvi hann vígöist þangaö ungur, nýútskrifaöur prestur og hann gegndi prestakallinu f nærri þvi hálfa öld. Þaö er auðvitaö unnt aö fara ýmsar leiðir til þess að minnast merkra manna í blaöagreinum. Rita má lærðar greinar eftir heimildum: leggja hinar köldu og gráu staöreyndir á boröiö og þaö má leita til þeirra er þekktu þá vel og það var sú leiö er viö völd- um, fengum Jón Kjartansson, forstjóra til þess aö rifja upp kynni sin af séra Bjarna en þótt Jón Kjartansson hafi nú búiö i Reykjavik um nær tveggja ára- tuga skeið þá er hann enn fyrst og fremstSiglfiröingur, enda fæddur þar, uppalinn og öllum hnútum kunnugur. 1 .1* 3 Viö skrifboröiö. Viö þetta borö samdi séra Bjarni og ritaöi niö- ur ódauöleg verk sin i hljómlist og sögu. Hann hlaut marghátt- aöa viöurkenningu fyrir verk sin, heiöursmerki og prófess- orsnafnbót, auk annars, en mest er um vert aö verk hans lifa i tónlist okkar og fræöi hans eru ómissandi hluti af bókmenntum okkar. <3 stundaö nám sitt einkar vel og samvizkusamlega. En þetta á ekki aöeins viö um fyrstu veturinn hann hélt upp- teknum hætti öll árin I Latinu- skólanum, en þaðan útskrifaöist hann 1883 með hárri einkunn (1. eink. 98 stig). Það eru ekki einsdæmi aö fá- tækir námsmenn hafi lagt sig alla fram og hafi stundaö nám sitt vel. Hitt er merkilegra hvað Bjarna við kemur, hann tekur mjög mik- inn þátt i félagslifi skólapilta þennan tima en félagslif var með miklum blóma um þær mundir. Einkum mun Bjarni hafa tekiö þátt I söngfélagi skólapilta og stúdenta og fyrr en varöi var hann orðinn stjórnandi söng- félagsins. HANN FERMDI M1 Jón Kjartansson segir frá séra Bjarna Þorsteinssyni á Siglufirði i samtali við blaðið Jón Kjartansson man séra Bjarna vel, þrátt fyrir aldurs- muninn og metur hann mikils. Jón varð góðfúslega viö þeirri ósk aö segja okkur frá þessum látna sveitunga sinum og sálusorgara. Jón kynntist séra Bjarna vel, var- fermingarbarn hans og svo haföi móðurafi Jóns. verið prestur á Siglufiröi og samgangur var milli heimilanna. Þó vill Jón Kjartansson taka það fram aö hér er stiklað á stóru og stuözt við minningabrot, og vera kann að ekki komi öll kurl til grafar um þennan merka prest. Æskudagar — Séra Bjarni Þorsteinsson var ekki fæddur á Siglufiröi eins og margir halda og var ekki einu sinni Norðlendingur, þótt Siglu- fjörður yrði svo sterkt tengdur nafni hans siðar á ævinni. Séra Bjarni var fæddur 14. október árið 1861 að Mel i Hraun- hreppi á Mýrum og voru foreldr- ar hans hjónin Þorsteinn bóndi á Mel og siðast i Bakkabúð I Reykjavik, Helgason, Brandsson- ar og kona hans GuC|ay Bjarna- dóttir, bónda og skipasmiös I Straumfirði á Mýrum, Einars- sonar, en hún var alsystir séra Jóns Straumfjörös i Langholti. Sem fram kemur þá er 19. öldin þá rúmlega hálfnuö en hún reynd- ist mörgum Islendingi erfiö sem mönnum er kunnugt, en eigi að siður skilaöi hún þjóðinni mörg- um manndómsmanninum, og meðal þeirra var séra Bjarni. Húsakynni á Mel á Mýrum voru sjálfsagt svipuð og gerðist á þess- um árum. Börnin voru mörg og það hefi ég fyrir satt að þau Þor- steinn og Guöný hefðu verið sér- lega ástrikir foreldrar. A heimil- inu rikti kærleikur og sérstök um- hyggja fyrir börnunum. Þau voru fátæk/en fátætin var örðugur þröskuldur á þeim tima og úrræði til frama voru fá. Æskuár Bjarna liða þvi á svipaðan hátt og hjá meginþorra islenzkra barna. Byrjað var að hjálpa til viö bústörfin strax og kraftar og vit leyfðu siðan var lif- ið þrotlaus vinna, vetur, sumar, vor og haust. Mjög snemma mun hafa bloss- að upp mikil þrá hjá Bjarna að brjótast til mennta. A heimilinu var mikið lesið, sungið og skrafaö og þá fæðast draumarnir oft. A þessum árum komu fyrst fram óvenjulegar gáfur Bjarna Þorsteinssonar. Hann lærði heilan sæg af ljóðum og lögum. Þurfti hann ekki að heyra lag nema einu sinni til þess að kunna það og muna. Undirbúningur undir skóla Sem áður sagði voru efni hjón- anna á Mel litil en þrátt fyrir allt, þá tókst þeim að koma þessum vaska og efnilega syni sinum til mennta. Þau nutu til þess að- stoðar og munaði þar mest um fornvin þeirra séra Guömund Einarsson á Breiðabólstað á Skógarströnd en hann var faöir Theódóru Thoroddsen konu Skúla Thoroddsen. Séra Guðmundur Einarsson (1816-1882) gekk i Bessastaða- skóla og útskrifaðist þaðan 1838 og hafði á fæðingardegi konungs fengið verðlaun fyrir iðjusemi. Séra Guðmundi er lýst sem Skipulag Siglufjarðar, eins og séra Bjarni Þorsteinsson gekk frá þvi. Þetta er einhver fyrsti skipulagsuppdráttur sem gerð- ur er fyrir bæ hérlendis og er enn i fullu gildi miklum búhöldi og gáfumanni og hann var skáldmæltur og samdi ýmis rit. Guðmundur tók Bjarna Þor- steinsson til sín og kenndi honum undir skóla og var sagt að þar hafi farið saman frábær kennari og afburða nemandi og að afloknu náminu hjá séra Guðmundi Einarssyni, settist Bjarni i Reykjavikurskóla eftir að hafa staðizt þar inntökupróf eins og þá tiðkaðist. Ýmsir telja að dvölin með séra Guðmundi og á heimilinu á Breiðabólstað hafi haft mikil áhrif á þroska Bjarna Þorsteins- sonar. Þetta var sérstakt menningar- heimili. Þarna sér Bjarni fyrstu nótnablöðin — prentaðar nótur og hann kemst i merkilegar bækur. í Latinuskóiann Hann var á Breiðabólstað til vors 1877 er hann tók prófið og settist i skólann þá um haustið. Bjarni reyndist frábær náms- maður. Til er vitnisburður um hann eftir vetrarlangt nám i skólanum. Er hann talinn þar af- burða námsmaður og hefur hann Meðfram skólanáminu lagði hann stund á hljóðfæraleik, nam m.a. hjá Jónasi Helgasyni og var meölimur f söngfélaginu Hörpu. Má því segja að gyðjur mennta og söngs hafi leitt hann hvor við sina hönd á skólaárunum. Skólaganga Bjarna Þorsteins- sonar var ekki átakalaus. Fátæktin var örðugasti þröskuldurinn eins og hjá svo mörgum skólasveinum. Þraut- seigjaBjarna og áhugi náðu samt að fleyta honum yfir erfiðleikana sem virtust þó á stundum vera al- veg óyfirstiganlegir. Bjarni Þorsteinsson varð stúdent árið 1883 sem áður sagði. Varð hann þriðji efstur yfir skól- ann á stúdentsprófi. Hann var ekki ráðinn í hvað hann ætlaðist fyrir, og það liðu þrjú ár og fékkst Bjarni við kennslu skrifstofustörf og þing- skriftir á þeim tima. Þingskrifari og sýslu- skrifari á Kornsá 1 starfi sem þingskrifari kynnt- ist Bjarni Lárusi Blöndal sýslu- manni á Kornsá í Vatnsdal. Svo semst með þeim aö Bjarni ræðst (bctáZt S fe. i M— 3z (M* 4.’ / Sf/nishorn nf nólniiskrifI srrn lljnrnn horsln

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.