Tíminn - 24.08.1978, Qupperneq 1

Tíminn - 24.08.1978, Qupperneq 1
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 HEI — Au&heyrt var að þungt var i mörgum er sátu fund Alþýöu- flokksins i gær yfir þvi að Lúðvik Jósepsson hefði stillt flokknum upp við vegg með þvi aö krefjast svara við þvi, hvort Alþýðuflokk- urinn féllist á að mynda stjórn með Lúðvik sem forsætisráð- herra, enda tók það fundarmenn rúma þrjá klukkutima að finna verðugan mótleik, þ.e.a.s. álykt- un þá, sem birt er á öðrum stað i blaðinu. Telja má liklegt að Lúð- vik taki þetta svar sem synjun og haldi á fund forseta á morgun til að skila umboði sinu. Eftir fundinn kom það fram hjá Benedikt, að flokksstjórn Alþýðu- flokksins hefðu verið það von- brigði hve undirbúningi stjórnar- samnings i heild væri stutt komið. Mönnum hefði heldur ekki þótt það nægilegt að finna úrræði til áramóta, það yrði að hugsa lengra. Ekki þætti skynsamlegt að mynda stjórn til svo stutts tima og jafnvel væri hugsað til alls kjörtimabilsins. Benedikt var ekki fáanlegur til að svara þvi hvort Alþýðuflokkurinn mundi samþykkja Lúðvik sem forsætis- ráðherra, þótt samkomulag væri oröið um alla hluti aðra. Kjartan Jóhannsson var spurð- ur um hvort talsmenn hinna flokkanna hefðu ekki veriö tilbún- ir að ræða framtiöarmarkmiö i efnahagsmálum. Hann sagði að gagnaðilar hefðu lagt sérstaka áherslu á þessa næstu mánuði, og það væri kannski eðlilegt, en það þýddi ekki það að menn hefðu ef til vill ekki ennþá meiri áhuga á þvi sem væri til frambúöar. Um viðræðuaðilana sagði hann að svo væri kannski einnig með þá, þótt það hefði ekki komið i ljós enn sem komið væri. Lýst var yfir, aö það hvað viö tæki eftir áramót væri algerlega óljóst. Var þá spurt um hvort ekki liti út fyrir að þetta yrði þá áframhaldandi bráðabirgða-ráöstafana stjórn sem við ættum i vændum, en þaö sögðust Alþýðuflokksmenn ein- mitt vilja koma i veg fyrir, þvi viss hætta væri á þvi að stjórn gæti sokkið svo i bráöabirgðaaö- gerðum að hún næði sér aldrei upp úr þvi. Að lokum má geta þess að einn Alþýðuflokksmanna, sem náöist i, sagði að hann teldi vinstri stjórn alls ekki úr sögunni, þrátt fyrir þennan ágreining og jafn- framtað nauðsynlegt væri að hún kæmist á það fljótt, að unnt væri aö gera ráðstafanir fyrir 1. sep. i sambandi við visitöluna, svo hækkun hennar setti ekki allt úr skorðum. Ragnar Arnalds: „Ályktun Alþýöu- flokksinsklókinda lega orðuð neitun” AM — ,,Ég fæ ekki betur séð en að hér sé um að ræða klókindalega orðaða neitun,” sagði Ragnar Arnalds i gærkvöldi, þegar Tim- inn leitaði álits hans á ályktun Al- þýðuflokksins frá i gær. „Lúövik og Alþýðubandalagið hafði sett fram þá kröfu að áður en áfram yrði haldið skyldi það verða ljóst hverjir hefðu stjórnarforystuna á hendi. Við höfðum margbeðið um þetta svar frá Alþýðuflokknum. 1 munnlegum viðræðum höfðum við aldrei fengið nema neitun en i dag vissi Alþýðuflokkurinn vel að hann yrði að gefa skýr og formleg svör, en þess i stað kemur þessi klókindalega orðaða neitun eins og ég nefndi áðan.” ,,Ég vil þó taka skýrt fram,” sagði Ragnar Arnalds, ,,að hér meö hyggst flokkurinn engan veginn draga sig út úr viðræðum um vinstri stjórn enda hefur svo mikið áunnist undir stjórn Lúö- viks i þessum viðræðum, að allt styður myndun slikrar stjórnar.” Ragnar sagði að á þingflokks- fundi Alþýðubandalagsins kl. 10 árdegis i dag yrði tekin lokaákvörðun um hvort Lúðvik Jósepsson skilaði forseta umboði sinu. Alþýöuflokkur: Málefnasamning fyrst Alþýðubandalag Svarið strax Sjá bls. 10 Ólafur Jóhannesson: Þetta eru engin svör ■ Furðulegt ef strandar á forsætisráðuneytínu HEI — AM Þegar ályktun \A1- þýðuflokksins hafði verið birt i gærkvöldi, leitaði blaðið álits Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins, á efni hennar. „Þessa orðsendingu er nú ekki gott að skilja,” sagði Ólafur. „Lúðvik var búinn að ganga eftir svari Alþýöuflokksmanna og fær nú engin svör. Þessar viðræður voru það langt komnar að það hefði þó átt að vera hægt að min- um dómi, en nú er það auðvitaö Lúðviks mál og Alþýðubanda- lagsins hvernig þeir bregðast við.” — „Það er mjög hart og alveg furðulegt ef myndun svona stjórnar strandar á þvi hver á að verða forsætisráðherra, þar sem forseti Islands hefur falið Lúövlk Jósepssyni umboö til að mynda stjórn og það umboð hefur hann nú. Ég legg meira upp úr ákvörö- un forseta Islands heldur en t.d. einhverjum ummælum erlendra manna”, sagöi Ólafur Jóhannes- ^on, er Timinn spurði hann i gær, hvort það væri ekki napurlegt ef stjórnarmyndun strandaði á þessu atriði. Ólafur var spurður hvers vegna Framsókn heföi ekki boðað til þingflokksfundar eins og hinir flokkarnir. Hann sagði Fram- sóknarflokkinn ekkert tilefni hafa til þess, þar sem hann hefði þegar svarað þvi sem Lúðvik heföi ósk- að eftir. En fundirnir i dag væru sjálfsagt eingöngu vegna þessa máls, hver skuli vera forsætis- ráðherra. Þá var Ólafur spuröur hvað hann vildi segja um þann mikla ágreining milli hans og Stein- grims Hermannssonar, sem blöð hafa skrifaö um. Ólafur sagði það hinn mesta misskilning að um mikinn ágreining milli þeirra Steinar væri að ræða. Steingrim- ur hefði að visu þann skilning, að þingflokkurinn hafi ekki tekið formlega ákvörðun. En þing- flokkurinn hefði samþykkt aö taka þátt I stjórnarmyndunarviö- ræðum áfram og ekki gert at- hugasemd við Lúðvik sem forsæt- isráðherra, enda hefði hann um- boöið frá forseta Islands. Hins vegar sagöi Ólafur, að einstakir menn i flokknum væru á öndverð- um meiði. Steíngrímur Hermannsson: Skoðanaskipti AM— „Það sem mér finnst eink- um áberandi eftir að hafa heyrt ályktun Alþýðuflokksins er aö þeir verða alls ekki við þeirri kröfu Lúðviks Jósepssonar, að gefa honum ákveðið svar,” sagði Steingrimur Hermannsson i gær- kvöldi, þegar blaðið leitaði álits hans á ályktuninni. Alþýðuflokks- menn höfðu þó sagst mundu svara i dag (þe. miðvikudag) og vel má benda á þau orð Benedikts Bénedikts Gröndals i Morgunblaöinu i gær aö hann teldi samkomulag orðið um svo mörg meginatriði aö timabært væri orðið að ræða hverir hefðu stjórnarforystuna i hendi. Þessari skoðun virðist hann nú hafa fallið frá og svo gæti virst að ályktunin sé merki um aö Alþýðuflokkurinn treysti sér ekki til að láta slitna upp úr viðræðun- um vegna þessa atriðis, — þ.e. stjórnarforystunnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.