Tíminn - 24.08.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 24.08.1978, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 24. ágúst 1978 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Sióumúla 15. Slmi 86300. Kvöldsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Erlent yfirlit Tölvubann Carters hefur misheppnazt Frakkar selja Rússum tölvur í staðinn Blaöaprenth.f. V_________________________________________________________ Fimleikar Alþýðu- bandalagsins í forustugrein Þjóðviljans i gær er komizt svo að orði, að „Framsókn hafi löngum leikið tveim skjöldum i herstöðvamálinu en aldrei sem 1974, þegar hún studdi brottför hersins fyrri hluta árs- ins en áframhaldandi og aukið hernám siðari hluta ársins.” Hér beitir Þjóðviljinn að sjálfsögðu blekking- um eins og fyrri daginn. Þeim verður einna bezt svarað með þvi að birta kafla úr grein eftir Einar Ágústsson utanrikisráðherra, sem birtist i Tim- anum i gær, en þar er hann að svara svipaðri ádrepu og þeirri, sem felst i framangreindum ummælum Þjóðviljans. Einar Ágústsson segir, að Þjóðviljinn telji hann íslandsmeistara i loft- fimleikum vegna afstöðu hans i varnarmálunum en hann sjái ekki fram á annað en að hann sé að missa tign. Siðan segir Einar Agústsson: ,,Ég get nefnilega ekki betur séð en Alþýðu- bandalagið sé að taka svo glæsilegt heljarstökk i þessu hjartans máli sinu, að min fyrri afrek hverfi þar algerlega i skuggann. í yfirstandandi stjórnarviðræðum hefur Lúðvik Jósepsson, sem ég tek ævinlega mark á, sagt það fullum fetum, að hermálin, sem hann kallar svo, geti ósköp vel beðið einhverja hrið, svo sem eins og til dæmis meðan hann er forsætisráðherra. Hefði þetta einhvern tima þótt frétt, en réttlætist auðvitað af þvi gamalþekkta úrræði að fórna beri minni hagsmunum fyrir meiri. Nú segi ég þetta ekki til að rýra hlut Lúðviks Jósepssonar. Hann er maður raunsær og veit sem er, að þingmeirihluti fyrir brottför hersins er ekki fyrir hendi og ennþá siður fyrir þvi, að ísland fari úr Nató. Þá er að taka næst bezta kostinn. Þessi staða hefur áður komið upp i Alþingi ís- lendinga, nú siðast eftir kosningar 1974. Einnig þá var næst bezti kosturinn valinn — sá, að aðskilja herstarfsemina frá annarri starfsemi á Keflavik- urflugvelli. Að þvi hefur verið unnið á kjörtima- bilinu með verulegum árangri eins og Alþýðu- bandalagsmenn munu brátt kynnast, þegar þeir taka við stjórnartaumunum og fara að stjórna þar syðra. Þegar þeir nú kúvenda i þessu máli ættu þeir að sjá sóma sinn i þvi að láta af ófrægingarskrifum um menn sem völdu sama kost 1974 og þeir ætla að taka 1978. Svavar Gestsson og félagar hljóta að gera sér grein fyrir þvi, að i stjórnmálum er ekki ávallt hægt að ná fram öllu sem maður vildi. Samstjórn flokka kallar á sveigjanleik i ýmsum málum eins og nú er að sannast með eftirminnilegum hætti á þeim Alþýðubandalagsmönnum.” Hér lýkur orðum Einars Ágústssonar. Vissu- lega hefur Alþýðubandalagið sett hér íslandsmet i þvi að hafa aðra stefnu á fyrra árshelmingi en hinum siðari. í kosningabaráttunni á fyrra helmingi ársins hópuðu allir frambjóðendur þess i kór: Herinn burt — Island úr Nató. Á siðara árs- helmingnum segja svo þingmenn þess: Herinn kyrr og Island i Nató, ef Lúðvik Jósepsson verður forsætisráðherra. Þ.Þ. J Giscard fékk viöskiptin. þeim svokölluö beztu viö- skiptakjör, en þingiö setti þann fyrirvara, að þetta samkomulag tæki þvi aöeins gildi, aö Rússar heimiluöu vissri tölu Gyöinga aö flytja árlega frá Sovétrfkjunum til tsraels. Rússarhafa neitað aö fallast á þennan fyrirvara og samningurinn hefur þvi enn ekki tekiö gildi. Niöurstaöan af þvt hefur i stórum dráttum oröiö þessi: Miklu færri Gyöingar hafa fengiö leyfi til aö flytja frá Sovétrikjunum til Israels en áöur. Þessum leyfum fjölgaöi þó heldur fyrri hluta ársins, en ýmsir óttast, að framangreind synjun Carters gæti oröiö til þess, aö þeim fækki aftur. Verzlunin milli Sovétrikj- anna og Bandarikjanna hefur dregizt saman. Verzlunin milli Sovétrikj- anna annars vegar og Vestur-Evrópu og Japans hins vegar hefur aukizt verulega. Vestur-Evrópa og Japan hafa aukiö verzlun sina viö Sovét- rikin á kostnað Bandarikj- anna. Af þessu virðist hiklaust mega draga þá ályktun, aö viöskiptaþvinganir séu ekki vænlegar i sambúö risaveld- anna, ef ætlunineraö reyna aö bæta hana. Bandarikin geti ekki vænzt þess að þau geti með þeim hætti haft áhrif á stjórnmálaþróunina i Sovét- rikjunum. ÝMSIR Bandarikjamenn halda þvi fram, aö þeir hafi þó i þessu sambandi eitt vopn, sem gæti komið þeim að haldi og haft veruleg áhrif á Rússa. Hér er átt viö þaö, aö bannað veröi aö selja kornvörur frá Bandarikjunum til Sovétrikj- anna. A þessu eru þó i fyrsta lagi miklir pólitiskir erfiöleik- ar. Bændur i Bandarikjunum hafa ekki nægan markað fyrir korn sitt og telja sér þvi mikilsvert aö hafa aögang aö hinum stóra markaöi Sovét- rikjanna. f öðru lagi er liklegt, að Rússar gætu fljótlega sigrazt á þeim erfiöleikum, sem útflutningsbann á korn- vörum frá Bandarikjunum mynduvalda þeim. Þeir gætu aukið kornkaup annars staöar og þeir gætu dregið úr notkun á korni til skepnufóöurs. Þaö drægi aö visu úr framleiöslu á kjöti og smjöri, en hvort tveggja geta þeir keypt frá ýmsum löndum, sem hafa meiri og minni óseldar birgöir af þessum vörum eöa geta aukið framleiðslu þeirra mjög fljótlega. Þegar frá liöi, gætu Rússar þvi komizt yfir þessa erfiöleika og Bandarikin heföu ekki annaö upp úr þessu en aö bændur þar misstu einn bezta markað sinn fyrir kornvörur. Þaö er þvi ekki leiö til aö hafa áhrif á Rússa i mannrétt- indamálum aö beita viö- skiptaþvingunum. Viöskipta- þvinganir leiöa sjaldnast til góös, þótt hægt kunni að vera aö benda á einstök dæmi þess. Yfirleitt gefst þaö bezt i sambúö þjóöa aö viöskipti séu sem frjálsust, þvi að i kjölfar þeirra fylgja mörg mannleg skipti önnur, sem hjálpa oft til aö eyöa misskilningi og tor- tryggni. —Þ.Þ. CARTER forseti hefur rekiö sig illilega á, að þaö er ekki leiö til aö hafa áhrif á stefnu Sovétrikjanna i mannrétt- indamálum að reyna aö beita þau viðskiptalegum þving- unum. Carter svaraöi dóm- unum yfir andófsmönnunum Shcharansky og Ginzburg m.a. með þvi aö neita um út- flutningsleyfi á tölvum, sem Rússar höföu pantaö i Banda- rikjunum og töldu sig ætla aö nota i sambandi við Olymplu- leikana i Moskvu 1980. Ýmsir héldu þvi fram, aö Rússar heföu meira I huga I sambandi viö þessi tölvukaup en að nota þær eins og að framan grein- ir. M.a. væri þaö tilgangur þeirra aö fá meiri vitneskju um tölvusmiöar Bandarikja- manna. Þessi synjun Carters mæltist allvel fyrir meöal þeirra Bandarikjamanna, sem telja þaö vænlegast i sambúö risaveldanna aö láta hart mæta höröu. Jafnframt þvi, sem Carter synjaöi um umrætt leyfi, mun Bandarikjastjórn hafa snúiö sér til stjórna Vestur-Þýzka- lands, Bretlands, Frakklands og Japans, um, aö þær stööv- uöu einnig sölu á hliöstæöum tölvum til Sovétrikjanna. Um undirtektir þeirra er ekki ann- aö vitaö en þaö, aö franska stjórnin hefur nýlega veitt frönsku fyrirtæki leyfi til aö selja Rússum svipaöar tölvur og þeim haföi veriö neitaöum i Bandarikjunum samkvæmt banni Carters. Rússar fá þvi tölvurnar eigi aö siöur og Bandaríkin hafa þaö eitt upp úr krafsinu aö missa af viöskiptunum. Franska stiórnin mótmælti dómunum yfir þeim Ginzburg og Shcharansky, en telur þaö hins vegar ekki hyggilegt aö blanda saman slikum mót- mælum og viöskiptum. Viö- skiptum og stjórnmálum megi ekki blanda saman, nema undir alveg sérstökum kringumstæöum. Oftast geti þaö fariö svo, aö tilraunir til viöskiptaþvingana hafi aörar afleiöingar en til hafi veriö SBtl jzt BANDARIKIN viröast áöur hafa fengiö allgóöa reynslu fyrir þessu, en ekki haft hana til hliösjónar, þegar Carter ákvaö framannefnda synjun. Fyrir nokkrum árum haföi stjórn Nixons náö samningi viö Sovétrikin um aö veita Carter missti af þeim.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.