Tíminn - 24.12.1977, Qupperneq 18
18
Jólablað 1977
Rithöfundurinn
og tónskáldið
Auk prestverka, fékkst séra
Bjarni við margs konar störf.
Kunnastur er hann þjóðinni
sem tónskáld og visindamaður á
sviði tónlistar og einkum þá þjóð-
laga. Hann var líka afkastamikill
rithöfundur og fræðimaður. Hann
ritaði ættfræðirit og einnig rit um
Siglufjörð, hundrað ára, sem
verzlunarstað.
Hann varð snemma áhugasam-
ur um sveitarstjórnarmál, og tók
snemma sæti i hreppsnefnd og
átti þar sæti um áratuga skeið og
hann var lengi sýslunefndarmað-
ur i Vaðlaþingi, eða sýslunefnd
Eyjafjarðarsýslu og hann var
meðal þeirra sem börðust harðast
fyrir kaupstaðarréttindum til
handa Siglufirði og varð hann
bæjarfulltrúi á Siglufirði frá 1919
og um árabil.
Eitt merkasta verk séra Bjarna
Þorsteinssonar, var það að hann
teiknaði skipulag fyrir Siglu-
fjarðarkaupstað, löngu áður en
skipulagslögin voru sett, og býr
kaupstaðurinn að þvi verki enn
þann dag i dag með eðlilegum
frávikum.
Teikningar hans af skipulagi
bæjarins eru enn i fullu gildi, og
er þetta liklega einsdæmi.
Ekki er ráðrúm til þess að gera
grein fyrir starfi Bjarna Þor-
steinssonar fyrir Siglufjörð, sem
var umfangsmikið, en til marks
um hugi manna þar nyrðra er að
hann var kosinn heiðursborgari
Siglufjarðar siðar á ævi sinni.
Séð inn eftir kirkjunni. Altaris-
taflan er eftir Gunnlaug Blönd-
al. r\
Hér hefi ég reynt að gera ofur
litla grein fyrir æskudögum séra
Bjarna Þorsteinssonar. Greint
hefur verið frá námi hans og
prestskap. Ennfremur miklu
félagsmálastarfi og ritstörfum.
Þó er ólokið að fjalla um það, sem
hann er liklega frægastur fyrir,
en það er tónlistin.
Við greindum frá þvi þegar
hann sér fyrst nótur á heimili
séra Guðmundar á Breiðabólstað
og hvernig hann nemur organleik
og tekur þátt i sönglifi skólapilta
og stúdenta i Reykavik, eftir að
hann er kominn i skóla.
Siðar á ævinni gerðist hann eitt
af afkastamestu tónskáldum
þjóðarinnar og eru sönglög hans
enn sungin, þau eru stór partur af
sönghefð þjóðarinnar. Hann gefur
út sönglög sin og jafnframt rit um
kirkjulegan og verslegan söng.
Hátiðasöngvarnir
Skömmu fyrir aldamótin, eða
nánar til tekið 1899 voru gefin út i
Kaupmannahöfn sex sönglög eftir
hann, og ennfremur hátiðasöngv-
ar hans.
1 sönglagasafninu voru m.a.
lögin Systkinin og Þess bera
menn sár, svo eitthvað sé nefnt.
Hátiðasöngvarnir voru hins
vegar vixlsöngvar prests og
safnaðar á stórhátiðum t.d. jólun-
um, föstudaginn langa.
Þessum söngvum var vel fagn-
að hjá þjóðinni og fengu þeir góða
dóma tónlistarmanna og þjóðar-
innar i heild.
T.d. ritaði Arni Thorsteinsson,
tónskáld um þá i Eimreiðina og
sagð þar m.a.: „Það mun óhætt
að fullyrða að á næstliðnu ári hafi
engin islenzk rit birzt á prenti
merkilegri en þessi tvö sönghefti
Karlakórinn Visir. Séra Bjarni
situr á milli formanns kórsins,
Egils Stefánssonar og söng-
stjórans Þormóðs Eyjólfssonar
Vigsla Siglufjarðarkirkju. Séra
Bjarni i ræðustóli. Siglufjarðar-
kirkja er eitt veglegasta guðs-
hús landsins.
Kirkjukór Siglufjarðar viö
vigsiu kirkjunnar ásamt karla-
kórnum Visi. Séra Bjarni situr á
milli Þormóðs Eyjólfssonar
söngstjóra og Tryggva Kristins-
sonar.
og er þvi ekki nema skylt að Eim-
reiðin geti um þessa fögru kveðju
séra Bjarna til landa sinna.
Hún er þannig vaxin að allir
sem unna okkar fátæku söng-
listarbókmenntum og óska að þær
megi blómgast og dafna, ættu að
flýta sér að kynnast henni.”
Þá fór Árni Thorsteinsson
viðurkenningarorðum um hátiða-
söngvana. Taldi söngvana vand-
aða og kirkjulega i alla staði.
Þessir hátiðasöngvar hafa nú i
meira en sjö áratugi ómaði i is-
lenzkum kirkjum á hátiðisdögum.
Þó virðist nú sem á seinustu
dögum hafi þeir nokkuð þokað
fyrir erlendum messusöngvum.
Margir hafa furðað sig á þvi að
þessi helgi neisti tónlistar og
söngs skyldi ekki kulna norður i
Siglufirði hjá séra Bjarna. Ég
hefi þó reynt að imynda mér að
vor og sumarbirtan hafi einkum
orðið til þess að glæða eld af þess-
um neista.
En hvað sem þvi leið, þá virðist
hann hafa haft inngróna þörf til
tónlistariðkana og kona hans var
prýðileg söngkona og hafði mik-
inn áhuga á tónlist.
Tónskáld og
umhverfið *
Mér kemur i hug þegar rætt er
um dr. Pál'lsólfsson, sem sótti
þrótt sinn og sköpunarmátt öðr-
um þræði i Stokkseyrarbrimið.
Þá hafi hamfarir náttúrunnar,
vetrarveðrin og hins vegar hin
djúpa kyrrð norðursins, haft
sams konar áhrif á séra Bjarna.
Um það verður þó seint fullyrt,
nema á Siglufirði bjó hann og þar
verða lög hans til.
Við getum skipt tónlistarstarfi
séra Bjarna i þrjá hluta. Söng-
lagasmið, hátiðasöngva og þjóð-
lagasöfnun.
Þjóðlagasafn hans er nú talið til
grundvallarbókmennta á Islandi
um þjóðlög. Þangað hafa menn,
og ekki sizt á vorum dögum, þeg-
ar áhugi fyrir þjóðlagasöng er
mikill, sótt ókjör af lögum og
fróðleik.
Það undarlegasta við þetta allt
er þó liklega það, að maður sem
bjó i einangruðu byggðarlagi,
skyldi geta samið svona verk,
jafnvel þótt hann hefði til þess
rika þörf og hæfileika. Veturinn
1903-1904 dvaldi hann i Kaup-
mannahöfn við þjóðlagarann-
sóknir og hann mun hfa sett sig i
samband við fjölda manns vegna
þjóðlaga.
Heyrt hefi ég að það hafi oröið
honum til mikillar hjálpar, að
hann hafði frábært tóneyra og
tónminni. Lærði lag ef hann
heyrði það einu sinni og gat skrif-
að það niður svo öruggt var.
Menn hafa likt safni hans við
Flóru Islands og Fiskana og rit
Þorvaldar Thoroddsen, en rit
þessara manna eru grundvallar-
rit, hvert á sinu sviði.
Það er þvi óskiljanlegt i sjálfu
sér að unnt skyldi vera að semja
slik verk norður á Siglufirði, i jafn
einangraðri byggð og Siglufjörð-
urvar.
Þetta mikla verk séra Bjarna
var lengi ófáanlegt með öllu, og
þvi gladdi það marga, þegar
Sigurjón Sæmundsson, eigandi og
forstjóri Siglufjarðarprentsmiðju
gaf það úr i II. útgáfu i tilefni af
ellefu alda afmæli íslands byggð-
ar.
Til marks um þetta stórvirki er,
að bókin er rúmlega 900 blaðsiðna
löng. Þar fer saman ritað mál og
nótur. Fjallar verkið um tónlist á
íslandi frá upphafi, sagði Jón
Kjartansson að lokum.