Tíminn - 06.04.1978, Page 7

Tíminn - 06.04.1978, Page 7
Fimmtudagur 6. april 1978. 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:. 86387. Verö i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði. ____ ., _ Blaöaprent h.f. Sumarfagnaðurinn okkar Lóan er komin, segja menn. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vega- leysu, hefur vitjað okkar enn á ný. Snjórinn hjaðnar lika sem óðast i hlýjum vindi i þeim hlutum lands- ins, þar sem hann hefur legið eins og þykkur feldur á jörðinni, og senn mun hún koma undan honum ung og ný eins og segir i fornum fræðum. Sums staðar eru menn farnir að búa sig undir voryrkjurnar. En menn búa sig undir fleira. Ekki virðist annað sýnna en þjóðin sé að draga i strið, og meginvor- yrkjurnar renni i það farið að berjast upp á lif og dauða um hatrömm deiluefni. Til þess er nú verið að hvessa vopnin, hvernig sem mál kunna að æxl- ast. Svona um sumarmálin má búast við, að fylk- ingunum lendi saman. A döfinni virðist vera að stöðva allan útflutning. Atvinnurekendur hafa tæpt á þeim mótleik að setja á verkbann. Hið fyrra mun á skammri stundu valda fullkomnu gjaldeyrissvelti, auk þess sem frysti- geymslur og birgðastöðvar fyllast og gifurleg rösk- un verður á millilandaviðskiptum, ef til vill til lang- frama. Hið siðara stöðvar alla lifsbjargarviðleitni i landinu, einnig þeirra, sem ekki eiga hlut að þessum deilum og vildu sinna þvi i friði, er þeir hafa með höndum. Einnig þeim yrðu allar bjargir bannaðar mjög fljótlega. Verði þetta ofan á, og slik styrjöld háð af hörku, þarf sannarlega bæði trausta stjóm liðsoddanna og mikla stillingu liðsmannanna til þess að koma i veg fyrir meiri háttar róstur, þegar að sverfur. Það er eitt af þvi, sem vert væri að leiða hugann að, áður en lagt er út i þessa vorstyrjöld. Þess hefur nú um hrið verið af hugkvæmni leitað, hvaða vopnum verði skæðustum og sárustum beitt i þeirri deilu, sem uppi er. En um slik vopn er það að segja, að þau geta snúizt i hendi ef engin forsjá er i ráðum með kappinu. Ekki mun það stuðla að bætt- um alþýðuhag, ef til þess uppnáms verður teflt, ofan á þá fjármálaerfiðleika, sem fyrir eru, að fjárhagur lands og þjóðar liggi i rústum að leikslok- um. Á hverja aðra komi það en almenning i landinu að vinna tapið upp? Hvert yrði bolmagn okkar i skiptum við aðrar þjóðir eftir þess háttar svipting- ar? Og hvaða áhrif gætu átök, sem væru vægðar- laus langt um skör fram, haft á hugarfar þjóðarinn- ar sjálfrar? Enginn er kominn til þess að segja, á hve marga dýrkeypt kjarastyrjöld kynni að hafa þau áhrif, að upp vektist krafa um stjórnarhætti, sem við höfum ekki slægzt eftir fram að þessu, og hafa ekki fært þeim þjóðum neina gæfu, er þá hafa reynt. Það er margs að gæta, áður en til bardaga er lagt. Menn geta verið óánægðir, jafnvel reiðir. En eigi að siður verða þeir að leitast við að kunna fótum sinum forráð og gera sér að minnsta kosti i hugarlund hvar og hvenær skuli staðar numið, áður en öllu er i voða teflt. Annars er það um þessa kjaradeilu að segja eins og aðrar, sem upp á hafa komið, að ekki er annað til skipta en það, sem þjóðin vinnur fyrir. Og það, sem til skipta er, eykst eða minnkar meðal annars eftir þvi, hversu stór hluti þjóðarinnar vinnur arðgæf störf. En á hina hliðina er litið litið — enginn fjöl- yrðir um það, hvort hofið er orðið hátimbraðra en við höfum efni á, og færra fólk en skyldi við störf, sem skila verðmætum, auka útflutning og draga úr innflutningi. —JH ERLENT YFIRLIT Ves turbakkinn verður torleyst deiluefni Mesta ágreiningsefni Sadats og Begins Fyrri uppdrátturinn sýnir Palestinu eins og hún var á yfirráöa- tima Breta 1922-1948. Slöari uppdrátturinn sýnir tillögur Samein- uöu þjóöanna frá 1947 um skiptingu Palestinu milli Gyöinga og Araba. ÞAÐ ER ljóst, að vesturbakk- inn svonefndi veldur mestum erfiðleikum i viðræöum ísraelsmanna og Egypta. Þvi er ekki Ur vegi að rif ja hér upp sögu vesturbakkans i stórum dráttum. Bretar fóru með völd i Pale- stinu á árunum 1922-1948 (sjá meðfylgjandi kort). Vegna skæruliðastarfsemi Gyðinga, sem beindist gegn yfirráðum Breta, ákvað brezka stjórnin að afsala sér þeim og fela Sameinuðu þjóðunum aö ákveða framtið Palestinu Niðurstaða þeirra varð sú, að rétt væri að skipta Pale- stinu i tvö riki, riki Gyðinga og riki Araba (sjá meðfylgjandi kort). Samkvæmt þvi skyldi svonefndur vesturbakki til- heyra riki Araba, ásamt Gazasvæðinu og stærra land- svæði meðfram landamærum Egyptalands. Auk þess skyldu Arabar fá landsvæði meðfram Miðjarðarhafi i framhaldi af Libanon. Arabarikin mótmæltu þess- ari skiptingu og vildu viðhalda Palestinu sem einu riki. Nú harma þeir að þeir skyldu ekki fallast á tillögur Sameinuðu þjóðanna. Gyðingar voru hins- vegar fylgjandi skiptingu, en töldu sinn hlut of litinn. Agreiningur um skiptinguna leiddi til styrjaldar milli Gyð- inga og Araba. Skæruliðar Gyðinga reyndust svo vel skipulagðir og þjálfaðir að her Arabarikjanna stóðst þeim ekki snúning. Niðurstað- an varð sú, að þeir tóku sér mun stærra landsvæði en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim.Fyrir atbeina Sam einuðu þjóðanna náðist sam- komulag um vopnahlé. Gyð- ingar héldi öllu þvi landsvæði sem þeir höfðu hertekið, en Egyptaland fékk Gazasvæðið og Jórdania hlaut vestur- bakkann, en talsvert skertan frá þvfsem gert hafi verið ráð fyrir i tillögum Sameinuðu þjððanna. Stjórn Jerúsalems sem er innan vesturbakkans, var skipt milli Israels og Jór- daniu. ÞESSI skipting hélzt i nær, tutt- ugu ár eða til sex daga striðs- ins voriö 1967. Þá hertóku tsraelsmenn allan vestur- bakkann og Gazasvæðið. Jafn- framt hertóku þeir hluta af Golanhæðum, sem áður voru hluti Sýrlands, og Sinaiskag- ann, sem áður tilheyrði Egyptalandi. Ekkert af þess- um landsvæöum hefur verið formlega innlimað i Israels- riki, nema Jerúsalem og um- hverfi hennar. úryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði þessi mál mik- ið til meðferðar eftir sex daga striðið. Haustið 1967 náöist samkomulag innan þess um tillögu, sem siðan hefur verið merkt með tölustöfunum 242. Samkvæmt henni ber tsrael að skila aftur landsvæðum, sem það hertók voriö 1967. Flest rikin, sem stóðu að ályktun- inni, túlka hana þannig, að tsrael eigi að skila öllum þess- um landsvæðum óskiptum. tsraelsmenn hafa hinsvegar reynt að túlka hana þannig, að hún taki ekki tii landsvæðanna allra óskiptra,þvi að hvergi sé i tillögunum rætt um öll landsvæðin. Þáverandi stjórn Israels viðurkenndi þó, að hún næði a.m.k. til mikils hluta vesturbakkans. Þetta hefur VerkamannafloRkurinn, sem þá fór með stjórnina, itrekaö nýlega, en hann er nú i stjórn- arandstöðu. NÚVERANDI stjórn tsraels vill hinsvegar ekki viðurkenna aö þetta orðalag nái til vestur- bakkans ogneitar þvi alvegað sleppa yfirráðunum yfir hon- um. Núverandi stjórnarflokk- ar unhu þingkosningarnar á slðstl. vori m.a. vegna loforöa um, að þeir myndu ekki láta vesturbakkann af hendi, ef þeir kæmust til valda, enda hefði vagga hins forna Gyð- ingarikis staöið þar. Araba- rikin halda þvi hins vegar fram ófrávikjanlega, að tsrael verði að láta vesturbakkann af hendi, og hefur Sadat ekki hvikað frá þvi i viöræöum sin- um við tsraelsmenn. Banda- rikjamenn styðja þessa af- stöðu Sadats. Tillaga Sadats er sú, að annað hvort veröi vesturbakkinn sjálfstætt riki, ásamt Gaza svæöinu,eða að vesturbakkinn verði aftur hluti Jórdaniu. Bandarikin hafa hreyft þeirri hugmynd að ibUum á þessum landsvæðum verði veittur sjálfsákvörðun- arréttur um þaö, hvorn kost- inn þeir kjósi heldur. Þannig standa þessi mál nú. Siðustu fregnir benda til þess, að andstaða gegn tsraels- mönnum fari mjög harðnandi á vesturbakkanum, þrátt fyrir mikla harðstjórn tsrels- manna. tbúar vesturbakkans eru um 700 þús.langflestir Ar- abar, en á Gazasvæöinu um 450 þús. Þ.Þ. Middle East Today MeditermnéanSea Uppdráttur þessi sýnir israel og landsvæðin, sem israelsmenn hertóku 1967 (merkt meö skástrikum). Þeir hafa skilaö Egypt- um aftur landræmu á Sínaiskaga meöfram Súesskuröi og afhent S.Þ. jafnframt nokkurt gæzlusvæöi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.