Tíminn - 03.06.1978, Síða 5

Tíminn - 03.06.1978, Síða 5
Laugardagur 3. júní 1978 5 Egiil Olgeirsson, Húsavík: Viðræðurnar á viðkvæmu stigi AM — „Hér á Húsavík eru viö- ræður i gangi, en málin eru óljós enn og á margan hátt á viö- kvæmu stigi,” sagði Egill 01- geirsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins á HUsa- vik i viðtali við blaðið. Egill sagði að Framsóknar- flokkurinn hefði að fullu haldið sinu við þessar kosningar, en á væri samt sú breyting orðin að flokkurinn nyti ekki óskoraðrar yfirburðaaðstöðu sem fyrr, þar sem K listi Alþýðubandalags og óháðra hefði nú verulega aukiö fylgi sitt og væri með mest at- kvæðamagn bak við sig. Hefðu menn K lista þvi forgöngu um meirihlutamyndun nú. A siðasta kjörtimabili var meirihlutasamstarf K lista, B lista og A lista, og hafa þessir aðilar þegar átt með sér viðræð- ur. Var fyrsti fundur sl. mið- vikudag, en sá næsti átti að verða i gærkvöldi og kvað Egill liklegt að málin skýrðust þá nokkuð. Sú breytinger nú orðin á sam- setningu K-listans að Samtökin, sem áður studdu Alþýöuflokk- inn, studdu nú K listann, og hef- ur sú breytingallmikiöað segja, þegar að þvi kemur að skapa grundvöll fyrir sama meirihluta nú. Yrði að segja að viðræðurn- ar hefðu verið fremur tregar og kæmu þar til ýmis bæjarmál- efni, sem of snemmt væri aö gera grein fyrir enn. Selfoss: Nýr meirihluti í fæðingu Kás—Allar likur virðast benda til þess, að Sjálfstæðismenn verði i minnihluta á Selfossi næsta kjörtimabil, eftir fræki- legan sigur Framsóknarmanna þar i siðustu kosningum. Óformlegar viðræður munu hafnar, eða vera á döfinni milli Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, en sjálfsagt munu þau mál öll skýrast á næstu dögum. Ráðningartimi fyrrverandi sveitarstjóra rann út rétt fyrir siðustu kosnmgar. Fastlega er búizt við þvi, að starfið verði auglýst laust til umsóknar strax og samkomulag hefur náöst um meirihluta. Hafnarfjörður: Óháðir sögðu nei takk við vinstrimenn Kás —Ef að likum lætur, munu óháðir borgarar og Sjálfstæðis- menn deila með sér stjórn Hafnarfjarðar, eins og siðasta kjörtimabil. A fimmtudagskvöld var hald- inn fundur i félagsráði Cháðra borgara, þar sem tekin var af- staða til óska Sjálfstæðismanna annars vegar, og Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hins vegar um viðræður um myndun meiri- hluta. Varð félagsráðið við ósk þeirra fyrrnefndu, og munu við- ræður milli aðila hefjast fljót- lega. Ekki er ástæða til annars en að ætla að þær viðræöur gangi vel. Valdahlutföll verða þvi óbreytt á næsta kjörtimabili, fasteignasalar i meirihluta. veiðihornið 17 punda lax á 1. degi Laxveiði hófst i Laxá i As- um á miðvikudag (1. júni). A fyrsta degi veiddust 9 laxar og var sá stærsti 17pundað þvi er Kristján Sigfússon tjáði blaðinu. Veitt er á tvær stengur i Laxá og er hámarks- veiði á stöng 20 laxar á dag en það hefur verið algengt að lax- veiðimenn væru búnir að fá sina 20 laxa eftir að hafa veitt aðeins i hálfan dag. Það vill stundum bregðast að laxveiöimenn sem hafa verið að veiða i Laxá i Asum skrái veiðina i veiðibókina sem liggur i veiðihúsinu. Þetta veldur bændum sem selja veiðileyfin miklum erfiðleik- um og ekki siður Veiðihorninu, þar sem erfitt hefur verið að fá fréttir um heildarveiðina, þegar liða tekur á sumariö. Urriðaveiðin i Laxá i Þingeyjarsýslu ofan Brúa 1977 Urriðaveiðin i Laxá i Þing- eyjarsýslu ofan Brúa var meiri i fyrra en nokkru sinni fyrr siðan regluleg skýrslu- söfnun á veiðinni hófst 1974. Alls veiddust2373 fiskar á efra svæði og 764 á neðra svæði. Áætluð þyngd veiðinnar er 2965 kg á efra svæði og 959 kg á neðra svæöi samtals 3924 kg. Aflaverðmæti er 1,8 milljónir kr. miðað við 450 kr. kílóverð. 250 urriðar voru merktir viðs vegar á efra svæðinu i endaðan mai 1977 . 25, eða 10% endurheimtust á veiðitimabil- inu. Þetta er óvenju léleg endurheimta og er ekki vitað hvað veldur þvi. Hugsanlegt er, að fiskurinn drepist óvenju mikið eftir merkinguna eða að merkin hafi losnað Ur honum. Lengdarmælingar hafa ver- ið gerðar á urriðastofnunum i Laxá siðan 1974 og sýna þær ásamt hreisturslesningu og merkingu að fiskstofriarnir i efra og neðra svæði eru aðskildir og litil blöndun virðist eiga sér stað á milli þeirra. Með öðrum orðum fiskurinn er staðbundinn i ánni.Þettaþýðir að hægt erað ofveiða suma veiðistaöi án þess að áin sé ofveidd sem heild. Nokkuðaugljóst er að neðra svæðið hefur verið ofveitt und- anfarin ár. 1974 og ’75 er veitt mikið af miðlungsstórum og stórum fiski en litið af smáum. Aðstreymi ungfisks er litið og veldur þetta aflaminnkun á þessum stærðarflokkum ’76 og ’77. Nýliðunin hefur ekki haft við veiðinni. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig til- tölulega sterkir árgangar frá ’72 og ’73 hafa áhrif á aflann framvegis svo og hvort áframhald verður á aöstreymi ungfisks. A efra svæðinu virðist ný- liðunin geta haldiö i við veiðina, þvi ekki er að sjá að fjöldi fiska i hinum ýmsu lengdarflokkum hafi breytzt neitt aö ráði. Má þvi ætla að meðnúverandi veiðiálagi fáist svipaðuraflifrá áritil árs, svo framarlega sem nýliðunin helzt jöfn. Heimild: Urriöaveiðin i Laxá ofan Brúa 1977. Veiði- málastofnun: Jón Kristjáns- son. Orðrómur um að Carter hafi slitið Salt viðræðunum uppspuni Washington-Reuter. Jimmy Cart- er, forseti Bandarikjanna, sagði á fundi sem hann boöaöi til með fréttamönnum, að grein, sem birtist i blaðinu Washington Post þess efnis, að hann hefði slitið viöræðum við Sovétmenn um tak- mörkun gjöreyðingarvopna, væri helber uppspuni. Var forsetinn reiður mjög og sagði greinina geta spillt fyrir málstað Banda- rikjanna og dragi i efa trúanleik hans sjálfs. Umrædd grein birtist sex dög- um eftir viðræðufund Carters og Andrei Gromykos um takmörkun gjöreyðingarvopna og hernaðar- umsvif Rússa og Kúbumanna i Afriku. Var þvi lýst yfir af hálfu Bandarikjamanna eftir fundinn, að hann hefði verið ófullnægjandi. Forsetinn, sem kom með blaðið sem greinin birtist i á fundinn, sagöi að það hefði aldrei komið til umræðu að hætta Saltviðræðun- um. Hvorki hann, né samnings- maður Bandarikjahers, Paul Warnke, né heldur Cyrus Vance utanrikisráðherra landsins hefðu nokkru sinni rætt um þetta. 1 greininni i Washington Post var skirskotaö til skoðanakönn- unar, sem benti til þess að margir Bandarikjamenn áliti Carter ekki nógu harðsnúinn i viðskiptum við Rússa. Carter hefur haldið uppi haröri gagnrýni á Sovétrikin og Kúbu fyrir afskipti þeirra af mál- um i Afriku, og itrekaði hann þá skoðun sina á ráðstefnu leiðtoga Natorikja i vikunni. Eftir að forsetinn hafði rætt við blaðamennina sagði Jody Powell, blaðafulltrúi Hvita hússins, að þegar gert hefði verið samkomu- lag við Sovétmenn i Saltviö- ræðunum, sem væri i þágu þjóðarinnar, þá yröi það undirrit- aö. Hann sagöi að Bandarikja- menn myndu aldrei undirrita samkomulag til þess eins að geta sagzt hafa undirritað, ef það væri ekki þjóðinni i hag. Þá sagði hann það, sem gerzt hefur i Afriku undanfarið, ekki á nokkurn hátt hafa haft áhrif á viöhorf Banda- rikjamanna til viðræðnanna. Að þvi er háttsettir embættis- menn i Bandarikjunum segja, er ekki hægt aö ganga að þeim til- lögum, sem Gromyko lagöi fyrir Carter sl. laugardag. Thoro- framleiðsla: Waterplug stoppar rennandi vatn undir þrýstingi Kás— Frá árinu 1971 hefur fyrir- tækið Steinprýði i Rvik flutt inn viðgerðar- og múrhúðunarefni frá Thoro-verksmiðjunum sem þeir telja einstakt i sinni röð. Þetta er þunnur steypumassi sem borinn er á stein með pensli en hann hefur þá eiginleika að anda einsog steypa og verða við hörðn- unina hluti af henni. 60% þessa undraefnis er sement en önnur samsetning þess er leyndarmál. Fyrrnefndar upplýsingar komu fram á fundi sem forsvarsmenn Steinprýði efndu til með blaða- mönnum nýlega til kynningar á vörum sinum. Steinprýði á sin viðskipti við Thoro-verksmiðjuna i Belgiu en upphaflega og aðalframleiðslan á sér stað i Bandaríkjunum. Þar eru starfræktar þrjár verksmiöj- ur og eiga þær aö sögn fróðra manna 85% allra viðgerðarefna- markaðarins i Bandarikjunum. Eftir að hróður Thoro-efnanna barst út voru stofnsettar verk- smiðjur frá þeim viöa á megin- landi Evrópu m.a. þessi i Belgiu sem Steinprýöi á viðskipti við. Framleiðsla Thoro-verksmiðj- anna er seld um allan heim aust- ur fyrir járntjald og jafnvel til Japan svo nokkuð sé nefnt. Waterplug heitir eitt þessara töfraefna en það er þeim eigin- leikum gætt að geta stöðvað framrás rennandi vatns undir þrýstingi og gerir viðgerðir neðansjávar þvi mögulegar. Hér á landi hefur þetta efni reynzt mjög vel að sögn forsvars- manna Steinprýöi. Reykjavikur- borg hefur notað það i siauknum mæli til viðgerða og viðhalds á byggingum i hennar eigu. Má þar nefiia kúluþak Laugardalshallar- innar og slökkvistöðina. Vega- gerðin notar þessi efni til að verja brúarstópa á nýjum brúm, o.s.frv. Dagskrá Sjómanna- dagsins i Hafnarfirði Kl: 0900 Fánar dregnir að hún. Kl: 0930 Skemmtisigling meö börn. Kl: 1000 Guðsþjónusta iHrafnistu i Hafnarfirði, þar verður vigt nýtt hljóðfæri. Kl: 1100 Heimsókn i Hrafnistu i Hafnarfirði. Karlakórinn Þrestir syngurfyrir vistmenn. Kl: 1330 Sjómannamessa i Þjóö- kirkjunni. Kl:1415Að lokinni sjómanna- messu, skrúðganga frá Þjóð- kirkjunni að útihátiðarsvæði við Bæjarútgerö Hafnarfjarð- ar, þar verður útihátiðin srtt. Þar flytja ræður fulltrúi sjó- manna, Ingólfur Ingólfsson forseti Farmanna og Fiski- mannasambands íslands, og fulltrúi Slysavarnardeildar- inr.ar Hraunprýði, Sjöfn Magnúsdóttir. Heiðraöir verða 3 aldraðir sjómenn. Að þessu loknu verða skemmti- atriði: Gummi& Goggi Koddaslagur Kl:l530 Sýnir Björgunarsveitin Fiskaklettur björgun manna úr sjávarháska og björgunar- störf á gúmmibát. Kl: 1600 Kappróður: Kvenna- og karlasveitir keppa. Kl: 1930Sjómannahóf I Skiphóli. Merki dagsins og Sjómanna- dagsblaðið veröa afhent sölu- börnum i Bæjarbiói frá kl: 0900 á Sjómannadaginn. Rukkunarheftin Blaðburðarfólk er beðið að sækja rukkunarheftin sem fyrst á afgreiðslu Timans að Siðumúla 15 (2. hæð). Athugið að Timinn er fluttur úr Aðalstræti i Siðu- múla 15. — Simi 86-300. ÍMÍMt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.