Tíminn - 21.03.1978, Side 9

Tíminn - 21.03.1978, Side 9
Þriðjudagur 21. marz 1978 9 liiii.il '!.! 17. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA: Ályktanir um samgöngumál Frá setningu flokksþingsins á sunnudag. Næst á myndinni sitja fundarritarar Egill Glslason Súðavlk, Sigrún Ragnarsdóttir Mosfellssveit og Jón- as Gestsson Ólafsvik. Þá koma fundarstjórar Agúst Þorvaldsson Brúnastöðum og Dagbjört Höskuids- dóttir Stykkishólmi. ólafur Jóhannesson formaður flokksins I ræðustól en fjarst á myndinni má greina nokkra framkvæmdarstjórnarmenn .Timamynd Róbert. Samgöngur eru grundvöllur hvers konar viðskipta og sam- skipta manna i milli og þess vegna undirstaða menningar og atvinnulifs i nútimaþjóðfélagi. Samgöngukerfi Islendinga er eitt hið kostnaðarsamasta i Evrópu vegna stærðar landsins og strjál- býlis. óviða er þvi jafnrik þörf á að leita allra mögulegra leiða til að samgöngur geti orðið sem ódýrastar og bestar. Þvi hag- kvæmari sem samgöngur lands- manna eru þeim mun meira verður afgangs af framleiðslu- tekjum þjóðarinnar til að halda uppi góðum lifskjörum og viðhalda til frambúðar byggð á landinu öllu. A hverju ári ver þjóðin drjúg- um hluta tekna sinna til úrbóta i samgöngumálum og viðhalds þeirra samgöngumannvirkja, sem fyrireru i landinu. Nauðsyn- legt er að auka heildarskipulagn- ingu samgöngumála þannig,að framkvæmdafé nýtistsem best til að ná þeim félagslegu og viðskiptalegu markmiðum, sem stefnt er að á hverjum tima. Sem dæmi má nefna sameiginlegar umferðar- og flutningamið- stöðvar i þéttbýli fyrir hvers kon- ar fólks- og vöruflutninga og auka samræmingu sjóflutninga og land flutninga. Þá er mikilvægt ^aö auka beina flutninga erlendis frá til hinna ýmsu hafna i landinu og bæta hagkvæmni millilanda- flutninga. Þingið fagnar þeim áfóngum sem náðst hafa á undanförnum árum i löggjöf,skipulagningu og framkvæmdum i samgöngumál- um undir forystu Framsóknar- flokksins og minir á að með þeim hefur verið lagður grundvöllur að enn frekari framfarasókn. Verður nú gerð grein fyrir helstu markmiðum varðandi ein- staka þætti samgöngumálanna. I Halda skal áfram uppbyggingu hafna til að skapa aðstöðu fyrir hin nýju fiskiskip landsmanna. Gera skal lágmarkskröfur um aö- stöðu þess flota sem gerður er út frá hverri höfnhvað snertir lönd- un.viðlegu og skjtíl, þannig að samræmi sé milli fjárfestingar i fiskiskipum og hafnaraðstöðu. Bætt sé aðstaða til geymslu á vörum við hafnarbakka fyrir hvers konar vöruflutninga. Tekið sé tillit til áætlana Skipaútgerðar rlkisins um bætta strandferða- þjónustu við hafnarframkvæmdir næstu ára. Akveðnar séu nokkrar aðal- flutningahafnir viðs vegar um land þar sem stærri flutningaskip gætu affermt vörur sem siðan yrði dreift þaðan. Hafnarfram- kvæmdum yrði svo hagað með til- liti til þessa. Dregið verði úr þeim mismun sem nú er milli sveitarfélaga vegna hafnargerða sem er frum- skilyrði fyrir nýtingu sjávarafla. Landshafnir og almennar hafnir fái sömu réttarstöðu. Hraðað verði endurskoðun kostnaðar- skiptingar milli rikis og sveitar- félaga á þessu sviði. Fjármagn til hafnarfram- kvæmda sé ákvarðað þannig að hægt sé að fylgja eftir áætluðum framkvæmdahraða og unnið sé við hafnargerðir I stærri áföng- um. II Strandferðaþjónustan verði endurskipulögðogbætt með smlði nýrra og hentugra skipa og öðrúm þeim aðgerðum sem til þarf. Bent er á áætlun Skipaút- gerðar rikisins um það efni. Tekin verði upp náin samvinna milli strandferðaþjónustunnar og ann- arra flutningafyrirtækja. Minn't er á það hlutverk strandferða- þjónustunnar að tryggja verzlunarhöfnum viðunandi flutningaþjónustu á sjó. III Stefnt skal að þvi að lagðir verði góðir vegir um byggðir og milli byggðalaga á landinu. i þvi sambandi skulu höfuð- markmiðin vera: — aðstyrkja og endurbyggja vegi þar sem burðarþoli er áfátt, — að bæta vegi þar sem snjó- þyngsli eru svo hægt sé að halda þeim opnum ineð viö- ráðanlegum kostnaði. — aðleggja bundið slitlag á vegi. — að auka öryggi vegfarenda á stöðum þar sem slysahætta er mikil. Við röðun framkvæmda verði tekið tillit til félagslegra sjónar- miða,öryggis og arðsemi. IV. Lögð veröiáherzla á bætta flug- þjónustu. Miða skal fram- kvæmdir við aukið öryggi og skipulega gerð flugvalla I flug- samgöngum. Nú hefur i fyrsta skipti verið gerð heildarúttekt á flugvalla- og flugöryggismálum, ásamt fram- kvæmdaáætlun. Höfuðmarkmið þessarar áætlunar er að stórbæta flugsamgöngur innanlands frá þvi sem nú er og að rjúfa einan- grun éinstakra byggða svo sem frekast er kostur, Þingiö leggur til að áætlun þessi séhöfðað leiðarljósi við ákvörðun framkvæmda I flugmálum. V Nýta ber flutningakerfi sem fyrir er til dreifingar á pósti á sem hagkvæmastan hátt. Hraða þarf uppbyggingu sjálfvirka simakerfisins þannig að allir landsmenn búi við sem mest öryggi í simaþjónustu. Haldið sé áfram að jafna þjónustugjöld af sima og stefnt að sem fæstum gjaldsvæðum. Stefnt skal að þvi að bæta af- greiðsluaðstöðu á póst- og sima- stöðvum og taka i notkun nútima vélbúnað þar sem hagkvæmt þykir. Til þess að þetta megi takast þarf að tryggja Póst- og sima- málastofnunninni nægilegt fjár- magn. Ályktun um orkumál Flokksþingið itrekar samþykkt að þingmenn flokksins hafa lagt aðalfundar miðstjórnar 1976 um þá samþykkt fram á alþingi sem skipulag orkumála og fagnar þvi tillögu til þingsályktunar. 1974 og hvetur til þess að við framkvæmd þessara laga sé lögð meiri áhersla en verið hefur á hinar félagslegu og andlegu hliðar heilsugæslustarfseminnar. Með réttri uppbyggingu og hóp- vinnu heilsugæslulækna, sér- fræðinga félagsráðgjafa sál- fræðinga og annarra heilbrigðis- stétta má ætla að heilsugæslu- stöðvarnar gætu vel og hag- kvæmlega annað allri almennri og nokkru leyti sérhæfðri heilsu- gæslu i landinu. Með þessu fyrir- komulagi má ætla.að fleiri læknar og annað sérhæft starfslið fengist til starfa á heilsugæslustöðvum, hvar sem væri á landinu. Efla þarf samband heilsu- gæslustarfseminnar við heimilin og auka hlut heimilislækninga. Nauðsynlegt er að rekstur sjúkrahúsanna i landinu sé endurskoðaður með tilliti til auk- ins samstarfs. Við uppbyggingu sjúkrahúsa verði tekið tillit til vaxandi starfsemi göngudeilda eða dagdeilda þar sem koma megi við sérhæfðu eftirliti, lækningum og rannsóknum án innlagningar. Slik heildarsam- ræming heilbrigðiskerfisins skapar mun betri aðstöðu til menntunar lækna og annarra heilbrigðisstétta og aukna hag- kvæmni i rekstri. Flokksþingið telur að stórátak beri að gera i málefnum lang- sjúkra og vill að Framsóknar- flokkurinn beiti sér fyrir þvi að gert sé ráð fyrir að ákveöinn fjöldi rúma sé við hverja legudeild sjúkrahúsa handa slik- um sjúklingum. Varðandi málefni öryrkja er nauðsyn skipulegra framkvæmda með tilliti til endurhæfingar og allrar aðstöðu. Þá skal bent á nauðsyn þess að efla skilning á mikilvægi hjúkrunar, samhæfa hjUkrun öðrum þáttum heilbrigðisþjón- ustunnar og samræma hjUkrunarnám. Húsnæðismál Flokksþingið telur að hver fjöl- skylda og einstaklingur i landinu eigi kröfu á þvi að geta búið i góðri ibúð af hæfilegri stærð er hvetjitil aukins fjölskyldulifsinn- an veggja heimilisins. Ibúð er ein af frumþörfum manna og f járfesting i ibúöarhús- næði má ekki vera nauðvörn al- mennings gegn öðaverðbólgu. Stefna ber að þvi með fullri ein- urð að fjármögnun ibUðarhús- næðis verði þannig háttað að kostnaður launþega vegna hús- næðis fari ekki fram Ur 15% af launatekjum fjölskyldu eins og þær eru á hverjum tíma og það markmið náist að lán til hUs- næðisbygginga verði 80% af meðal byggingakostnaði viðkom- andi ibUðar. Þessum markmiðum verði náð meðal annars með eftirfarandi: íbúðarstærðir verði 1 samræmi við fjölskyldustærðir. Bygginga- kostnaður verði lækkaður með öllum tiltækum raðum, á n þess að það komi niður á gæðum hús- næðisins meðal annars með: Aukinni stöðlun húshiuta og húsagerða. Aukinni hagræðingu I vinnu- brögðum og efnisvali til íbúða- bygginga. Samræmd áætlanagerð um húsnæðisþörf landsmanna, þar Framhald á 17. slöu Slippfélagið í Reykjavík hf. auglýsir: Eigum ávallt fyrirliggjandi i Timburverzlun vorri: Fura: mótaviður, smiðaviður u/s og þurrkuð smiðafura af flest- um stærðum. Irako og Siamese Yangi21/2” x5”og2” x6”. Frá Kaukas A/B i Finnlandi höfum við hinn viðurkennda vatns- þétta krossvið i stærð 1.22 x 3.05 m, þykktir 6 1/2, 9,12,15, 18 og 24 m/m og 1.22 x 2.44 m. þykktir 61/2,9, og 12 m/m. Oliusoðið Masonite4’ x8’ og4’ x9’ Spónaplötur frá Tiwi O/Y i Finnlandi i öllum þykktum, stærð: 1. 80 x 3.66 m. Frá Rödekro Savværk A/S i Danmörku höfum við hina frábæru skipaeik og beyki I öllum þykktum og breiddum. Oregonfura, Glerfallslistar, Málarastigar og Tröppur, Fánastengur í vélasal okkar er svoþjónustan alkunna. Reynið viðskiptin. Slippfélagið í Reykjavík hf. Mýrargötu 2 — Sími: 10123

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.