Tíminn - 21.03.1978, Qupperneq 2

Tíminn - 21.03.1978, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 21. marz 1978 Sigur hægrimanna i Frakklandi — d’Estaing nýtur öruggs fylgis Kjósendur sýndu d’Estaing mikinn stuðning og er flokkur hans nú næststærstur á þingi. Paris/Heuter Sigur hægri- og miðflokkanna yfir sósialistum og kommúnistum er talinn mikill sigur fyrir Valery Giscard d’Estaing. Þó má segja að franska þjóðin sé nú klofin i tvo nær jafna hluta milli hægri og vinstri. 25 milljónir Frakka kusu^ stjórnarflokkarnir fengu 12,6 milljónir atkvæða en vinstrimenn 12,3 milljónir atkvæða. Stjórnar- flokkarnir hafa þvi fylgi 50,67% kjósenda en stjórnarandstaðan 49,32%. Gaullistar eru enn stærsti flokkurinn i Frakklandi, og ráða nú 145 þingsætum;miðflokkasam- bandið hefur 137 sæti á þingi, Sósialistar 112 og Kommúnistar 86 þingsæti. Þessi úrslit eru i and- stöðu við allar skoðanakannanir, er gerðar voru áður en kosningar hófust, en þær spáðu vinstri- mönnum ótviræðum sigri. í fyrri hluta kosninganna unnu vinstri- menn nauman sigur og það vakti nýjar vonir hægrimanna um endanlegan sigur og þær urðu siðan að raunveruleika. Allar likur eru taldar á að sam- komulag kommúnista og sósial- ista fari sizt batnandi eftir ósigur- inn á sunnudaginn, en Mitterand leiðtogi sósialista kennir ósann- gjörnum kröfum kommúnista um það hvernig úrslitin urðu. Mar- chais, foringi kommúnista hefur hins vegar lýst þvi yfir að binda beri vonir við áframhaldandi samstarf vinstrimanna. Hið nýja þing kemur saman 3. april,en það verkefni sem nú ligg- ur fyrir Frakklandsforseta er að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Barre sem nú gegnir embættinu mun hitta forsetann i dag, en á miðvikudag hefur verið boðað til fundar rikisstjórnarinnar. Þann sama dag lýkur endanlegri ta'ln- ingu a tkvæða og þá mun forsetinn ávarpa þjóðina. Forsetinn mun að vonum ánægður með úrslit mála, en stuðningsmenn hans i Miðflokkabandalaginu hafa nú tryggt honum öruggt fylgi á þingi sem nægja mun honum til að fylgja markaðri stefnu. Þrátt fyrir að stjórnarflokkun- um hafi tekizt að halda velli,glöt- uðu þeir 21 þingsæti til vinstri- manna. Arafoar boða til fundar um innrásina i Libanon Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðar: Hœkkið bílinn upp svo að hann taki ekki niðri á snjóhryggjum og holóttum vegum Bedford 5 og 7 tonna augabiöð aftan. Datsun diesel 70-77 augablöð aftan. Mercedes Benz 1413, augablöð og krókblöð. Mercedes Benz 322 og 1113, augablöð. Scania Vabis L55 og L56, augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76, augabiöð og krókblöð. 2” 2 1/4” og 2 1/2” styrktarblöð i fólksbíla. Mikið úrval af miðfjaðraboitum og fjaðra- klemmum. Smiðum einnig fjaðraklemmur eftir máii. Sendum i póstkröfu hvert á iand sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Höfum fyrirliggjandi Farangursgrindur og bindingar á allar stœrðir fólksbíla, Bronco og fleiri bíla. Einnig skíðaboga Bilavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, sími 82944. \ Kairó/Reuter. Egyptar munu ekki ákveða hvort þeir senda full- trúa til ráðstefnu Araba um inn- rás Israelsmanna i Suður-Liban- on fyrr en skýrt verður frá niður- stöðum Damaskusfundar Araba- leiðtoga en hann sitja helztu and- stæðingar Sadats. Talsmenn Arababandalagsins segja að rikisstjórnir tiu Arabalanda hafi þegar samþykkt að koma til fundarins sem Arababandalagið boðaði til siðastliðinnfimmtudag. Ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðstefnan á að hefjast. 1 dagblaðinu Al-Gomhouria sagði að Khalid konungur Saudi-Arabiu hefði sent Sadat Egyptalandsforseta skeyti þar sem hann lagði áherzlu á nauðsyn þess að Arabar stæðu sameinaðir á slikri örlagastundu. Talsmenn Arababandalagsins segja að stjórnir Libanons,Saudi-Arabiu, Kuwait, Qatar, Bahrain, Samein- Khalid og Fahd, Saudi-Arabar hvetja til samstöðu. luðu furstadæmanna. Norður-Jemen, Jórdaniu, Mári- I taniu og Súdans hafi þegar sam- þykkt að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Fulltrúar fimm landa, Sýr- lands, Alsir, Suður-Libýu og Frelsissamtaka Palestinumanna þinga nú i Damaskus um aðgerðir vegna innrásar Israelsmanna. Utanrikisráðherra Sýrlands, Abdel Halim Khadam kvaðst i fyrradag telja að orsökin fyrir árás Israelshers á Suður-Libanon væri ógætilegt samningabrölt Sadats er hófst á siðasta ári. Talið er liklegt að Egyptar taki lokaákvörðun um það hvort full- trúi verður sendur á fund Araba- þjóðanna eftir fund öryggisráðs Egyptalands næstkomandi laugardag. ísraelsmenn vilja vopnahlé Tel Aviv/Ileuter Varnarmála- ráðherra ísraels Ezer Weizman sagði i gærkvöldi að Israelsmenn hefðu nú lokið ætlunarverki sínu i Suður-Libanon og væru reiðubún- ir til að semja um vopnahlé. Weizman var spurður hvort israelsk stjórnvöld hyggðust hunza boð öryggisráðs Samein- Mótmæla dauðadómi yfir Bhutto Lahore, Pakistan/Reuter. Viða kom til átaka milli lögreglu og fólks sem mótmæla vildi dauða- dómnum yfir Ali Bhutto fyrrum forsætisráðherra. Háskólanum var lokað og viða var kveikt i bil- um og húsum. Bhutto var eins og kunnugt er dæmdur s.l. laugar- dag til hengingar. Að minnsta kosti 500 stuðnings- menn Bhuttos voru handteknir i siöustu viku og kona hans og dótt- ir voru settar i stofufangelsi. Fjöldi fólks til viðbótar hefur nú verið handtekinn eftir siðustu mótmælaöldu. Þrátt fyrir að hafa verið sex mánuði i fangelsi nýtur Bhutto enn nokkurs stuðnings og ekki er talið ósennilegt að hann hefði farið með sigur af hólmi i kosningunum er fram áttu að fara i október s. 1., en þeim var frestað og Bhutto var hnepptur i fangelsi. uðu þjóðanna um að hverfa brott af nýherteknum svæðum í Suður-Libanon. Hann sagði: „Ég vona ekki ég vona einlæglega að til deilna við öryggisráðið þurfi ekki að koma. Ég vona að i ákvörðun öryggisráðsins felist einlæg ósk um frið i Suður-Liban- on.” Weizman sagði á fundi með fréttamönnum að stjórnin hefði enn ekki tekið neinar ákvarðanir um tilmæli öryggisráðsins, þar sem farið er fram á að Israels- menn skili svæðunum i Suður-Libanon i hendur 4 þúsund manna gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna. „Eina ákvörðun sem tekin hefur verið er að Suður-Libanon skuli ekki vera bækistöð skæruliða i fram- tiðinni”, sagði ráðherrann. Portsall, Frakklandi/Reuter. Enn er nokkur olia i risaoliuflutn- ingaskipinu Amoco Cadiz er strandaði fyrir utan Bretagne. Þegar hafa lekið 80.000 tonn úr skipinu, og talið er að það muni taka margar vikur að skipuleggja aðgerðir til að ná 140 þúsund tonnum af oliu sem enn er i skip- inu. Stórar breiður af oliubrák liggja nú á sjónum út frá flakinu, er, þrátt fyrir úfinn sjó siðustu Weizman hefur rætt við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna i Miðaustur löndum, Ensio Siilasvuo en stjórnin vill fá fullkomnar upp- lýsingar um styrk gæzluliðsins og likurnar á að þvi takist að hefta skæruhða i að ráðast á tsrael frá Suður-Libaon. tsraelsmenn ráða nú öllum landssvæðum i Libanon sunnan árinnar Litani að borginni Tyre undanskilinni. Weizman varnar- málaráðherra sagði að ákveðið hefði verið að taka borgina ekki vegna þess að hún væri of fjölbýl. Samkvæmt upplýsingum israelska hersins hafa 18 her- menn fallið frá þvi bardagar hóf- ust fyrir sex dögum, en Israels- menn halda þvi fram að 250 skæruliðar hafi fallið og tuttugu verið handteknir. Engin tala hefur verið nefnd i sambandi við fjölda óbreyttra borgara er látizt hafa. sólarhringa er ekki útlit fyrir að frekari leki sé kominn að skipinu. EUefu skip frá franska flotan- um hafa verið send á vettvang, og er unnið að þvi að eyða oliubrák- inni með kemiskum aðferðum. Búizt er við fimm brezkum skip- um tii viðbótar á vettvang, en verkefni þeirra verður að hreinsa oh'u og varna þvi að hún berist að ströndum Bretlands. Gifurleg oliumengun við Frakklandsstrendur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.