Tíminn - 24.08.1978, Síða 3

Tíminn - 24.08.1978, Síða 3
Fimmtudagur 24. ágúst 1978 3 HR— Eins og fram kom i Tlman- um i gær voru nýlega opnuö tilboö i rafmagnsvinnu á Grundar- tanga. Forstjóri fyrirtækisins vildi þó ekki gefa upp frá hverjum tilboðin væru eöa hversu há og hafði Timinn þá samband við Arna Brynjólfsson framkvæmda- stjóra Félags löggiltra rafverk- taka. Arni gaf þær upplýsingar, aö tilboöin væru frá eítíríarandi aðilum: Samvirkinn 111 millj. kr. Orkuvirki 197 millj., Isafl 254 millj., Rafafl 294 millj. (bjóöa þó afslátt þannig aö tilboöiö fer niöur i 248 millj.) og Bræöurnir Orms- son 455 millj. Arna fannst þaö einkennilegt aö Járnblendifélagið gæti ekki gefið þessar upplýsingar, þar sem hér væru á ferðinni tilboö sem búiö væri aö opna og ættu þau þvi aö vera opin almenningi. Til væri is- lenskur staöall sem Iönaöar- málastofnunin heföi gefiö út og þar væri sagt til um hvernig út- boðum skyldi háttaö. Hins vegar teldu stór fyrirtæki sig oft vera yíir þennan staöal hafin og heföu þvi oft sina hentisemi um meöferö tilboöa. Virtist honum sem slikt væri á ferðinni i þessu tilviki. Nokkur leynd viröist hvila yfir tilboöum Irafmagnsvinnu á Grundartanga. Rafmagnstilboð á Grundartanga: Getur forsætísráðherra haft aðrar hugmyndir um utanrikisstefnuna, en stjórnin sem heild? Tveir lögfræðingar spurðir álits I umræöum um stjórnar- myndun undanfarið hafa ýmsir látið efa i ljósi um að það megi samrýmast, aö forsætis- ráðherra rikisstjórnar hafi aör- ar grundvallarhugmyndir um utanrikisstefnu hennar en stjórnin fylgir annars sem heild. Við hringdum I tvo lögfróöa menn þá Sigurö Lindal og Jón Þorsteinsson og báöum þá aö segja álit sitt á þessu. Siguröur Lindal kvaðst ekki hafa á reið- • um höndum margslungnar út- listanir sem svar viö þessari spurningu. Þó sagöi hann þaö álit sitt að utanrikismálin væru það veigamikið atriði i hverri rikisstjórn aö það hlyti að skoö- ast óeölilegt aö forsætisráöherr- ann vildi fara aörar götur i þessu efni en stjórnin annars geröi. Páll kvaöst ekki vita þess Siguröur Llndal dæmi annars staðar frá að for- sætisráöherra greindi á við flesta samráðherra sina um svo stórt mál, sem utanrikismála- stefnuna, þótt hann gæti ekki fullyrt að það fyndist ekki. Jón Þorsteinsson kvaðst ekki hafa ihugaö þetta atriði neitt sérstaklega en minnti á aö i samsteypustjórnum, eins og hér hefðu jafnan tiökast, gætu ein- stakir ráðherrar hvort sem væri aldrei vænst þess að fá fram stefnu sins flokks i öllu, og hvaö mögulega stjórn Lúöviks Jósepssonar varðaði, ætti eftir að sjá hvaöa utanrikisstefnu hún markaði sér og þaö skipti aö sjálfsögðu höfuömáli. Hins veg- ar tók Jón fram að sér þætti þaö óeðlilegt aö menn mynduöu stjórn fyrir aöra, likt og gerst hefði 1974. Jón Þorsteinsson „Einkennílegt að veita ekki upplýsingar” Langar að vita hvort Lúðvík er fyrst og fremst íslendingur Blaðamaður frá Guardian hingað kominn vegna hugsanlegrar stjórnarmyndunar undir forystu Alþýðubandalags SJ — Lesendur okkar hafa mik- inn áhuga á aö fylgjast meö þvl hvort hér veröur mynduö rlkis- stjórn undir forystu manns, sem eitt sinn var félagi f Kommún- istaflokki tslands. Þeir, sem fylgjast meö alþjóöa fréttum, málum Atlantshafsbandalags- ins, breskri utanrikisstefnu og hernaöa rmálum, álita þaö skipta miklu máli hvort svo veröur. Viö höfum haft vinstri stjórn f Portúgal, hugsanlegt er aö einhvern tima nái kommúnistar stjórnartaumum á ttaliu og þaö er öflugur kommúnistaflokkur f Frakk- landi. Þjóöir ailra þessara landa eru i Atlantshafsbanda- laginu en tilgangur þess er aö verja lýöræöi Vesturlanda gegn ógnun úr austri. Viö vfljum vita hver áhrif þaö hefur á afstööu tslendinga til Nató og Evrópu almennt ef Lúövik Jósefsson veröur forsætisráöherra næstu rflússtjórnar tslands. Þannig svaraöi David Fair- hall blaðamaöur breska blaðs- ins Guardian, sem hingaö kom I byrjun vikunnar, þegar viö innt- um hann eftir erindi hans til landsins: — Auk þess er langt siöan við höfum sent mann hingað og ég mun einnig skrifa um önnur mál, svo sem fisk- veiöar og orkumál, og i dag fór ég f heimsókn til Vestmanna- eyja og naut þar góörar leiö- sögu, eldfjöll eru einnig áhuga- vert efni fyrir breska blaöa- menn og lesendur. David Fairhall hefur einu sinni komið hingaö til lands, þaö var í fyrsta þorskastriöinu en þá gegndi hann herþjónustu i flotanum. — Ég minnist þess að hafa stokkið frá boröi f land i Reykjavikurhöfnen Islendingar vildu ekki taka viö springnum og binda landfestar fyrir óvina- þjóðina. David Fairhall: —Þaö sem mér hefur fundist skemmtilegast hér, er þegar þeir sögöu mér hjá Orkustofnun, aö þeir heföu rekiö sig á aö spádómar prests nokk- urs i sambandi viö Mývatnselda á átjándu öld heföu byrjaö aö rætast nú á þeirri tuttugustu og aö þeir biöu f ofvæni eftir fram- haldinu. TimamyndTryggvi David Fairhall skrifar um hernaöarmál, siglingar, fisk- veiðar og flugmál i Guardian. Hann skrifaði um tvö sföari þorskastrföin og kom m.a. hér að ströndinni og dvaldist um borö I togara og herskipi áriö 1976. Þá liföi hann þaö m.a. aö lenda í árekstri viö varöskipiö Þór: — Ég haföi skilningá málstað ykkar i landhelgismálinu eins og flestir landar minir. Allir vissu aö viö mundum biöa ósigur. Mér þykir hins vegar miöur aö viö skyldum ekki fá lengri aölögunartima. Fjöldamargir breskir fiskimenn misstu at- vinnuna og Islandstogararnir fóru á haugana. Þetta geröist allt of snögglega — á einu ári. Viö heföum þurft fimm ár. Togararnir heföu þá getaö aö- lagastveiöum á öörum miöum. En þaö varðekki, Islandsflotinn varö aö engu. — Já, afstaðan til Nató var mér ofarlega I huga viö komuna hingað sagði David Fairhall, en svo segja mér allir aö hún muni ekki breytast, né heldur af- staðan til varnarliösins á Kefla- vikurflugvelli, þar sem aö um samsteypustjórn sé aö ræöa. Þá er þaö mikilvægur árangur fyrir flokk Lúöviks Jósefssonar, Alþýöubandalagið, ef honum tekst að mynda ríkis- stjórn. Ég hef ekki náö tali af Lúövik Jósefssyni og ég efa aö hann segöi mér nokkuð „hernaöar- leyndarmál”. Hann virðist mjög varfærinn stjórnmála- menn eins og raunar þeir stjórnmálamenn ykkar aðrir sem ég hef séö i sjónvarpi og þeir fáu sem ég hef rætt viö. — Hvað finnst Bretum um Al- þýöubandalagiö? — Ef þeir á annaö borö vita um tilveru þess stjórnmála- flokks uppi á tslandi telja þeir hann kommúnistaflokk. Þeir vita hins vegar aö hann telursig nú vinstrisinnaðan sósialista- flokk og aö flokkurinn er ekki kenndur viö kommúnisma. En þeir vita aö hann er andvigur Nató og andvigur herstöðvum á Islandi og þaö skiptir þá mestu máli. — Kommúnistar I Englandi? — Þeir eru Englendingar fyrst og kommúnistar svo en svo er raunar um alla hópa og flokka hjá okkur. Okkur langar til að vita hvort Alþýðubandalagsmenn eru fyrst og fremst Islendingar og siðan kommúnistar eöa öfugt? Útgerðarmenn -skipstjórar! Plasteinangrun h/f á Akureyri, framleióir nú trollkúlur. Vönduó íslenzk framleiösla á góöu veröi. Hafið samband viö einhvern eftirtal- inna veiðarfærasala: Á Akureyri: Heildverzlunina Eyfjörð h/f — Skipaþjónustuna h/f Á ísafirði: Sandfell h/f, Umboðs og heild- verzlun í Reykjavík: Kr. Ó. Skagfjörð h/f — Landssamband ísl. útvegsmanna — Seifh/f — Sjávarafurðadeild Sambandsins — Þ. Skaftason h/f. Plasteinangrun hf. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Sjávarafuröadeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SiMI 28200

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.