Tíminn - 21.03.1978, Side 15

Tíminn - 21.03.1978, Side 15
Þriöjudagur 21. marz 1978 15 Athugasemd frá O. Johnson & Kaaber við grein „samvinnumanns” í Timanum laugardaginn 11. marz, birtist grein undir dulnefn- inu „Samvinnumaður”, með yfir- skriJftinni „Fjögur hlutafélög — eitt sameignarfélag”. Ofangreind grein „Samvinnu- manns”, er að nokkru helguð Osta- og smjörsölunni, en i þess- um kafla greinarinnar er að finna eftirfarandi „upplýsingar” um markaðsdreifingu mjólkur- búðanna, áður en Osta- og smjör- salan var stofnuð (orðrétt); „Milliliðir reyndu óspart að nota sér skipulagsleysið og tókst það i rikum mæli á kostnað neytenda og f ramleiðenda. Heildsalar kröfðust hárra sölulauna. Þar við bættist óeðlileg rýrnun afslætt- ir, skemmdir og sein og ill greiðsluskil. Auk 10 prósent um- boðslauna til heildsala kom fyrir að þeir vildu greiða andvirði smjörsins með 10 ára skuldabréfi. Þannig var ástandið”. Þá upplýs- ir „Samvinnumaður” einnig að nú komist Osta- og smjörsalan af með 3,2—3,6 prósent í umboðs- laun. Fyrirtækið 0. Johnson & Kaaber h f. á hér hlut að máli, þar sem fyrirtækið hafði sam- starf við þrjú mjólkurbú um ára- bil um dreifingu framleiðslu bú- anna, áður en Osta- og smjörsal- an var stofnuð: Mjólkurbú þessi voru: Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkursamsalan i Reykjavik og Mjólkurbú Borgfiröinga. — Ef „Samvinnumaður” á við þetta samstarf O. Johnson & Kaaber h.f. og framangreindra mjólkur- búa þegar hann fellir ofangreind- an áfellisdóm, þá er leiðrétting- ar þörf en staðreyndir voru sem hér segir: O. Johnson & Kaaber h.f. „kröf- ðust" ekki 10 prósent umboðs- launa, heldur var gagnkvæmt samkomulag forráðamanna mjólkurbúanna og fyrirtækisins um 5 prósent sölulaun (ekki um- boðslaun). Það var að frumkvæði forystu- manna m jólkurbúanna sem þetta samstarf tókst, og rikti gagn- kvæmt traust og velvilja á meðan það stóð. Forsendur fyrir ný- skipan söludreifingarinnar þegar Osta- og smjörsalan var stofnuð voru ekki vangeta og græðgi heildsala, eins og látið er að liggja i grein „Samvinnumanns” heldur allt aðrar og er látið hjá liða að tiunda þær að sinni. Fullyrðing „Samvinnumanns” um óeðlilega rýrnun, afslætti og skemmdir, er rakalaus tilbúning- ur ef átt er við dreifingarstarf O. Johnson & Kaaber h.f. Ef á sama hátt er átt við O. Johnson & Kaaber h.f. þegar upplýst er að heildsalar hafi stundað sein og ill greiðsluskil og jafnvel viljað greiða andvirði smjörsins með 10 ára skuldabréfi, þá er hér aftur um rakalausan uppspuna að ræða. — Gagnkvæmt samkomulag var um greiðslu með þriggja mánaða vixli i lok hvers mánaðar og aldrei var veittur lengri gjaldfrestur og aldrei var um greiðslufall á vixli af okkar hálfu að ræða. Vixillánið var hinsvegar um samið, til að mæta samskonar samkeppnis- skilmálum okkar til smásölu- fyrirtækja. Eigi skal hér að sinni frekar fjölyrt um yfirlýsingar „Samvinnumanns” um óbrigðult ágæti núverandi dreifingarskipu- lags smjörs og osta, né fordæm- ingu hans á þvi fyrirkomulagi sem áður var notað af mjólkurbú- um, — en ýmsar spurningar vakna þó — t.d. sú hvort sömu kostnaðarliðir voru bornir uppi af F erðadiskótekin Disa og Maria Fjölbrevtt danstónlisl Góð reynsla — Hljómgæði Hagstætt verð. Leitið upplýsinga — Simar 50513 — 53910 — 52971. 5 prósentunum áður fyrr og 3,6 prósentunum nú. Það mun nefni- lega ljóst öllum þeim sem við viðskipti fást að án slikra athug- ana er allur samanburður á tölum sem þessum fánýtur. Að fara nánar út i þessa sálma nú yrði langt mál, og verður ekki gert að sinni. Að endingu leyfi ég mér að þakka ritstjórn Timans fyrir birt- ingu þessarar svargreinar við framangreindum ummælum „Samvinnumanns” i grein hans laugardaginn 11. marss.l. Virðingarfyllst, f.h. O. Johnson & Kaaber h.f., Ólafur Ó. Johnson, forstjóri. Fjármálaráðuneytið. Bifreiðaeigendur Athygli er vakin á, að eindagi bifreiða- gjalda er 1. april n.k. Dráttarvextir leggjast á ógreidd gjöld frá gjalddaga sem var 1. janúar s.l. hafi þau ekki || verið greidd að fullu fyrir 1. april. (nordítienpe) Bang &Olufsen Magnkaup- Gerum tilboð í magnkaup, yður að kostnaðarlausu Lita- sjónvörp ALLAR STÆRÐIR Magnaf sláttur Tilvalið fyrir: Þorp, kaupstaði, starfshópa og jafnvel Lægra verð — Betri þjónusta Skiphoiti 19, R. sími 29800, (5 línur)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.