Tíminn - 03.06.1978, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 3. júní 1978
Siðlausar persónunjósnir
eru blettur á
kosninga-
baráttunni
Undirbúningur stjórnmála-
flokkanna fyrir kosningar er að
flestu leyti með undarlegu sniði.
Verulegur timi og orka fer i að
kanna kjörskrá eða með öðrum
oröum: aö reyna aö gera sér
grein fyrir pólitiskum skoðun-
um fólks og þannig að fá hug-
mynd um hverjir eru liklegir
kjósendur flokksins. Þetta eru
ekkert annað en persónunjósnir
af heldur ömurlegu tagi.
Draumur hvers kosningastjóra
og framgjarns stjórnmála-
manns er aö eiga „merkta”
kjörskrá. Velmerkt kjörskrá er
að mati flokksstarfsmanna
gulls i'gildi. A kjördegi er svo
legiö yfir þessari „merktu”
kjörskrá. 1 hverri einustu kjör-
deild sitja svo fulltrúar flokk-
anna og færa inn á spjöld alla
sem kjósa. Þessi spjöld eru svo
send til höfuöstöðvanna þar,
sem borið er saman við kjör-
skrá og reynt að meta hverjir
hafi kosið flokkinn. Þegar svo
liöur á daginn og „merktu” ein-
staklingarnir á kjörskránni
góðuhafa ekki skilaðsér á kjör-
staðer farið að hringja i þá eða
leita þá uppi á annan hátt.
Þannig er lömbunum smalaö i
króna og einskis látið ófreistaö
að koma hinum bágrækustu á
leiðarenda.
Undirrituðum hefur ætið
geðjazt harla illa að þessum
merkingum og telur það bera
vitni mikilli fyrirlitningu á kjós-
endum að ekki skuli nægja aö
kjörstjórn á hverjum stað gangi
úr skugga um aö réttur maður
sé aö greiða atkvæði á réttum
stað, heldur skuli þurfa að vera
vitni að þvi að eitthvert auka-
fólk setji nafn og númer hvers
og eins inn á einkaskrár. Þessi
spjaldalýöur hváir og spyr um
viðkomandi án þess að það hafi
nokkurn rétt til þess. Er næsta
fúröulegt að ekki skuli vera
hægt að taka fyrir þessar per-
sónunjósnir. Margir munu þeir
vera sem merktir eru á f leiri en
einni kjörskrá og væri trúlega
flestum þökk i að losna við að
vera veginn og metinn af
kosningasmölumog snuðrurum.
Alþýöuflokkurinn hefur nú gert
hreint borð i þessum efnum og
hætt merkingum og snuðri og
værivel aðaörir f bkkar fylgdu i
fótsporin. Kosningaúrslitin sýna
aö varlahefur Alþýðuflokkurinn
tapað miklu á aö sýna fólki þá
sjálfsögðu kurteisi að hætta
þessum ósið.
Kjörskrármerkingar eru ósið-
legar og eiga að hverfa. önnur
starfsemi tengd kosningum er
saklausari að þvi er varðar a 11-
an almenning. Þar á ég við
„kosningastarfið” á kjördag
sem eftir myndum aö dæma
felst einkum i þvi aö drekka
kaffi og boröa með þvi kven-
félagsbrauð og pönnukökur og
biða eftir þvi aö hringt sé f bíl.
Væri þetta saklaus og glaðvær
skemmtun ef kjörskrármerk-
ingarnar væru ekki alltaf ein-
hversstaðar skammt undan.
Þriðja atriðið i sambandi við
kosningastarf er dreifing
bæklinga og blaöa. Bæklingarn-
ir sem bornir voru i hús núna
voru eins og auglýsingar frá
ferðaskrifstofu en loforöin ekki
eins glæsileg. Suma daga voru
dagblöð borin i hvert hús og lik-
legast að fæstir hafi hirt um að
rýna iþau. Það er erfitt að meta
áhrif aðgeröa sem þessara en á
hinn bóginn hafa þær talsverða
þýðingu fyrir þá sem standa i
baráttunni. Ég held, að megnið
af þeirri orku^fé og tima sem
eytt er i kosningastarf skili
ákaflega fáum atkvæðum beint.
En athafnir, ekki sizt gerviat-
hafnir, hafa hvetjandi áhrif á þá
sem framkvæma þær.
Kosningastarfið hefur mikla
þýðingu fyrir starfsfólkið. Það
finnur til mikilvægis sins, sam-
hygðar og þegar úrslitin koma
tengir þaö snúninga sina, blað-
burö, kjörskrármerkingar og
kaffidrykkju þeim árangri sem
flokkurinn náði. Aukist fylgi
flokksins er þaö þakkaö starfinu
fyrir kjördag og kannski eink-
um á k jördegi. Gangi hins vegar
illa, þá er kennt um lélegu starfi
og áhugaleysi á kjördegi. A
þann hátt fá stjórnmálamenn
ósjaldan átyllu til aö varpa sök-
inni af slæmri útreið i kosning-
um á starfsfólk flokksins. Árinni
kennir illur ræðari og mannlegt
er að draga starfsfólk til
ábyrgðar fyrir eigin mistök.
Þá er komiö aö þvi sem kalla
mætti hina huglægu baráttuum
hylli kjósenda þ.e. málflutning
og pólitiska stefnu flokkanna.
Dagblöðin eru helzti vettvangur
pólitiskrar umræðu i landinu.
Útvarps- og sjónvarpsumræður
ná til margra en fátt er vitað
meðvissu um áhrifþeirra. Dag-
blöðin gegna þvi hlutverki að
túlka stefnumið flokksforingj-
anna ogframbjóðendanna. Venj
an hefur jafnan verið sú að
frambjóðendur hafa skrifað
greinar um sin hjartans mál og
siðan hafa blöðin birt þessar
greinar upp á von og óvon. Þótt
litið sé vitaö um áhrif útvarps
og sjónvarps I kosningabaráttu,
er þó enn minna vitaö um hvaða
árangri slikar blaðagreinar ná
eða hvort þær hafa yfirleitt
nokkur áhrif. Aður fyrr var
stundum birt sama myndin af
frambjóðandanum dag eftir
dag. Nú hafa menn hikandi þó,
farið að birta myndir af fram-
bjóðendum með fjölskyldunni
að ameriskum sið. Greinaskrif,
leiðarar og stuttar fréttir um
einhver þau mál sem flokknum
finnst máli skipta.hafa að minu
mati sáralitil áhrif. Vil ég rök-
styðja það meö dæmum frá
sveitarstjórnarkosningunum 28.
mai sl. Þrátt fyrir gifurlega
yfirburöi Morgunblaðsins yfir
önnur blöð hvaö varðar út-
breiðslu og kynningu á fram-
bjóðendum tapaði Sjálfstæðis-
flokkurinn verulegu fylgi. Al-
þýðuflokkurinn bætti miklu við
sig þrátt fyrir það að Alþýðu-
blaðið er gefiö út I litlu upplagi
og kom auk þess harla óreglu-
lega út vikurnar fyrir kosning-
arnar. Alþýðubandalagið greip
til þess ráðs að auglýsa fundi
sina i Dagblaðinu, betur en svo
treysti það ekki Þjóöviljanum til
að ná til fólks. Það er svo
ihugunarvert, aö auglýsingin
var forsiöa Þjóðviljans, kulda-
leg en rökrétt auglýsingaaðferð.
Nú má segja sem svo að þótt
úrslitin séu ekki i samræmi við
útbreiöslu og veldi blaðanna þá
hafi blöðin samtmikil áhrif: Al-
þýðublaðið og Þjóðviljinn hafi
bara verið betur skrifuð og náð
betur til almennings en
Morgunblaðið og Timinn. Þetta
er þó vafasöm röksemdafærsla.
Það er óþekkt fyrirbæri að ein
grein eða einn viðburöur í
kosningabaráttu valdi gagnger-
um breytingum. Það virðist
nærtækt að ætla að dagblööin
hafi langtum minni áhrif með
skrifum sinum en flestir halda
og þá einkum þeir sem skrifa
þau. Rannsóknir á áhrifum fjöl-
miðla almennt.sýna aö sjald-
gæft er að fólk beinlinis skipti
um skoðun vegna upplýsinga
sem það fær I fjölmiðlum. Hins
vegar styrkja fjölmiðlar oft
skoðanir sem menn hafa þegar.
Megináhrif fjölmiöla eru þó aö
geta hrundið af stað umræðum
og á þann hátt eflt þá smáhópa
sem miklu ráða um skoðana-
mótun.
Blöðin eru harla gagnslitil
sem áróöurstæki nema þau miöi
skrif sin við að ná til stuðnings-
manna, sem taka upp hver á
sinum stað þau málefni sem
skrifað er um i blaöinu. Þá get-
ur blað lika náð árangri ef það
hamrar á einhverjum þeim
hlutum sem fólk fer að ræða i
sinn hóp. Pólitisk skrif blaöa
eiga að miða að þvi að vekja
umræður, ekki aö vera endan-
legar og hálfvolgar yfirlýsingar
um allt og ekki neitt. Sá stjórn-
málaflokkur sem ekki sýnir
skýrt og greinilegt andlit hlýtur
aðstaðna.Takisthonum ekki að
koma af stað umræðum um ein-
hver afmörkuð mál þá eru al-
menn stjórnmálaskrif leiðtoga
hans gagnslaus.
Þá er komið að siðasta at-
riðinu em rætt verður i þessum
kosningahugleiðingum að sinni,
þ.e.a.s. i hvaða átt kosningabar-
áttan er að sveigjast. Fyrir
nokkrum árum uppgötvuðu
menn að meginmáli skipti að al-
menningur þekkti fram-
bjóðendur. Fámenni og litil
kjördæmi ollu þvi aö enginn
vandi var fyrir duglegan fram-
bjóðanda að koma á hvert ein-
asta heimili i kjördæminu og
hitta flesta kjósendur. Vöxtur
Reykjavikur og fleiri bæja
breytti þessu og smám saman
breyttist kosningabaráttan i þá
átt að frambjóðendur voru
valdir sem fulltrúar atvinnu-
stétta eða einhverra ákveðinna
afmarkaðra hópa. Þegar kjör-
dæmin voru stækkuð var farið
að velja frambjóðendur úr hin-
um ýmsu héruðum og flestir
flokkar reyna enn að hafa ein-
hvers konar landfræðilegt jafn-
vægi i' vali frambjóðenda. En
þegar kynna þarf nýja fram-
bjóðendur beinist athygli
manna að þeim sem fyrirfram
voru þekktir þjóðinni. Þá reis
blómaöld s jónvarpsfólks.
Nokkrir menn sigldu háan byr á
þvi að hafa sézt I sjónvarpi um
lengri eða skemmri tima. Enn
hefur þetta nokkur áhrif en er
langt frá þvi að vera einhlitt.
Það er nefnilega komiö i ljós hér
eins og annars stpðar að það er
ekki nóg aðmenn séuþekktir,—
þeir verða lika aö vera þekktir
fyrir eitthvað. Menn og konur
verða að hafa gert eitthvað sem
höfðar til imyndunarafls fólks.
Og þá er komið að þvi aö „búa
til” frambjóðendur og „selja”
N eins og hverja aðra vöru.
Þetta hefur reyndar verið gert
hér á landi i smáum stn. Fólk
sem aflað hefur sér vinsælda á
einhverju sviði eða sýnt hæfni i
starfi er allt i einu kynnt sem
frábærir stjórnmálamenn og
stjórnendur ríkis og borga sam-
kvæmt kjörorðinu „Annar eins
maður og Oliver Lodge...”.
Kosningabarátta hér á landi
mun sveigjast i þessa átt i fram-
tiðinni. I stað hinna glaöbeittu
kosningasmala og ábyrgðar-
fullu spjaldanjósnara i kjör-
deildunum taka auglýsinga-
meistarar að sér að „selja”
frambjóöendur, og flokkarnir
skipuleggja áróðursaöferðir
sinar i samræmi við hag-
kvæmnislögmál. Það veröur
hætt að ausa fé f aðgerðir sem
engum árangri skila og reynt
verður eftir megni að afmarka
þau málefni sem hver flokkur
vill ræða ogforðast aö ræða það
sem honum er á móti skapi.
Flokkur sem ekki kann aö aug-
lýsa sig eftir nýjustu aug-
lýsingatækniá erfitt uppdráttar
og hver stjórnmálamaður mun
reyna að fá nákvæma mynd af
heildarfylgi flokks sins með
skoðanakö'nnunum og rann-
sóknum i staö hinna fáránlegu
og siðlausu kjörskrármerkinga
og þeirra persónunjósna sem
þær byggjast á.
Haraldur Ólafsson
Hvensr veröur mögulegt að kjósa f friöi og leyni-
lega hér á landi? Mörgum er raun aö þvf aö greiöa atkvsöi undir vök-
ulum augum útsendara flokkanna.
Reykjaskóli
126 luku prófi
Héraösskólanum aö Reykjum
var slitiö föstud. 26. mai s.l.
Skólinn var fullskipaður I vetur
með um 130 nem. Prófi luku 126
nemendur úr 7.-9. bekk grunn-
skóla og 1. bekk framhaldsskóla.
9. bekkur var fjölmennastur og
varþriskiptur. Var þvi auövelt að
koma við vali milli námsgreina,
er nemendur kusu helzt aö leggja
áherzlu á. Lögð var áherzla á að
auka fjölbreytni i námi. Nokkrir
nemendur tóku þátt i siglinga-
fræði og verklegri sjóvinnu og
öðluöust réttindi til stjórnar á
bátum allt aö 30 tonna, þegar til-
skyldum aldri og siglingatima er
náð.
U6E
F01KE
K0JSKOIE
Den nordisk-europæisk
Tinglev, Danmark.
NY NORDISK
FOLKEHÖGSKOLE
I DANMARK
6 mnd. kurs frá 1/11 for alle
over 18 ár. Alm. folkehög-
skolefag, svöm.lederudd. stort
formningstilbud — skriv efter
plan.
folkelige höjskole DK-6360
_________Myrna og Carl Vilbæk ^
Þá tóku nokkrir nemendur þátt
i félagsmálanámi og náðu þar
A-stigi samkvæmt grunnskóla
ISI.
Samvinna hefur verið milli
Tónlistarskóla V-Húnavatnssýslu
og héraðsskólans, þannig að
kennsla i tónlisthefur farið fram i
húsakynnum héraösskólans, og
hafanemendurhansþviátt kostá
tónlistarnámi, enda aöstaða til
æfinga orðin góð.
Fyrsti bekkur framhaldsskóla
starfaöi á þremur námsbrautum:
Almennri bók ná m sbra ut,
uppeldisbraut og viðskiptabraut.
Var þetta sjötta árið, sem 1.
bekkur framhaldsskóla er starf-
ræktur. Ætlunin er að 2. bekkur
framhaldsskóla veröi við skólann
næsta skólaár.
Höfð-
ingleg
gjöf
Krabbameinsfélagi Reykjavikur
hefur veriö afhent hálf milljón
króna, sem frú Pálina Þorláks-
dóttir, Vesturgötu 44 i Reykjavik,
ánafnaði félaginu að sér látinni.
Pálina, sem lézt hátt á niræðis-
aldri 23. april s.l. var alla tið
traustur stuöningsmaöur félags-
ins eins og þessi höföinglega gjöf
ber vitni um. Stjórn Krabba-
meinsfélags Reykjavikur er
þakklát hinni látnu fyrir gjöfina
og góðan hug til félagsins. An vel-
vildar almennings og stuðnings i
stóru og smáu gætu krabba-
meinsfélögin I landinu litlu til
leiðar komið.
Ballett i
rokkstil i
Þjóðleik
húsinu
Er þetta réttur hraði? hrópabi
Ingibjörg Björnsdóttir höf-
undur og stjórnandi rokk-
ballettsins „Sæmundur
Klemensson” um þaö leyti
sem þessi mynd var tekin.
Hraðinn reyndist eins og hann
átti að vera enda ágætt lista-
fólk á ferðinni úr tslenzka
dansflokknum og Þursa-
flokknum. Viö vitum reyndar
ekki hvort Ingibjörg lagði I aö
stjórna „Þursunum” mikiö á
þessari æfingu — svo pottþétt-
ir virtust þeir og öruggir I list
sinni.
Þessi skemmtilegi rokkballett
verður sýndur sunnudags- og
mánudagskvöld i Þjóðieikhús-
inu. Timamynd: Tryggvi