Tíminn - 03.06.1978, Side 2

Tíminn - 03.06.1978, Side 2
2 Laugardagur 3. júní 1978 Yfirlýsing Brésnjefs og Husaks eftir 4 daga viðræður Prag-Reuter. Leonid Brésnjef, forseti Sovétrikjanna hélt i gær heimleiðis frá Tékkóslóvakíu, þar sem hann haföi átt fjögurra daga viðdvöl og rætt við leiðtoga landsins. Áður cn Brésnjef fór undirrituðu hann og Gustav Husak, leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins, þrettán siðna yfirlýsingu sem var árangur af viðræðum þeirra. 1 yfirlýsingunni er Nató harð- lega vítt fyrir afskipti þess af málefnum Afriku, en það er I þriðja sinn i þessari viku, sem Brésnjef lýsir yfir vanþóknun sinni á ihlutun Frakka og Belga i Zaire. Einnig gagnrýna þeir Kina fyrir hernaöarstefnu sina, og skora á stjórnir rikja Vestur- heims að skella ekki skollaeyr- um við tillögum frá Kreml þess efnis að framleiðslu á öllum teg- undum kjarnorkuvopna og gjör- eyðingarvopna verði hætt. 1 framhaldi af þvi leggja þeir til að Bandarikin, Sovétrikin, Kina, Bretland, Frakkland og allir bandamenn þeirra stöðluðu stærð vopna sinna. Þessi heim- sókn Brésnjefs til Tékkósló- vakiu nú var hin fyrsta i fimm ár. Segja þeirsem fylgdust með heimsókninni að það sem ein- kenndi yfirlýsingu þessa, væri það sama og einkennt hefði för þessa 71 árs þjóðarleiðtoga sem mjög væriorðinn hrumur — þ.e. að mest værium að ræða endur- teknar tuggur á þegar yfirlýstri afstöðu og viðhorfum Sovétrik j- anna. Ekkertvar minnztá nýkomna gagnrýni, sem fram kom á ráð- stefnu leiðtoga Natoþjóða i Washington i vikunni.um af- skipti kommúnista i Afriku. En Brésnjef og Husak lýstu þvi yfír að þeir fordæmdu hverja þá til- raun heimsvaldasinna til þess að kúga og berja niður þjóð- frelsishreyfingar i Afriku og að standa i vegi fyrir þvi, aö riki Afriku gætu tekið eðlilegum framförum. 1 yfirlýsingunni er varað við þvi hættuástandi sem stafar af stöðugri ögrun vegna Leonid Brésnjef forseti Sovétrikj- anna Husak leiötogi kommúnistaflokks Tékkóslóvakiu. herja þeirrarikja i Afríku, sem halda kynþáttastefnu á lofti og heimsvaldasinnaðra banda- manna þeirra á landamærum Angóla og Mósambik. Lystu þeir þvi siðar yfir, að til að tak- ast megi að viðhalda friði verði að stórminnka hættuna á striði. Sovétrikin, sem gerðu skrið- drekainnrás i Tékkóslóvakiu fyrir tiu árum til að berja niður stjórn kommúnista þar, sögðu að rikin tvö myndu stefna að þviaðaukasamvinnusin á milli á hugmyndafræðilegum og efnahagslegum grunni. Voru Brésnjef og Husak sam- mála um að hraða framkvæmd á tiu ára áætlun, um samvinnu i iðnaði, sem fyrirhugað var að hæfist árið 1980, og sögðuað þeir myndu leggja jafnmikið af mörkum til þróunar kjarnorku- visinda austan járntjalds. Ekkert var minnzt á beiðni Tékkóslóvakiu um auknar birgðir oliu frá Sovétrikjunum, en Tékkóslóvaki'a er þeim háð með mest af þeirri oliu sem hún þarf sem og er raunin með marga málma. Hersveitir Frakka i Zaire fluttar burt i næstu viku Paris/Reuter. Tilkynnt var opin- berlega i Paris i gær, að fallhlifa- hermenn útlendingaherdeildar- innar, sem sendir voru til Zaire i fyrra mánuði, til bjargar Evrópu- mönnum, sem lokazt höfðu inni i borginni Kolwezi i suðurhluta landsins, eftir að uppreisnar- menn náðu henni á sitt vald, yrðu sendir til baka i næstu viku. Það voru 600 hersveitir alls, sem þátt tóku i þessari björgunaraðgerð, og tókst þeim að bjarga hundruðum hvitra manna, i Shaba héraðinu. Eftir árás uppreisnarmanna á borgina er talið að að minnsta kosti tvö hundruð hvltir menn hafi verið myrtir. Eftir að frönsk og belgisk hernaðaryfirvöld skárust I leik- inn, hefur her Zaires i Shaba fengið mörg þúsund manna liðs- auka frá Evrópu. Um 450 fallhlifahermenn úr út- lendingaherdeildinni voru færðir frá Kolwesi til borgarinnar Lumumbashi til að vernda hvita menn þar, af ótta við svipaðar árásir uppreisnarmanna þar og i Kolwesi. En mikill fjöldi Evrópu- manna býr i höfuðborginni. Araf at heitir gæzlusveitum S.þ. samvinnu enn á ný Nýjar hernaðaráætlanir á döfinni hjá PLO Beirut-Reuter. Yfirmaður gæzlu- sveita Sameinuðu þjóðanna I Suð- ur-Libanon, Emmanuel Erskine hershöfðingi, greindi frá þvi I gær, eftir tveggja tima fund með Yasser Arafat leiðtoga PLO, Frelsishreyfingar Palestinu, aö Arafat hefði lýst þvi yfir, að liðs- menn hans, myndu eftirleiðis ekki gera árásir á ísrael frá vigj- um sinum i suðurhluta Libanons. A fundinum ræddu þeir Erskine og Arafat einkum um átök þau, sem urðu fyrir nokkru milli libanskra hersveita, sem njóta stuðnings tsraels, og sveita Palestinumanna. Erskine hershöföingi sagði I viðtali við Reuter fréttastofuna I gær, að Arafat hefði á fundinum samþykkt, að leyfa gæzluliði úr sveitum S.Þ. að hafa aðsetur I Beaufort kastala, sem er eitt sterkasta vigi skæruliðanna utan þess svæðis, sem sveitir S.Þ. gæta. Þetta virki er á norður bakka Litani árinnar og hernaðarlega mikilvægt. Einnig kvað hann Arafat hafa sagt að hann myndi sjá til þess að skæru- liðarnir héldu sig utan við linur S.Þ. Sagði hershöfðinginn, að hann liti á þetta sem mikilvægt spor af hálfu Arafats til að tryggja það að Israelsmenn dragi innrásarher- sveitir sinar til baka frá svæðun- um, sem þeir náðu á sitt vald er þeir réðust inn i Suöur-Libanon. Hafa Israelsmenn miðað við aö hafa lokið þvi 13. júni n.k. Hann sagði og að hann væri ekki ánægður með ástandið þrátt fyrir loforð Palestlnumanna um sam- vinnu. Kvað hann miklum tima hafa verið eytt i viðræður, og nú vildi hann fara að sjá einhvern árangur. Palestinumenn hafa að sögn Erskines ekki hvikað frá þeirri kröfu sinni, að þeir geti horfið aft- ur til bækistöðva sinna I S-Liban- on eftir að Israelsmenn eru farn- ir. Telja þeir að á grundvelli sam- komulags, sem þeir gerðu við II- bönsku stjórnina 1969 og sem kveður á um heimild til handa palestinskum skæruliðum að at- hafna sig á svæðinu, geti þeir horfið þangað aftur. Hins vegar heföu þeir lýst þvi yfir aö þeir myndu ekki beina árásum slnum á tsrael þaöan. Salah Khlaf, næstasðsti maður samtakanna, sagði i viðtali fyrr i vikunni, að Palestinumenn hefðu ^fskrifað slikt, en væru með á döfinni nýjar hernaðaráætlanir, sem miðuðu að því aðgera áhlaup inn I Israel frá Jórdanlu, Sýrlandi og af sjó. Er Erskine var spurður um það hvort friðargæzlusveitirnar leyfðu að skæruliðarnir hyrfu aft- ur til fyrri búða sinna, sagði hann, að þær myndu viröa hvert það samkomulag milli Palestlnu- manna og libönsku stjórnarinnar, sem hefði fengið blessun úr höfuðstöðvum Sameinuðu þjóö- anna. Hernaðar j af nvægi á Arabíuskaga og við Hauðahaf Um þessar mundir eru liðin þrjátiu ár frá stofnun lsraels- rikis. Á þessum þrjátiu árum hefur tsrael f jórum sinnum lent I styrjöld við nágranna sina 1948, 1956, 1967 og 1973. Araba- . rikin hafa alla tið barizt gegn tsrael og þessi barátta hefur tekið á sig æ meiri blæ alþjóð- legra átaka. Arabar njóta stuðnings margra rikja ekki hvað sizt siöferöilegs stuðnings. tsraelsmenn hafa átt færri vin- um að fagna en þeim mun öflugri. Bandarikin hafa jafnan veriö tsraelsmönnum sá bak- hjall sem bezt hefur dugað. Ekki ber að skilja þetta svo, að Bandarikjamenn hafi ætið upp- fyllt allar óskir tsraelsmanna eða fórnaö pólitlskum hagsmun- um sinum fyrir hagsmuni tsraelsríkis. Siður en svo. Sambúð Bandarlkjamanna og tsraelsmanna hefur oft verið stirð svo ekki sé meira sagt. Þegar á reynir hafa Banda- rikjamenn þó talið sig hafa sið- ferðilegum skyldum að gegna gagnvart tsraelsmönnum og þótt þeir hafi ekki viljað fórna pólitiskum hagsmunum sinum vegna tsrael hafa þeir ávallt viðurkennt aö þeir væru ábyrgir gagnvart almenningsálitinu fyrir öryggi tsraels. tvikunni sem leiö stóð Banda- ríkjaþing að samþykkt sem að margra dómi markar nokkur þáttaskil i sambúð Bandarikja- manna og Israelsmanna. Þá samþykkti öldungadeild þings- ins sölu á herþotum til Saudi-Arablu, Egyptalands og Israels. Tillaga um þetta efni kom frá Carter Bandarikjafor- seta og var borin fram sem heildarlausn á óskum þessara þriggja rikja um hernaðarað- stoð. Carter valdi þá leið að sameina þetta i eina tillögu og gera með þvi þinginu erfiöara fyrir um að fella niður alla að- stoð til eins eða fleiri af þessum rikjum. Umræðurnar um flug- vélasöluna eru einhverjar hinar höröustu sem orðið hafa á Bandaríkjaþingiumlangtskeið. . Bæði Israelsmenn og Arabar neyttu allrabragða til að fá sin- um málum framgeng.t. Hátt- settir prinsar komu frá Saudi-Arabiu til að fylgja eftir óskum sinum um nútimaherþot- ur og hin öflugu samtök Gyöinga i Bandarikjunum skipulögðu mótmælaaðgerðir af ýmsu tagi. Úrslit atkvæðagreiðslunnar I öldungadeildinni voru mikill sigur fyrir Carter forseta. Til- lagan um flugvélasöluna var samþykkt með 54 atkvæðum gegn 44. Meirihluti fulltrúa Repúblikana i deiidinni greiddi tillögu forsetans atkvæði. Demókratar voru klofnir og var meirihluti þeirra andvigur henni. Ýmsir þingmenn voru hikandi til siðustu stundar. Það sem úrslitum réði var að um er að ræða mál sem bætir stöðu Bandarikjamanna á þeim hjara heimsins sem stórveldin heyja nú harða baráttu um. Hin auknu pólitísku áhrif Bandaríkja- manna i Vestur-Aslu og Norður-Afriku eru árangur við- leitni þeirra til að koma á sætt- um með Egyptum og ísraels- mönnum. Meðan Israel var ein- angrað i þessum heimshluta og átti fáa að nema Bandarikja- menn, juku Sovétmenn áhrif sin ár frá ári. Barátta Palestinu- manna gegn tsraelsriki var háð með siðferðilegum stuðningi kommúnistarikjanna. Egyptar voru háðir sovézkum vopnum um langahriðog tilraunir Nass- ers til að sameina Arabarikin sem lágu að tsrael nutu velvild- ar Sovétmanna. Sú breyting sem varð á sambúð Egypta og Sovétmanna eftir að Sadat tók við stjórnartaumunum i Egyptalandi eftir fráfall Nass- ers áttisér margvislegar orsak- ir en óttinn við að áhrif Sovét- rikjanna i Vestur-Asiu og Norður-Afriku yrðu hættuleg stjórn Egyptalands hefur vafa- laust átt stóran hlut að stefnu- oreytingu þeirri sem Sadat stóð fyrir. För Sadats til Jerúsalem 19. nóvember sl. var i senn loka- atriði i löngum aðdraganda aö friðarsamningum og fyrsta skrefið I átt til raunhæfrar lausnar á viðkvæmustu deilu- málum Israelsmanna og Araba. Bandaríkjamenn eiga mikilla hagsmuna að gæta á þessu svæði. Vegur þar þyngst olian i löndum þeim, sem liggja að Persaflóa. Súezskurður og um- ferð um hann er einnig atriði sem taka verður tillit til. Fjár- festing fjölmargra bandariskra fyrirtækja i Arabalöndunum vegur þungt á metunum og loks er svo hin hernaðarlega staða sem nú siðustu mánuðina hefur orðið harla mikilvæg. Aukin umsvif Sovétmanna I Austur-Afriku og við mynni Rauðahafsins hefur vakið ugg hjá ráðamönnum i Saudi-Arabiu og Egyptar eru háðir Saudi-Aröbum um marga hluti. Saudi-Arabia er eitt auðug- asta oh'uland i heimi og lega landsins á Arabiuskaganum veitir þvi' lykilaðstöðu i Vest- ur-Asiu og eins gagnvart Aust- ur-Afriku. Leiðtogar iandsins hafanúnokkrar áhyggjur vegna þess að i Suður-Jemen er við völd marxisk stjórn og þangað eru nú komnir kúbanskir hernaðarráðunautar. 1 samþykkt Bandarikjaþings varðandi flugvélasöluna er gert ráð fyrir að selja 60 herþotur af gerðinni F-15 til Saudi-Arabiu, 50 þotur af gerðinni F-5E til Egyptalands og 110 þotur til Israel af gerðunum F-15 og F-16. Israelsmenn telja að með þessu sé ógnað hernaðarjafnvægi á svæðinu og mótmæltu kröftug- lega allri flugvélasölu til Araba- landanna. Bandarikjamenn hugsa hins vegar fyrst og fremst um að stjórnir Saudi-Arabiu og Egyptalands eru nú vinveittar Bandarikjunum og þótt þær séu mótsnúnar ísrael þá sé litil hætta á að þeir beiti herstyrk sinum gegn ísrael i nánustu framtið. Fiugvélasalan er þvi liður I viðleitni Bandarikja- manna til að efla stöðu sina á viðkvæmu og hættulegu svæði en telja sig jafnframt i engu hafa fórnað hagsmunum Israel — nema siður sé. Haraldur ólafsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.